Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 I ÞINGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ofvaxinn útgjaldalið- ur í ríkisbúskapnum Tíunda hver króna fer í vexti Stærsti útgjaldaflokkur hins opinbera árið 1989 var atvinnu- mál (þ.m.t. samgöngumál og landbúnaðarmál) 21,8%. Þá koma heilbrigðismálin 18,7% (sem skila sér í betri líðan fólks, fleiri vinnudögum og lengri starfsævi). Næst koma trygginga- og vel- ferðarmál 16,7%, fræðslumál 13,4%, vextir 9,5%, stjórnsýsla 8,3%, menningarmál 6% og önnur útgjöld 5,6%. Sjá skýringarmynd. Sá útgjaldaþáttur, sem vaxið hefur öðrum fremur næstliðin ár, er lánakostnaður, vextir. Meginorsök þessa er að sjálfsögðu viðvarandi mikill ríkissjóðshalli og tilheyrandi skuldasöfnun. Tí- unda hver útgjaldakróna í ríkisbúskapnum brennur upp á báli vaxta. Öígjiddaflokkar hins opinbera 1 llutfall af heildargjöldum Árið 1989 Örumr úiyjold (5.6%)^ f-Almenn sijórnsýsla (8.3%) Atvinmunál (21.8%)—^^ —Frœdslumál (13.4%) Heilbrigðisrnál (18.7%) Vaxiagjöld (9.5%)- Menningannál (6.0%■ Velferðartnál (16.7%) I Það gildir hið sama um ríkisbú- skapinn og heimilisreksturinn. Þegar útgjöldin eru meiri en tekj- urnar, eins og verið hefur [heldur betur] hin síðustu árin, þrátt fyrir miklar skattahækkanir, verður að fjármagna hallann með lántökum, innlendum og/eða erlendum. Vaxandi lánsfjárþörf ríkissjóðs og ríkisbúskaparins, að stærstum hluta vegna þess að opinber eyðsla hefur vaxið langt umfram opinber- ar tekjur, veldur því, að ríkissjóður hefur gerzt æ frekari til fjárins á takmörkuðum innlendum lánsfjár- markaði. Nú stefnir í það að ríkis- sjóður „fangi“ langleiðina í sjö af hveijum tíu krónum af nýjum pen- ingalegum sparnaði landsmanna árið 1991 - í net spariskírteina, ríkisvíxla og annarra opinberra veiðarfæra á innlendum iánsfjár- markaði. Atvinnulífið hefur eign- ast skæðan keppinaut á þessum vettvangi. II í riti Þjóðhagsstofnunar, „Bú- skapur ríkisins 1980-1989“, segir, að skuldir ríkissjóðs árið 1988 hafi numið 68.273 m.kr. Þar af innlendar skuldir 28.068 m.kr. og erlendar skuldir 40.205 m.kr. (sjá skýringarmynd). Skuldabðltinn hefur hlaðið utan á sig síðan. Skuldir ríkisins vóru lægstar, sem hlutfall af landsframleiðslu, árið 1981 (22,6%) en hæstar 1983 (32,3%). Þetta skuldahlutfall var 26,8% árið 1988 en hefur hækkað síðan sem „rökrétt framhald" af viðvarandi halla ríkissjóðs. Ef horft er til erlendra langtíma- lána, einna og sér, hefur greiðslu- byrði þeirra sem hlutfall af útflutn- ingstekjum aukizt úr 16% árið 1987 í rúmlega 21% árið 1991 . Staða erlendra langtímalána hækkaði á sama tíma úr 40,4% í 52,9% af landsframleiðslu. Hafa verður í huga að ríkissjóð- ur yfirtók skuldir orkuveitna í Iandinu sum þessara samanburð- arára, sem og að sveiflur hafa verið í landsframleiðslu. Mæli- kvarðinn hefur sum sé sína ann- marka, en gefur þó grófa mynd af framvindunni. III Vaxtagjöid ríkissjóðs hafa hækkað langt umfram flest önnur ríkisútgjöld hin síðari árin. Úr 1,4% af heildarútgjöldum ríkisins árið 1980 í 3,3% árið 1989. Úr 1,4% af landsframleiðslu árið 1980 í 3,3%' árið 1989. í bréfi Seðlabanka til fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis [21. febr. 1991] segir að 62% af nýjum peningalegum sparnaði í landinu 1991 verði tekin að Iáni af hinu opinbera, saman- borið við 40% árið 1990. Frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1991 hækkar iántökuáform um marga milljarða króna (að hluta til að því er virðist vegna kosningafyrir- heita). Það stefnir því í að allt að 70% af líklegum peningalegum sparnaði landsmanna á líðandi ári þurfi til þess að mæta lánsfjárþörf ríkisins. Þessi lánsfjárásókn [ríkis- sjóðshalli] er meginorsök hárra vaxta í landinu. Fjárfestingar atvinnulífsins hafa því miður dregizt mikið saman á ferli núverandi ríkisstjórnar og eru töluvert minni, hlutfallslega, en í örðum OECD-ríkjum. Undir eðli- legum kringumstæðum hefði sam- dráttur af þessu tagi ótvírætt leitt til lækkunar raunvaxta. Þetta hef- ur þó ekki gerzt. Astæðan er, sem fyrr segir, allt gleypandi lánsljár- þörf ríkisbúskaparins. IV Mörgum finnst að nóg sé skraf- að- og skrifað um þjóðarbúskapinn og ríkisbúskapinn, skatta og skuld- ir, ijármál og peninga. Lífið hafi fleiri hliðar, betri, bjartari og skemmtilegri. Þetta er að hluta til rétt. Það sakar hins vegar ekki að haga akstri eftir aðstæðum, kunna fót- um sínum forráð og ganga svona nokkurn veginn sjálfbjarga inn í morgundaginn. jjamþykkt láns- fjárlaga á síðasta starfsdegi Al- þingis, þar sem opinberar lántöku- heimildir tóku nokkurra milljarða heljarstökk út í óvissuna, benda hinsvegar til þess, að pólitískir ábyrgðarmenn ríkisfjármálanna kjósi fremur kosningakelduna en fyrirhyggjukrókinn. SKULDIR RÍKISSJÓÐS 1d80>1988 1 H lm m 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Skuldir rikissióðs (mrð.kr.) 3.937 5.507 11.820 21.287 27.426 36.532 44.287 52.026 68.273 Innlendar skuldir 1.833 2.759 5.088 8.805 7.929 10.901 14.980 22.071 28.068 Erlendar skuldir 2.104 2.748 6.732 12.483 19.498 25.631 29.307 29.955 40.205 Skuldir á verðlaqí 1980 3.937 4.133 5.159 5.462 5.345 5.954 6.424 6.820 7.325 Innlendar skuldir 1.833 1.817 2.237 2.158 1.453 1.529 1.686 2.116 2.181 Erlendar skuldir 2.104 2.316 2.922 3.304 3.893 4.425 4.738 4.705 5.144 Skuidir, % af VLF 25,4 22,6 31,0 32,3 31,4 30,7 28,0 25,1 26,8 Innlendar, % af VLF 11,8 11,3 13,3 13,4 9,1 9,2 9,5 10,6 11,0 Erlendar, % af VLF 13,6 11,3 17,7 19,0 22,3 21,6 18,5 14,4 15,8 VAXTAGJÖLD RÍKISSJÖÐS 1980-1989 Vaxtaqiðld (millj.kr.) 215 389 669 1.777 2.297 3.300 3.931 4.340 7.133 9.644 % af heildarútgjðldum 5,4 6,1 6,5 9,3 10,3 10,0 8,3 7,9 9,5 10,6 %afVLF 1,4 1,6 1,8 2,7 2,6 2,8 2,5 2,1 2,8 3,3 Afmæliskveðja: Ingimundur Ingi- mundarson Svanshóli Hinn 30. mars sl. varð Ingimund- ur Ingimundarson frá Svanshóli áttræður. Af þvi tilefni fjölmenntu ættingjar og vinir til að hylla hann og heiðra á heimili sonar hans í Fjarðarseli 15 í Reykjavík. Það eru nú liðin hátt í tuttugu ár síðan ég hitti Inigmund í fyrstá sinni. Það mun hafa verið á haust- nóttum 1971 að ég ásamt konu minni lagði leið mína í Bjarnarfjörð til fundar við Ingimund oddvita á Svanshóli, en þetta haust tók ég við starfi skólastjóra barna- og unglingaskólans á Drangsnesi. Er- indið var að ræða nauðsynleg sam- skipti varðandi skólahald, og það má mikið vera ef ég notaði ekki tækifærið til að hafa út úr oddvitan- um peninga í leiðinni. Erindið var með öðrum orðum dæmigerður hversdagsleiki og veraldarhyggja. Að sjálfsögðu hafði ég ekki hug- mynd um hvern ég myndi fyrir hitta þetta haustkvöld fyrir hartnær tutt- ugu árum þegar ég hélt á fund oddvita Kaldrananeshrepps. En nú og ávallt síðan lifír það mér í minni, að það var gott og notalegt að koma að Svanshóli. Það lá í loftinu eitt- hvað þjóðlegt, látlaust og alúðlegt. Ingimundur var eins og örlítið var- kár í fyrstu, kurteis og hafði á sér yfirbragð mikillar prúðmennsku og fágaðrar framkomu, en umfram allt alþýðlegur, viðræðugóður og gersneyddur öllu yfirlæti. Með árunum lærðist mér, að þetta gilti ekki bara á yfirborðinu. Maðurinn reyndist í áranna rás gegnheill, traustur og vandaður til orðs og æðis. „Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga. Siglir særokinn,^ sólbitinn slær, stjömuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala. í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, því skal hann virður vel.“ Mér þykir sem þessi tvö erindi úr kvæðinu Alþing hið nýja eftir Jónas Hallgn'msson falli einkar vel að lífshlaupi og ævistarfi Ingimund- ar frá Svanshóli. Hann var og er fyrst og síðast íslenskur bóndi af bestu gerð. Hann var bóndi á Svans- hóli í fjöratíu ár. Hann er búfræð- ingur frá Hvanneyri 1938. Sú menntun ásamt farsælum eðliskost- um í vöggugjöf dugðu honum til að leysa af hendi ætlunarverk ís- lenska bóndans með glæsibi;ag í harðbýlli sveit, norður við ysta haf, þrátt fyrir margslungin iðuköst og flúðaflaustur í tímans sfraumi. Til viðbótar við búskapinn hlóð- ust með tíð og tíma fjölmörg trún- aðar- og þjónustustörf í þágu sveit- ar og hérað á Ingimund, svo sem títt er um slíka menn, þar sem þá er að finna. Ingimundur lagði hug sinn og hjarta í að rækja sérhver þau störf er hann tókst á hendur með alúð, ósérplægni og trúnaði, enda hafa honum hlotnast margvís- legar viðurkenningar í því sam- bandi, bæði stórar og smáar. Ingimundur Ingimundarson var oddviti í Kaldrananeshreppi í tutt- ugu ár, 1954-74. Mesta afrek hans í félagsmálum var sambygging Klúkuskóla og félagsheimilisins Laugarhóls í Bjarnarfirði. Enda þótt fjölmargir aðilar innan sveitar sem utan legðu þar hönd á plóginn, fer það ekki á milli mála að Ingi- mundur var þarna verkadrýgstur, að öllum öðrum ólöstuðum. Ingimundur var óg er stoltur af þessu mennta- og menningarsetri sveitar sinnar og hefur látið sér annt um þessa stofnun og hagi hennar allt til þessa dags. En þar gerist mörg búmannsraunin. Á hverfanda hveli íslenskrar búsetu okkar daga gengur4 ýmsu og skelf- ur gjarnan storðin svo gnestur í. Hvað af þessu eru váboðar og hvað traustabrestir, það mun framtíðin leiða í ljós. En eitt er víst. Klúku- skóli, sem vígður var með viðhöfn 13. ágúst 1972, hefur nú þjónað hlutverki sínu í ein tuttugu ár í núverandi mynd. Stór hópur fyrr- verandi nemenda vítt og breitt um landið á mismunandi aldursskeiði geymir með sér minningar um æskuglaða daga í Klúkuskóla. í þeim stóra hópi eru fjórar dætur skóiastjórahjónanna í Drangsnes- skóla. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka Ingimundi frá Svanshóli fyrir einstaklega hugljúfa fram- komu, þjóðlegt og skemmtilegt við- mót, er þær geyma sér í minni frá þessum árum. Það má því með fullum sanni segja að atorka sú og dugnaður er Ingimundur frá Svanshóli og sam- heijar hans lögðu í byggingu Klúk- uskóla í Bjarnarfirði hafi nú þegar borið góðan og dijúgan ávöxt, hvað svo sem framtíðinni þóknast að bera í skauti sér. Af því gem ég hefi lauslega rak- ið hér að framan mætti ætla að það hefði komið eins og af sjálfu sér að við Ingimundur frá Svanshóli ættum að mestu leyti samleið varð- andi menn og málefni í Kaldrana- neshreppi. En forlögin geta verið grágíettin. Atvikin urðu með þeim hætti, að þetta átti ekki fyrir okkur að liggja alla tíð, og urðum við Ingi- mundur á öndverðum meiði í ör- lagaríkum innansveitarmálum um árabil. Þó fullyrði ég að aldrei gekk þetta svo langt að við yrðum óvin- ir. Hann var harður og einarður í vörn og sókn fyrir málstað sinn og hugsjónir, en drengskapurinn vgr ávallt með í för, hvað sem hann sagði og gerði, og maður þurfti aldrei að hafa áhyggjur af því að hann kæmi aftan að manni. Þetta heitir að fornu og nýju að vera drengur góður. Við slíka er gott að eiga, hvort heldur þeir erif sam- heijar eða andstæðingar. Eigi er það gott að maðurinn sé einsamall, heldur skal hann hafa meðhjálp við sitt hæfi. Svo segir í helgri bók. Ingimundur fann sér tvímælalaust meðhjálp við hæfi þar sem er eiginkona hans, Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Sandnesi. Það er öllum ljóst sem til þekkja að hún á sinn ríka þátt í reisn og farsæld Svanshólsheimilisins og fjölskyld- unnar þar. Þau hjón eignuðust fimm syni sem allir komust á legg og vel til manns auk einnar dóttur, er þau misstu tveggja mánaða gamla. Syn- irnir eru: Tvíburarnir Ingimundur kennari í Borgarnesi og Sigvaldi kennari í Reykjavík, Pétur hús- gagnasmiður í Reykjavík, Svanur Ásmundur málarameistari í Reykja- vík og Ólafur bóndi og húsasmiður á Svanshóli. Við Sigrún óskum Ingimundi Ingimundarsyni til hamingju með lífsförunautinn og fimm mannvæn- lega syni. Við óskum honum til hamingju með áttræðisafmælið og ötult ævistarf í faðmi sveitar sinnar og mörg þau góðu málefni sem honum auðnaðist að leiða fram til sigurs sveit sinni og samfélagi til eflingar. Fyrir nokkrum misserum varð Ingimundur fyrir heilsufarslegu áfalli og hefur ekki borið sitt barr að fullu síðan. Eg sagði einhvern tímann við Ingimund að mér þætti þetta í hæsta máta ósanngjarnt þrátt fyrir aldur hans, og hafði þá einkum í huga heilbrigt og vamm- laust líferni hans í skauti íslenskrar náttúru og ái-vökult starf við rækt- un og nýtingu ættaróðalsins sem hann hefur helgað líf sitt og starf gullroðna morgna, sólríka daga og bjartar nætur. Ingimundur svaraði engu þessu rausi mínu en brosti kankvíslega, og ég fann það og skildi að hans vegna var engin þörf að kvarta og því vart við hæfi að vera með slíka tilburði í návist hans. Og hver er ég, að mér megi auðnast að átta mig ætíð á forsjón hins hæsta við að rækta og þroska, herða og stæla gegnum súrt og sætt manndóm þann og atgervi, er endast skal út yfir gröf og dauða. Þrátt fyrir þetta áfall er ég þess fullviss að Ingimundur Ingimund- arson frá Svanshóli mun þreyta fang við elli kerlingu með fullri reisn og án þess að biðjast griða, eftir því sem forsjónin ann honum fremst og best, og ekki láta leiknum lokið fyrr en þeirri gömlu er vel tekið að volgna. Guð blessi afmælisbarnið/ástvini þess og ættmenni um ókomin ár. Þórir Haukur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.