Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 41 Minning: Guðrún Guðmunds dóttir, Galtafelli og bjuggu þar í nokkur ár uns þau færðu sig um set yfir í Eyrarsveit- ina og bjuggu á Grund. Asmundur og Katrín eignuðust 7 börn, þar af 4 sem komust til fullorðinsára. Þau voru Einar í Sindra, Kjartan gull- smiður, Jakobína forstjóri háls- bindagerðarinnar Jaco og Ásmund- ur bakari í Esju, en þau eru nú öll látin. Ásmundur kvæntist síðar Kristínu Þorleifsdóttur frá Hömrum og bjuggu þau á Suður-Bár frá 1914. Þau eignuðust 5 börn, dæt- urnar Helgu, Ingibjörgu, Jarþrúði og Þórleifu, en yngstur var Ás- mundur Jónatan. Nú eru aðeins tvær systurnar á lífi, Helga sem býr í Reykjavík og Jarþrúður sem fyrr bjó á Kverná í Eyrarsveit ásamt manni sínum, Jóhanni Ásmunds- syni. Ásmundur sá aldrei föður sinn. Hann lést nokkrum mánuðum áður en sonur hans fæddist. Það var þungt áfall fyrir Ijölskylduna þegar Ásmundur Sigurðsson fórst í sjó- róðri á Breiðafirði ásamt 4 mönnum öðrum í ársbyrjun 1919 og ekki varð komist hjá því að heimilið leystist upp. Hálfsystkinin fluttu burt, eldri systrunum var komið í fóstur, en Kristín flutti að Hömrum til bróður síns og- foreldra og hafði lijá sér yngstu telpuna, Þórleifu, og Ásmund eftir að hann fæddist um sumarið. Ásmundur ólst upp á Hömrum, en sautján ára hleypti hann heim- draganum og fór í héraðsskólann í Reykholti og stundaði þar nám í tvo vetur. Eftir það var hann einn vetur kennari í Eyrarsveit, en fór þá suð- ur til Reykjavíkur og var við bók- haldsnám í tvo vetur. Árið 1942 hóf hann verslunarstörf hjá Veiðar- færaversluninni Verðandi í Reykja- vík og starfaði þar í 10 ár uns hann hóf bókhaldsstörf hjá Sindrafyrir- tækjunum í Reykjavík og starfaði þar æ síðan. Ásmundur var alla tíð mikill fé- lagsmaður, enda góður félagi í bestu merkingu þess orðs. Hann var einn af stofnendum Ungmenna- félags Eyrarsveitar og í fyrstu stjórn þess. Síðar var hann lengi í Farfugladeild Reykjavíkur og for- maður hennar í nokkur ár. Um ára- tugi starfaði hann í Frímúrararegl- unni og í Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík og sat þar um tíma í stjórn. Ásmundur átti í nokkur ár heim- ili með móður sinni og systrum í Reykjavík, en 17. mars 1951 gekk hann í hjónaband með Hönnu Helgadóttur. Þau höfðu því átt sam- an rétt 40 farsæl ár, þegarÁsmund- ur lést. Hanna er dóttir Helga Björgvins Björnssonar, sem lengi var deildarstjóri á Pósthúsinu í Reykjavík, og konu hans, Sigrúnar Maríu Eiríksdóttur. Ilanna hefur um áratugaskeið starfað sem full- trúi á skrifstofu Ríkisspítalanna. Hanna og Ásmundur eignuðust 4 börn, en þau eru Sigrún iðjuþjálfi á Akranesi, gift Guðbjarti Hannes- syni skólastjóra, Helgi leikmynda- hönnuður, Ásmundur Páll listdans- ari í New York og Magnús Þór rafmagnsverkfræðingur, sem er í sambúð með Soffíu G. Brandsdótt- ur. Fyrir hjónaband eignaðist Ás- mundur dóttur, Ragnhildi fulltrúa, sem gift er Finni Fróðasyni hús- gagnaarkitekt. Ásmundur var mikill ijölskyldu- maður og þess nutu ekki aðeins hans allra nánustu heldur einnig systkini hans og þeirra börn. Sér- staklega voru þau Hanna mikil stoð systrum hans þremur hér í Reykja- vík. Geta má nærri að missirinn er stór fyrir fjölskyldu hans alla. Hanna er einstök kona, sem hefur staðið sterk við hlið Ásmundar, nú síðast í erfiðum veikindum hans. Þau bjuggu sér fallegt og listrænt heimili, sem lengst var í Stigahlíð 59. Þangað var gott að koma, og ekki var síðra að fá þau í heim- sókn. Á stóru stundunum í fjöl- skyldunni hjá okkur voru Hanna og Ásmundur ávallt efst á gestalist- anum og það verður sjónarsviptir að Ásmundi við slík tækifæri. Á fáum árum hafa orðið kynslóð- askipti í frændliði okkar, og flest systkini Ásmundar eru nú horfin á braut. Á tímamótum sem þessum vaknar upp viss nostalgia, eða for- tíðarþrá, söknuður og ljómi þess sem var og kemur aldrei aftur. í henni felast allar góðu minningarn- ar, og í þessum minningum mun Ásmundur frændi lifa björtu lífi áfram. Gylfi Ásmundsson Föðurbróðir minn Ásmundur Jónatan Ásmundsson lést í Reykja- vík á skírdag eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hugurinn reikar til baka og minningar skjóta upp kollinum. All- ar ljúfar. Lítill pjakkur sendur í sveit með stóru systur að Hömrum í Grundarfirði. Ásmundur frændi á staðnum, hlýr og traustur. Atorku- samir strákar hjólandi í miðbænum og komið við hjá frænda í Verð- anda, sem gaukar súkkulaðistykki að þeim. Jólaboð hjá systrunum og Ásmundi á Öldugötunni. Jóladagur á Hverfisgötunni. Ásmundur heldur á frænda litla kringum jólatréð. Árin líða en reglulega er litið við hjá Ásmundi, sem gefur sér tíma til að spjalla og spyija á þann hátt að áhuga vekur. Síðar koma útreið- artúrar, bæði í nágrenni Reykjavík- ur svo og lengri ferðir. Strákurinn vex úr grasi, lýkur námi og fer að vinna á sama vinnustað og Ás- mundur. Alltaf finnst einhver tími til að spjalla, en nú hefur umræðu- efnið breyst, meira rætt um dægur- málin og þau krufin til mergjar, pólitík dagsins, húsbyggingar, íþróttir. Alls staðar er Asmundur með á nótunum. Þó að hann væri föðurbróðir minn leit ég fremur á hann sem eldri bróður og engan fagnað héldum við systkinin ár Ásmundar og Hönnu og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða skírn, afmæli, brúðkaup eða boð án tilefnis. Það var þægi- legt að vera nálægt Ásmundi, hvort heldur við sátum að spjalli eða þögð- um. Allar minningar um hann eru góðar. Um hann má með sanni segja: „Hann var drengur góður“, og honum vil ég þakka allt sem ég hef frá honum þegið. Hönnu og börnunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ragnar Fædd 15. nóvember 1906 Dáin 8. mars 1991 Þann 16. mars var jarðsett frá Hrepphólakii'kju móðir mín Guðrún Guðmundsdóttir, Galtafelli, Hruna- mannahreppi. Hún fæddist 15. nóv- ember 1906 á Dalbæ í sömu sveit. En þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum ásamt sjö systkinum, sem ölll eru látin nema ein systir, Jó- hanna, sem býr í Reykjavík. Eg vil minnist móður minnar þó aðeins verði stiklað á stóru í lífi hennar. Hún var heimakær húsmóðir og helgaði heimili sínu og börnum alla krafta sína. Ung að árum kynntist hún ungum manni Árna Ögmunds- syni sem var nágranni hennar og bjó með foreldrum sínum ásamt tveim systkinum hans á Miðfelli. Árið 1930 taka þau við búi og búa í fimm ár eða til ársins 1935. Þá flytja þau ásamt foreldrum Leiðrétting í minningargrein um Guðrúnu Ágústu Halldórsdóttur í blaðinu í gær eftir Fjölni Stefánsson brenglaðist frásögnin er upp voru talin börn Guðrúnar Ágústu, en þau eru: Þorkell Gunnar, innan- hússarkitekt og kennari við iðn- skólana í Hafnarfirði og Reykja- vík, Aðalheiður, sem rekur dag- heimili í Kópavogi, gift Einari Frí- mannssyni, tryggingafulltrúa hjá VÍS, Árndís, skjalavörður hjá Kópavogskaupstað, gift Pjölni Stefánssyni, skólastjóra Tónlistar- skóla Kópavogs, og Halldór, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunn- ar Hvíta húsið. Um leið og þetta er leiðrétt er beðist velvirðingar á mistökunum. hans og systkinum og taka á leigu stóra og góða jörð, Galtafell, en það var næsta býli við æskuheimili hennar. Það sama ár byggðu þau íbúðarhús og fjárhús, það hafa ver- ið miklar framkvæmdir á einu ári. Síðar var farið að rækta og stækka tún þó jörðin væri stór voru tún lítil. En allt virtist þetta hafa geng- ið vel enda voru þau alltaf samhent og þeirra hjónaband farsælt og gott. Þau eignuðust 6 börn sem öll eru á lífi, utan fyrsta barn sem fæddist andvana. Móðir mín var mjög dugleg og afkastamikil kona og vildi hafa snyrtilegt og röð og reglu, bæði utan dyra sem innan. Ætíð fór hún fyrst á fætur enda morgungóð og síðust í rúmið á kvöldin svo vinnudagurinn var orð- inn langur, en hún hafði sérstaka vinnugleði til að bera, og kom það sér vel því faðir minn hafði ýmsum trúnaðarstörfum að gegna fyrir sveit sína. Hann var oddviti í mörg ár og hreppstjóri auk fleiri trúnað- arstarfa. Þá voru allir heppsnefnd- arfundir á þeirra heimili og mjög gestkvæmt alla tíð. Einnig var þar símstöð sveitar- innar, þá kom sér vel dugnaður mömmu, því það þótti sjálfsagt að allir fengju kaffi eða mat, og allt þetta skapaði mikla vinnu utan hennar stóra heimilis. Mann sinn missti hún 29. sept- ember 1985 og eftir það var eins og lífsneisti hennar færi dvínandi og ellin að segja til sín, annars var hún heilsuhraust alla tíð. En nú að leiðarlokum vil ég þakka öllu því fólki sem hjúkraði henni á þeim stofnunum sem hún dvaldi, þegar hún þurfti á að halda, og sérstaklega Möggu systur sem notaði flestar sínar frístundir frá sínu hjúkrunarstarfi í hennar þágu. Ennig vil ég þakka Ingibjörgu á Blesastöðum og hennar dvalarheim- ili, en þar dvaldi hún síðustu mánuð- ina sem hún Iifði. Blessuð sé minning góðrar móð- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR KRISTINN BJARNASON, Höfðavegi 46, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Pálína Jónsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Matthías Magnússon, Sigríður Ragnarsdóttir, Jón Oddsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN GUNNAR SÆMUNDSSON, Melgerði 2, Kópavogi, sem lést 28. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 12. apríl kl. 13.30. Ríta Sæmundsson, Linda Hafsteinsdóttir, Ægir Jens Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Sonja Hafsteinsdóttir, Dóra Sæmundsdóttir, Guðríður Sæmundsdóttir, Elín Sæmundsdóttir og barnabarn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU DAGMAR ÞORFINNSDÓTTUR, Kársnesbraut 126, Kópavogi, og heiðruðu minningu hennar. Þorsteinn Finnur Friðþjófsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Reynir Þór Friðþjófsson, Anna Vilhjálmsdóttir, Þráinn Örn Friðþjófsson, Ásgeir Friðþjófsson, Jóna Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ur. Áslaug, Smárahlíð t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, JARMILU V. FRIÐRIKSDÓTTUR. Ægir Ólafsson, börn, barnabörn og tengdabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR MAGDALENU ÁGÚSTSDÓTTUR, Nökkvavogi 31. Sigurjón Sigurjónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum sýnda samúð og vinarkveðjur vegna andláts oíj útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORLEIFS BJÖRNSSONAR, Norðurstíg 3, Ytri-Njarðvík. Ragnheiður Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúðarkveðjur og annan vináttuvott við andlát og útför ÞÓRHILDAR PÁLSDÓTTUR LÍNDAL, Páll Lfndal, Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Líndal, María Jóhannsdóttir, Alfheiður Líndal, Hans Jetzek, Bergljót Líndal, Einar Guðjohnsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samuð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR GUNNLAUGSSONAR, Ánahlíð 6, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.