Morgunblaðið - 05.04.1991, Side 18

Morgunblaðið - 05.04.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 Efling fullorð- insfræðslu eftir Svavar Gestsson Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á fullorðins- fræðslu. Framboð hefur aukist og þátttaka einnig. Öldungadeildarnám á framhaldsskólastigi er t.d. í boði í nærri 20 skólum víðs vegar um landið, en einna mest hefur þó breyt- ingin orðið í starfsmenntun í at- vinnulífinu þar sem átak hefur m.a. verið gert til að mennta ófaglært fólk. Stærsta átakið í þeim efnum er í fisk-, vefjar- og matvælaiðnaði. Einnig hafa ýmis stéttarfélög í gegnum kjarasamninga fenggið að- gang að endurmenntunarsjóðum. Þessir sjóðir hafa orðið til þess að auka framboð og ekki síst að auð- velda fólki að afla sér endurmennt- unar. Aðstaða fólks til að taka þátt í almennri fullorðinsfræðslu eða starfsmenntun í atvinnulífinu er þó afar mismunandi. Þeir sem lakast eru settir eiga ekki kost á neinum styrkjum og verða að sækja námið utan vinnutíma_ eða verða af vinnu- launum ella. Á hinn bóginn eiga eins og fyrr segir allstórir hópar kost á verulegum styrkjum, allt upp í að allur kostnaður sé greiddur af endurmenntunarsjóðum og vinnu- veitendum þar með talinn ferða- kostnaður og vinnulaun. Á síðasta ári var gerð könnun á vegum menntamálaráðuneytisins á þátttöku í fullorðinsfræðslu. Sam- kvæmt henni er áætlað að um 45.000 manns eða tæp 30% fullorð- inna á aldrinum 19-75 ára hafi á árinu 1989 sótt einhverja fræðslu og þjálfun. Þessi þátttaka skiptist að mestu til helminga á milli al- mennrar fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar í atvinnulífinu. Athyglisvert er að huga að kynja- skiptingunni eftir því um hvers kon- ar nám er að ræða. Áberandi er hve miklu fleiri konur en karlar sækja öldungadeildir framhaldsskólanna, tómstunda-, bréfa- og tungumála- nám. Karlar virðast hins vegar hafa vinninginn þegar um er að ræða starfstengda endurmenntun. Þetta endurspeglar þann mun sem er á stöðu kynjanna í menntunarlegu og atvinnulegu tilliti. Lagafrunivörp Mjög hefur skort á að til væru samræmdar reglur um fyrirkomulag náms fyrir fullorðna. Aðstöðumunur eftir landshlutum og starfsstéttum er einnig mikill. Víða um land er ekki boðið upp á neina fræðslu fyr- ir fullorðna í heimabyggð og í stuttu máli má segja að þær starfsstéttir sem mesta menntunina hafa fyrir hafi besta aðstöðu til að bæta við menntun sína. Á undanförnum árum hafa verið samin nokkur lagafrumvörp um full- orðinsfræðslu sem ekki hafa náð fram að ganga. Þeirra viðamest er frumvarp frá árinu 1974. Vorið 1990 voru tvö stjórnar- frumvörp um fullorðinsfræðslu lögð fram á Alþingi, annars vegar um almenna fullorðinsfræðslu sem menntamálaráðherra lagði fram og hins vegar um starfsmenntun í at- vinnulífinu sem félagsmálaráðherra lagði fram. Hvorugt frumvarpanna hlaut afgreiðslu fyrir þinglok. Fyrir nokkru voru frumvörpin lögð fram að nýju á Alþingi, en þar sem þing- haldi er lokið tekst ekki að fá þau afgreidd. Jafnrétti til náms Markmið laganna um almenna fullorðinsfræðslu er að stuðla að jafnrétti fullorðinna til að afla sér. menntunar án tillits til búsetu, ald- urs, kyns, starfs eða fyrri menntun- ar og skapa fullorðnum einstakling- um almennt betri skilyrði til að taka þátt í fullorðinsfræðslu. Eins og ástandið er í dag eiga margir fullorðnir, einkum úti á landi, erfitt með að sækja öldunga- deildarnám eða aðra fullorðins- fræðslu vegna fjarlægðar og oft erfiðra samgangna á vetrum. Þá er kostnaður vegna þátttöku í fullorð- insfræðslu mörgum Ijötur um fót. Enn aðrir eiga erfitt með að sækja reglubundið nám vegna breytilegs vinnutíma. Annað meginmarkmið frum- varpsins er að skapa fræðsluaðilum betri starfsskilyrði, þannig að þeir geti boðið fullorðnu fólki upp á fjöl- breytta kosti, betri námsaðstöðu og hagstæðari kjör. Þá er fullorðinsfræðslu ætlað að miða að því að auka persónulegan þroska og hæfni einstaklingsins, sem og mæta þörf samfélagsins fyrir aukna menntun og starfs- hæfni. Hvað er almenn fullorðinsfræðsla? Lögunum er ætlað að taka til almennrar fullorðinsfræðslu. Með almennri fullorðinsfræðslu er átt við þá fræðslu sem fullorðnum stendur til boða í skólakerfinu t.d. í öldunga- deildum framhaldsskóla og nám- skeið á vegum annarra skóla og tómstundanám af ýmsu tagi sem boðið er af mörgum aðilum s.s. framhaldsskólum, námsflokkum, fræðslusamtökum, einkaskólum og einstaklingum. Enda þótt þetta nám sé ekki beinlínis tengt skóiagöngu eða starfi, leiðir það mjög oft til þess að þátttakendur taka að stunda nýtt nám eða auka við starfsþekk- ingu sína. Almenn fullorðinsfræðsla sam- Svavar Gestsson „Eitt veigamikið atriði í frumvarpinu er ákvæði 3. greinar um skipun fullorðinsfræðs- luráðs. Eins og mál standa í dag hefur eng- inn aðili fulla yfirsýn yfir þá fullorðins- fræðslu sem í boði er í landinu og það er held- ur enginn sem markar heildarstefnu.“ kvæmt frumvarpinu nær þannig til náms á grunn-, framhalds- eða há- skólastigi sem skipulagt er sérstak- lega fyrir fullorðna og ekki er fjall- að um í öðrum lögum, en einnig til almennrar lýðfræðslu og tóm- stundanáms. Þessu frumvarpi og frumvarpi um starfsmenntun í at- vinnulífinu er saman ætlað að ná yfir þorra þeirrar fullorðinsfræðslu sem fram fer utan skólakerfisins. Fullorðinsfræðsluráð Eitt veigamikið atriði í frumvarp- inu er ákvæði 3. greinar um skipun fullorðinsfræðsluráðs. Eins og mál standa í dag hefur enginn aðili fulla yfirsýn yfir þá fullorðinsfræðslu sem í boði er í landinu og það er heldur enginn sem markar heildarstefnu. Hlutverk fullorðinsfræðsluráðs er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um meginstefnu og áhersluþætti í fullorðinsfræðslu s.s. námsframboð, forgang verkefna og hópa. Auk þess lúta verkefni ráðsins að söfnun og miðlun upplýsinga um fullorðins- fræðslu, bæði starfsmenntun og al- menna fullorðinsfræðslu, samræm- ingu á námsefni, námsframboði og faglegu mati á þeirri fræðslu sem í boði er, samstarf milli skóla og annarra fræðsluaðila, stuðla að betri menntun kennara og leiðbeinenda I fullorðinsfræðslu og vera mennta- málayfirvöldum og fræðsluaðilum til ráðuneytis. Ráðið verður nokkuð fjölmennt en eðlilegt virðist að kalla til ráð- gjafar all ijölmennan hóp fólks sem starfar á vettvangi fullorðinsfræðslu til að tryggja góð tengsl ráðuneytis við það sem þar er að gerast. Nefnd um almenna fullorðinsfræðslu í 5. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að einnig verði skipuð fastanefnd um aimenna fullorðins- fræðslu, sem verði menntamálaráð- uneyti og fræðsluaðilum til ráðu- neytis og aðstoðar. Þetta er í sam- ræmi við það sem lagt er til í frum- varpi um starfsmenntun í atvinnulíf- inu og felur í sér að á vegum hvors VINKLAR Á TRÉ Þ.Þ0RCBÍMSS0N&C0 ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 ráðuneytis, menntamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis, starfi sérstakir samstarfshópar um hvort svið fullorðinsfræðslu fyrir sig. Gert er ráð fyrir að íjórir af fimm nefnd- armönnum eigi jafnframt sæti í full- orðinsfræðsluráði. Menntunarsjóður fullorðinna Annað mikilvægt atriði í frum- varpinu er ákvæði 11. greinar um stofnun menntunarsjóðs fullorðinna. Til sjóðsins renni framlög úr ríkis- sjóði ásamt öðrum tekjum sem sjóðnum er heimilað að afla sér með útgáfu o.fl. Úr menntunarsjóði full- orðinna er ætlunin að fé renni fyrst og fremst til þeirra sem sjá um og skipuleggja fullorðinsfræðslu. En sjóðnum er einnig ætlað að veita fé til þróunarstarfs, skipulags- og und- irbúningsvinnu, samningar og útg- áfu námsefnis og til greiðslu stjórn- unar- og kennslukostnaðar. Stefnt er að því að við úthlutun úr menntunarsjóði megi veita tiltek- inni menntun forgang. Þetta er til þess að veita megi þeim sem minnsta menntun hafa hlotið greið- ari leið að nýrri þekkingu. Markmiðið með styrkveitingun- um er að stuðla að fjölbreyttu fram- boði á sviði fullorðinsfræðslu, draga úr kostnaði nemandans við námið og stuðla að því að jafna aðstöðu fullorðinna er hug hafa á skemmra eða lengra námi. Þá er gert ráð fyrir að veita styl'ki til þróunai'verk- efna og námsgagnagerðar en oft skortir talsvert á að fræðsluaðilar hafi nauðsynlegt bolmagn til slíkra verkefna. Aukinn hlutur skólanna í fullorðinsfræðslu Eins og fyrr segir hefur fullorð- insfræðsla aukist verulega. Þessi þróun mun án efa halda áfram þar sem nýjungar og breytingar í at- vinnuháttum gera kröfur um nýja færni og aukna hæfni. Ýmsir þurfa að söðla um og læra til nýrra verka. Þörf verður fyrir stöðuga endur- og viðbótarmenntun. Framhaldsskólarnir bjóða þegar upp á fjölbreytt nám fyrir fullorðna, en með tilkomu svokallaðra far- skóla, sem stofnaðir hafa verið við 6 framhaldsskóla úti á landi á grundvelli 6. gr. laga um framhalds- skóla, hafa starfstengd námskeið verið færð nær fólkinu. Farskólarn- ir miðla ýmsum námskeiðum fyrir fullorðna þar sem þörf er hveiju sinni og þróa námskeið, ef ekki er neitt f boði sem hentar. Þessir skól- ar hafa þegar sannað gildi sitt og munu án efa verða mikil lyftistöng fyrir fullorðinsfræðslu úti á lands- byggðinni. I því starfi sem unnið er á vegum Framkvæmdanefndar um fjar- kennslu er einnig lögð áhersla á að framhaldsskóli á viðkomandi svæði verði ásamt grúnnskólum nokkurs konar þjónustumiðstöð fyrir full- orðna sem stunda nám í einstökum áföngum framhaldsskólanáms í fjarnámi. Sama gildir um annað nám í fjarkennslu að einhver skóli eða fræðsluaðili sé ábyrgur fyrir leiðsögn og annarri aðstoð við nem- endur. í ijarnámi er greiður og góð- ur aðgangur að kennara og sam- skipti við aðra sem eru á sama báti mikilvægir þættir til að standast þá kröfu sem fjarnám gerir til einstakl- ingsins um viljastyrk, sjálfsaga og úthald. Efling í starfi ráðuneytisins varðandi fullorðinsfræðslu Á síðastliðnu ári var stofnuð full- orðinsfræðsludeild í menntamála- ráðuneytinu. Deildinni er m.a. ætlað að vera samtengjandi og ráðgefandi aðili á sviði lullorðinsfræðslu og afla og miðla upplýsingum um stöðu fullorðinsfræðslunnar. Ráðuneytið hefur hafið útgáfu fréttabréfs um fullorðinsfræðslu, en það hefur hlot- ið heitið FF-fréttir. Einnig hefur verið gefinn út upplýsingabæklingur um fræðsluaðila og það nám sem þeir bjóða upp á. Þróunarstarf innan fullorðinsfræðslu er hafið í sam- starfi við aðila á Austurlandi og á Vestijörðum. Á næstunni verður unnið áfram að eflingu fullorðinsfræðslu í anda þess frumvarps sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Höfundur er menntamálarnðherra. VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.