Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 Um heilsuverndarmál eftir Skúla G. Johnsen Saga Heilsuverndar- stöðvarinnar í fyrri grein var um það rætt, að ekki hefðu orðið þær framfarir í heilsuverndarmálum, sem ætla mætti miðað við það hve mikið menn tala um nauðsyn þess að auka allar forvarnir. Því til stuðn- ings var það rakið hvernig fjárfram- lögum til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur var hagað á árabilinu 1970-1986. Einnig var greint frá því að sérstök framlög til forvarnar- verkefna á fjárlögum hafa lítið auk- ist á undanförnum árum. Hvort tveggja er til vitnis um að hlutur heilsuverndar hefur lítið vaxið. Um það vitnar einnig saga Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur sem tók til starfa árið 1954. Heilsu- verndarstöðin var byggð sem full- komin heilsuverndarstöð. Þar átti að sinna fjölmörgum heilsuverndar- greinum og taka upp margar nýjar. Bréf Vilmundar Jónssonar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur er fyrst nefnd í bréfi, sem Vilmund- ur Jónsson, þáverandi landlæknir, skrifaði bæjarstjóminni í Reykjavík í febrúar 1934. í bréfinu er minnt á, að Reykjavíkingar hafi notið þess umfram aðra, sem ríkið hafði gert í sjúkrahúsmálum með byggingu Landspítalans. Hvetur hann til þess, að í staðinn gerist Reykjavíkurbær brautryðjandi í heilsuvemdarmálum með því að reisa fullkomna heilsu- verndarstöð fyrir Reykjavík „eftir bestu erlendu fyrirmyndum og helst tiltölulega fullkomnari, miðað við fólksfjölda og aðrar aðstæður, en annars staðar þekkjast". í bréfí landlæknis er lýst fjölmörgum greinum heilsuverndar, sem eigi að rækja á slíkri stofnun: - 1. mæðravemd, 2. ungbamavemd, 3. barnavemd, 4. almennar sóttvamir, 5. berklavarnir. Allar voru það heilsuvemdar- greinar, sem tekist hafði að koma á fót hér í Reykjavík en bjuggu við mjög ófullnægjandi húsnæði. Þessi starfsemi, að undanteknum sótt- vörnum, var ekki síst að þakka framtaki hjúkrunarfélagsins Lfkn- ar. Til viðbótar eru nefndar nýjar greinar heilsuverndar, sem eigi að starfrækja í hinni nýju heilsuvernd- arstöð og voru þær eftirfarandi: 1. kynsjúkdómar, 2. krabbameinsvarnir. 3. varnir gegn blindu, 4. slysavarnir, 5. áfengisvarnir, 6. tobaksvarnir, 7. vímuefnavarnir. 8. næringarráðgjöf, 9. eftirlit með íþróttamönnum, 10. kynfræðsla, 11. geðvernd. Sá skilningur á hlutverki heilsu- verndar, sem iýsir sér í bréfi Vil- mundar, er aðdáunarverður og ein- stakur. í þessu efni var hann langt á undan sinni samtíð og þó bæjar- stjórnin í Reykjavík hafí einnig sýnt mikla framsýni á sínum tíma þegar húsið var byggt, þá hefur þessi skilningur enn ekki komið nægjan- lega fram í verki. Um það leyti sem Vilmundur skrifaði bréf sitt var kreppunni varla lokið og í mörg horn að líta í ört vaxandi byggðarlagi, sem Reykjavík var á þessum árum. Það var svo árið 1946, að hugmyndin um byggingu fullkominnar heilsu- verndarstöðvar í Reykjavík var end- urvakin. Þann 7. febrúar það ár samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu sjálfstæðismanna um að kjósa fimm fulltrúa í nefnd, til að gera tillögur um stærð og fyrirkom- ulag fullkominnar heilsuvernd- arstöðvar í Reykjavík. í nefndina voru kjörin þau Jóhann Hafstein, bæjarráðsmaður, Jóhann Sæ- mundsson, prófessor, Katrín Thor- oddsen, læknir, Sigríður Eiríksdótt- ir, hjúkrunarkona, og Sigurður Sig- urðsson, yfirlæknir, síðar landlækn- ir, sem var formaður. Það er skemmst frá að segja, að nefnd bæjarstjórnar sýndi ekki minni stór- hug en landlæknir þegar hún lagði tillögur sínar fyrir bæjarráð 4 mán- uðum síðar. Þar var gert ráð fyrir fimmtán heilsuverndargreinum: 1. heilbrigðiseftirlit, 2. mæðravernd, 3. ungbarnavernd, 4. smábarnavernd, 5. heilsuvernd í skólum, 6. eftirlit með íþróttamönnum, 7. berklavamir, 8. sóttvarnir, 9. þrifadeild, 10. vinnuvernd, 11. manneldisrannsóknir, 12. geðvernd, 13. tannvernd, 14. ljósböð, 15. fræðslustarfsemi. Einnig var gert ráð fyrir að hér- aðslæknir/borgarlæknir hefði þar aðsetur. Þegar tillögur nefndarinn- ar eru bornar saman við bréf land- læknis frá árinu 1934 má sjá, að samtals eru nefndar 24 greinar heilsuverndar. Það vantar átta greinar landlæknis í tillögur nefnd- arinnar en þar voru aftur á móti sex greinar, sem hann nefndi ekki. Þegar tillögur nefndarinnar Skúli G. Johnsen „Þessi urðu því hinnar örlög „fullkomnu“ Heilsuverndarstöðvar. Allt frá því hún tók til starfa hafa nýjungar í heilsuverndarstarfsemi oftast verið útilokaðar vegna þess að húsnæði, sem byggt var fyrir nýjungarnar var í notk- un fyrir annað.“ komu fram voru liðin tvö ár frá því sett voru sérstök lög um heilsu- verndarstöðvar. Þar bjó ríkið vel að sveitarfélögunum. Þeim var ætl- aður styrkur úr ríkissjóði til bygg- ingar heilsuverndarstöðva er næmi 40% og rekstrarkostnaði áttu ríkis- sjóður, sjúkrasamlag og sveitar- sjóðir að skipta með sér jafnt. Það hefur því verið þannig allt frá því Heilsuverndarstöðin tók til starfa, ~að fyrir hverja krónu, sem borgar- sjóður lagði til viðbótar í rekstur- inn, fengust tvær krónur til viðbót- ar, önnur frá sjúkrasamlagi hin frá sveitarsjóði. Bæjarráð samþykkti tillögu nefndarinnar og er fundinn hafði verið staður fyrir hina nýju byggingu við Barónsstíg var hafín vinna við hönnun hennar. Því lauk árið 1949 og voru framkvæmdir hafnar það ár. Heilsuverndarstöð breytt í sjúkrahús En brátt kom afturskippur í málin. Þegar byggingin var langt Rcykjavík, 20. júní 1952. Eins og kunnugt er hefur sjukraruaaskortur veriS mikill í Rejrkjavík undanfarandi ar. Nokkur bot var á þessu ráfiin raeS fjöleun sjukrarúma í Landakotsspítala á s.l. ári, en náSi alltof skararat. Er synt, aS ur skortinura verSi ekki batt til fullnustu, fyr en hiS fyrir- hugaSa bæjars jukrahus kerast í notkun. har sera nu er stöSugt unniS aS byeeintu beilsuvenxlarstöSvar- innar oe fjarfestinearleyfi hafa veriS veitt til hennar í ár, er full- rue^ja til aS koraa husinu undir pak o* hcfja innanbússsaíSi, er augljóst aS byeeineu hennar muni verSa lokiS talsvert fyrr en nokkur hluti sjúkra- I hússins getur tekiS til starfa. Eins og háttvirtu bæjarraSi raun kunnuet, er aetlast til þess, aS a annarri og priSju hxS aSalbyeeingar heilsuvemdarstöSvarinnar fari einkum fran sú heilsuverndarstarfserai, sea fyrirhugaS er aS taka upp í framtíSinni, en i öSrura hlutura bygeinearinnar fari fraa peir peettir starfserainnar, sera nú eru frarakvandir á ýnsura stöSura í beHium. Enda pótt aukning heilsuvemdarstarfseainnar hér £ fcEenum sé mjög nauSsynleg, vill sjúkrahússnefndin eindreeiS lezgja til, aS vistaS- ir verSi fyrst ura sinn - eSa paneaS til boejarsjúkrahúsiS hefur tekiS til starfa - hjúkrunarsjuklingar a hínum tveimur áSumefndura hæSum beilsu- vemdarstöSvarinnar (p.e. a annarri og priSju h»S aSalbyeginearinnar). Hefur sjúkrahússnefndin athueaS petu atriSi sérstakleea x saaráSi viS húsameistarana og virSast svo til enear breytinear á húsinu vera pörf, pó vistaSir vaeru par sjúklincar. Hinsveear verSur aS auka nokkuS raf- magnskerfi hussins, setja í paS lyftu og#innrétta eldhús £ pakhaeðinni. Telst nefndinni svo til, aS í pessu húsrými natti vista 50 - 60 hjúkrunar- sjuklinea. F.h. sjukrahussnefndar Til hæjarraSs Reykjavikur. t~ 'rr., Með þessu bréfi var bráðabirgðalausn í sjúkrahúsmálum komið til leiðar í Reykjavík, sem kæfði framfarir í heilsuverndarmálum. Enn virðast menn vera að reyna að fullnægja þörfinni fyrir sjúkra- rúm svo að þá Ioks geti komið að heilsuverndinni. Sannleikurinn er sá, að sé það á annað borð mögulegt, að fullnægja þeirri þörf, þá verður það aðeins gert með því að hvers konar heilsuvernd og for- varnir blómstri. Með því einu fækkar sjúkdómstilfellunum. Ábending til fjölmiðlafræðings eftir Erling E. Halldórsson í vinsamlegum leikdómi í Morg- unblaðinu hinn 28. febrúar um út- varpsleikrit mitt, Marbehdil, vitnar SILVER REED SKÓLARITVELAR Þægilegar í notkun, íslenskur leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar. Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun og undirstrikun. 5 íslensk letur. SKRIFSTOFU VÉLAR sund HF NÝBÝLAVEGI16 • SÍMI 641222 -Unkni og þjóiuiMta á IrauHtum grumii gagnrýnandi á þann veg í textann að valdið gæti misskilningi; setning- ar eru teknar úr samhengi, og ortar um. í nafni þeirra sem kjósa helst að rétt sé farið með það sem eftir þeim er haft, leyfí ég mér að biðja ritstjóra Morgunblaðsins að birta þá stuttu kafla, sem tilvitnanirnar eru teknar úr: omRon SJOÐSVELAR Gera meira en að uppfylla kröfur fjármálaráðuneytisins. Yfir 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 29.800.- SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI ÍQ-.SM 641222 -Ufkni og þjóiiUHta á truu.sUnii grunni MAÐURII:... Ég er hálfpartinn utangarðs hér, ef satt skal segja! Finnst það reyndar betra, maður er fijálsari þannig... Reyndar ólst ég hérna upp ... En það er nú langt um liðið ... Fór á hausinn með fyr- irtæki fyrir sunnan. Einn af þeim, ha! Það var ekki um annað að ræða en flytja ... til mömmu sinnar ... Hann flissar. MAÐUR I: Fyrirtæki.. .? MAÐUR II: Já. Skömm frá því að segja, en um annað var ekki að ræða. .. Þögn. : Vilja ekki allir koma manni á kné? ... ef maður ber af...! MAÐUR II, makindalega: Mér líður vel. Já, alveg afskaplega vel. Ég hef ekki yfír neinu kvarta! Ég er sjálfs mín herra. Loksins ... Mamma eldar góðan mat.Ég tek lýsi á hveijum morgni ... I öðrum tón: Mér hreinlega létti þegar ég fór á hausinn. Reyndar... hefur maður viss hamskipti, svona á ytra borði. Og það er nú það sem aðrir sjá... En hið innra... MAÐUR I: Ég hélt ég myndi fá að heyra harmsögu. MAÐUR II: Mína? Hann hlær ískrandi hlátri. Engin harmsaga. Hvíslar draugslega: Kellingin .. .t fór að læra félagsráðgjöf!. . . Hún Erlingur E. Halldórsson náttla þoldi ekki fallíttið!. . . Hann hlær. (Má maður benda á þá stað- reynd, innan sviga, að þegar menn lýsa sjálfum sér og sínum högum er ekki þar með sagt að þeir fari að öllu leyti með rétt mál!) Með bestu þökkum. .írrn-------------------------------- Höfundur er rithöfundur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 15 Aukaaðild að Evrópubandalaginu komin í júní 1952, barst bréf til bæjarráðs frá sjúkrahúsnefnd bæj- arins. Þar var vitnað til þess, að mikill sjúkrarúmaskortur hafí verið í Reykjavík undanfarandi ár og yrði ekki að fullu bætt úr þeim skorti fyrr en bæjarsjúkrahús komist í notkun. Óskaði sjúkrahúsnefnd eft- ir því við bæjarráð, að önnur og þriðja hæð aðalbyggingar heilsu- verndarstöðvarinnar yrðu fyrst um sinn, eða þangað til bæjarsjúkra- húsið í Fossvogi tæki til starfa, notaðar til vistunar hjúkrunarsjúkl- inga. Á það var bent, að ekki væri þörf á neinum breytingum á hús- inu. Taldi nefndin, að í þessu hús- rými mætti vista milli 50-60 hjúkr- unarsjúklinga. Þó ekki væru allir fulltrúarnir í heilsuverndarnefnd ánægðir með að sjá lokað fyrir nýjungar í heilsu- vernd í hinu nýja húsi varð niður- staðan sú, að um helmingur hús- næðis hinnar nýbyggðu heilsu- verndarstöðvar fór til annarra nota. Þetta þýddi, að það, sem þá var afgangs, gerði ekki mikið meira en að duga fyrir þá heilsuverndarstarf- semi, sem fyrir var, enda tóku rann- sóknarstofur, skrifstofur, þvottahús og geymslur íyrir sjúkrahúsið mikið rými auk sjálfra sjúkradeildanna. Varla er hægt að fínna betra dæmi um það, sem sagt var í fyrri grein, að heilsuverndarstarfsemi hefur verið fórnað fyrir sjúkraþjón- ustu. Þessi ráðstöfun hefur allt síðan reynst kverkatak á þróun heilsu- verndarstarfseminnar í borginni enda var ekki staðið við, að sjúkra- húsrekstur flyttist úr Heilsuvernd- arstöðinni að fullu, þegar Borg- arspítalinn tók til starfa, en aðeins önnur sjúkradeildin var lögð niður. Fljótlega tók að bera á ásókn Borg- arspítalans í að fá aftur meira hús- næði. Því ætlaði seint að linna og voru síðast hugmyndir uppi um það árið 1984, að sjúkradeiidir færðu stórlega út kvíarnar í Heilsuvernd- arstöðinni að nýju. Þessi urðu því örlög hinnar „full- komnu“ Heilsuverndarstöðvar. Ailt frá því hún tók til starfa hafa nýj- ungar í heilsuverndarstarfsemi oft- ast verið útilokaðar vegna þess að húsnæði, sem byggt'var fyrir nýjun- garnar var í notkun fýrir annað. Heimildir: Þórhallur Vilmundarson (1985), Með hug og orði: af blöðum Vilmundar Jónssonar, landlæknis. II. bindi, bls. 94-104, Iðunn, Reykjavík. Bréf og greinargerðir, varðveittar í Borgarskjalasafni. Höfundur er héraðslæknir í Reykajvík. eftir Gunnar Helga Kristinsson HvaðerEES? íslendingar hafa nú um nokkurt skeið, ásamt öðrum aðildarríkjum EFTA, átt í formlegum samninga- viðræðum við Evrópubandalagið um svokallað Evrópskt efnahags- svæði (EES). Þetta er sennilega umfangsmesta samningsgerð sem ísland hefur tekið þátt í við önnur ríki, auk þess sem samningurinn — ef af verður — mun hafa víðtæk áhrif á athafnalíf og löggjöf hér- lendis. Með þátttöku í EES opna íslendingar Évrópugluggann. Við- skipti verða fijálsari milli landa, réttur til búsetu og menntunar rýmri auk þess sem gera má ráð fyrir samstarfí á sviði vísinda, um- hverfís- og félagsmála, svo nokkur dæmi séu nefnd. J>á verður um reglubundið samráð að ræða á sviði stefnumótunar og stjórnmála í þeim málaflokkum sem samstarfið nær til. Gera má ráð fyrir að samstarfið innan EES verði að flestu leyti lík- ara samstarfinu innan Evrópuband- alagsins en innan EFTA, sem ís- lendingar eru aðilar að. Þannig mun almenn stefnumótun á svæðinu fara fram innan sérstaks EES-ráðs, sem í sitja ráðherrar aðildarríkjanna auk fulltrúa úr framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins. Eftirlit með fram- kvæmd reglna verður á hendi sérs- takrar eftirlitsstofnunar innan EFTA, sem að því leytinu til verður hliðstæð framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins. Sameiginlegur EES-dómstóll, sem starfar í tengsl- um við EB-dómstólinn, mun úr- skurða í deilumálum sem upp kunna að koma á svæðinu um túlkun reglna. Helsti munurinn í reynd á aðild að EES og Evrópubandalag- inu verður sá að samstarfíð í EES nær til færri sviða en samstarfíð innan EB og að EFTA-ríkin munu ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku innan svæðisins á sama hátt og ríki Evrópubandalagsins. Aukaaðild að Evrópubandalaginu Hitt hefur ekki farið mjöjg hátt hér á landi að ríkisstjórn Islands er ekki einungis að semja um náið samstarf við EB á Evrópska efna- hagssvæðinu, heldur beinlínis um aukaaðild að bandalaginu. í samningsumboði því sem samn- ingamenn Evrópubandalagsins starfa eftir í EES-viðræðunum seg- ir í fyrstu grein: „Niðui-staða samningaviðræðn- anna ætti að verða víðtækur auka- aðildarsamningur, á grundvelli 238. gr. sáttmála EBE, milli Evrópu- bandalagsins annars vegar og EFTA-landanna og Liechtenstein í einu lagi hins vegar.“ Umrædd grein Rómarsáttmál- ans, stofnsamnings Efnahagsband- alags Evrópu, fjallar eingöngu um möguleikann á því að bandalagið geri aukaaðildarsamninga við ríki utan bandalagsins, hóp slíkra ríkja eða alþjóðastofnanir. Hvað í slíkum samningi getur falist er ekki rætt að öðru leyti en því að nefnt er að um skuli vera að ræða gagnkvæm- ar skyldur og réttindi, sameiginleg- ar aðgerðir og samráð. Ekkert kem- ur fram um hvort aukaaðild skuli leiða til fullrar aðildar með tíð og tíma eða ekki, en hins vegar er krafist samþykkis meirihluta Evr- ópuþingsins til staðfestingar auka- aðildarsamningi. Af þessu leiðir að ef samningar takast um hið Evrópska efnahags- svæði og samningurinn hlýtur stað- festingu Alþingis verður ísland orð- ið aukaaðili að Evrópubandalaginu 1993, þegar ætlunin er að samning- urinn taki gildi. Hvert leiðir aukaaðild? Á árunum 1961-63 urðu á ís- landi miklar deilur um aukaaðild að Evrópubandalaginu. Viðreisnar- stjómin taldi að ef vissum skilyrðum væri fullnægt gæti slík aðild þjónað hagsmunum Islendinga vel, en stjómarandstaðan taldi að slíkar hugmyndir stefndu efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar í voða og jöðruðu við landráð. Svip- aðar deilur komu upp í tengslum við aðild íslands að EFTA á árunum 1967-70, þótt ekki væru þær jafn harkalegar. Það er ef til vill eðlilegt að íslend- ingar séu hikandi í samskiptum sin- um við umheiminn vegna smæðar þjóðarinnar. Það má að vísu færa gild söguleg rök fyrir því að ekkert sé hér hættulegra blómlegu þjóðlífi og menningu heldur en einangrun- in. Engu að síður hefur stjórnmála- mönnum oft reynst auðvelt að slá á strengi óttans við hið óþekkta í tengslum íslands við umheiminn. í dag blandast hins vegar engum hugur um að aðild íslands að EFTA á sínum tíma var að flestu leyti heillaspor, og um það ríkir breið pólitísk samstaða að ísland eigi erindi inn í viðræður um aukaaðild að Evrópubandalaginu, á hinu Evr- ópska efnahagssvæði. Raunar er sá aukaaðildarsamningur sem bandalagið er nú að gera við EFTA- ríkin mun umfangsmeiri en nokkur aukaaðildarsamningur sem það hef- ur gert áður, og þar með væntan- lega mun umfangsmeiri en nokkur samningur sem gerður hefði verið 1961-63; í raun má alveg eins tala um hlutaaðild eins og aukaaðild í því sambandi. Það er ekki sjálfgefið að aukaað- ild ieiði með tíð og tíma til fullrar aðildar að bandalaginu. Það fer eft- ir þróun mála innan bandalagsins sjálfs og því hvernig aukaaðild- arríkin meta reynsluna og hags- muni sína af að stíga skrefið til fulls. Aukaaðild felur í sér viður- kenningu á sameiginlegum hags- munum þegar til lengri tíma er litið og samvinnu í hagnýtum efnum án þess að ríki séu að fullu tilbúin til að takast á við þær pólitísku skuld- bindingar sem fullri aðild fylgja. Kostir aukaaðildar eru þannig eink- um að gefa ríkjum færi á að átta sig, slá á óttann við hið óþekkta, án þess að þau missi á meðan alveg af lestinni og einangrist frá þróun- inni í kringum sig. Þegar fram líða Gunnar Helgi Kristinsson Úr flokki greina há- skólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. stundir má hins vegar gera ráð fyrir að í flestum tilvikum leiði aukaaðild til fullrar aðildar að Evr- ópubandalaginu. Austurríkismenn og Svíar hafa þegar gert upp hug sinn um að stefna að fullri aðild, og umræðan er yfírleitt komin mun lengra í öðrum EFTA-ríkjum en hér á landi. Jafnvel Færeyingar og Grænlendingar, sem ekki eiga þess þó kost að gerast fullgild aðildarríki bandalagsins, eru farnir að huga að aðild. Það er ekki víst að full aðild ís- lands að Evrópubandalaginu sé möguleg eða hentug fyrir íslend- inga. Hvort svo er getum við hins vegar ekki vitað fyrr en hér hefur farið fram opinská umræða um málið og sennilega ekki á endanum fyrr en viðræður hafa farið fram við Evrópubandalagið um það efni. Aukaaðild er gagnlegur áfangi sem gefur okkur færi á að vega kostina og gallana, en hún er ekki endastöð umræðunnar um tengsl okkar við Evrópubandalagið. Höfundur er lektor í stjórnmáhifræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. ENN GLÆSILEGRL. ...ENN BETRA VERÐ SYNING UM HELGINA: LAUGARDAG KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAG KL. 13.00 -17.00 G/obus? lagmula 5. sími 681555 ■ ■ m/Á Æá Æm ';/ Wm L i « .uiVmuAnviii %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.