Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 42
1 MjR&tMfeliAÐfö1 fciÖSÍ’tóÁGM1á:‘ ^RÍÍ/^ðl
fclk í
fréttum
vuu
Stjórnin að undirrita samning.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
HVOLSVÖLLUR:
Sunnlendingar fagna
flutningi SS
Stjórn Sláturfélags Suðurlands
undirritaði fyrir nokkru kaup-
samning um sölu húseigna félagsins
í Laugarnesi. í tilefni af því buðu
Sláturfélagið og fjármálaráðherra
Sunnlendingum til fagnaðar í húsa-
kynnum Sláturfélagsins á Hvol-
svelli.
Fjölmenni kom til að fagna flutn-
ingi Sláturfélagsins á Hvolsvöll.
Voru þar mættir bændur, starfs-
menn Sláturfélagsins, flestir þing-
menn Suðurlandskjördæmis, stjórn
og framkvæmdastjórn félagsins og
fjölmargir velunnarar þess. Margar
ræður voru fluttar. í máli fjármála-
ráðherra, Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, kom fram að sú breiða samstaða
®sem hefði náðst um að kaupa hús-
eignimar í Laugarnesi, hefði eink-
um náðst vegna hugmyndarinnar
um stofnun listaháskóla. Hann
flutti kveðjur nemenda væntanlegs
listaháskóla og komu nokkrir nem-
endur með honum til að fiytja þakk-
argjörð sína, sem þau gerðu með
ljóðaupplestri og sellóleik.
Steinþór Skúlason framkvæmda-
stjóri Sláturfélagsins rakti aðdrag-
andann að flutningnum og sölunni
á húseignum félagsins í Reykjavík,
hann væri nú orðinn 3 ár og að það
væri búinn að vera erfiður tími.
Hann sagði einnig frá því að hug-
myndin að flytja kjötvinnsluna á
Hvolsvöll hefði komið fram fyrir
11 mánuðum og að henni hafi strax
verið ve! tekið af stjórn félagsins.
Þetta hefði hinsvegar einungis tek-
ist á þessum stutta tíma vegna ein-
staks stuðnings Sunnlendinga og
hann hvatti alla til að styðja Slátur-
félagið á komandi tímum. Páll Lýðs-
son stjórnarformaður SS sló á Iétta
strengi og fagnaði flutningnum.
Hann sagði m.a. að þessi aðgerð
stjórnvalda væri hafin yfir alla pólí-
tík og að allir flokkar ættu að geta
notfært sér þetta í komandi kosn-
ingabaráttu.
Þá færði ísólfur Gylfí Pálmason,
sveitarstjóri á Hvolsvelli, Steindóri
Skúlasyni áletraðan disk. Hann
sagði tilganginn með því tvíþættan,
annars vegar þann að bjóða Slátur-
félagið velkomið á Hvolsvöll og hins
vegar að það mætti áfram sem
hingað til megna að framleiða þá
gæðavöru sem við öll þekkjum.
- S.Ó.K.
FRAMTÍÐIN
Nýja tennisdrottningin
með stóra drauma
Tennisdrottningin Steffi Graf
er ekki lengur hæst skrifuð
og það sama gildir um argentín-
sku þokkadísina Gabrielu Sabat-
ini. 17 ára júgóslavnesk stúlka,
Monica Seles, hefur skákað þeim
báðum og fleirum til og sérfræð-
ingar spá því að Seles muni tróna
ein á toppnum fyrst um sinn að
minnsta kosti. En þótt Seles sé
ung að árum er hún að velta fram-
tíðinni fyrir sér og hún reiknar
ekki með því að starfsaldur sinn
í tennis verði hár.
Nú þegar er Monica Seles orðin
eftirsótt ljósmyndafyrirsæta og
tilboðin um að sýna föt
inn. Hún segist hafa verulega
gaman af fyrirsætustarfinu, það
sé skemmtileg tilbreyting frá eril-
sömu og erfíðu lífi atvinnuíþrótta-
mannsins. „Þegar ég velti fyrir
mér næstu árum, þá ætla ég að
helga mig tennisíþróttinni fyrst
um sinn, en þegar ég verð 25 ára
gömul ætla ég mér að vera búin
að hasla mér völl sem kvikmynda-
leikkona," segir Seles. Hún bætir
þvf við að sannarlega sé stórt upp
í sig tekið, en þetta sé draumurinn
og mikils vert sé að fólk glati
ekki draumum sínum...
I hlutverki
ljósmynda-
fyrirsætunnar.
Eric Clapton, Connor litli og Lori Del Santo á góðri stundu.
s=
Clapton sóttur til saka
vegna dauða sonar síns?
Nokkur úmræða hefur verið um
hið voveiflega fráfall Con-
nors Clapton, fjögurra ára sonar
gítarleikarans heimskunna Erics
Clapton og fyrrum sambýliskonu
hans Lori Del Santo. Drengurinn
hrapaði til bana er hann féll út um
opinn giugga á 50. hæð þar sem
hann bjó ásamt móður sinni, í lúx-
usíbúð í háhýsi í New York. Karl-
maður sem sá um þrif hafði nýlok-
ið við að þvo gluggann og lét hann
standa opinn augnablik á meðan
að hann þornaði. Drengurinn litli
hljóp skyndilega að, væntanlega til
að horfa út, en datt um gluggakist-
una sem er í aðeins 30 sentimetra
hæð frá jörðu og hrapaði.
Missir foreldrana er mikill og ekki
bætti úr skák, að Clapton eldri
hafði nýlega misst nána vini í þyrlu-
slysi. Nú gengur það hins vegar
fjöllum hærra, að Clapton kunni
að þurfa að svara til saka vegna
slyssins, hvað svo sem segja megi
um framgöngu ræstingarmannsins
þá hafí Clapton verið eigandi hús-
næðisins og öryggisráðstafanir hafi
engar verið við glugganna sem
taldir eru stórhættulegir bömum
eins og dæmið sannar. Nokkuð er
um það vestur í Bandaríkjunum
að fólk svari til saka fyrir óbeina
ábyrgð á slysum og dauðsföllum
og er skemmst að minnast að ung
hjón í Florida, innflytjendur frá
Nicaragua voru dæmd fyrir mann-
dráp af gáleysi eftir að 4 ára bam
þeirra lést í bílsslysi. Faðirinn ók
í órétti í veg fyrir vörubifreið en
móðirin hélt á baminu í framsæt-
inu. Þau voru sek fundin því lögin
þar ytra kveða á um skilyrðislausa
bílbeltanotkun. Alþýða manna
skiptist í tvo hópa í slíkum málum,
þann hópinn sem telur að fólk verði
að bera ábyrgð og svara fyrir gerð-
ir sínar hversu sárt sem það kann
að vera, og hinn hópinn sem telur
að ólánsfólk af þessu tagi hafí
þjáðst nóg þótt ekki bætist við lög-
sókn og ef til vill dómur.
Lögreglumenn með lík litla drengsins á börum við heimili barns-
móðurinnar.