Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRIL 1991 Utanríkisráðherra gagnrýnir útgáfu- mál alþýðubandalagsráðherra: Ríkisendiirskoð- un kanni málið JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra notkun ráðherra Alþýðu- bandalagsins á opinberu fé til gerðar kynningarbæklinga og auglýs- inga. Jón Baldvin segist telja að þarna sé flokkspólitískur áróður á ferðinni og að Ríkisendurskoðun eigi að skoða þetta mál. Einnig komi til greina að forsætisráðherra setji reglur um notkun opin- bers fjár í útgáfu af þessu tagi. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunbiaðið í gærkvöldi, að hann teldi útkomutíma bækling- anna mjög óheppilegan. Jón Baldvin sagðist eiga við bækling um ríkisfjármál, sem fjár- málaráðuneytið hefur nýlega dreift í 82.000 eintökum, bækling Svavars Gestssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenzkra námsmanna, sem dreift hefur verið til náms- manna, blaðaauglýsingar mennta- málaráðuneytisins um nýtt grunn- skókfrumvarp og opnun Þjóðleik- hússins og loks bækling samgöngu- ráðuneytisins um „lífæðar lands og þjóðar". Kostnaður við þessa útgáfu nemur milljónum' króna. „Það er velkomið að Ríkisendur- skoðun skoði þetta mál. Þetta er aðallega út í hött hjá Jóni Baldvin. Þetta er upplýsingarit um útgjöld og tekjur ríkisins og þama er ekki að finna snefil af pólitík. Það átti upphaflega að senda fóiki það í febrúarmánuði um það bil sem menn voru að skila skattafram- tölum sínum en vegna anna í ráðu- neytinu tókst ekki að ljúka því verki fyrr en í mars. Mér þykir það mjög leitt að það hafi tafíst svona vegna þess að ég gerði mér grein fyrir því að einhverjir ætluðu að fleyta Persaflóa- deilan fyrir- sláttur Jóns Sigurðssonar -segir Ólafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á kosninga- fundi Alþýðubandalagsins í Kópavogi í gærkvöldi, að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði verið með fyrirslátt þegar hann kenndi Persaflóastríðinu um ójafnvægi á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum sem tafíð hefðu samninga um byggingu álversins á Keilisnesi. Hann vitnaði til skýrslu alþjóðafyrirtækisins Goldman Sax sem hann lagði fram á ríkisstjórnarfundi fyrir nokkru. Fjármálaráðherra sagði að í skýrslu þessa virta fyrirtækis kæmi skýrt fram að Persaflóastríðið hefði engin áhrif haft á hinn alþjóðlega fjármagnsmarkað nema í tæpa viku. „Styijöldin hafði engin trufl- andi áhrif á lántökumöguleika eða fjármögnunarmöguleika fyrirtækja eða ríkisstjórnar. Þetta liggur fyrir í bókun ríkisstjómarinnar," sagði Ólafur Ragnar. Að sögn fjármálaráðherra annað- ist Goldman Sax 100 milljón dollara lántöku íslensku ríkisstjómarinnar snemma árs 1989. „Þessir menn komu til íslands fyrir nokkmm mánuðum til viðræðna við ríkis- stjómina og Seðlabankann um fjár- mögnun álvers hér á landi og þetta var umsögn þeirra," sagði Ólafur Ragnar. Hann kallaði álversmálið dýmstu kosningaauglýsingu allra tíma, þar sem þegar hefðu verið veittar 600 milljónir kr. til virkjanaundirbún- ings og skýrslugerðar, en enn væri langt í land með að samningur kæmist í höfn. Gagnrýní á ráðherra Alþýðu- flokksins var meginefni fundarins. kerlingar með því að gera þetta pólitískt tortryggilegt. “ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson. „Ég tei að þessir bæklingar komi út á mjög óheppilegum tíma,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Ég hef ekki skoðað bækling fjármálaráðherra nógu vel, en út af fyrir sig gera ríkisstjómir allt of lítið af því að gefa út aðgengileg rit um ýmislegt í stjómkerfínu. Ég hefði samt held- ur viljað að þessir bæklingar hefðu komið út strax eftir kosningar, það hefði verið miklu skynsamlegra,“ sagði Steingrímur. Morgunblaðið/KGA ísfirðingar unnu tvenn gullverðlaun Heimamenn urðu sigursælir á fyrsta degi Skíðamóts íslands, sem hófst á ísafirði í gær. Þeir unnu tvenn gullverðlaun af fernum sem í boði voru. Daníel Jakobsson sigraði í göngu pilta 17-19 ára og Ásta Hall- dórsdóttir í stórsvigi kvenna. Haukur Eiríksson, Akureyri, sigraði í 15 km göngu karla og Kristinn Björns- son vann fyrsta Islandsmeistaratitilinn í alpagreinum fyrir Ölafsfírðinga er hann sigraði í stórsvigi karla. Myndin var tekin í gær af keppendum að undirbúa sig, fremst á myndinni er Ingólfur Gíslason frá Akureyri. Sjá nánar á íþróttasíðu, bls. 50. Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf.: Stefnt er að samruna við Islandsbanka 1. október SAMKOMULAG hefur tekist við íslandsbanka um að hann eignist Verslunarlánasjóð við slit Eign- arhaldsfélags Verslunarbank- ans. Sjóðurinn varð eftir hjá fé- laginu þegar bankarekstur Verslunarbankans var fluttur til íslandsbanka í lok ársins 1989. Umsamið verð er 361 milljón króna sem er um 133 milljónum umfram bókfært verð. Þetta kom fram á aðalfundi eignar- haldsfélagsins í gær í ræðu Har- aldar Haraldssonar, fráfarandi stjórnarformanns félagsins. Hann sagði brýnt að hraða sam- runa eignarhaldsfélaganna við íslandsbanka. Forráðamenn eignarhaldsfélaga Verslunar- og Iðnaðarbankans væru reiðubún- ir að gera það á þessu ári og væri stefnt að því 1. október. Haraldur sagði að áður en unnt væri að ganga frá sameiningunni við íslandsbanka þyrfti að ráðstafa þeim eignum sem félagið ætti ýil viðbótar við hlutafjáreignina í ís- landsbanka. Eignarhaldsfélagið keypti 100 milljóna króna hlut í íslenska sjónvarpsfélaginu í byijun árs 1990 og tók með þeim hætti þátt í íjjárhagslegri endurskipu- lagningu þess. Jafnframt veitti fé- lagið í marsmánuði árið 1990 sjón- varpsfélaginu ábyrgð gagnvart ís- landsbanka að upphæð 90 milljónir í því skyni að treysta viðskiptastöðu þess gagnvart bankanum. Haraldur upplýsti á aðalfundin- um að fyrir skömmu hefði stjórn eignarhaldsféiagsins borist fyrir- spum um það frá lögfræðingi hér í borg, hvort eignarhlutí félagsins að upphæð 100 milljónir króna í sjónvarpsfélaginu væri falur. Þessi fyrirspurn væri til umfjöllunar hjá stjóminni og byði afgreiðslu nýmar stjómar. Samkvæmt endanlegu mati á eignum og skuldum bankanna þriggja sem runnu inn í íslands- banka var verðmæti framlagðra eigna frá Verslunarbankanum 521.4 milljónir króna í árslok 1989. Er það um 32,3 milljónum lægra en nam bókfærðu verði þeirra á sama tíma. Af framlaginu ganga 499 milljónir tij greiðslu á hluta- fjáraukningu í íslandsbanka í árs- byijun 1990 en mismunurínn var inneign hjá bankanum eftir hluta- fjárkaupin. Eignir sem runnu ekki inn í íslandsbanka voru að fjárhæð 484.5 milljónir, en þar á meðal eru hlutabréf í íslenska útvarpsfélag- inu að fjárhæð 100 milljónir og Verslunarlánasjóður sem metinn var á 169,9 milljónir í árslok 1989. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.: Rétt að halda eignarhaldsfé- lagaforminu enn um sinn STJÓRN Eignarhaldsfélags Al- þýðubankans hf. sér að svo stöddu ekki ástæðu til þess að gera tillögu um að félagið verði sameinað íslandsbanka. Þetta kom fram í máli Ásmundar Stef- ánssonar, stjórnarformanns, á aðalfundi félagsins í gær þar sem hann sagði að innan stjórn- arinnar væri sterk samstaða um að halda eignarhaldsfélaga- forminu a.m.k. enn um sinn. Ásmundur sagði hins vegar að stjórn félagsins myndi ekki leggja stein í götu samstarfsað- ila sinna ef þeir vildu sameina eignarhaldsfélög Iðnaðarbank- ans og Verslunarbankans við Eignarhaldsfélagið Iðnaðaðarbankinn hf.: Eignir hækka um 81,8 millj- ónir króna við endurmat SAMKVÆMT endanlegu mati á eignum og skuldum Iðnaðar- banka í árslok 1989 hækka framlagðar eignir Eignarhaldsfélags Iðnaðarbankans um 81,8 milfj. kr. Höfðu þær verið bókfærðar á 1.059,9 millj. kr., en voru metnar af matsnefnd á 1.141,7 millj. kr. Kom þetta fram á aðalfundi félagsins í gær. Inneígn félagsins hjá íslands- banka nam í árslok 736,8 millj. kr. Hagnaður af rekstri var 262,6 millj. kr. á sl. ári., eigið fé nam 1.687,4 millj. kr. í árslok 1990 og hlutafé 763,2 millj. kr. Brynjólfur Bjamason formaður stjómar lagði áherslu á það í ræðu sinni að þýðingarmikið væri að ínneign félagsins ásamt inneignum annarra eignarhaldsfélaga hjá ís- landsbanka yrði ráðstafað til þess að styrkja bankann og leggja fram nýja hluti í félaginu. „Á aðalfundi íslandsbanka verður lögð fram til- laga um að auka hlutafé bankans um 1.500 millj. kr. Hluti af þeirri aukningu verður væntanlega keyptur af eignarhaldsfélögunum, auk nýrra hluthafa," sagði hann. Brynjólfur benti jafnframt á, að Iðnaðarbankinn hefði frá upphafi samningaviðræðna um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegs- bankanum lagt áherslu á að um- framfé yrði ráðstafað í hlutafé hins nýja banka og að eignarhaldsfélög- in yrðu leyst upp. „Vonandi tekst á næstu misserum að koma hlutum þannig fyrir, að slík- sameihing geti farið fram. Á aðalfundi ís- landsbanka verður lögð fram til- laga þar að lútandi," sagði Brynj- ólfur. Á fundinum voru einróma sam- þykktar tillögur stjórnar um að greiða 10% arð til hluthafa og út- gáfu jöfnunarhlutabréfa allt að 71.754 þús. kr. Stjórn félagsins var endurkjörin með öllum greidd- um atkvæðum. í henni eiga sæti Brynjólfur Bjarnason, Haraldur Sumarliðason, Sveinn Valfells, Sigurður Kristinsson og Magnús Helgason. íslandsbanka. * Á aðalfundinum kynnti Jóhann- es Siggeirsson endanlegt mat á eignum og skuldum Alþýðubank- ans við stofnun íslandsbanka. Matið miðaðíst við stöðuna í árslok 1989 og var niðurstaðan sú að matsverð eigna bankans umfram skuldir væri 101,6 milljónum króna hærri en bókfært verð. Rekstrar- tekjur síðasta árs hækka sem þessu endurmati nemur, en hlut- deild í hagnaði íslandsbanka var 160 milljónir króna. Eigið fé Eignarhaldsfélags Al- þýðubankans í árslok 1990 nam um 1.250 milljónum króna skv. efnahagsreikningi. Inneign félags- ins hjá íslandsbanka var um 368 milljónir og hagnaður af rekstri tæpar 286 milljónir króna. Hlutafé var í lok síðasta árs um 726 millj- ónir. Á aðalfundinum vá'f sam- þykkt einróma tillaga stjórnar um heimild til þess að auka hlutafe félagsins að nafnverði um allt að 400 milljónum króna. Heimildin gildir út apríl á næsta ári. Á aðalfundinum voru einnig samþykktar einróma tillögur stjórnar um útgáfu 10% jöfnunar- hlutabréfa og að greiddur skuli 10% arður vegna síðasta árs. Ásmundur Stefánsson, formað- ur, Magnús Geirsson, Ólafur Olafs- son og Ragna Bergmann voru end- urkjörin í stjórn, en Guðmundur B. Ólafsson tók sæti Baldvins Hafsteinssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.