Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 22
1961 JÍH4A .8 flUDAQUTSÖ'I QIQAJSVIUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. APRIL 1991 fcS “22 Rektorskjör við Háskóla Islands fer fram í dag REKTORSKJÖR við Háskóla íslands fer fram í dag. Hljóti enginn tilskilinn meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju eftir viku. Kjörgengir eru allir skipaðir prófessorar í starfi, en í prófkjöri sem fram fór fyrir rúmum mánuði fengu flest atkvæði þeir Þórólfur Þór- lindsson, prófessor við félagsvís- indadeild, sem hlaut 37,3% at- kvæða, og Sveinbjörn Björns- son, prófessor við raunvísinda- deild, sem hlaut 28,5% atkvæða. Stúdentaráð hélt opna fundi með þeim i gær og fyrradag. Hér á síðunni segja Þórólfur og Sveinbjörn frá helstu baráttu- málum sínum. Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn, og tekur nýkjörinn rektor við störfum með byrjun næsta háskólaárs. Atkvæðisrétt i rektorskjöri eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við Háskólann og stofnanir hans og hafa háskóla- próf. Einnig eiga allir stúdentar sem skrásettir voru í Háskóla ís- lands 5. febrúar síðastliðinn at- kvæðisrétt, og gilda greidd at- kvæði þeirra sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. A kjörskrá eru 497 kennarar og aðrii starfs- menn og 5.013 stúdentar. Kosið verður frá kl. 9-18 í hát- Sveinbjörn Bjömsson: Háskólinn þarf að koma þekk- ingu sinni betur á framfæri SVEINBJÖRN Björnsson nefndi fyrst að bæta þurfi launakjör starfsmanna Háskólans þegar hann var spurður um helstu stefnu- málin. „Menn óttast að ef launakjör verða miklu lengur eins og þau eru hjá kennurum og öðrum starfsmönnum við Háskólann verði erfitt að fá hæfa starfsmenn. Örðugt getur reynst að fá ungt fólk sem lýkur námi erlendis heim vegna þess að því býðst betra úti. Sama á við um fólk í þeim greinum sem veita aðgang að störfum í atvinnulífinu. Við óttumst að Háskólinn geti ekki keppt um starfsfólk við atvinnulífið,“ sagði Sveinbjörn, „Innan Háskólans sjálfs gerist það að menn fara að drýgja laun sín með yfirkennsiu eða aukastörf- um. Það gengur helst út á þann tíma sem þeir ættu að hafa til rannsókna, rannsóknimar em aft- ur nauðsynlegar til að þeir geti haldið sér við í starfi. Menn lenda því í vítahring. Það ijölgar mikið í Háskólanum og umsvif í rannsóknum aukast þannig að húsnæðisþörf hans er sívaxandi, auk þess sem Háskólinn er ennþá dreifður, jafnvel um bæ- inn. Happdrættisféð dugar engan veginn til að byggja það húsnæði sem þarf fyrir þessi vaxandi um- svif og nemendafjölda og íjölgunar kennara samfara því. Miklu máli skiptir að Háskólinn haldi umráðum yfir happdrættis- fénu og þarf að halda áfram að leita ailra leiða til að efla það. Það hefur líka komið inn fjármagn til framkvæmda frá öðmm aðilum. Tæknigarður er dæmi um það. Sjálfsagt er að nýta allar hug- myndir í þeim efnum. En ekkert af þessu dugir. Eina úrræðið sem þá blasir við er að það verður að gerast hér líkt og með öllum öðmm þjóðum að ríkið leggi Háskólanum til fé til bygginga. Ég hef lagt mikla áherslu á að Þjóðarbókhlöðu verði lokið. Há- skólinn stendur ekki undir nafni á meðan hann hefur ekki viðunandi háskólabókasafn og það verður ekki fyrr en með Þjóðarbókhlöð- unni. Þegar hún kemst í gagnið fá nemendur fyrst þá lesaðstöðu og aðstöðu til sjálfsnáms sem menn horfa löngunaraugum til. Háskólinn hefur ekki rekið mikið á eftir byggingu Þjóðarbókhlöð- unnar vegna þess að hann hefur verið hræddur við að allt hans byggingafé yrði tekið til að ljúka henni. Eftir að eignarskattsaukinn var lagður á til að fjármagna bygg- ingu bókhlöðunnar hefur Háskó- lanum vaxið kjarkur til að segja að nú væri þjóðin búin að greiða bygginguna með þeim skatti sem hefur verið notaður í annað. Bygging Þjóðarbókhlöðunnar er mjög mikilvæg fyrir skólann, sér- staklega miðlun skólans til al- mennings á afrakstri þeirrar þekk- ingar sem hér er. Hún er ekki ein- ungis mikilvæg fyrir stúdenta íðasal í aðalbyggingu Háskólans og í kennslustofu á 3. hæð í Læk- nagarði. Kennarar og aðrir starfs- menn ásamt stúdentum, öðrum en stúdentum í læknadeild og tann- læknadeild, kjósa í hátíðasal, en stúdentar í tannlæknadeild og læknadeild, þar með taldar náms- brautir í hjúkrunarfræði og sjúkra- þjálfun svo og lyfjafræði lyfsala, kjósa í Læknagarði. Háskólaráð hefur skipað kjör- stjórn til að annast undirbúning og framkvæmd rektorskjörs og eiga sæti í henni: Jón Ragnar Stef- ánsson, dósent (formaður), Davíð Þór Björgvinsson, dósent, Jón Frið- jónsson, dósent, Stefán B. Sigurðs- son, dósent, Pétur Már Ólafsson, stúdent, og Siguijón Þ. Árnason, stúdent. Morgunblaðið/Sverrir Sveinbjörn Björnsson prófessor á fundi með stúdentum vegna rektorskjörsins. heldur einnig allan almenning sem fær þama aðgang að góðu bóka- safni. Háskólinn þarf að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á vegum núverandi rektors við að koma þekkingu há- skólamanna meira á framfæri við almenning, sagði Sveinbjöm Bjömsson. Þórólfur Þórlindsson: Brýnt að styrkja stöðu Há- skólans í íslensku þjóðfélagi ÞÓRÓLFUR Þórlindsson nefndi fyrst launamál háskólakennara þegar hann var spurður um hvaða mál hann legði mesta áherslu á. „Mjög brýnt er að taka á þeim málum. Ég mun beita mér fyrir því að Háskólaráð setji launamál kennara á dagskrá og að það verði skoðað hér mjög nákvæmlega hvernig hagræða megi kennslu innan skólans á þann hátt að það geti komið kennurum tii góða 1 bættum kjörum,“ sagði Þórólfur. „Ég vil efla verkefnabundnar fjárveitingar til rannsókna, fyrst og fremst með því að efla Rann- sóknasjóð Háskólans. Einnig þarf að skapa meiri festu í rannsókna- málum skólans með því að veita umtalsverðu fé beint til deilda og stofnana. Fastar fjárveitingar skapa stöðugleika í rannsóknum og auka möguleikana á því að ráða vel hæfa rannsóknamenn til langs tíma. Með því að veita fé beint til deilda og stofnana tryggjum við kennurum ákveðna lágmarksað- stöðu til að stunda rannsóknir. Við búum við mikinn húsnæðis- vanda í Háskólanum og stendur það öllu starfi hans fyrir þrifum. Þó að mikið hafi verið byggt þá hefur skólinn vaxið ennþá hraðar. Það er nauðsynlegt nú að útvega meira fé til bygginga. Jafnframt því vil ég endurskoða byggingaá- ætlun Háskólans. Ég vil látaganga í það af fullum krafti að Ijúka þeim verkefnum sem byijað er á. Það er lítil ráðdeildarsemi í því að láta byggingar standa árum saman ófullgerðar, eins og gerst hefur hjá okkur, til dæmis húsnæði lækna- og tannlæknadeildar. Við endurskoðun byggingaáætlunar- innar vil ég láta taka meira tillit til stærðar deilda en gert hefur verið, til dæmis fjölda nemenda. Brýnt er að líta raunsætt á bol- magn Happdrættis Háskólans til að ráðast í stórframkvæmdir á borð við þær sem fyrirhugaðar eru núna. Við þurfum að endurmeta það hvað við getum staðið undir að byggja fyrir happdrættisféð. Ég legg áherslu á að Þjóðarbók- hlöðunni verði lokið en við það myndi aðstaða kennara og nem- enda til að sinna starfí sínu batna verulega. Þá vil ég efla námsráð- gjöf og færa hana út í deildir. Ég tel að það sé mjög brýnt að styrkja stöðu Háskólans í íslensku þjóðfélagi. Eitt meginhlutverk rektors verður að stuðla að því. Við verðum að vera óhræddir við að veita nýjum alþjóðlegum straumum vísinda og fræða inn í landið. Á gama tíma verðum við að gæta þess vel að standa vörð um meginstoðir íslenskrar menn- Morgunblaðið/Sverrir Þórólfur Þórlindsson prófessor ávarpar stúdenta á framboðs- fundi vegna rektorskjörs. ingar. Það gerum við meðal ann- ars með því að taka meiri þátt í þjóðmálaumræðunni og öllum þáttum íslensks þjóðlífs. Háskóla- kennarar hafa verið að koma meira inn í umræðuna og sú þróun þarf að halda áfram,“ sagði Þórólfur Þórlindsson. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fjallað um atvinnu- lífíð og skógræktina SAMBAND íslenskra sveitarfélaga heldur árlegan fulltrúaráðsfund sinn að þessu sinni í Hafnarborg, Hafnarfirði,' í dag, föstudaginn 5. apríl. í fulltrúaráði sambandsins eiga sætf 45’fúirtruáf iSFoIIurh landshlut-’ um. Auk þeirra sækja fundinn for- ýsfúméh'n’ ’ 'láhdshrutásám’taka’hháf sveitarfélaga, fulltrúar þingflokk- anna o.fl. gestir. Formaður sambandsins, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi, setur fundinn kl. 9 og að því loknu mun félagsmálaráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, sem jafnframt er ráðherra sveitarstjórn- armála, flytja ávarp. Að þessu sinni verður auk venju- legra fundarstarfa fjallað um sveit- arfélögin og atvinnulífíð og munu þeir Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Einar Oddur Kristjánsson, íofmáðúr* VSf óg ’Gfslf 'Gfslásón, bæjarstjóri á Akranesi, hafa fram- sögu um það efni. Einnig mun Þórð- ur Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa framsögu um tekjustofna sveitarfélaga, reynsl- una af nýjum lögum og ný viðhorf í þeim efnum. Frú Hulda Valtýsdóttir, formað- ur Skógræktarfélags íslands, flytur hádegisverðarerindi um sveitarfé- lögin og skógræktina og Páll Guð- jónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur framsögu um útgáfu-, kynn- ingar- og fræðslumál sambandsins. (Fréttatilkynning) Gunnar Jónas Gunnar og Jónas hjá Tónlistar- félaginu GUNNAR Guðbjörnsson tenór- söngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda tónleika í Islensku óperunni á vegum Tón- listarfélagsins laugardaginn 6. apríl kl. 14.30. Gunnar stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz Franzsyni í Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnám í Berlín hjá próf. Hanne-Lore Kuhse og í London hjá Paul Wynne Griffiths. Einnig hefur hann sótt tíma hjá Nicolai Gedda. Undanfarin ár hefur Gunnar verið á námssamningi hjá National Opera Studio í London og verður fastráð- inn í ágúst nk. við óperuna í Wies- baden og þar með samstarfsmaður Kristins Sigmundssonar og Viðars Gunnarssonar. Samstarf Gunnars og Jónasar Ingimundarsonar • hefur staðið um nokkurra ára skeið og hljóðritun þeirra á Die schöne Mllerin eftir Schubert kom út á síðasta ári. Á efnisskránni á laugardag mun Gunnar syngja Dictherliebe eftir Schumann og lög eftir Bizet, Goun- od, Fauré, Hahn og Sibelius. Miðasala er í íslensku óperunni. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Alls söfnuðust tæplega 90 þúsund krónur á kökuuppboðinu og verður ágóðanum varið til leik- tækjakaupa í leikskólann. Bíldudalur: Kökuupp- boð og mál- verkasýning Á skirdag var haldið kökuupp- boð og málverkasýning í húsa- kynnum Fiskvinnslunnar á Bíldu- dal. Sýnd voru málverk leik- skólabarna á aldrinum 2-5 ára. Á kökuuppboðinu seldust alls 35 kökur fyrir tæplega 90 þúsund krónur og verður ágóðanum varið til leiktækjakaupa í leikskólann. Þetta er í annað sinn sem slík fjár- öflunarleið er framkvæmd, en fóstr- umar sáu um uppboðshald og for- eldrar bökuðu kökurnar. Flestar kökurnar voru slegnar á 2-3 þúsund krónur en dýrasta kakan fór á 5.000 krónur. Málverk- in verða til sýnis í nokkra daga fram yfir páska. R. Schmidt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.