Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 35 Afmæliskveðja: Guðjón Magnússon, V estmannaeyj um Kirkjur á landsbyggðinni: Fermingar í Stór ólfshvolskirkj u Einn af okkar bestu félögum, Guðjón Magnússon frá Sandfelli í Vestmannaeyjum, varð 70 ára í gær, 4. apríl. í tilefni af þessum merku tímamótum vill jafnaldri Guðjóns, Knattspyrnufélagið Týr, senda sínum góða félaga bestu afmæliskveðjur. Það eru eflaust margir undrandi á að þessi síungi og fríski maður skuli vera kominn á þennan aldur. Það ber hvorki útlitið né framkom- an með sér. Guðjón hefur í gegnum árin verið mikill Týrari og starfað vel og dyggilega fyrir félagið. Hann var formaður fétagsins um hríð og keppti undir merki þess í Ijöl- mörg ár. Guðjón var mikill íþrótta- maður og var meðal annars í hópi þeirra Vestmanneyinga sem héldu Islandsmetinu í stangarstökki í Vestmannaeyjum í áratugi. Eins og fyrr sagði var Guðjón mikill iþróttamaður sem tók þátt í keppni í hinum ýmsu íþrótta- greinum, þar á meðal í knatt- spyrnu. En það er ekki hans eina fram- lag til félagsins. Við sem störfum nú í forystu félagsins höfum hve- nær sem er getað leitað til Gauja með hin ýmsu mál og alltaf er hann tilbúinn fyrir félagið sitt. Þegar hann er beðinn að vinna fyrir félagið er bara eitt svar. Já. Neiið er bara ekki til þegar Týr er annarsvegar. Það væri að æra óstöðugan að telja hér upp það Anna Þóra Karlsdóttir Asmundarsalur: Myndverk úr ull ANNA Þóra Karlsdóttir opnar sýningu á verkum sínuni í Ás- mundarsal við Freyjugötu laug- ardaginn 6. apríl kl. 15.00. Á sýningunni eru myndverk úr ull gerð með þæfingu og vaxi (bat- ik). Þetta er önnur einkasýning Onnu Þóru en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér og á öðr- um Norðurlöndum. Anna Þóra stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1963-67 og lauk þaðan teiknikennaraprófi. Þá nam hún myndvefnað við sama skóla 1969-70 og lagði stund á fram- haldsnám við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1970-71. Sýning Önnu Þóru í Ásmundar- sal verður opin daglega frá kl. 15-18. Henni lýkur 14. apríl. Auglýsingasíminn er 69 11 11 mikla starf sem Gaui hefur lagt félaginu til hvort heidur á íþrótta- sviðinu eða í framkvæmda- og félagsmálum. Og hann er enn að, til dæmis á Þjóðhátíð, í Tröllaverksmiðjunni á þrettándanum og fleira og fleira. Hvað væri þjóðhátíð og þrettánd- inn án félaga eins og Gauja? Það er mikið og fórnfúst starf sem Guðjón hefur lagt félagi sínu til í gegnum árin og nokkuð víst að slíkt hið sama má segja um eiginkonu Guðjóns, Önnu Gríms- dóttur. Þau hjón hafa með fórnfúsu starfi lagt sitt af mörkum til þess að félagið sé það sem það er í dag. Án slíkra félaga, sem eru margir, væri staða félagsins önnur og lakari en raun ber vitni. Þá má geta þess svona í lokin til marks um framlag þeirra heiðurs- hjóna til félagsins, að þau eiga tvö börn, Þuríði og Magnús Birgi, sem í dag eru meðal máttarstólpa fé- lagsins og hafa bæði gegnt form- annsstörfum ásamt öðrum stjórn- arstörfum í félaginu, hún sem formaður kvennadeildar Týs og hann sem formaður Týs. Knattspyrnufélagið Týr sendir Guðjóni, eiginkonu og fjölskyldu bestu kveðjur, með þakklæti fy'rir fórnfúst og mikið starf um leið og félagið vill lýsa yfir ánægju sinni að eiga slíka félaga að. Knattspyrnufélagið Týr, V estmannaeyj um. Ferming í Stórólfshvolskirkju sunnudaginn 7. apríl kl.10.30 og kl. 14. Prestur sr. Stefán Lárus- son. Ferming kl. 10.30. Fermd verða: Bjarni Haukur Jónsson, Dufþaksholti, Hvolhreppi. Magnús Ágústsson, Stóragerði 8. Pétyr Snær Sæmundsson, Hvolsvegi 9A. Sigurður Már Arnarson, Litlagerði 13. Stefán Davíð Helgason, Króktúni 1. Ferming í Stórólfshvolskirkju 7. apríl kl. 14. Fermd verða: Erla Guðfinna Jónsdóttir, Norðurgarði 2. Hildur Kristín Sveinsdóttir, Öldugerði 17. Linda Björk Sigurðardóttir, Króktúni 15. Margrét Jóhönnudóttir, Nýbýlavegi 16. Ragnheiður Guðjónsdóttir, Njálsgerði 14. KONUR sem kveður að! Hádegisfundur í Hafnarborg, Strandgötu 34# Hafnarfirði, laugardaginn 6. apríl, kl. 11.00 árdegis. Konurnar á lista Alþýðuflokksins Reykjaneskjördæmi flytja stutt ávörp. Fundarstjóri verður Sigrún Jonný Sigurðardóttir formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. í boði er léttur hádegisverður á 500,- krónur. Allir velkomnir ALPÝÐUFLOKKURINN í REYKJANESKJÖRDÆMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.