Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.04.1991, Blaðsíða 51
ípfémR FOLK ■ SOVÉTMAÐURINN Kovto- úm, sem lék með KR sl. keppn- istímabil, er kominn til landsins í boði KR. Hann mætti hann á leik ÍBK og UMFN í gærkvöldi. Þegar hann gekk í salinn fögnuðu áhorf- endur honum með lófaklappi. Kovtoúm lék ekki með KR í vetur þar sem hann slasaðist í bílslysi ytra í fyrrasumar og skaddaðist illa á auga. Enn enn ekki ljóst hvort hann geti leikið körfuknattleik á ný. ■ JULÍUS Friðriksson, leikmað- ur ÍBK meiddist''á hné í gærkvöldi og er óvíst hvort að hann leiki meira með í úrslitakeppninni. ■ SIGURÐUR Sveinsson gerði 8/5 mörk fyrir Atletico Madríd í úrslitakeppni efstu handboltaliða á Spáni í gærkvöldi, en framtak hans dugði skammt, því heimamenn Barce- lona unnu 23:18. Portiier var marka- hæstur hjá heima- mönnum með 12/8 mörk, en alls voru 17 vítaköst dæmd í leiknum. ■ ALFREÐ Gíslason var marka- hæstur hjá Bidasoa í fyrrakvöld með 9/2 mörk, þegar liðið vann Alicante 20:18 á útivelli. ■ KRISTJÁN Arason skoraði tvö fyrir Teka í 27:17 sigri gegn .A. rratc ■ ATLETICO Nadrid er með 13 stig, þremur á eftir Barcelona, Teka og Bidasoa, sem eru öll með 16 stig. ■ ALFREÐ hefur ails gert 167 mörk í keppninni og er sjötti marka- hæsti leikmaðurinn. Puzovic hjá Caja Madríd er markahæstur með 190 mörk og á leik til góða. Portn- er kemur næstur með 184 mörk og Vujovic, félagi hans hjá Barce- lona hefur gert 182 mörk. KNATTSPYRNA Reykjavíkurmótið: Guðmundur gerði fyrsta markið Guðmundur Steinsson opnaði markareikning sinn hjá Víking- um í gærkvöldi í 2:0 sigri gegn Leikni í fyrsta leiknum í Reykjavíkurmótinu í knattspymu. Guðmundur, sem skipti úr Fram í Víking í vetur, kom félögum sínum á bragðið á gervigrasinu í Laug- ardal og skoraði seint í fyrri hálfleik. Hörður Theódórsson innsiglaði sigur- inn eftir hlé. HANDBOLTI Úrslitakeppnin: Efstuliðí eldlínunni Tveir leikir verða í úrslitakeppni íslandsmótsins í handknattleik í kvöld og hefjast báðir klukkan 20. ÍBV og Valur leika í Vestmannaeyjum, en Víkingur og Haukar í Laugardalshöll. Valsmenn fóru í gegnum fyrri um- ferðina án þess að tapa stigi og eru með þriggja stiga forskot á Víking. Bikarmeistarar IBV eru fimm stigum á eftir Val og ætli þeir að vera með í baráttunni um titilinn mega þeir ekki við því að tapa. Þeir hafa fengið Lúðrasveit ÍBV til liðs við sig, sem byijar að hita upp um miðjan dag og heldur síðan áfram í íþróttahúsinu. Víkingum gekk illa í fyrri umferð- inni, töpuðu fimm stigum og eru með níu stig. Haukar eru hins vegar aðeins með tvö stig og blanda sér ekki í topp- baráttuna. LYFTINGAR íslandsmót íslandsmótið í ólympískum lyft- ingum fer fram í Borgarnesi í dag og hefst kl. 19- Þátttökutilkynning- ar berist til Ingimundar Ingimund- arsonar (sími 93-71777). Frá Atla Hilmarssyni á Spáni x\ MORGUNBLAÐIÐ SÞROTTIR FÖSTCDÁtíUR 5. APRÍL 1991 51 KNATTSPYRNA LANDSLIÐIÐ Bo velur 25 leikmenn Bo Johansson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið 25 leikmenn vegna þriggja vináttu- landsleikja erlendis um næstu mán- aðarmót. Bo valdi hópinn til bráða- birgða og aðrir leikmenn koma því til greina, en endaniegur hópur ligg- ur hins vegar ekki fyrir fyrr en skömmu fyrir brattför til Englands. Þangað verður farið 25. apríl, en Bo, sem kom til landsins í vikunni, ætlar að nota. tímann og fylgjast með leikjum hér héima fram að því. Landsiiðið leikur gegn B-liði Englands í Watford 26. aprí! og gegn Wales i Cardiff 1. maí. Síðan liggur leiðin til Möltu, þar sem verð- ur leikið við heimamenn 7. maí. Ljóst er að hópurinn mun taka nokkrum breytingum í ferðinni. Fyrir liggur að Gunnai- Gísiason, Ólafur Þórðarson og Arnór Guðjo- hnsen geta ekki leikið gegn Eng- landi vegna leikja með félagsliðum sínum á sama tíma og ekki er kom- ið á hreint hvaða leikmenn, sem spiia með liðum erlendis, sjá sér fært að fara til MölLu. 25 manna hópurinn var fyrst og fremst valinn tíl að kanna hug leik- mannanna og til að þeir gætu gert ráðstafanir tímanlega varðandi svo ianga ferð, yrðu þeir valdir. Eftirtaldír leikmenn eru á listanum: Markverdir: Vai KR Vamarmenn: Atli Edvakisson JvR Sævar Jónsson...* Val Guöni Bergsson Kristján Jónsson Tottenham Einai’ PáH Tómasson Val Kristján Halldórsson ÍR Miöjurnenn: ÓlaíurÞórðarson \ Eúnar Kristinsson KR Sigurður Jónsson Anton Markússon Fram Steinar Adotfsson Pétur Ormsiev Framlínunietm: Itagnar Margeirsson kr Anthonv Karl Gregorv Vai Kjartan Einarsson 1.—LBK KORFUKNATTLEIKUR/URSLITAKEPPNI URVALSDEILDAR Stómneistarajafntefli! skrifarfrá Keflavík MotgunblaOiö/Einar Falur Tairone Thornton stekkur upp og treður knettinum með tilþrifum í körfu Njarðvíkinga. Rondey Robinson kom engum vörnum við og varð að játa sig sigraðann. KEFLVIKINGAR gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu metin þegar þeir sigruðu Njarðvíkinga 75:73 í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í Keflavík í gær- kvöldi. Njarðvíkingar sem unnu stórsigur í fyrsta leiknum máttu nú játa sig sigraða og nú er Ijóst að liðin verða að leika minnst fjóra leiki en það lið hreppir meistaratitilinn sem fyrr sigrar í þrem leikjum. Liðin mætast í þriðja sinn í Njarðvík á morgun. Þetta var geysilega þýðingar- * mikill sigur fyrir okkur og það hefði ekki verið gaman að mæta í næsta leik með 2:0 á bakinu. Það var varnarleikurínn Björn sem fyrst og fremst Blöndal skóp þennan sigur og ég vona að menn séu nú búnir að gleyma óförunum í fyrsta leiknum. Eg tel að við eigum nú jafna mögu- leika og hér eftir verður þetta spurning um dagsform og vilja,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn. Keflvíkingar gáfust ekki upp Lengi vel leit þó út fyrir sigur Njarðvíkinga sem höfðu undirtökin meiri hluta leiksins. Munurinn var mestur 14 stig í fyrri hálfleik og 12 stig í síðari hálfleik. En að þessu sinni gáfust Keflvíkingar aldrei upp þó að á móti blési og þegar 4 mínút- ur voru til leiksloka tókst þeim að jafna metin 70:70. Þá var eins og Njarðvíkurliðið missti allan damp og heimamenn reyndust sterkari á lokakaflanum sem var æsispenn- andi. Njarðvíkingar urðu fyrir því óhappi að ísak Tómasson meiddist snemma í fyrri hálfleik og hafði það greinileg áhrif á leik þeirra því ísak er þeirra aðalleikstjórnandi og lykil- maður í vörninni. „Flýttum okkur of mikið“ „Mistökin hjá okkur voru að flýta sér of mikið og taka tvíeggjuð skot þegar ekkert lá á í síðari hálfleik. Það hjálpaði Keflvíkingum og einn- ig var afleitt að missa ísak útaf. Nú er ljóst að við verðum að taka á honum stóra okkar í næsta leik og þá verður ekkert gefið eft,ir,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. Bestir hjá Keflvíkingum í gær- kvöldi voru Albert Óskarsson, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason og Thornton. Bestir í liði Njarðvíkur voru Robinson, Frið- rik Ragnarsson, ísak Tómasson, Kristinn Einarsson og Teitur Örl- ygsson sem þó lét lítið að sér kveða miðað við -pyrstá leikinn; ■ ; r»<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.