Morgunblaðið - 07.04.1991, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ ATtflNNJVtað/^illKÍAGúR ÁÍRÍL'Í991
'32
ATVI NNUAUGiÝS/NGAR
Rannsókna-
blaðamaður
Viljum ráða reyndan blaðamann í sjálfstætt
tímabundið rannsóknaverkefni. Viðkomandi
þarf að vera ákveðinn og nákvæmur og geta
að rannsókn lokinni skilað ítarlegri greinar-
gerð og gögnum. Þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Áhugasamir sendi skrifleg svör í pósthólf
1101, 121 Reykjavík.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
VARI
öryggisþjónusta.
Kexverksmiðjan
Frón tvöfaldar
kexframleiðsluna
Frá og með 22. apríl óskast til starfa karlar
og konur við framleiðslu á kexi.
Vinsamlega hafið samband sem fyrst við
Hrafnhildi í síma 11400 eftir kl. 13.00.
Fóstrur óskast
Fóstrur eða annað uppeldismenntað starfs-
fólk óskast.
Okkur á skóladagheimilinu í Hafnarfirði vant-
ar hressan stafsmann til að vinna með kátum
krökkum 6-10 ára.
Um er að ræða 75% starf.
Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma
53444 og forstöðumenn í síma 54720 alla
virka daga.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
Akraneskaupstaður, tækni-
deild
Garðyrkjustjóri
hjá Akranes-
kaupstað
Auglýst er eftir umsóknum um starf garð-
yrkustjóra hjá Akraneskaupstað.
Starfið er m.a. fólgið í undirbúningi og skipu-
lagningu verkefna á sviði garðyrkjumála,
umsjón með uppbyggingu og viðhaldi opinna
svæða, lóða stofnana bæjarins og skógrækt-
ar, umsjón með skipulagningu og fram-
kvæmdum vinnuskóla, eftirlit með beitarhólf-
um og forðagæslu. Næsti yfirmaður garð-
yrkjustjóra er forstöðumaður tæknideildar.
Menntun á sviði garðyrkju er áskilin.
Laun eru skv. kjarasamningum Starfsmanna-
félags Akraness.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
tæknideildar á bæjarskrifstofu Akraness,
Kirkjubraut 28, 2. hæð í síma 93-11211,
milli kl. 11.00 og 12.00 alla virka daga, eða
á skrifstofu sinni að Kirkjubraut 28, Akranesi.
Skriflegum umsóknum skal skilað til fulltrúa
á bæjarskrifstofu Akraness, Kirkjubraut 28,
300 Akranesi, eigi síðar en 22. apríl nk.
Umsóknareyðublöð afhendast á bæjarskrif-
stofunni fyrir þá sem þess óska.
Forstöðumaður tæknideildar.
Stýrimaður
1. stýrimann vantar á 280 tonna togbát frá
Vestmannaeyjum.
Upplýsingar gefur útgerðarstjóri í síma
98-12303.
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf.
REYKJALUNDUR
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðinga vantar á fastar nætur-
vaktir og til sumarafleysinga.
Upplýsingar veitir Gréta Aðalsteinsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í síma 666200.
Skólastjóri tónskóla
Tónskóli Djúpavogs óskar að ráða skóla-
stjóra. Um er að ræða heila stöðu.
Æskilegt er að umsækjandi geti jafnframt
sinnt organistastarfi í Djúpavogssókn.
Upplýsingar í síma 97-88834 og á kvöldin í
síma 97-88970.
Sveitarstjóri Búlandshrepps.
Sölustjóri
Óskum eftir að ráða sölustjóra til að annast
sjálfstæða sölu á nýjum vörubifreiðum og
búnaði tengdum þeim hjá traustu og ört
vaxandi innflutnings- og þjónustufyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu.
Hér er um sjálfstætt starf að ræða sem hinn
nýi sölustjóri mun hafa mikla möguleika á
að þróa og móta sjálfur. Góð laun í boði fyrir
réttan aðila.
Vélvirki
Óskum eftir að ráða traustan vélvirkja, eða
mann, vanan vinnuvélaviðgerðum, til við-
halds- og þjónustustarfa hjá góðu innflutn-
ings- og þjónustufyrirtæki. Góð laun í boði
og mikil vinna framundan.
SIMISI n/r
^ )( Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315
Atvinnumiölun * Firmasala » Rekstrarráögjöf
Hafnarfjörður
- sumarstörf
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafn-
arfjarðar óskar eftir að ráða starfs-
fólk í eftirtalin sumarstörf:
1. Flokksstjóra við Vinnuskólann.
2. Leiðbeinendur í skólagarða.
3. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanám-
skeið.
Lágmarksaldur umsækjenda í ofangreind
störf er 20 ár.
Garðyrkjustjóri óskar eftir að ráða starfsfólk
ekki yngri en 16 ára til garðyrkjustarfa.
Umsóknarfrestur rennur út þann 26. apríl.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Æskulýðsráðs, Strandgötu 8 (inngangur frá
Linnetstíg).
Upplýsingar eru veittar í síma 53444 frá kl.
10.00-12.00 hjá æskulýðsráði og frá kl.
11.30-12.00 í síma 652244 hjá garðyrkju-
stjóra.
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar.
Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði.
FERÐA SKRIFSTDFA
STÚDENTA
6l*56*56
Sölumaður
Viljum ráða starfskraft á aldrinum 20-35 ára
til að gegna almennum sölustörfum frá maí
og fram í september. Viðkomandi þarf að
hafa reynslu af farseðlaútgáfu og fargjaldaút-
reikningum.
Umsóknum skal skilað til Félagsstofnunar
stúdenta fyrir 16. apríl.
Ferðaskrifstofa stúdenta.
11
HLÍÐABÆR
Þjónustudeild Múlabæjar
Hjúkrunarfræðingur
Hlíðabær, dagvistun fyrir Alzheimer sjúkl-
inga, Flókagötu 53, óskar eftir að ráða hjúkr-
unarfræðing í 100% starf nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi sérmenntun
á sviði öldrunar- og/eða geðhjúkrunar.
Nánari upplýsingar gefur Þóra Arnfinnsdótt-
ir, forstöðumaður, í síma 621722.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
LANDSPITALINN
Reyklaus vinnustaður
Krabbameins-
lækningadeild
Landspítalans
Röntgenhjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur með sérnám í röntgen-
hjúkrun óskast til starfa við undirbúning
geislameðferðar á krabbameinslækninga-
deild Landspítalans. Um er að ræða stöðu
aðstoðardeildarstjóra. Æskilegt er að við-
komandi geti hafið störf sem fyrst.
Deildarröntgentæknir
Deildarröntgentæknir óskast til starfa við
undirbúning geislameðferðar. Hlutastarf
kemur til greina og þarf viðkomandi að geta
hafið störf sem fyrst.
Hjúkrunarfræðingur
Einnig óskum við eftir hjúkrunarfræðingi til
starfa við geislameðferðareiningu.
Störfin krefjast öll talsverðrar þjálfunar og
þurfa umsækjendur að geta starfað nokkuð
sjálfstætt. Mjög góður tími verður veittur til
starfsþjálfunar.
Frekari upplýsingar gefa Geir Friðbergsson,
deildarstjóri, í síma 601467 og Elín J.G. Haf-
steinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í
símum 601290 og 601300.
Læknaritari
Læknaritari eða starfsmaður með góða vél-
ritunar- og íslenskukunnáttu óskast til afleys-
inga í 2-3 mánuði helst frá miðjum apríl á
öldrunarlækningadeild Landspítalans. Um
framtíðarvinnu gæti verið að ræða og þá
eftir samkomulagi.
Upplýsingar veittar í síma 602250 frá kl. 8
til 16 alla daga.