Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 26

Morgunblaðið - 23.04.1991, Page 26
MÖRGUNBLAÐIÐ l'RIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 ^6 A L N G S K O S N N G A R 25 nýir alþingismenn; Fjórir af fimm þingmönnum Vest- urlands eru nýir * Atta nýir þingmenn fyrir Reykjavík TUTTUGU og fimm menn sem ekki áttu sæti á þingi í lok síðasta kjörtimabils náðu nú kosningu. Þrír þeirra hafa setið áður á þingi. Meirihluti nýju þingmannanna eru sjálfstæðismenn, eða þrettán, en hver hinna þingflokkanna er með þrjá nýja menn. Sex konur eru á nýliðalistanum og nítján karlmenn. Mesta endurnýjunin varð á Vesturlandi, þar sem fjórir af fimm þingmönnum kjördæmis- ins eru nýir á þingi. m REYKJAVIK Fylgi stjórnmálaflokka i Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 '83 '87 '91 '83 '87 '91 V Abrir Helmingur þeirra þingmanna sem kosnir voru á þing fyrir Reykja- víkurkjördæmi, níu af átján, voru ekki þingmenn kjördæmisins á síð- asta kjörtímabili. Átta hafa ekki setið á þingi áður og sá áttundi, Ingi Björn Albertsson, var þingmað- ur Vesturlands. Nýir þingmenn Reykjavíkur eru sjáfstæðismennirn- ir Davíð Oddsson borgarstjóri, Björn Bjamason aðstoðarritstjóri, Lára Margrét Ragnarsdóttir hag- fræðingur og Guðmundur Hall- varðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur; Össur Skarphéðinsson aðstoðarforstjóri Alþýðuflokki; Finnur Ingólfsson viðskiptafræð- ingur Framsóknarflokki og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sagnfræð- ingur/blaðakona og Kristín Ást- geirsdóttir sagnfræðingur/kennslu- kona frá Samtökum um kvenna- lista. Fimm af ellefu þingmönnum Reykjaneskjördæmis sátu ekki á þingi fyrir það kjördæmi á síðasta kjörtímabili. Þar eru þrír nýir þing- menn, allir kosnir af lista Sjálfstæð- isflokksins, og fjórði nýi þingmaður kjördæmisins er Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sem ekki náði kjöri í síðustu kosningum en hefur áður verið þingmaður. Þá var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kosinn á þing fyrir Reykjaneskjör- dæmi en hann var þingmaður Reyk- víkinga á síðasta kjörtímabili. Nýir þingmenn í Reykjaneskjördæmi eru Árni M. Mathiesen dýralæknir í Hafnarfirði, Ámi Ragnar Árnason deildarstjóri í Keflavík og Sigríður Anna Þórðardóttir íslenskufræðing- ur í Mosfellsbæ. Mesta endurnýjunin er í þing- mannahópi Vesturlands, fjórir af fimm þingmönnum kjördæmisins voru kosnir í fyrsta skipti á þing í alþingiskosningunum um helgina. Þeir. eru Ingibjörg Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur á Akranesi frá Framsóknarflokki; Sturla Böðvars- son bæjarstjóri í Stykishólmi og Guðjón Guðmundsson skrifstofu- stjóri á Akranesi frá Sjálfstæðis- flokki og Jóhann Ársælsson skipa- smiður á Akranesi frá Alþýðuband- alagi. Þrír nýir þingmenn fara á þing fyrir Vestfirði. Það eru Einar Kr. Guðfinsson útgerðarstjóri í Bolung- arvík frá Sjálfstæðisflokki; Kristinn H. Gunnarsson skrifstofumaður í Bolungarvík frá Alþýðubandalagi og Jóna Vaigerður Kristjánsdóttir skrifstofumaður í Hnífsdal frá Sam- tökum um kvennalista. Vilhjálmur Egilsson hagfræðing- ur í Reykjavík, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra, er eini nýi þing- maðurinn í því kjördæmi. Á Norðurlandi eystra eru þrír nýir þingmenn, Sigbjörn Gunnars- son verslunarmaður á Akureyri frá Alþýðuflokki; Jóhannes Geir Sig- urgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í Eyjaijarðarsveit frá Framsóknar- flokki og Tómas Ingi Olrich mennt- askólakennari á Akureyri frá Sjálf- stæðisflokki. Gunnlaugur Stefánsson sóknar- prestur í Heydölum í Breiðdal, efsti maður á framboðslista Alþýðu- flokksins er nýr þingmaður Austur- landskjördæmis. Hann hefur áður verið kjörinn þingmaður, þá í Reykjaneskjördæmi. Árni Johnsen blaðamaður, Vest- mannaeyjum, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins, er nú kosinn á þing í Suðurlandskjördæmi en hann var þingmaður kjördæmisins kjörtímabilið á undan því sem nú lauk. LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR: Mikil vinna framundan „ÉG vona að Sjálfstæðlsflokkur- inn geti myndað stjórn. Við erum með það mörg og mikilvæg stefn- umál, sem þarf að hrinda í fram- tíð. Það er nauðsynlegt að við fáum umboð til stjórnarmyndun- ar,“ sagði Lára Margrét Ragn- arsdóttir, nýr þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Það er blendin tilfinning að vera komin á þing. Auðvitað er ákaf- lega ánægjulegt að finna stuðning við að koma manni á þing og fylgi við skoðanir Sjálf- stæðisflokksins sjálfs. Það er mjög gleðilegt hvað við fáum mikið fylgi í Reykjavík. Hins vegar er mikil vinna framundan. Það þarf að taka á í mörgum málum og ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum, til þess að árangur náist.“ Lára Margrét sagðist ánægð með kosningaúrslitin. Hún hefði sjálf ekki átt von á meira fylgi Sjálfstæð- isflokksins á landsvísu en um 40%. „Ég hef ekki trú á að vinstristjórn- inni sé sætt áfram. Hún hefur að- eins eins manns meirihiuta á þingi og að minnsta kosti einn stjórnar- þingmaður er í stjórnarandstöðu í mörgum mikilvægum málurn," sagði Lára Margrét. BJÖRN BJARNASON: Stórsigur sjálfstæðis- manna í Reykjavík „ÉG fagna einstaklega glæsileg- um sigri okkar sjálfstæðismanna hér í Reykjavík, sem er söguleg- ur,“ sagði Björn Bjarnason, þriðji þingmaður Reykvíkinga. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 46,3% at- kvæða í Reykjavík. „Það markmið hefur náðst að Sjálfstæðisflokk* urinn endurheimti sinn góða og gamla styrk. Það tókst að setja rík- isstjórninni stólinn fynf dyrnar með því að við fengum 26 þingmenn kjöma, og ég tel að hún eigi að biðjast lausnar. Væntingarnar beindust að því fyrir kosningar að Sjálfstæðisflokk- urinn næði 40% kjörfylgi á landinu -öliu. Það- náðist-ekki--en- hins vegar- náðum við því markmiði að fá nógu marga þingmenn til þess að vinstri- stjórnin verður að lúta í lægra haldi. Til lengri tíma litið er þingmanna- fjöldin mun mikilvægari töfratala en prósentutalan sem slík. Það vakti sérstaka athygli mína hvað Steingrímur Hermannsson tapaði miklu fylgi í Reykjaneskjör- dæmi. Kosningabarátta framsókn- armanna snerist að verulegu leyti um persónu hans og einkayfirlýs- ingar. Þessi lélega útkoma Stein- gríms er áfall fyrir Framsókn- arflokkinn allan. Það vekur líka athygli að hinn höfuðtalsmaður vinstristjórnar, Ólafur Ragnar Grímsson, náði ekki að auka fylgi Alþýðubandalagsins í eigin kjör- dæmi. Hann er þannig dragbítur á flokknum miðað við fylgisaukningu hans annars staðar." ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: Anægður með útkomu flokksins á landsvísu „ÉG er frekar ánægður með út- komu Alþýðuflokksins á lands- vísu. I fyrsta skipti eykst fylgi flokksins þegar hann er að koma úr ríkisstjórn," sagði Össur Skarphéðinsson, sem skipaði þriðja sæti Alþýðuflokksins I Reykjavík og náði kjöri í jöfnun- arþingsæti. „Ég tel athyglisvert hve góða útkomu stjórnarflokk- arnir fá og tel að með því séu kjósendur að segja að þeim hugn- ist vel árangur þessarar sljórnar og vilji gjarnan fá meira af svip- uðum ávöxtum í framtíðinni." „Hér í Reykja- vík átti Alþýðu- flokkur undir högg að sækja síðustu vikur kosninga- baráttunnar og ég leyfi mér að telja að það að ég náði þrátt fyrir allt inn eigi að einhverju leyti rætur að rekja til þess að ég hef verið tals- maður sameiningar jafnaðar- manna,“ sagði Össur Skarphéðins- son. „Það kemur á óvart hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins er. For- mannaskiptin voru meðai annars réttlætt með því að það þyrfti sterk- an leiðtoga til að halda utan um það fylgi sem flokkurinn fékk í skoðanakönnunum. Þetta þýðir að mínum dómi að Sjálfstæðisflokkur- inn og hin nýja forysta hans er lösk- uð. Þá er merkilegt að ábyrgðarlaus málatilbúnaður Steingi'íms Her- mannssonar virðist hitta hann sjálf- an fyrir. Hann er sá sem tapar mestu í tröllaslagnum á Reykja- nesi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Össur sagði að staða Alþýðu- flokksins -væri nú- mjög -sterk -með tillkiti til stjórnarmyndunar. „Flokkurinn hlýtur að setja fram mótaðar kröfur til væntanlegra stjórnaraðila. Það hefur komið fram vilji í kosningunum til að núverandi stjórnarsamstarfi verði haldið áfram en jafnframt er líka ljóst að það er talsverður þrýstingur á það innan Alþýðuflokksins að íhuga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er erfitt að segja hvemig fram- vindan verður.“ FINNUR INGÓLFSSON: Framsókn og Sjálf- stæðisflokk- urinn sóttu einir á í Reykjavík FYRIR kosningarnar átti ég von á að framsóknarflokkurinn fengi almennt betri útkomu, og einnig að Sjálfstæðisflokkur væri með betri stöðu,“ sagði Finnur Ingólfsson efsti inaður á lista Framsóknarflokksinsí Reykjavík, en hann var nú kjör- inn til setu á alþingi í fyrsta skipti. „I Reykjavík áttum við á bratt- ann að sækja og höfum átt nokk- urn tíma í Ijósi þeirra átaka sem urðu vegna skoð- anakönnunar hjá okkur í haust og því sem gerðist í kjölfar hennar. Þar að auki buð- um við fram lista með ungu fólki gegn listum skipuðum landsþekkt- um og reyndum stjórnmálamönn- um. Þrátt fyrir það er niðurstaðan sú í Reykjavík að Framsókn- arflokkurinn er ásamt Sjálfstæðis- flokknum eini flokkurinn, sem eyk- ur fylgi sitt frá síðustu kosningum. Það erum við afskaplega ánægðir með,“ sagði Finnur Ingólfsson. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON: Sjávarút- vegsmálin mikið verkefni „ÞAD er alltaf viss spenna að takast á við ný verkefni. Ég vona að ég sé þess trausts verð- ur, sem mér hefur verið sýnt,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sem kjörinn var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Guðmundur var spurður hvort hann ætti von á að næsta þing myndi taka mikil- vægar ákvarðanir varðandi kjara- mál. „Það hefur orðið lenzka hér að Alþingi sé allt- . af með finguma í kjaramálunum, enda eru pólitík og kjarabarátta náskyld. En ég vona að viö sjálfstæðismenn berum gæfu til að halda þannig um stjórn- völinn að það komi ekki til þess að þurfi að grípa til lagasetninga - varðandi -frjálsan- samningsi!étt-.“ Sjö þingmenn féllu Tveir ráðherrar misstu þingsæti SJÖ þingmenn féllu út af þingi í kosningunum um helgina, þar af tveir ráðherrar Borgaraflokksins. Enginn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags féllu en tveir þingmenn Alþýðuflokks, tveir þingmenn Samtaka um kvennalista og einn þingmaður Framsóknarflokksins. í Reykjaneskjördæmi náði Jú- líus Sólnes umhverfisráðherra ekki kjöri en hann var efsti mað- ur á Iista Fijálslyndra. Einnig Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra í Suður- landskjördæmi. Jóhann Ein- varðsson þingmaður Framsókn- arflokks 'í Reykjaneskjördæmi féll. Danfríður Skarphéðinsdóttir þingmaður Samtaka um kvenna- lista í Vesturlandskjördæmi náði ekki kjöri og ekki heldur Málm- fríður Sigurðardóttir þingmaður Kvennalistans í Norðurlands- kjördæmi eystra. Jón Sæmundur Siguijónsson þingmaður Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra féll út af þingi. Einnig Árni Gunnarsson sem verið hefur þingmaður Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra en bauð sig nú fram í efsta sæti Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Alþýðuflokkurinn hafði reyndar ekki þingmann á Suðurlandi á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag fengu þingmenn kjörna í öll- um kjördæmum landsins. AI- þýðuflokkur hefur ekki þing- menn í Norðurlandskjördæmi vestra og Suðurlandskjördæmi. Samtök um kvennalista hafa ekki þingmenn í fimm kjördæm- um af átta, fengu kjörna þing- menn í Reykjavík og á Reykja- nesi og aðeins í einu landsbyggð- arkjördæmi, Vestfjörðum þar sem þær fengu flakkarasætið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.