Morgunblaðið - 23.04.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.04.1991, Qupperneq 26
MÖRGUNBLAÐIÐ l'RIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 ^6 A L N G S K O S N N G A R 25 nýir alþingismenn; Fjórir af fimm þingmönnum Vest- urlands eru nýir * Atta nýir þingmenn fyrir Reykjavík TUTTUGU og fimm menn sem ekki áttu sæti á þingi í lok síðasta kjörtimabils náðu nú kosningu. Þrír þeirra hafa setið áður á þingi. Meirihluti nýju þingmannanna eru sjálfstæðismenn, eða þrettán, en hver hinna þingflokkanna er með þrjá nýja menn. Sex konur eru á nýliðalistanum og nítján karlmenn. Mesta endurnýjunin varð á Vesturlandi, þar sem fjórir af fimm þingmönnum kjördæmis- ins eru nýir á þingi. m REYKJAVIK Fylgi stjórnmálaflokka i Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 '83 '87 '91 '83 '87 '91 V Abrir Helmingur þeirra þingmanna sem kosnir voru á þing fyrir Reykja- víkurkjördæmi, níu af átján, voru ekki þingmenn kjördæmisins á síð- asta kjörtímabili. Átta hafa ekki setið á þingi áður og sá áttundi, Ingi Björn Albertsson, var þingmað- ur Vesturlands. Nýir þingmenn Reykjavíkur eru sjáfstæðismennirn- ir Davíð Oddsson borgarstjóri, Björn Bjamason aðstoðarritstjóri, Lára Margrét Ragnarsdóttir hag- fræðingur og Guðmundur Hall- varðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur; Össur Skarphéðinsson aðstoðarforstjóri Alþýðuflokki; Finnur Ingólfsson viðskiptafræð- ingur Framsóknarflokki og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sagnfræð- ingur/blaðakona og Kristín Ást- geirsdóttir sagnfræðingur/kennslu- kona frá Samtökum um kvenna- lista. Fimm af ellefu þingmönnum Reykjaneskjördæmis sátu ekki á þingi fyrir það kjördæmi á síðasta kjörtímabili. Þar eru þrír nýir þing- menn, allir kosnir af lista Sjálfstæð- isflokksins, og fjórði nýi þingmaður kjördæmisins er Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sem ekki náði kjöri í síðustu kosningum en hefur áður verið þingmaður. Þá var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kosinn á þing fyrir Reykjaneskjör- dæmi en hann var þingmaður Reyk- víkinga á síðasta kjörtímabili. Nýir þingmenn í Reykjaneskjördæmi eru Árni M. Mathiesen dýralæknir í Hafnarfirði, Ámi Ragnar Árnason deildarstjóri í Keflavík og Sigríður Anna Þórðardóttir íslenskufræðing- ur í Mosfellsbæ. Mesta endurnýjunin er í þing- mannahópi Vesturlands, fjórir af fimm þingmönnum kjördæmisins voru kosnir í fyrsta skipti á þing í alþingiskosningunum um helgina. Þeir. eru Ingibjörg Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur á Akranesi frá Framsóknarflokki; Sturla Böðvars- son bæjarstjóri í Stykishólmi og Guðjón Guðmundsson skrifstofu- stjóri á Akranesi frá Sjálfstæðis- flokki og Jóhann Ársælsson skipa- smiður á Akranesi frá Alþýðuband- alagi. Þrír nýir þingmenn fara á þing fyrir Vestfirði. Það eru Einar Kr. Guðfinsson útgerðarstjóri í Bolung- arvík frá Sjálfstæðisflokki; Kristinn H. Gunnarsson skrifstofumaður í Bolungarvík frá Alþýðubandalagi og Jóna Vaigerður Kristjánsdóttir skrifstofumaður í Hnífsdal frá Sam- tökum um kvennalista. Vilhjálmur Egilsson hagfræðing- ur í Reykjavík, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra, er eini nýi þing- maðurinn í því kjördæmi. Á Norðurlandi eystra eru þrír nýir þingmenn, Sigbjörn Gunnars- son verslunarmaður á Akureyri frá Alþýðuflokki; Jóhannes Geir Sig- urgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í Eyjaijarðarsveit frá Framsóknar- flokki og Tómas Ingi Olrich mennt- askólakennari á Akureyri frá Sjálf- stæðisflokki. Gunnlaugur Stefánsson sóknar- prestur í Heydölum í Breiðdal, efsti maður á framboðslista Alþýðu- flokksins er nýr þingmaður Austur- landskjördæmis. Hann hefur áður verið kjörinn þingmaður, þá í Reykjaneskjördæmi. Árni Johnsen blaðamaður, Vest- mannaeyjum, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins, er nú kosinn á þing í Suðurlandskjördæmi en hann var þingmaður kjördæmisins kjörtímabilið á undan því sem nú lauk. LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR: Mikil vinna framundan „ÉG vona að Sjálfstæðlsflokkur- inn geti myndað stjórn. Við erum með það mörg og mikilvæg stefn- umál, sem þarf að hrinda í fram- tíð. Það er nauðsynlegt að við fáum umboð til stjórnarmyndun- ar,“ sagði Lára Margrét Ragn- arsdóttir, nýr þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Það er blendin tilfinning að vera komin á þing. Auðvitað er ákaf- lega ánægjulegt að finna stuðning við að koma manni á þing og fylgi við skoðanir Sjálf- stæðisflokksins sjálfs. Það er mjög gleðilegt hvað við fáum mikið fylgi í Reykjavík. Hins vegar er mikil vinna framundan. Það þarf að taka á í mörgum málum og ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum, til þess að árangur náist.“ Lára Margrét sagðist ánægð með kosningaúrslitin. Hún hefði sjálf ekki átt von á meira fylgi Sjálfstæð- isflokksins á landsvísu en um 40%. „Ég hef ekki trú á að vinstristjórn- inni sé sætt áfram. Hún hefur að- eins eins manns meirihiuta á þingi og að minnsta kosti einn stjórnar- þingmaður er í stjórnarandstöðu í mörgum mikilvægum málurn," sagði Lára Margrét. BJÖRN BJARNASON: Stórsigur sjálfstæðis- manna í Reykjavík „ÉG fagna einstaklega glæsileg- um sigri okkar sjálfstæðismanna hér í Reykjavík, sem er söguleg- ur,“ sagði Björn Bjarnason, þriðji þingmaður Reykvíkinga. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 46,3% at- kvæða í Reykjavík. „Það markmið hefur náðst að Sjálfstæðisflokk* urinn endurheimti sinn góða og gamla styrk. Það tókst að setja rík- isstjórninni stólinn fynf dyrnar með því að við fengum 26 þingmenn kjöma, og ég tel að hún eigi að biðjast lausnar. Væntingarnar beindust að því fyrir kosningar að Sjálfstæðisflokk- urinn næði 40% kjörfylgi á landinu -öliu. Það- náðist-ekki--en- hins vegar- náðum við því markmiði að fá nógu marga þingmenn til þess að vinstri- stjórnin verður að lúta í lægra haldi. Til lengri tíma litið er þingmanna- fjöldin mun mikilvægari töfratala en prósentutalan sem slík. Það vakti sérstaka athygli mína hvað Steingrímur Hermannsson tapaði miklu fylgi í Reykjaneskjör- dæmi. Kosningabarátta framsókn- armanna snerist að verulegu leyti um persónu hans og einkayfirlýs- ingar. Þessi lélega útkoma Stein- gríms er áfall fyrir Framsókn- arflokkinn allan. Það vekur líka athygli að hinn höfuðtalsmaður vinstristjórnar, Ólafur Ragnar Grímsson, náði ekki að auka fylgi Alþýðubandalagsins í eigin kjör- dæmi. Hann er þannig dragbítur á flokknum miðað við fylgisaukningu hans annars staðar." ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: Anægður með útkomu flokksins á landsvísu „ÉG er frekar ánægður með út- komu Alþýðuflokksins á lands- vísu. I fyrsta skipti eykst fylgi flokksins þegar hann er að koma úr ríkisstjórn," sagði Össur Skarphéðinsson, sem skipaði þriðja sæti Alþýðuflokksins I Reykjavík og náði kjöri í jöfnun- arþingsæti. „Ég tel athyglisvert hve góða útkomu stjórnarflokk- arnir fá og tel að með því séu kjósendur að segja að þeim hugn- ist vel árangur þessarar sljórnar og vilji gjarnan fá meira af svip- uðum ávöxtum í framtíðinni." „Hér í Reykja- vík átti Alþýðu- flokkur undir högg að sækja síðustu vikur kosninga- baráttunnar og ég leyfi mér að telja að það að ég náði þrátt fyrir allt inn eigi að einhverju leyti rætur að rekja til þess að ég hef verið tals- maður sameiningar jafnaðar- manna,“ sagði Össur Skarphéðins- son. „Það kemur á óvart hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins er. For- mannaskiptin voru meðai annars réttlætt með því að það þyrfti sterk- an leiðtoga til að halda utan um það fylgi sem flokkurinn fékk í skoðanakönnunum. Þetta þýðir að mínum dómi að Sjálfstæðisflokkur- inn og hin nýja forysta hans er lösk- uð. Þá er merkilegt að ábyrgðarlaus málatilbúnaður Steingi'íms Her- mannssonar virðist hitta hann sjálf- an fyrir. Hann er sá sem tapar mestu í tröllaslagnum á Reykja- nesi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Össur sagði að staða Alþýðu- flokksins -væri nú- mjög -sterk -með tillkiti til stjórnarmyndunar. „Flokkurinn hlýtur að setja fram mótaðar kröfur til væntanlegra stjórnaraðila. Það hefur komið fram vilji í kosningunum til að núverandi stjórnarsamstarfi verði haldið áfram en jafnframt er líka ljóst að það er talsverður þrýstingur á það innan Alþýðuflokksins að íhuga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er erfitt að segja hvemig fram- vindan verður.“ FINNUR INGÓLFSSON: Framsókn og Sjálf- stæðisflokk- urinn sóttu einir á í Reykjavík FYRIR kosningarnar átti ég von á að framsóknarflokkurinn fengi almennt betri útkomu, og einnig að Sjálfstæðisflokkur væri með betri stöðu,“ sagði Finnur Ingólfsson efsti inaður á lista Framsóknarflokksinsí Reykjavík, en hann var nú kjör- inn til setu á alþingi í fyrsta skipti. „I Reykjavík áttum við á bratt- ann að sækja og höfum átt nokk- urn tíma í Ijósi þeirra átaka sem urðu vegna skoð- anakönnunar hjá okkur í haust og því sem gerðist í kjölfar hennar. Þar að auki buð- um við fram lista með ungu fólki gegn listum skipuðum landsþekkt- um og reyndum stjórnmálamönn- um. Þrátt fyrir það er niðurstaðan sú í Reykjavík að Framsókn- arflokkurinn er ásamt Sjálfstæðis- flokknum eini flokkurinn, sem eyk- ur fylgi sitt frá síðustu kosningum. Það erum við afskaplega ánægðir með,“ sagði Finnur Ingólfsson. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON: Sjávarút- vegsmálin mikið verkefni „ÞAD er alltaf viss spenna að takast á við ný verkefni. Ég vona að ég sé þess trausts verð- ur, sem mér hefur verið sýnt,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sem kjörinn var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Guðmundur var spurður hvort hann ætti von á að næsta þing myndi taka mikil- vægar ákvarðanir varðandi kjara- mál. „Það hefur orðið lenzka hér að Alþingi sé allt- . af með finguma í kjaramálunum, enda eru pólitík og kjarabarátta náskyld. En ég vona að viö sjálfstæðismenn berum gæfu til að halda þannig um stjórn- völinn að það komi ekki til þess að þurfi að grípa til lagasetninga - varðandi -frjálsan- samningsi!étt-.“ Sjö þingmenn féllu Tveir ráðherrar misstu þingsæti SJÖ þingmenn féllu út af þingi í kosningunum um helgina, þar af tveir ráðherrar Borgaraflokksins. Enginn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags féllu en tveir þingmenn Alþýðuflokks, tveir þingmenn Samtaka um kvennalista og einn þingmaður Framsóknarflokksins. í Reykjaneskjördæmi náði Jú- líus Sólnes umhverfisráðherra ekki kjöri en hann var efsti mað- ur á Iista Fijálslyndra. Einnig Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra í Suður- landskjördæmi. Jóhann Ein- varðsson þingmaður Framsókn- arflokks 'í Reykjaneskjördæmi féll. Danfríður Skarphéðinsdóttir þingmaður Samtaka um kvenna- lista í Vesturlandskjördæmi náði ekki kjöri og ekki heldur Málm- fríður Sigurðardóttir þingmaður Kvennalistans í Norðurlands- kjördæmi eystra. Jón Sæmundur Siguijónsson þingmaður Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra féll út af þingi. Einnig Árni Gunnarsson sem verið hefur þingmaður Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra en bauð sig nú fram í efsta sæti Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Alþýðuflokkurinn hafði reyndar ekki þingmann á Suðurlandi á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag fengu þingmenn kjörna í öll- um kjördæmum landsins. AI- þýðuflokkur hefur ekki þing- menn í Norðurlandskjördæmi vestra og Suðurlandskjördæmi. Samtök um kvennalista hafa ekki þingmenn í fimm kjördæm- um af átta, fengu kjörna þing- menn í Reykjavík og á Reykja- nesi og aðeins í einu landsbyggð- arkjördæmi, Vestfjörðum þar sem þær fengu flakkarasætið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.