Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 Lögsaga Mosfellsbæjar eftirJón Sævar Jónsson Borgarstjórinn í Reykjavík hefur gert kauptilboð í jörðina Blikastaði í Mosfellsbæ. Tilgangur kaupanna er að sögn borgarstjóra að tryggja borginni framtíðarbyggingarsvæði. Eg vil gera þetta að umræðuefni vegna þess að landið er innan lög- sagnarmarka Mosfellsbæjar, hluti þess er innan samþykkts aðalskipu- lags bæjarins og að þetta land er framtíðarbyggingarsvæði Mosfells- bæjar. Málið er því viðkvæmt og vandmeðfarið en þrátt fyrir það virð- ist bæjarstjórn Mosfellsbæjar ætla að afgreiða það í kyrrþey, minnug hinna gífurlegu mótmæla bæjarbúa þegar til stóð að afhenda Reykjavík- urborg lögsögu yfir suðurhliðum Úlfarsfells í skiptum fyrir kalt vatn. I viðtali við borgarstjóra í fréttum kom fram að kauptilboð Reykjavík- urborgar er þó gert með tveimur fyrirvörum: a. Að bæjarstjórn Mosfellsbæjar falli frá forkaupsrétti á jörðinni. b. Að bæjarstjórn Mosfellsbæjar Yale LYFTARAR YALE lyftari ef þú ætlar að kaupa lyftara fyrir framtíðina ÁRVÍK ÁRMULI 1 -REYKJAVlK-SlMI 6S7222 -TELEFAX 667295 sé tilbúin að semja um flutning á lögsögu sveitarfélagsins. í dag virðist það vera skoðun meirihluta bæjarstjórnar að Mos- fellsbær hafi ekki fjárhagslega getu til að kaupa jörðina og því sé okkur nauðugur sá kostur að falla frá for- kaupsrétti og semja við Reykjavíkur- borg um tilfærslu á lögsögu sveitar- félaganna. Það sem hefur vakið athygli mína í samtölum við bæjarfulltrúa og aðra pólitíkusa hér í bæ um þetta mál er sú skoðun þeirra að Mosfellsbær sé í mjög erfíðri og þröngri stöðu. Þeir segja að við getum ekki fallið frá forkaupsrétti og neitað að semja um flutning á lögsögumörkum. En það er það sem ég segi að við eigum að gera. Rök bæjarfulltrúa Mosfells- bæjar eru að ef við setjumst ekki niður og semjum við Reykjavíkur- borg um flutning á lögsögunni þá muni Alþingi einfaldlega flytja lög- söguna hvort sem Mosfellsbæingum líkar betur eða verr. Sagan sanni það að svo hefur ávallt verið. Mér er þó ekki kunnugt um að til þess hafí þurft að koma. Hefur Mosfells- bær nokkum tíman mótmælt flutn- ingi á lögsögu? Bæjarfulltrúar virðast vera fljótir að gleyma og treysta á að kjósendur séu það líka. Þetta er nefnilega ekki fyrsta tiiraunin sem gerð er til að flytja lögsögumörk bæjarins. Eru MAZDA Hjólkoppar Q mikið úrval FÓLKSBÍLALAND H.F. Fosshálsi 1, (Bílaborgarhúsinu) Sími 67 39 90 DIT RÆSTIVAGNAR Nýjung hjá Blindravinnustofunni Léttir og meðfærilegir vagnar með og án pressu frá danska fyrir- tækinu Dit. Hagkvæmt hjálpar- tæki, sem er hannað til að draga úr atvinnusjúkdómum eins og t.d. vöðvabólgu. BLINDRA VINNUSTOFAN BURSTAGERÐ • KÖRFUGERÐ Hamrahlíð 17, sími: 91-687335 menn búnir að gleyma þeim gífur- legu mótmælum sem urðu þegar bæjarstjóm ætlaði í kyrrþey að skipta við Reykjavíkurborg á köldu vatni og lögsögumörkum í suður- hlíðum Ulfarsfells? Hvað varðar flutning á lögsögu er þó ekki aðeins verið að bjóða upp á viðræður um flutning á lögsögu við Blikastaði, því eins og fram hef- ur komið í umfjöllun um þessi vænt- anlegu kaup Reykjavíkurborgar á Blikastaðajörðinni þá á borgin nú þegar umtalsverð landsvæði innan lögsögu Mosfellsbæjar. Því er verið að bjóða upp á viðræður eða hrossa- kaup um flutning á lögsögu við öll þessi svæði. Borgarstjórn Reykjavíkur hlýtur þó að hafa verið vel kunnugt um lögsögu þessara jarða þegar kaupin fóru fram. Enginn getur álasað þeim fyrir að eiga duglegan borgarstjóra. Það er bara ekki þar með sagt að það sem þjónar hagsmunum Reykjavíkur þjóni hagsmunum Mos- felísbæjar. Erfið staða Mosfellsbæjar felst ef til vill í því að forseti bæjarstjórnar, sem einnig er erfingi þess lands sem verið er að selja og þar af leiðandi hagsmunaaðili, hefur neitað að víkja sæti þar til nú á bæjarstjórnarfundi 2. maí síðastliðinn að varaforseti tók við. Þetta hefur átt sér stað þrátt fyrir að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur átt í samningaviðræðum við eigendur Blikastaða um kaup á jörð- inni síðastliðna mánuði. Þrönga staðan er svo sú að fulltrú- ar meirihlutans höfðu átt í óformleg- um viðræðum við fulltrúa Reykjavík- ur um einhveijar breytingar á lög- sagnarmörkum og þykir því eflaust erfitt að þurfa að bakka með eitt- hvað sem þegar hefur verið sagt eða lofað. Eg tel að með rökum bæjarfulltrú- anna um væntanlegan yfírgang Al- þingis, sé á ferðinni skipulagður hræðsluáróður sem einhver hefur séð sér hag í að koma af stað. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Alþingi færi að ganga svo freklega á rétt eins sveitarfélags. Eða hvað segja þingmenn Reyknesinga, lands- byggðarinnar og Reykjavíkur um þessa fullyrðingu? Allar þessar bollaleggingar eru kannski óþarfar því standi borgar- stjóri Reykjavíkur við orð sín, sem ég tel fulla ástæðu til að ætla, þá hefur hann lýst því yfir að hann ætli ekki í stríð við nágrannasveitar- félag sitt. Fordæmi er til þar sem Reykja- víkurborg gerði kauptilboð í Vatns- endaandið á síðastliðnu ári. Þá voru sett sömu skilyrði og hér greinir. Þegar bæjarstjórn Kópavogs hafði Jón Sævar Jónsson „Blikastaðalandið er framtíðar byggingar- svæði Mosfellsbæjar og á því að halda því innan lögsögu bæjarfélagsins hverjir svo sem eiga landið.“ lýst því yfír að bærinn ætlaði ekki að nýta sér forkaupsrétt og væri ekki tilbúinn að semja um lögsögu við Reykjavíkurborg féll borgin að sjálfsögðu frá tilboðinu. Að mínu mati væru það í dag samskonar mistök að ganga til samninga um flutning á lögsögu Mosfellsbæjar og þegar bændur í Mosfellssveit seldu á sínum tíma Reykjavíkurborg öll heitavatnsrétt- indi í sveitinni. Blikastaðalandið er framtíðar byggingarsvæði Mosfellsbæjar og á því að halda því innan lögsögu bæj- arfélagsins liverjir svo sem eiga landið, það skiptir ekki máli. Eigend- um er að sjálfsögðu ftjálst að selja hverjum sem er og er miður að bæjarfélagið skuli ekki sjá sér fært að eignast það nú. Islendingar eru ekki tilbúnir að gefa eftir af efnahagslögsögu sinni til Evrópubar.dalagsins og Mosfells- bæingar eiga ekki að vera tilbúnir til að gefa eftir meira af sinni lög- sögu til Reykjavíkurborgar. Þegar ég hef verið að íhuga þetta mál hafa oft komið upp í huga mér skrif í Reykjavíkurbréfum Morgun- blaðsins þar sem rætt hefur verið um stóra eignaraðild einstakra fýrir- tækja í öðrum fyrirtækjum, sam- þjöppun valds á fáar hendur og hætta á einokun. Er hægt að bera saman vöxt fyrirtækja og sveitarfé- laga? Er sveitarfélag nokkuð annað en fyrirtæki í víðasta skilningi þess orðs? Er eitt sveitarfélag í yfirburða- stöðu að kaupa upp framtíð annars í fjárhagslega veikari stöðu? I ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu á síðustu misserum trúi ég því ekki að Alþingi fari með lögum að ganga þvert á vilja íbúa eins sveitarfélags til að þóknast öðru. Það er, að taka frá einu og færa öðru. Er ekki nauð- synlegt að halda eðlilegu jafnvægi í þessu fámenna þjóðfélagi okkar til dæmis með því að leyfa nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkurborgar að vaxa og dafna á komandi árum? Mosfellingar, ég skora á ykkur að láta í ykkur heyra varðandi þetta svo mikilvæga mál fyrir framtíð bæjarfélagsins og mótmæla afsali á lögsögu og þar með framtíðarmögu- leikum okkar. Höfundur er verkfræðingur. Dalvíkurskóli: Gáttuð á pappírseyðslu NEMENDUR, kennarar og foreldrar við Dalvíkurskóla hafa í vetur rætt um umhverfisvernd og unnið sérstök verkefni um notkun og endurvinnslu pappírs. I bréfi til Morgunblaðsins segja þau að nú hafi alveg gengið yfir þau vegna pappírseyðslu frambjóðenda fyrir nýaf- staðnar alþingiskosningar. Fólkið í Dalvíkurskóla varpar fram eftirfarandi spurningum: Hefur verið gerð könnun á því hvort þessi rit eru lesin og hvort þau hafa áhrif á kjósendur? Hvað fóru mörg tonn af pappír? Og hvað voru það mörg tré? Bréfið, sem skrifað er á pappír sem búinn var til úr kosningaritun- um, var sent til forseta Islands, menntamálaráðherra, umhverfisráð- herra, formanna þingflokkanna, efstu manna á framboðslistum í Norðurlandskjördæmi eystra og fjöl- miðla. Nú varð ég aðeins að .. eftir Þorgeir Ástvaldsson Áreiðanlega hendir það okkur öll að langa til að leggja orð í belg, þegar umræðan snýst um eitthvað sem okkur finnst brýnt. Ég þekki þetta mætavel, þó ég hafí ekki ýkja oft áður drepið penna á blað til að vekja athygli á því sem mér þykir skipta máli. Nú er hins vegar komið þar í sögu að penni minn hittir blaðið. Það getur vart orkað tvímælis að síðan fyrir þeim tólf árum, að SÁÁ tók til starfa, hafa fjöll verið flutt á sviði meðferðar fíknsjúklinga á íslandi. Raunar hefur svo vel gengið að ýmsir hafa séð ástæðu til að efa þörf þeirra sem þorðu að leita hjálpar um leið og SÁÁ opnaði dyr sínar. Vel kann að vera að sitt sýnist hveijum. Hins vegar er því ekki að leyna að sá fjöldi fjöl- skyldna og einstaklinga sem hafa sótt hjálp og leið- sögn til vímuefnalauss lífs til samtakanna, er þakk- látur hópur og skiptir þá litlu hvort skilgreining vandans var hinn eða þessi. Málið snýst um ham- ingjusamara og fyllra líf vímufíkla, barna þeirra, foreldra og ástvina. Og hvert var þá markmiðið með þessum litla pistli? Jú, það að hvetja þig, sem vilt leggja góðum málstað lið, til að standa með SÁÁ að enn einum áfanganum, byggingu nýrrar eftirmeðferðarstöðvar. Þar getur þú komið inn sem virkur þátttakandi í þessu mikilvæga þjóðþrifastarfí. Þú kemur þar inn með því að kaupa lítinn fræálf SÁÁ. Hann kostar Þorgeir Ástvaldsson kannski eins og einu sinni kjötfars á pönnuna. En hann endist lengur og gefur margfalt meiri von! Höfundur starfar við fjölmiðlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.