Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 45
45 Sverrir Erlendsson var fæddur í Reykjavík hinn 19. júní árið 1925. Foreldrar hans voru hjónijn Anna Ofeigsdóttir og Erlendur Árnason. Það voru sterkir stofnar sem stóðu að Sverri í báðar ættir, bændur og sjósóknarar. Moðurbræður hans voru m.a. annálaðir skipstjórnar- menn á togurum og stórútgerðar- menn, sem mörkuðu veruleg spor í sögu togaraútgerðar og fiskverkun- ar hér á landi. En undir verndar- væng móðurfólks síns í Reykjavík ólst Sverrir upp, því hann missti báða foreldra sína með stuttu milli- bili, þegar hann var aðeins 6 ára gamall. Það var því ekki að ófyrir- synju, að hugur hans beindist á ung- um aldri að sjómennsku á togaraflot- anum. Hann var aðeins 15 ára gam- all, er hann fór fyrst til sjós með móðurbróður sínum á b.v. Hafsteini. Sverrir var góðum gáfum gædd- ur, og hefðu menntadyr staðið hon- um opnar. En hann kaus líf sjó- mannsins, og aldrei heyrði ég það á honum, að hann hefði séð eftir þeirri ákvörðun. Hann lauk þó gagnfræða- prófi, en síðar settist hann í Sjó- mannaskólann og lauk þaðan fiski- mannaprófi vorið 1952. Að loknu því námi gerðist Sverrir síðan stýri- maður og loks skipstjóri á ýmsum togurum um rúmlega 3ja áratuga skeið. Lengst var hann á togurum á vegum útgerðar móðurbræðra sinna, Tryggva Ófeigssonar og þeirra bræðra, og hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. En eftir að hann hætti sjómennsku starfaði hann hjá Skipa- deild SÍS, og þar var hann við störf, er kallið kom. Sverrir var einkar farsæll í störf- um sínum á sjónum. Þar naut sín áreiðanlega vel einstök verklagni hans. Hann kaus frekar að ganga að verki með lagni og aðgæslu, held- ur en með offorsi. Hann var einstak- lega laginn og fór vel að öllu því sem hann fékkst við. Þegar hann var upp á sitt besta var varla nokkuð, sem úrskeiðis fór, að hann gæti ekki komið því í lag. Hann hefði getað lagt gjörfa hönd á hvaðeina sem hann hefði lagt stund á. Ég hygg að það sé ekki of sagt, að þá hafi gæfan barið að dyrum hjá Sverri, er hann kynntist og kvæntist nú eftirlifandi eiginkonu sinni, Dóru Bergþórsdóttur, hinn 16. apríl 1956. Það hlýtur að vera viss- um erfiðleikum háð að tengja tog- arasjómennsku og heimilislíf saman, þannig að ætíð sé áfallalaust. Þetta tókst þeim hjónum samt einstaklega vel. Sverrir hugsaði sérstaklega vel um heimili sitt og var heimakær, þegar annir sjómennskunnar leyfðu. Hann kunni vel að meta myndarskap konu sinnar, og hlýlegt og einkar smekklegt heimili, er hún skóp hon- um. Samhent voru þau um gest- risni, en þar naut sín ekki hvað síst myndarskapur eiginkonunnar. Heimili þeirra stóð ávallt opið ætt- ingjum og tengdafólki og þar var fjölda ánægjustunda notið um langt árabil, þar sem ætíð var veitt af rausn og af listilegu handbragði. Þeim hjónum hlotnaðist sú gæfa, að eignast tvær myndarlegar og elsku- legar dætur, sem báðar hafa lokið læknisnámi frá Háskóla íslands, en eru nú við framhaldsnám erlendis. En litla dóttursonarins og nafna naut Sverrrir því miður alltof stutt. Hins vegar naut hann i ríkum mæli afabarnanna tvegga, barna Dóru frá fyrra hjónabandi hennar. En þau börn hennar, makar og barnabörn, reyndust Sverri ekki síður, en þó þau væru hans eigin börn, enda reyndist hann þeim frá fyrstu tíð eins og besti faðir og afi. Þau eiga vissulega vel við hér, orðin sem skáldið sagði, að „skjótt hefur sól brugðið sumri", sumri með veiðiskap, sem Sverrir hlakkaði svo sannarlega til. Með vorkomunni snerist hugur hans um veiðiskap sumarsins, en þó veiðiferðum hafí fækkað allra síðustu árin, voru þær ekki síður tilhlökkunarefni en áður. Ekki voru þær heldur síður skemmti- Iegar en fyrr, þar sem útivistar og veiðiskapar var notið af einlægni. Um langt árabil hefur það verið vani sameiginlegrar ættar okkar Sverris, að njóta veiðidaga í Borgar- firði. í Straumnum, þar sem Norð- urá, fegurst áa, fellur í Hvítá, þar var margra ánægju- og eftirminni- legra stunda notið í hinum fagra fjallasai Borgarfjarðar, þar sem ná- lægðin og hin fjarlæga fjallasýn öttu MoáótÍNBLÁÐlÐ ÞÍtlbjUDÁ'éúÍÍ 'IÁÍmÁÍ S^SLL Ný og stærri verslun Freemans Starfsmenn Freemans-verslunarfyrirtækisins. kappi um athyglina og glöptu oftar en ekki fyrir veiðiáhuganum. Þar voru sannarlega ættarhátíðir. Það var ekki að furða, að Sverrir hlakk- aði til slíkra unaðsdaga. Hann var ekki einn urn það. Auðvitað vat' sjálf veiðin þung á metunum, en hún sagði aldeilis ekki alla söguna. Nú þegar leiðir skiljast um sinn, kveð ég og fjölskylda mín, góðan vin með söknuði, en í þeirri traustu von, að við eigum eftir að standa saman við gjöfula veiðiá í fögru umhverfi á landi morgunroðans. Við ættarfólkið í Keflavík, vottum systrum og frændsystkinum og öllu venslafólki innilegustu samúð á stund sorgar og söknuðar, og biðjum Guð allshetjar að veita þeim styrk, en Sverri óskum við góðrar heim- komu á landi lifenda. T.T. PÖNTUNAR- og verslunarfyrir- tækið Freemans opnaði laugar- daginn 20. april nýja og stærri verslun á 300 fermetrum í hús- næði sínu á Bæjarhrauni í Hafnar- firði. Verslunin hefur á boðstólum mikið úrval af fatnaði á alla ijölskylduna. Með stækkun húsnæðisins hefur vöruúrval verið aukið rnikið og nýjar vörur eru teknar upp vikulega. Kont- ið hefur verið fyrir góðri aðstöðu fyrir þá viðskiptavini sem vilja setj- ast niður og skoða úrvalið og panta úr þeim vörulistum sem fyrirtækið gefur út, en þeir innihalda geysilegt úrval af fatnði eða.um 6.000 mis- munandi tegundir. Afgreiðslutími pantana er mjög stuttur og fá viðskiptavinir vörur, sem pantaðar eru, að jafnaði á um 14 dögum. Verslunin er opin virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. (Fréttatilkynning) AUGLYS ANDI FIMMTÁN fjölmennustu áhorfendahópar sjónvarps eru allir á okkar hendi. Áttu erindi við þá? MESTA ÁHORF meðaltal NO: ÞÁTTUR: STÖÐ: ÁHORF: 1 SPAUGSTOFAN 0 Sjónvarpið 52% 2 LOTTÓ 0 Sjónvarpið 48,5% 3-4 FYRIRM YNDARFAÐIR 0 Sjónvarpið 43% 3-4 Á TALI HJÁ HEMMA GUNN 0 Sjónvarpið 43% 5 FRÉTTIR RÚV 0 Sjónvarpið 42,5% 6 GETTU BETUR 0 Sjónvarpið 37% 7-9 KASTLJÓS 0 Sjónvarpið 35% 7-9 SIMPSON FJÖLSKYLDAN 0 Sjónvarpið 35% 7-9 Á DAGSKRÁ 0 Sjónvarpið 35% 10-11 EF DAGUR RÍS 0 Sjónvarpið 34% 10-11 ÚR IiANDRAÐANUM 0 Sjónvarpið 34% 12-13 ÓLAFURJÓHANN 0 Sjónvarpið 33% 12-13 LANDSLEIKUR ÍSL./LITH. 0 Sjónvarpið 33% 14-15 FÓLKIÐ í LANDINU 0 Sjónvarpið 32% 14-15 SSL 25 0 Sjónvarpið 32% 16-17 í ÞRÓTTASYRPA oöSjónvarpið 30% 16-17 19:19 ysráfft 30% 18 ALLT FRAM STREYMIR 0 Sjónvarpið 28% 19-21 NEYTANDINN 0 Sjónvarpið 27% 19-21 GREAT SMOKEY ROADBLOCK ío)Sjónvarpið 27% 19-21 HUNTER {'7sm-2 27% Tilgreint er hæsta mælda áhorf hvers þáttar og meðaltal þeirra mælinga, hafi þáttur verið oftar en einu sinni á dagskrá þær tvær vikur sem mælingar stóðu. Þetta er niðurstaða í nýgerðri fjölmiðlakönnun Gallups, fullkomnustu könnun á notkun ljósvakamiðla sem fram hefur farið á íslandi. jO. SJÓNVARPIÐ í 15 efstu sætunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.