Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991
55
Lýsuhólsskóli í Staðarsveit:
N emendafer ða-
la,g til Flateyjar
Hlíðarholti, Staðarsveit.
NEMENDUR Lýsuhólsskóla á
Snæfellsnesi fóru nýlega í skola-
ferðalag til Flateyjar á Breiða-
firði.
Auk nemenda og kennara voru
einnig í förinni nokkrir aðstandendur
barnanna svo og yngri börn. Þarna
var því öðrum þræði um að ræða
fjölskylduferð. Samtals voru í ferð-
inni 50 manns.
Lagt var af stað um áttaleytið að
morgni og ekið til Stykkishólms.
Þangað var komið kl. 9.30 og farið
beint um borð í Breiðafjarðarferjuna
sem lagði frá bryggju kl. 10. Veður
var mjög stillt og sléttur sjór en
þoka lág fyrir og spillti það nokkuð
fyrir ferðinni. Komið var til Flateyjar
nokkuð fyrir kl. 12 og þá steig hópur-
inn á land en feijan hélt áfram til
Bijánslækjar.
Dauft var yfír mannlífi í Fiatey á
þessum tíma árs og munu aðeins
þijár eða fjórar manneskjur hafa
verið þar um þetta leyti. Var ferða-
hópnum leyfður aðgangur að veit-
ingahúsi sem starfrækt er yfir sum-
artímann. Þar snæddu ferðafélag-
arnir nesti sitt. Að því loknu var lit-
ast um á eynni undir leiðsögn Jó-
hannesar Gíslasonar bónda í Skáleyj-
um. Fræddi hann viðstadda um ýmis-
legt er varðaði sögu Flateyjar og
gömul hús og önnur mannvirki er
þar eru til staðar. Ekki gafst færi á
að skoða kirkjuna en hún er lokuð
vegna viðgerða.
Að lokinni þessari vettvangskönn-
un var hópurinn aftur kallaður sam-
an á veitingastofuna og þar afhenti
skólastjóri, Guðmundur Sigurmons-
son, og kennararnir Kristín Thorlaei-
us og Svanfríður Guðmundsdóttir
nemendum Lýsuskóla prófskírteini
og aðrar viðurkenningar að loknu
skólastarfi og var skólanum þar með
slitið að þessu sinni.
Var nú farið að líða að áætluðum
brottfarartíma og hélt hópurinn niður
að höfninni og beið þar eftir feijunni
en henni seinkaði nokkuð vegna þok-
unnar. Komið var til Stykkishólms
nokkuð fyrir kl. 6 og þar var stigið
í bílana og hver hélt heim til sín.
Ferð þessi var í alla staði hin
ánægjulegasta bæði fyrir yngri sem
eldri þátttakendur.
í skólanum á Lýsuhóli eru börn
úr Staðarsveit og Breiðuvík og er
daglegur skólaakstur. Almenn
ánægja er með það fyrirkomulag en
segja má að mikil þörf sé að að
bæta vegasambandið út Breiðuvíkur
til þess að auka öryggi á þessari leið.
Skólahaldið fer fram í félagsheim-
ilinu og hefur svo verið frá árinu
1968. A síðasta ári var hafist handa
um viðbyggingu við félagsheimilið.
Er þar um að ræða þijár kennslustof-
ur auk annarrar aðstöðu til skóla-
haldsins sem skort hefur. Lokið var
við grunn þeirrar byggingar á sl.
hausti en nú er vinna að hefjast að
nýju og er fyrirhugað að koma bygg-
ingunni undir þak á þessu ári.
- Þ.B.
Hvanneyri:
Norrænt nám-
skeið í kyn-
fræði loðdýra
Hvanneyri.
FYRIR nokkru var haldið á Bænd-
askólanum á Hvanneyri norrænt
námskeið fyrir nemendur sem
vinna að doktorsnámi í kynstarf-
semi loðdýra og skyldum greinum.
Hugmynd að námskeiðinu hér á
landi er komin frá búfjárræktar-
skor NJF, norrænna samtaka búfj-
árræktarmanna.
Námskeiðið er á ábyrgð loðdýra-
ræktardeildar NJF. Stjómendur voru
dósent Anne-Helene Tauson frá
danska dýralækna- og landbúnaðar-
háskólanum í Kaupmannahöfn og
prófessor Haija Valtonen frá rann-
sóknastöðinni fyrir dýralyf við há-
skólann í Koopio í Finnlandi. Nám-
skeiðið er kostað af norrænu ráherra-
nefndinni sem hluti af þróunar- og
fræðslustarfi á hennar vegum.
Þátttakendur voru tuttugu og einn
nemandi og tíu leiðbeinendur og
kennarar úr hópi kunnustu vísinda-
manna á því sviði á Norðurlöndunum.
Frá íslandi voru hvorki nemendur
Frá árlegum samráðsfundum Norrænu æskulýðsnefndarinnar og fulltrúa norrænna ráðuneyta, sem
fara með æskulýðsmál og æskulýðsráð landanna, sem haldnir voru í Reykjavík 24.-28. apríl s.I.
Fundað um norræn æskulýðsmál
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Liisa Jalkanen, Finnlandi, spyr
nemendur: Hvort er vinstri eða
hægri eggjastokkurinn? Spurt er
á móti: Skiptir það máli? Hún
ítrekar mikilvægi þess, þegar á
að kryfja eggjastokkana nánar.
né fyrirlesarar. Bændaskólinn tók
að sér að hýsa námskeiðið og veitti
því alla þá þjónustu fyrir bóklega og
verklega kenslu sem það þurfti með.
Starfsmenn skólans tóku þátt í að
veita aðstoð eftir því sem með þurfti.
Gestimir lýstu ánægju sinni með
dvölina og alla fyrirgreiðslu heima-
manna meðan á námskeiðinu stóð.
- D.J.
NORRÆNA æskulýðsnefndin
og fulltrúar norrænna ráðu-
neyta, sem fara með æskulýðs-
mál og æskulýðsráð landanna,
héldu árlega samráðsfundi sína
í Reykjavík fyrir skömmu. A
fundunum voru meðal annars
ræddar æskulýðsrannsóknir,
afsláttarkort fyrir ungt fólk og
evrópskt æskulýðssamstarf.
Sérstök umræða fór fram um
þátttöku ungs fólks í ísiensku
atvinnulífi, en þar kom meðal
annars fram að um helmingur
framhaldsskólanema vinnur
með skólanum, og að samkvæmt
nýlegri könnun hefðu 98%
þeirra haft vinnu síðastliðið
sumar.
I Norrænu æskulýðsnefndinni
sitja 13 fulltrúar, tveir frá hveiju
Norðurlandanna og einn frá sjálf-
stjórnarsvæðunum, Færeyjum,
Grænlandi og Álandseyjum.
Nefndin kemur saman að vori og
hausti ár hvert. Á fundi nefndar-
innar nú var rætt um æskulýðs-
rannsóknir, upplýsingamiðlun til
ungs fólks og Norðurlandaþing
æskunnar, sem haldið var í febrú-
ar síðastliðnum.
Eitt af verkefnum nefndarinnar
er að veita styrki til æskulýðsverk-
efna, og hefur nefndin um 4
milljónir danskra króna til úthlut-
unar á þessu ári, en á fundinum
nú veitti nefndin styrki til verk-
efna, sem unnið verður að frá
miðjum júní til áramóta. Fyrir
fundinum lágu 80 umsóknir til
norrænna samstarfsverkefna að
upphæð 4,7 milljónir danskra
króna og 56 umsóknir til svæðis-
bundinna verkefna að upphæð 2,4
milljónir danskra króna, og úthlut-
aði nefndin samtals 1.393 þúsund
dönskum krónum til 62 verkefna.'
Morgunblaðið/Silli
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASI, flutti hátíðarræðuna.
Flosi Ólafsson flutti ábyrga bar-
átturæðu.
Húsavík:
Afmælishátíð 1. maí
INNLENT
Húsavík.
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur
minntist 80 ára starfssögu fé-
lagsins í hófi í Félagsheimili
Húsavíkur 1. maí sl. og sátu það
um 500 manns.
Hátíðin hófst með ávarpi for-
manns félgsins, Helga Bjarnasonar,
en síðan tók veislustjórinn, Sigurður
Hallmarsson, við stjórn.
Hátíðarræðuna flutti Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, og í ræðu
hans kom fram að í næstu kjara-
samningum yrði eitt af baráttumál-
um trygging kaupmáttar launa og
réttlæti í skattamálum. Þættir úr
sögu verkalýðshreyfingarinnar á
„Villti fjárstofnimi“ í Tálknanum
Patreksfirði.
SAUÐBURÐUR hafinn — sauðburði lokið. Þessi orð eiga reyndar
aðeins við um „villta vestfirska fjárstofninn", sem hefst við í Tálkn-
anum, fjallinu sem skilur milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar.
Nýlega lagði fréttaritari leið sína út með Vatneyrarhlíðum í þeim
tilgangi að líta til fjárhóps sem hefur helgað sér land í hlíðum
fjallsins.
Hlíðarnar eru mikið grónar og
svo skjólgóðar að þar má fínna
skjól í öllum veðrum. Þó er áreið-
anlega svo harðbýlt að náttúran
hlýtur að velja úr sterkustu ein-
staklingana enda er þetta einstak-
lega frísklegt fé og minnir helst
á fjallageitur, svo létt fer það um
kletta og klungur. Hér hafa engin
fjallskil verið í mörg ár og þegar
smalað var í Tálknanum er eins
víst að oftast hafí orðið eftir eitt-
hvað af fé, sem þetta er komið
af. Sömuleiðis má ætla að náttúr-
an hafi séð um allar sauðfjárveiki-
varnir því að líklegast er að að-
eins þeir harðgerðustu lifi af vest-
firska veturinn. Ef til vill er þarna
fundinn stofn sem nota mætti til
að kynbæta „flatlendisrollurnar",
því að þarna er vöðvabygging sjá-
anlega í lagi og ekki neinir fitu-
hlunkar, sem hverfa við steikingu.
Óhætt er að fullyrða að þarna er
á ferð hin íslenska villibráð sem
er jafnvel óþarfi að krydda.
Já, það er ekki ofsögum sagt
af því sem Vestfirðirnir eru fyrir
land og þjóð. Undirritaður taldi
fimmtán ær, allar með lömbum
utan ein sem gæti verið gemling-
ur. Sumar voru tvflembdar en erf-
itt reyndist að sjá nákvæmlega
hve margar, því ærnar eru stygg-
ar og hrukku undan svo að aldrei
var hægt að komast nær þeim en
150 til 200 metra. Lömbin virtust
frá nýbornum upp í tveggja vikna.
„Karlaklúbburinn" þeirra hélt sig
alveg sér, eins og vera ber. Þeir
voru fimm saman hrútarnir og
einn þeirra sýnu elstur. Kannski
var þetta þeirra J.C. og sá gamli
forsetinn.
Fréttaritari komst aldrei í færi
til að taka ljósmynd enda útbún-
aðurinn ekki af fullkomnustu
gerð, en góðum myndum náði
hann á myndband. Og nú er
spurningin: Hvað á að gera?
Fréttaritari leggur til að Tálkninn
verði friðlýstur og þætti vænt um
ef nýi landbúnaðarráðherrann
okkar fæli honum að fylgjast með
og athuga þróun þessarar ný-
fundnu (eða nýuppgötvuðu) auð-
lindar. Það þarf að vernda þennan
stofn þar til hann er nógu stór
til að nýta hann án þess að ganga
á hann sbr. hvalina. - Hilmar
Húsavík teknir saman af Þorkeli
Björnssyni voru fluttir af leikurum
úr Leikfélagi Húsavíkur og kom þar
fram við hvað verkamenn áttu að
búa á hinum fyrstu tugum þeirra
ára sem félagið hefur nú starfað
og hvað margt hefur breyst til bóta
með ötulu starfi.
Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu-
söngkona með aðstoð Önnu Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur píanóleikari
skemmti með söng og Léttsveit
Húsavíkur skemmti með hljóðfæra-
leik sínum undir stjórn Normanns
Dennis.
Ávörp og kveðjur fluttu Snær
Karlsson frá Verkamannasambandi
íslands, Þorgerður Þórðardóttir,
síðasti formaður Verkakvennafé-
lagsins Vonar áður en það samein-
aðist Verkalýðsfélaginu, og að lok-
um fiutti Flosi Olafsson leikari
ábyrga barátturæðu sem var vel
fagnað sem og öðrum þáttum þessa
veglega afmælishófs.
Helgi Bjarnason tilkynnti að í
tilefni afmælisins vildi félagið færa
ÍF Völsungi kr. 150 þúsund til
styrktar starfsemi yngstu deildar
félagsins. Safnahúsinu á Húsavík
sem nú stendur í byggingu sjóminj-
asafnsins færði félagið kr. 500 þús-
und til minningar um látna verka-
menn sem stundað hefðu sjó um
áraraðir. Þakkaði forstjóri safnsins,
Finnur Kristjánsson, þá höfðing-
legu gjöf.
Veitingar voru fram bornar og
stór og veglega skreytt terta sem
500 manns af sneiddu og luku þó
ekki.
- Fréttaritari.