Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐÁGIÍR MAÍ 1991 fclk í fréttum TISKA Einhver mest sótta tískusýning Parísar Svipmyndir frá sýningunni. Stúlkumar í Parísarnæturklúbb- num Crazy Horse Saloon eru líklega heimsfrægar að endemum fyrir kroppasýningar sínar á þess- um fræga skemmtistað. Mikil og löng hefð er nú á bak við kabarett- inn svo við jaðrar að kalla megi erótíkina á sviðinu virðulega. Eig- ,-andi Villihestsins fékk á dögunum hugmynd sem kalla má dágóða ef mið er tekið af útkomunni. Hann fékk vel þekktan tísku- hönnuð til að hanna baðfatatísku sem kennd væri við Crazy Horse og síðan var haldin sýning á her- legheitunum þar sem að stúlkurn- ar komu fram vægast sagt fá- klæddar, en þó mun meira klædd- ar heldur en þær hafa vanist til þessa. Sýningin var einhver mest sótta tískusýning sem haldin hefur verið í hátískumiðstöðinni París. Eigandinn, Aiain Bernadin, fékk hönnuðinn Nicole Oliver til að sjá um dæmið. Nicole þessi hefur til þessa hannað baðföt Stef- aníu Mónakóprinsessu og hefur hún hlotið mikla kynningu fyrir vikið. Hvað svo sem frægð og öðru Iíður þá segir Bernadin að tiltækið hafi tekist vonum framar. SoNVARPSEFNI Kolkrabbinn lagður til hliðar í bili Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Man ekki einhver eftir ítölsku sjónvárpsþáttunum um Kol- krabbann, mafíuþáttunum vin- sælu? Þeir hafa verið framleiddir af ítalska ríkissjónvarpinu og þótt afburða spennandi og trúverðugir, Íví þar hefur greinilega verið sýnt, ve víða glæpasamtökin eiga hauka í homi, bæði meðal hátt- settra stjómmála- og embættis- manna. AIls hafa verið gerðar fímm þáttaraðir. Alla tíð meðan þættirnir hafa verið í framleiðsiu, hefur það orð leikið á að ýmsir aðilar hafí séð sig knúna til að hafa samband við framleiðenduma, til að benda þeim á að betra væri að láta þættina eiga sig. Sem stendur er verið að vinna að sjöttu röðinni, en nú hef- ur verið ákveðið að gera hlé á um óákveðinn tíma. Hvort þetta er vegna þess að einhveijir valdam- iklir menn hafa talið sig bera tjón af, eða af öðrum ástæðum, er óljóst, því ákvörðunin hefur ekki verið skýrð nánar. Hitt er víst að þættimir þóttu bera af öðru efni um mafíuna, einmitt vegna þess að þar var enginn glans á. Þó Ital- ir þui-fí ekki að kvarta undan að heyra lítið af samtökunum, þá voru þættirnir áhrifamikil lýsing á þeim, eins og haldið er að þau starfi og hvernig þau hafa lætt örmum sínum inn á öll svið þjóðfé- lagsins. Nafn. þáttanna eitt segir mikið um fyrirbærið. Baðfötin væra til sölu í helstu tískubúðum Parísar og þótt þau væru rándýr, væru þau rifin út og framleiðandinn annaði varla eftirspurn. Bernadin sagði jafn framt að það væri ákveðinn rauður þráður í allri sölunni, vel megandi eigin- menn og unnustar kæmu einir síns liðs í búðirnar og veldu þau baðföt- in sem þeir álitu að stúlkur þeirra og konur tækju sig best út í, „sem er reyndar forvitnilegt, því topp- lausa bikinitískan er enn í fullu gildi við strendurnar og á sund- laugarbökkunum,“ sagði Bernad- in. Nokkrar stúlknanna í baðfötum Crazy Horse.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.