Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 33
MORGUWBLAÐIÐ ■MÍIÐJÖDAGLhR 14. MAI 1991 38 Tveir af aðalleikurunum, Clint Eastwood og Charlie Sheen. Bíóhöllin sýnir myndina „Nýliðinn“ BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýningar myndina „Nýliðinn". Með aðal- hiutverk fara Clint Eastwood og Charlie Sheen. Leikstjóri er Clint Eastwood. Myndin segir frá David Acker- man (Sheen) sem er nýliði í sér- stakri deild innan Los Angeles-lög- reglunnar. Deiid þessi sinnir þjófn- aði á dýrum bílum, þar er David kynntur fyrir Nick Pulovsky (East- wood), lögreglumanni sem honum ber að starfa með. Nick hefur ein- mitt orðið fyrir þeirri reynslu að bílaþjófar skutu síðasta starfsfé- laga hans til bana og honum er efst í huga að hefna fyrir það. Hann telur sig vita við hvern er að sak- ast. Nick er gamall í hettunni, óþol- inmóður, kuldalegur, ruddafenginn og mikill vindlareykingamaður. Honum er líka laus höndin og hætt- ir til að beita menn ofbeldi af litlu tilefni. Nýliðar eins og David Acker- man geta varla hugsað sér verra hlutskipti í upphafi starfs en að lenda með meinhorni eins og Nick. Háskólabíó sýnir myndina „I ljótum leik“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- ingar myndina „I ljótum leik“. Með aðalhlutverk fara Sean Penn og Ed Harris. Leikstjóri er Phil Joanoli. Myndin hefst á því að Terry Noon- an á í skiptum við dópsala í ömur- legu hverfi í New York. Lögreglu- menn koma þeim í opna skjöldu en Terry skýtur þá af stuttu færi. Hann lætur fíkniefnasalann aka sér á næstu brautarstöð en tíðindin berast á svipstundu um undirheima New York, einkum þó í Rottugrenið en þar var Terry fæddur og uppalinn. Hann leitar því á fornar slóðir og biður æskuvin sinn, Jackie, ásjár. Það verða miklir fagnaðarfundir og Jackie hefur samband við Frankie, eldri bróður sinn, sem er höfuðbófinn á svæðinu og biður hann að útvega Terry vinnu. Á það er fallist og vinn- an er í samræmi við hverfið og þá sem þar búa. Frankie leggur stund á fjárkúgun, hvers kyns arðrán og ógnarverk en hyggst nú færa út kvíarnar og hefja eiturlyfjasölu í stórum stíl. Af þeim sökum er hann að semja við ítalskan bófa en' málið vandast þegar í ljós kemur að Stevie, æskuvinur þeirra Terrys og Jackies, skuldar einum þeirra átta þúsund dali og það sem verra er, getur ekki greitt skuldina. Kór Átthagafélags Strandamanna. Strandamenn syngja í Þorlákshöfn KÓR Átthagafélags Stranda- manna í Reykjavík heldur tón- leika í Þorlákskirkju í Þor- lákshöfn miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 20.30. Á söngskránni eru bæði inn- lend og erlend lög, m.a. lög úr söngleikjum. Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfsdóttir og undir- leikari Laufey Kristinsdóttir. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Atriði úr myndinni. FÁNASTENGIIR Starrahólum 8-111 Reykjavík - sími 72502 - Fax 72850 Upplýsingar alla daga frá kl. 9-22. Verð á SNARA FÁNASTÖNGUM með jarðfestingum, línu og hún. 6 metra fánastöng kr. 25.870,- m/vsk. 8 metra fánastöng kr. 31.270,- m/vsk. 10 metra fánastöng kr. 43.600,- m/vsk. GREIÐSLUSKILMÁLAR. 10. -13. maí 1991. Síðla aðfaranótt laugardags sá lögreglumaður á sjónpósti í mið- borginni hvar þrír 17 ára gamlir drengir brutust þar inn í söluturn. Nálægir lögreglumenn handtóku drengina skömmu síðar. Drengirn- ir, tveir Kópavogsbúar og einn Garðbæingur, áttu þá í mestum erfiðleikum með að skipta þýfinu, fjórum tyggjópökkum. Skemmd- irnar, sem þeir ollu, koma þeir til með að þurfa að bæta, en þær eru öllu meiri en andvirði tyggjósins góða. Kona á sextugsaldri var staðin að því að reyna að hnupla þremur áfengisflöskum í verslun ATVR í Kringlunni á föstudag. Hún hafði stungið flöskunum inn á sig, en þar sem árvökulum starfsmanni fannst augljós „óléttan“ ósennileg hjá konu á þessum aldri komst upp um verknaðinn. Annars er ekki óalgengt að starfsmenn ÁTVR standi fólk að hnupli í verslunum þess. Þeir kalla þá jafnan á lögregl- una, sem meðhöndlar þá viðkom- andi mál sem hvern annan þjófnað. Á laugardagsmorgun voru mál fjögurra manna og einnar konu, sem gistu fangageymslur lögregl- unnar um nóttina, tekin fyrir hjá dómara. Þetta voru aðilar að jafn mörguni málum. Einn hafði ölvaður streist á móti lögreglumönnum við handtöku utan við skemmtistað. Annar hafði ölvaður tekið þátt í slagsmálum í miðbænum og lét ófriðlega eftir handtökuna. Þriðji, einnig ölvaður, hafði uppi ósæmi- legt orðbragð við lögreglumenn auk þess sem hann hafði ekki ráð- ið við að hafa hemil á framleiðslu munnvatnskirtlanna. Sá íjórði hafi látið ófriðlega á skemmtistað, sóp- að glösum af borðum og rutt um húsgögnum. Eitthvað virtist hann einnig hafa drukkið. Konan hafði reynt að bíta og sparka í lögreglu- mann eftir að þeir höfðu þurft að hafa afskipti af henni þar sem hún var ölvuð að valda ónæði. Allt þetta fólk varð nokkrum þúsundum krón- um fátækara eftir atburði nætur- innar. Um helgina urðu 5 umferðarslys í borginni, þar af 4 á föstudag. i þessu slysum slösuðust tveir hjól- reiðarmenn. Full ástæða er til að minna ökumenn á að nú er sá árs- tími hafinn þegar vænta má barna á reiðhjólum við hvert hjólmál. Á laugardag fór fram árlegt uppboð á óskilamunum hjá lögregl- unni. Margir höfðu hug á að kom- ast yfir ýmislegt sem þar var á boðstólum og víst er að sumir gerðu þargóð kaup. í boði voru t.d. gjarð- arlaus flatlendisreiðhjól, gróf- mynstrað háfjallareiðhjól, fatnaður ýmiss konar, skartgripir og einn var svo heppinn að höndla forláta gítar, strengjalausan. Einhvetjir höfðu hug á að ná sér í enn ódýr- ari tanngarða en þekkjast t.d. í Búlgaríu, en þeir urðu fyrir von- brigðum. Svo „persónulegir“ munir eru sjaldnast hafðir á uppboðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.