Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 Fjármálasukk Olafs Ragnars eftir Kristin Pétursson Greinarhöfundur kom með skrif- lega fyrirspurn til fyrrverandi fjár- málaráðherra (ORG) á Alþingi sl. vetur: 1. „Eftir hvaða reglum hyggst ríkisstjómin nýta sér yfirdrátt í Seðlabankanum á árinu 1991 til þess að ná markmiðum þjóðarsáttar um varanlega hjöðnun verðbólgu?" 2. „Hvaða reglur gilda um yfir- drátt ríkissjóðs í seðlabanka viðkom- andi þjóða: á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkj- unum? Er slíkur yfírdráttur háður einhveijum takmörkunum?" í skriflegu svari ORG (sem rétt tókst að toga inn í þingið fyrir þing- lok) kom fallegur texti við spumingu nr. 1 um „að hrein lánsfjárþörf myndi nema 1,6% af landsfram- leiðslu á árinu 1991 samanborið við 2,1% á árinu 1990 ... og að þessi áform samrýmdust markmiðum um varanlega hjöðnun verðbólgu ...“ Auðvitað var þetta svar í sam- ræmi við annað sem fráfarandi fjár- málaráðherra lét frá sér fara — tóm ósannindi, hálfsannleikur, eða blekk- ingar. Hvemig samrýmist það markmið- um þjóðarsáttar að prenta seðla og millifæra peninga sem hvergi eru til og skilja við í fjármálaráðuneytinu með 9 milljarða yfirdráttarsukk í Seðlabankanum! Þvílíkt fjármálasið- ferði!! Við spumingu nr. 2 um reglur í öðrum ríkjum kom fram eftirfarandi svar (hroðvirknislega unnið) í megin- atriðum: í Noregi hefur Noregsbanki heim- ild til að veita ríkissjóði árstíða- bundna fýrirgreiðslu og önnur skammtímalán upp að ákveðnu marki... I Svíþjóð hefur seðlabankinn heimild til þess að veita yfirdráttar- lán til skemmri tíma en 12 mán- aða... I Þýskalandi er hámarksyfir- greiðsla til ríkissjóðs ákveðin árlega af löggjafanum ... í Bandaríkjunum hafa aðildar- bankar seðlabankakerfisins (Federal Reserve Banks) heimild til að kaupa nýútgáfur skuldabréfa sambands- ríkjastjómar, sem eru til skemmri tíma en sex mánaða... Ofangreindar upplýsingar um heimildir ríkisstjórna viðkomandi landa til yfirdráttar í seðiabanka eru því allar háðar takmörkunum eða bannaðar! Sukkaðferðir ORG Á íslandi ér þetta fyrirkomulag nú þannig í 6. gr. fjárlaga liður 2.1.: Fjármálaráðherra er heimilt: Að stofna til tímabundins yfírdráttar á viðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum á árinu 1991 vegna árstíðabundna sveiflna í fjármálum ríkisins og semja ef með þarf um greiðslu yfírdráttarskuldar og um lánskjör. Orðið „tímabundinn" er óskil- greint. Það getur þess vegna verið 100 ár. í öðm lagi er engin takmörk- un á hversu yfirdrátturinn má vera hár. í þriðja lagi og það alversta er, að fjármálaráðherra heimilar að „semja um greiðslu yfirdráttarskuld- ar og um lánskjör". Fjármálaráð- herra er þannig heimilað með opnu framsali að greiða yfirdráttinn með nýrri lántöku! Byija svo á nýjum yfirdrætti! Eðlilegt hefði verið að samningar fyrrverandi íjármálaráðherra og Seðlabankans hefðu hljóðað upp á að hann skilaði af sér á núlli í sam- ræmi við allar sínar yfírlýsingar! Nei ónei. Hann skilur við í fjármálaráðu- neytinu á „fittinu" upp á 9 milljarða. Þessir 9 milljarðar voru hvergi teknir að láni! Þeir voru búnir til! Þetta var seðlaprentun og milli- færsla á ijármunum sem í reynd voru hvergi til! ... „til að ná mark- miðum þjóðarsáttar um varanlega hjöðnun verðbólgu".. .. Svona hegð- un er stóralvarlegt afbrot í opinberu starfí og ætti að draga fyrrverandi fjármálaráðherra fyrir Landsdóm og láta hann sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð sem eru mjög ströng og honum er fullkunn- ugt um þar sem greinarhöfundur hefur nokkrum sinnum lesið þessi lög fyrir fyrrverandi fjármálaráð- herra í þiftgsölum. Framsal á valdi Alþingis Áðurnefndur liður 2.1. í 6. gr. fjár- laga er í reynd opið framsal án tak- mörkunar til botnlausrar lántöku og agaleysis í fjármálaráðuneytinu! Greinarhöfundur reyndi að afnema þennan lið við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Sú tillaga var kolfelld. Al- þingi má ekki framselja vald sitt í hendur ráðherra með þessum hætti! Þessu ti! staðfestingar skal rifjaður upp Hæstaréttardómur frá 27. febr. 1986. Alþingi hafði heimilað fjár- málaráðherra (með opnu framsali) í lögum (nr. 78/1977) að innheimta kílómetragjald (þungaskatt) með því að gefa út reglugerð. 1 dómsorði Hæstaréttar segir: „í lagagrein þessari (78/1977) er ráðherra veitt heimild til að ákveða með reglugerð, að ökumæla skuli setja í bifreiðar, sem nota annað eldsneyti en bensín og greiða skuli sérstakt gjald fyrir hvem ekinn kíló- metra samkvæmt mælum þessum í stað árlegs þungaskatts. Ekki er að finna í lögunum ákvæði er takmarki heimild ráðherra til ákvörðunar á gjaldstigum eða breytinga á þeim. Fallast ber á það með áfrýjanda að jafn víðtækt framsal löggjafans á skattlagningarvaldi og hér um ræðir bijóti í bága við 40. gr. stjórnar- skrár lýðveldisins nr. 33 frá 17. júní 1944 og skatttakan því eigi gild að lögum.“ (Tilvitnun lýkur.) Hæstiréttur hafði þennan dag kjark til þess að setja ofan í við lög- gjafar- og framkvæmdavaldið. Um- rædd 40. gr. stjómarskrárinnar á einmitt við í báðum þessum málum. Dómur hæstaréttar hér að framan átti bara við fyrstu setningu 40. gr. Öll 40. gr. hljóðar svo: „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuld- Nú er komið ^ . að næstu afgreiðslu Ríkissamningsins og pantanir þurfa að berast okkur í síðasta lagi i jp % Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, R. S. 91-26844 Apple-umboðið Skipholti 21, R. • S. 91-624800 Kristinn Pétursson „Hvernig samrýmist það markmiðum þjóð- arsáttar að prenta seðla og millifæra peninga sem hvergi eru til og skilja við í fjármálaráð- uneytinu með 9 millj- arða yfirdráttarsukk í Seðlabankanum! Þvílíkt fjármálasiðferði!!“ bindi ríkið, né selja eða með öðiu móti láta af hendi neina af fasteign- um landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild." Valdið í landinu á að vera þrí- skipt, löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Opið lántökuframsal frá Alþingi til fjármálaráðherra sam- rýmist því ekki ákvæðum stjórnar- skrár frekar en framsal til skattlagn- ingar. Um ráðherraábyrgð Fyrrverandi fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir því að skila af sér með tékkheftið öfugt í Seðlabankanum upp á níu milljarða! Þessir níu millj- arðar eru bein útþynning á gjald- miðli þjóðarinnar. Hvað væri gert við Jón Jónsson út í bæ sem myndi prenta falska seðla fyrir níu millj- arða?!! Fyrrverandi fjármálaráðherra setti með þessari hegðun sinni þjóð- arsátt og efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Stöðugleika sem verka- fólkið á Islandi hefur fómað miklu til þess að ná! ORG gaf þannig skít í þjóðarsáttina og fórnir láglauna- fólksins síðustu mánuði á embættis- ferli sínum. Kemur svo fram í sjón- varpi og þykist tala fyrir munn lág- launafólks! Hvílík hræsni! Það verður hægara sagt en gert að slökkva í þessu verðbólgufóðri, sem fyrrverandi fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir. Kjarni málsins er sá að þetta sukk átti aldrei að vera framkvæmanlegt! Þetta er jafnólöglegt fjármála- sukk og að áðumefndur Jón Jónsson hefði búið þessa peninga til! Þess vegna ætti núna að láta fyrrverandi fjármálaráðherra sæta ábyrgð sam- kvæmt lögum um ráðherraábyrgð og draga hann fyrir landsdóm og láta hann svara fyrir þetta svínarí! Fyrrverandi fjámiálaráðherra er ábyrgur fyrir að hafa skilað af sér með tékkheftið öfugt um níu millj- arða! Hann er líka ábyrgur fyrir því að útgjöldin sem klínt var á lánsfjár- lög í þinglok höfðu enga heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum! Þar er um að ræða beinar skuldbinding- ar strax upp á 4—5 milljarða og a.m.k. 6—7 milljarða fram í tímann. Allt gert í óðagoti og hrossakaupum! Maður spyr sig hvort ORG hafi verð að leika sér að því að reyna að kveikja í verðbólgunni?!! Lánsfjárlög áttu að afgreiðast um leið og fjárlög fyrir jól og samrým- ast þeim markmiðum sem þá vom sett um greiðsluáætlun ríkissjóðs!! Trassaskapur ORG um að afgreiða lánsfjárlög ekki á réttum tíma er líka á hans ábyrgð sem embættis- manns. Um ábyrgð ráðherra varðandi allt þetta mál er kveðið á í lögum um ráðherraábyrgð nr. 4. 1963.: 1. gr. „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í stjómarskrá og lögum þessum. Ákvæði almennra hegning- arlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því sem við getur átt. 2. gr. Ráðherra má kreíja til ábyrgðar samkvæmt því sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa er hann hefur orðið sekur um ef málið er svo vaxið að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveld- isins... 8. gr. I samræmi við ákvæðin hér á undan, varðar það ráðherraábyrgð eftir lögum þessum: b) ef hann leitar eigi samþykkis Alþingis þegar skylt er samkvæmt stjórnarskránni. c) ef hann annars framkvæmir sjálf- ur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það er fer í bága við stjórnar- skrá Iýðveldisins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það sem þar er fyrirskipað, eða veldur því að framkvæmd þess farist fyrir. (Til- vitnun lýkur.) Það er engin ástæða til þess að gefa fyrrverandi fjármálaráðherra neitt eftir hvað varðar ábyrgð hans í öllu þessu svívirðilega fjármála- sukki. Hann var margminntur á þetta allt og aðvaraður af undirrituð- um. Við sleppum því í þessari blaða- grein að fara ofan í ýmsar falsanir á fjárlögum og bókhaldi ríkisins sem ráðherrann er einnig ábyrgur fyrir. Við sleppum líka öllum ósanninda- vaðlinum og hálfsannleikanum í yfir 100 blaðamannafundum og „frétta- tilkynningum" sem spanna eflaust á annað þúsund blaðsíður. Göbbels hefði orðið grænn af öfund væri hann ofar moldu! Höfundur er íyrrverandi alþingismaður. Kjalarnesþing: Meirihluti framleiðslunnar alifugla- o g svínaafurðir Mosfellshæ. AÐALFUNDUR Búnaðarsambands Kjalarnesþings var haldinn í Safnaðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3 hér í bæ Iaugardaginn 27. apríl sl. Á fundinn mættu fulltrúar búnaðarf élaganna á sambands- svæðinu. Sérstakur gestur fundarins var Jónas Jónsson, búnaðarmál- astjóri. Formaður BSK, Kristján Odds- son, bóndi á Neðra-Hálsi, flutti skýrslu stjórnar og framkvæmda- stjórinn Valur Þorvaldsson, ráðu- nautur, flutti starfsskýrslu og las upp og skýrði reikninga búnaðar- sambandsins. Hagur BSK er góður, hagnaður er á öllum deildum þess, samtals kr. 87.396 og eru eignir samkvæmt rekstrarreikningi tæpar 28 milljónir króna. í skýrslu Vals kom fram að framleiðsluverðmæti búgreina í Gullbringu- og Kjósar- sýslum er verulegt og vegur fram- leiðsla á alifuglum og svínaafurðum yfir 68% af heildarverðmæti afurða á svæðinu. Þá fluttu búnaðarþingsfulltrú- arnir Annabella Harðardóttir og Páll Olafsson skýrslu um störf bún- aðarþings og Guðmundur Jónsson úr stjóm stéttarsambands bænda sagði frá aðalfundi þeirra. I umræðum á fundinum kom fram áhugi á að hvetja alla búfjár- eigendur að nýta allan þann búfjár- áburð sem til fellur, til áburðar og uppgræðslu á melum og móum í stað þess að honum sé ekið á hauga, enda varð það upplýst að slík með- höndlun búfjáráburðar væri talin umhverfisvæn. Stjórn BSK er óbreytt frá fyrra ári. Hana skipa: Kristján Oddsson, formaður, Hreinn Ólafsson, Guð- mundur Jónsson, Ásgeir Pétursson, Hreiðar Grímsson, Björn Jónsson og Hafberg Þórisson. _ p.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.