Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 4
MÖRGUNBUVÐH) ¦ÞRIÐJUDAGUR 14: MAÍ 19ðl Félagsmála- ráðherra ræður sér að- stoðarmann BRAGI Guðbrandsson félagsmál- astjóri í Kópavogi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra. Bragi er 37 ára félagsfræðingur að mennt. Hann hefur verið félags- málastjóri Kópavogs frá 1982, en var áður kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og stundakennari við Háskóla íslands og Menntaskólan- um í Reykjavík. Bragi hefur starfað í ýmsum nefndum og að rannsóknarverkefn- um á vegum félagsmálaráðuneytis- ins, heilbrigðisráðuneytisins og iðn- aðaráðueytisins. Eiginkona Braga er Árdís Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn. Aðstoðarmaður Jóhönnu í fyrri ríkisstjórn var Grétar Guðmunds- son, sem nú hverfur aftur til fyrra starfs síns hjá ráðgjafastöð Hús- næðisstofnunar ríkisins. VEÐUR Morgunblaðið/Sverrir Danska leiguskipið Polar Naiioq lagðist við bryggju í Sundahöfn á sunnudag, skömmu áður en samkomu- lag tókst á inillí Sjómannafélags Reykjavíkur og Samskipa hf. Samkomulag í kaupskipadeilunni: Islensk áhöfn á Polar Nanoq SAMKOMULAG tókst á sunnudag á milli Sjómannafélags Reykjavikur og Samskipa hf. um að íslenskir hásetar manni áhöfn danska skipsins Polar Nanoq, sem Samskip hafa á þurrleigu. Að sögn Jónasar Garðars- sonar, stjórnarmanns í Sjómannafélaginu, felst í samkomulaginu að íslenskir hástar munu taka við af pólskri áhöfn skipsins við næstu komu þess til íslands. Jafnframt hefur Sjómannafélagið aflýst yfirvinnu- banni sem félagið hafði sett á fjögur skip Samskipa. Jónas sagði að verkfallsaðgerðirn- aðgerðir Sjómaimafélagsins hefðu ar hefðu verið farnar að hafa tals- verð áhrif og tafíð lestun skipanna erlendis og í íslenskum höfnum. Ómar Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samskipa, sagði óyggjandi að verið ólöglegar. „Þarna er um leigu- skip að ræða sem kemur ekki í okk- ar eigu fyrr en eftir næstu mánaða- mót. Það var gengist inn á, að þegar skipið kæmi næst til íslands, yrði IDAGkl. 12,00 Heimitd: Veðuretofa fsiands (Byggt ð veðurapá ki. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 14. MAI YFIRUT: Fyrtr norðan land er lægðardrag sem liggur vestur á Grænlandshaf en'heldur vaxandi 990 mb lægð við strönd Labrad- or þokast norðaustur. SPÁ: Rigning á Suðvestur- og Vesturlandi. Suðvestan goía eða kaldi og þykknar upp síðdegis um austanvert landíð. Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐViKUDAG: Sunnan- og suðaustan átt. Rigning um sunnan- og vestanvert landtð, en úrkomulíttð norðaustanlands. Hlýnandi veður. HORFUR Á FIMMTUDAQ:Suðvestan átt. Skúrir sunnanlands og- vestan, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Heldur kóln- andi veður. Svarsími Veðurstofu ísiands — Veðurfregnir: 990600. X Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * \ * * * # Snjókoma » * * 10° HHastig: 10 gráður á Celslus V Skúrir * V El 25 Þoka = Þokumóða ' , ' Súld OO Mistur |- Skafrenningur R^ Þrumuveður VEÐUR VIÐA kl. 12:00 fgær Akureyri Reykjavík hltl 7 UM HEIM að ísl. tíma veður alskýjað snjóél á s/ð.klst. Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn skúrir alskýjað skýjað heiðskírt skýjað skýjað skúrir Aigarve Amsterdam Barcelona Berlln Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg LasPalmas London LosAngeles Lúxemborg Madrfd Mallorca Morttreal NewYork Orlando Paris Róm Vín Washíngton Winnipeg vantar 12 rigning 19 lettskýjað 14 skýjað 29 þokumóða 19 þokumóða 16 hárfskýjað 14 súld 13 rigning vantar 17 skýjað 18 lóttskýjað 16 hálfskýjað 20 skýjað 22 léttskýjað 20 skýjað 26 léttskýjað 31 heiðskírt 30 heiðskírt 18 léttskýjsð 18 léttskýjað 13 akúrir 32 heiðskfrt 30 léttskýjað það mannað íslenskum hásetum. Það kom í ljós að allt stefnir í að skipið verði í langtímaverkefnum erlendis og komi ekki til íslands aftur fyrr en í byrjun vetrar. Á þeim forsendum gengumst við inn á þetta samkomu- lag en teljum það alls ekki fordæmis- gefandi," sagði Omar. Jónas sagði að Sjómannafélagið fylgdist grannt með hvort settar yrðu erlendar áhafnir á önnur skip. „Eim- skipafélagið er ekki með leiguskip eins og er en Sambandið með tvö sem eru mönnuð útlendingum en bæði eru í tímabundnum verkefnum. Það eru því engar frekari aðgerðir í undirbúningi eins og er," sagði hann. Áður en samkomulagið tókst um helgina hafði Sjómannafélagið hótað að setja yfirvinnubann á allan kaup- skipaflotann. ASI hvetur til stuðnings við færeyska verkamenn ALÞÝÐUSAMBAND ís- lands hefur hvatt aðildar- félög sín að sýna færeysk- um verkamönnum sam- stöðu í vinnudeilu þeirra og sjá til þess að ekki verði gengið inn á verksvið þeirra við löndun eða af- greiðslu færeyskra fiski- skipa hér á landi. Er þetta gert að ósk Færeyska verkamannasambandsins. Kjarasamningur Færeyska verkamannasambandsins við atvinnurekendur rann út 1. maí og hafa samningaviðræð- ur, með milligöngu sáttasemj- ara, reynst árangurslausar. Alþýðusambandi íslands barst á laugardag bréf frá Færeyska verkamannasambandinu þar sem segir, að aðildarfélög þess hafi samþykkt sáttatillögu í vinnudeilunni með fyrirvara um samþykki félagsfunda en atvinnurekendur hins vegar hafnað henni og lagt á verk- bann. Verkbanninu var aftur af- lýst í gær en ekkert hefur þó þokast í samningaviðræðum. Skákmótið í Amsterdam: Jóhaiin endaði í 6.-7. sæti JOHANN Hjartarson gerði jafntefli við Valeríj Salov í síðustu um- ferð minningarskákmótsins um Max Euwe í Amsterdam. Jóhann endaði í 6.-7. sæti með 4 vinninga af 9 mögulegum. Salov varð hins vegar efstur á mótinu asamt hreska stórmeistaranum Nigel Short en þeir fengu 6 vinninga. Jóhann hafði svart gegn Salov og varð skákin 39 leikir. Short og Anatolíj Karpov gerðu einnig jafn- tefli í 30 leikjum. Viktor Kortsjnoj og Míkhaíl Gúrevítjs tefldu hins vegar 66 leiki áður en sæst var á jafnan hlut. Garríj Kasparov náði 3. sætinu ásamt Karpov með því að vinna Ljúbojevic og Jan Timman kom sér upp úr botnsætinu með því að vinna Van der Wiel. Lokastaðan varð þessi: Short og Salov 6 vinningar, Karþov og Kasp- arov 5'/2, Kortsjnoj 4'h, Jóhann og Timman 4 vinningar, Gúrevítjs 3'/2, Ljubojevic og Van der Wiel 3 vinn- ingar. Sigurður Ágústsson frá Birtingaholtí látínn Sigurður Ágústsson frá Birt- ingaholti lést á Sjúkrahúsi Suður- lands aðfaranótt sunnudagsins 12. maí á 85. aldursári. Sigurður var fæddur 13. mars 1907 í Birtingaholti í Hrunamanna- hreppi, Árnessýslu, sonur hjónanna Magnúsar Ágústs Helgasonar, al- þingismanns og bónda þar, og konu hans Móeiðar Skúladóttur. Sigurður lauk gagnfræðapróft frá Flensborg 1924, og nam harmoníum- og píanó- leik frá 7-17 ára aldurs hjá einka- kennurum í Reykjavík. Hann var bóndi í Birtingaholti frá 1934-1964. Hann var skólastjóri barnaskólans á Flúðum í Hrunamannahreppi 1950-51 og 1955-64, kennari í Reykholti í Biskupstungum 1964-69, kennari í barna- og unglingaskólan- um á Stokkseyri 1970-72, og kenn- ari við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1972-75. Sigurður var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu 1974-78, en lét þá af störfum fyrir aldurs sakir og varð stundakennari við skól- ann. Sigurður var hreppstjóri Hruna- mannahrepps 1947-58, og í hrepps- nefnd 1950-62. Hann var formaður Búnaðarfélags Hrunamanna 1939-63, formaður Nautgriparækt- arfélags Hrunamanna 1935-50, og formaður Ræktunarfélags Hruna- manna 1946-56. Hann var formaður sóknarnefndar Hrepphólasóknar 1943-51, formaður Tónlistarfélags Árnessýslu 1969-77, organisti Hrepphólakirkju frá 1925 og síðar einnig við Hrunakirkju. Sigurður fékk heiðursviðurkenn- ingu fyrir tónlistarstörf, veitt úr Minningarsjóði Egils Gr. Thorarens- en 1969, og listamannalaun 1980. Hann var áæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu og var gerður heiðursborgari Hrunamanna- hrepps 1987. Sama ár var hann gerður heiðursfélagi Ungmennafé- lags Hrunamannahrepps og Tónlist- arfélags Árnessýslu, og 1988 var hann gerður heiðursfélagi Lands- sambands blandaðra kóra. Sigurður byrjaði ungur að semja lög og liggja eftir hann fjölmargar tónsmíðar. Þá ritaði hann um skólamál í Hruna- mannhreppi í Sögu Flúðaskóla 1929- 1979. Eiginkona Sigurðar var Sigríður Sigurfinnsdóttir, sem lést 1983, og eignuðust þau sjö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.