Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
V egnrinn til lífsins
Nokkrar hugleiðingar vegna greinar Arna Þórðarsonar 7. maí
eftir Kristján
Baldursson
Upphaf greinar Árna Þórðar-
sonar er tilvitnun í hið fagra vers
Jóh. 17:3:
„En í því er hið eilífa líf fólgið
að þeir þekki þig, hinn eina sanna
Guð og þann sem þú sendir Jesúm
Krist.“ Síðan fer hann nokkrum
almennum orðum um kristna skírn
og fermingu ep svo kemur að því
í greininni að Árni skýrir frá frels-
un sinni þá tuttugu og eins árs
gamall. Þessi frelsun sem hann
lýsir sem náð og mikilli blessun
fyrir hann persónulega hefur
greinilega orðið til þess að hann
fer að greina sjálfan sig frá fjöld-
anum og vorkenna þeim sem ekki
eru í náðinni. Því miður virðist
þetta ekki bara vera vorkunnsemi
við hina syndsömu heldur fer hann
að taka djarflega uppí sig og
dæma hart og nú vitnar hann í
V. Mósebók. Árni segir að menn
stundi nú það sem Drottinn hafi
bannað og fyrirskipað að mætti
ekki, hann talar um gjörningar og
særingar, spásagnir og að leita
frétta af framliðnum. Hann boðar
hegningu með logandi eldi, tortím-
ingu og glötun fyrir þá sem ekki
þekkja guð eða hlýða. Þetta er
ekki ýkja mikið umburðarlyndi eða
kærleiksríkur boðskapur hins
kristna inanns.
Hvað felst í þessum orðum að
þekkja guð og í því sé hið eilífa
líf fólgið. Getur einhver haft einka-
rétt á því að þekkja guð? Er það.
ekki alger fullkomnun ef einhver
getur sagt með sanni að hann
þekki guð? Hafi öðlast hinn eina
sanna skilning og þekkingu á
Guði almáttugum og boðskap Jesú
Krists.
Er ekki átt við það að þegar
þessu stigi er náð sé lífið svo
þrungið af visku og fegurð og
hamingju að lengra verði ekki
náð. Þannig sé hægt að fara að
lifa hinu eilífa lífi þegar hér á jörðu
ef og aðeins ef þetta þroskastig
næst. Verðum við ekki að vera
alfullkomin, vitur, kærleiksrík,
elska náungann eins og sjálf okk-
ur, þekkja sjálf okkur, kunna að
stjórna skapi okkar, hafa víðsýni
andans, vera í sambandi við guð,
skynja sannleikann í öllu og öllum.
Þegar við höfum lyft okkur í þess-
ar miklu hæðir guðsþroskans
þekkjum við guð og getum farið
að lifa eilífa lífinu. Það er aíveg
augljóst að einstaklingar fara
margar leiðir til þess að þroska
sjálfa sig og stefna að þessu mikla
takmarki sem hlýtur að vera tak-
Hveiti, sykur og mjólk hrært vel
saman, íjóminn þeyttur út í og svo
eggjunum bætt í einu í senn. Bakað-
ir klattar og þeim haldið heitum.
Ofan á er hægt að setja ýmislegt
góðgæti: sultu, ber, ís, þeyttan
rjóma, krem, flórsykur, ferska
ávexti, svo sem eplasneið, niðursoðna
ávexti svo sem jarðarber.
„Guðstrúin þarf að
leiða af sér góða og
fullkomna breytni,
guðsþekkingu og skiln-
ing svo menn geti öðl-
ast hið eilífa líf og farið
að lifa því.“
mark allra manna, það er að segja
læra að þekkja guð og þekkja sjálf-
an sig. Þessvegna verðum við að
virða það hvernig aðrir nálgast
sannleikann. Hvað um allar millj-
ónirnar sem aðhyllast önnur trúar-
brögð og frelsast fyrir sína trú.
Getur það ekki verið eilítið vara-
samt á þroskabrautinni ef frelsun-
in kemur svo skyndilega yfir menn
og leiðir til þess að menn telji sig
hafa fundið stóra sannleikann og
öðlast hinn eina rétta skilning á
orðum ritningarinnar, verði þess
umkomnir í einu vetfangi að geta
farið að dæma aðra og boða hefnd
og tortímingu. Ef á hinn bóginn
frelsuninni er þann veg farið að
menn svífi upp í hæðir þess mikla
guðsþroska sem fólginn er í því
Kristján Baldursson
að þekkja guð í raun og sannleika
er þetta stórkostlegt undur og
kraftaverk og jafngildir aftur-
hvarfi Páls og fleiri spámanna.
Þá hlýtur þessi mikli þroski að
leiða af sér mikla blessun ekki
bara fyrir viðkomandi einstakling
heldur líka alla sem í kringum
hann eru og fá að njóta ávaxta
verka hans. Því eins og stendur í
Matt. 7:20-22: „Af ávöxtum þeirra
skuluð þér þekkja þá. Ekki mun
hver er við mig segir: Herra, herra,
ganga inn í himnaríki, heldur sá
er gjörir vilja föður míns sem er
í himnunum.“ Hér virðist vera átt
við það að það sé breytni mann-
anna sem er aðalatriðið. Guðstrúin
þarf að leiða af sér góða og full-
komna breytni, guðsþekkingu og
skilning svo menn geti öðlast hið
eilífa líf og farið að lifa því.
Höfundur er tæknifræðingur og
stnrfar á Akureyri.
Nútíöinni
Faxafeni 14,
sími 68 55 80
j
i
i
!
I
í
i
l
i
I
!