Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991 19 Bravó Frakkland! Áfram ísland! Frakkar hafa lagt línuna í Evrovision-söngvakeppninni eftir Jakob Frímann Áfram ísiand Magnússon Frakkar voru hinir raunverulegu sigurvegarar í nýafstaðinni söngva- keppni Evrovision. Þeir tefldu fram frumlegasta lagi sem hefur lengi heyrst á þessum vettvangi og hlutu, merkilegt nokk, flest stig í úrslitum, jafnmörg þó og Svíar sem opinber- lega kallast nú sigurvegarar. Með breyttu fyrirkomulagi og faglegri dómnefndum mun þessi keppni á næstu árum þróast í að verða samkeppni þeirra Evrópu- þjóða sem halda vilja séreinkennum sínum og efla sinn þjóðlega menn- ingarprófíl. Frakkar hafa riðið á vaðið. Þeir hafa fyrstir áttað sig á að hin nýja samsetning dómnefnda, þar sem nú sitja atvinnumenn í tón- list að stórum hluta, krefst metnað- arfyllri lagasmíða, frumlegri fram- setningar og faglegri vinnubragða. Frakkar hafa einnig fyrstir áttað sig á mikilvægi þess að styðja myndarlega við bakið á sinni popp- tónlist, því hún er nú einu sinni sá þáttur menningar í nútímaþjóðfé- lagi sem er í nánastri snertingu við vinnustaði, skóla, heimili og opin- bera staði. Álit þjóðar út á við, sem og sjálfsímynd hennar, hlýtur því að tengjast mjög á hversu háu stigi alþýðutónlist viðkomandi þjóðar er. Franska þjóðin sat stolt við skjáinn 4. maí, því hið glæsilega framlag Frakka til söngvakeppninnar er í beinu framhaldi af því hvernig Jaques Lang menningarmálaráð- herra hefur búið í haginn fyrir franska popptónlist: Stórkostlegur ríkisstuðningur frá árinu 1984, fjár- stuðningur sem á síðasta ári nam sem svarar 1.400 milljónum ís- lenskra króna. Þeim peningum er varið í að byggja upp kröftugan tónlistariðnað, senda listamenn á tónleikaferðir um gjörvalla heims- byggðina, að ekki sé minnst á opn- un frönsku tónlistarmiðstöðvarinn- ar í New York þar sem sjö manns í fullu starfi sinna því einu að kynna og útbreiða franska tónlist í Banda- ríkjunum. Langflestar Evrópuþjóðir hafa fylgt fordæmi Frakkanna og styrkt tónlistariðnað sinn og þar með ímynd sína út á við. Það er með góða popptónlist eins og annað sem er í boði: það kostar peninga að græða. Það þarf fjármuni til að laða að einu tónlistarverkefni bestu fáanlegu höfunda, bestu hugsan- legu flytjendur, upptökustjóra, út- setjara, hljóðver, markaðsmenn o.s.frv. Það tókst Frökkum nú. Það vakti hins vegar^ athygli í síðustu forkeppni okkar íslendinga, hversu mikið var um unga, óreynda og óþekkta flytjendur og höfunda. Hvers vegna? Jú, menn telja sig hreinlega ekki hafa efni á að vinna frítt vikum saman og borga síðan stórlega með sér við að koma sér og sínum liðsmönnum á staðinn. Of margir hafa brennt sig á þeim raunveruleika til þessa og því vant- ar alvöruþungann af okkar hálfu. Menri sitja frekar heima. Auk þess hefur keppnin til þessa verið hálf gamaldags og hallærisleg. IERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aörir sætta sig ekki við þaðl Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigiA hár, sem vex eAlllega Sarsaukalaus meAferA MeAferAln er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum b rískra og þýskra staAla Framkvæmd undlr eftfrllti og stjórn sermenntaAra Iflekna Upplýsingarhjá EUROCLINIC Ltd. RáAg'afastöA, NeAstutröA 8, Póshdlf 111, 202 Kópavogi - Sími 91-641923 á kvöldin - Sími 91 -642319. Q fyrir 1 stelnsteypu. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Um leið og Evrópulöndin hrökkva upp við þann vonda draum, hvert af öðru, að allt er að fletjast út í eina allsherjar Júróflatköku, þar sem þjóðareinkennin hverfa smám saman, þá taka menn sig saman í andlitinu, gerast þjóðlegri og eilítið öðruvísi en sönghópurinn hinum megin við brúna. Þá breyta menn jafnframt samsetningu dómnefnda og nálgast upp á nýtt upphaflegt markmið keppninnar, það að hver þjóð skarti sinni sérstæðustu og vönduðustu popptónlist, tónlist sem gæfi hugmynd um hvar viðkomandi þjóð væri stödd, í tíma og rúmi, í menningarlegu samhengi, í tónlist- arlegu uppeldi og smekkvísi. Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að taka þátt í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, ekki síst nú þegar ljóst má vera að þjóðirnar sem hafa dirfsku til að flytja fram- sækna og metnaðarfulla tónlist munu uppskera í samræmi við það, sbr. Frakkland í ár. Yfirmenn íslenska sjónvarpsins þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt og leita leiða til að fjármagna þátt- töku íslands í söngvakeppninni þannig að tryggt verði að þátttakari verði okkur til sóma og framdrátt- ar. Tónlistarmennirnir verða einnig að endurmeta þennan vettvang í ljósi breyttra reglna og þess sem í raun gerðist úrslitakvöldið 4. maí. „Yfirmenn íslenska sjónvarpsins þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt og leita leiða til að fjár- magna þátttöku íslands í söngvakeppninni þannig að trýggt verði að þátttakan verði okk- ur til sóma og fram- dráttar." Tími gömlu formúlunnar er liðinn. Tími hugmyndaflugsins og dirfsk- unnar er framundan. Áfram ísland! Höfundur er tónlistarmaður. Jakob Frímann Magnússon BREYTINGAR A FYRIRKOMULAGI AFGREIÐSLU BÚNAÐARBANKANS Í KÓPAVOGI ASkoma frá Skeljabrekku ASkoma frá Hamraborg Vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Búnaðarbankann að Hamraborg 9 í Kópavogi verður nú eilítil breyting á afgreiðslufyrirkomulagi þar. Afgreiðsla lánadeildar, þ.e. víxla, skuldabréfa og innheimtuskjala, auk gjaldkera verður áfram staðsett í Hamraborg 9, gengið inn sunnanmegin frá Hamraborg. Svo er einnig um skrifstofu v útibússtjóra og geymsluhólf. Önnur starfsemi, þ.e. almenn afgreiðsla, innlán, greiðslukort, erlendur gjaldeyrir o.fl., er hinsvegar flutt í næsta hús og verður nú staðsett á neðstu hæð norðanmegin með aðkomu frá Skeljabrekku. Þar eru jafnan næg bflastæði og er gengt á milli afgreiðslnanna. Starfsfólk Búnaðarbankans vonast til að þessar tímabundnu ráðstafanir valdi ekki miklum óþægindum fyrir viðskiptavini. Æ)BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki I ~!T~sb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.