Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 Einleikaraprófstónleikar: Dreymir um að spila mikið af kammermúsík •• - segir Jón Ragnar Ornólfsson sellóleikari JÓN Ragnar Örnólfsson selló- leikari lýkur seinni hluta ein- leikaraprófs frá Tónlistarskól- anuni í Reykjavík með tónleik- um í íslensku Óperunni í kvöld, þriðjudag. Jón Ragnar mun á tónleikunum leika ásamt Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur pían- óleikara, 7 tilbrigði í Es-dúr um stef úr Töfraflautu Mozarts eftir Beethoven, Svítu nr. 2 í d-moll eftir J.S. Bach, Rondó op. 94 eftir Dvorak og Sónötu fyrir selló og pianó í d-moll op. 40 eftir Sjostakovitsj. Jón Ragnar byijaði átta ára í Tónmenntaskólanum og stundaði þar nám fram til fimmtán ára aldurs en þá fór hann í Tónlistar- skólann í Reykjavík, þar sem Gunnar Kvaran hefur verið aðal- kennari hans síðan. „Það hefur verið mjög gaman að læra í Tónlistarskólanum en jafnframt krefjandi og oft erfitt að samræma það náminu í Mennt- askólanum í Reykjavík, en ég út- skrifaðist þaðan sem stúdent í fyrravor. Kennarar mínir þar voru þó allir af vilja gerðir að létta undir með mér, svo þetta tókst allt saman ágætlega. í vetur hef ég svo stundað sellónámið og kennt í Tónmenntaskólanum," sagði Jón Ragnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að tónleikarnir í kvöld legðust ágætlega í sig. „Eg er þó farinn að fá fiðring í mag- ann, því þetta eru fyrstu einleiks- tónleikarnir sem ég held. Þetta tækifæri til að ijúka skólanum með opinberum tónleikum er hins vegar afskaplega vel þegið og í raun ómetanlegt," sagði Jón Ragnar. Jón Ragnar hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit æskunnar í nokkur en auk þess hefur hann þrisvar spilað á tónleikum með Jón Ragnar Örnólfsson selló- leikari Sinfóníuhljómsveit íslands. Næsta haust hyggst hann fara út í nám en er ekki búinn að ákveða hvort hann fer til Bandaríkjanna eða Bretlands. Erlendis hefur hann hug á að ljúka mastersprófi i selló- leik._ „Ég gæti ekki hugsað mér að starfa sem sellóleikari án þess að hafa farið út í framhaldsnám og hef hug á að læra úti næstu fjög- ur til fimm árin. Framtíðina er ég ekki búinn að skipuleggja að öðru leyti en á mér draum um að leika mikið af kammermúsík þeg- ar fram í sækir,“ sagði Jon Ragn- ar. Aðalfundur VSÍ: Formaður Adam Smith Institute flytur er- indi um einkavæðingu AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands hefst í dag á Hótel sögu. Að lokinni ræðu formanns, Einars Odds Kristjánsson- ar, mun Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytja ávarp á fundin- um. Eftir hádegisverðarhlé verða sérstakar umræður um einka- væðingu og afnám reglugerða og flytur Dr. Madsen Pirie, formað- ur Adam Smith Institute í London, erindi um það efni en hann hefur mikla reynslu af einkavæðingu í Bretlandi og hefur verið sérstakur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á því sviði. Auk Dr. Pirie munu Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs og Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar, ijalla um einkavæðingu, úr viðjum reglugerða og nýjar lausnir við útboð framkvæmda og þjónustu hins opinbera. Síðdegis verða panelumræður með forystumönnum stjórnmála- flokkanna. Þátttakendur verða Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, Kristín Einarsdóttir, Kvennalista og Halldór Ásgrímsson, varafoiTn- aður Framsóknarflokksins. Stjórn- andi umræðnanna verður Víglund- ur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri B.M.Vallár. Dagsbrún gefur SÁA milljón MÁNUDAGINN 13. maí afhenti Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar SÁÁ eina milljón króna frá Dagsbrún í byggingar- sjóð hinnar nýju endurhæfingar- stöðvar SÁÁ, Víkur á Kjalarnesi. Bygging endurhæfingarstöðvar- innar Víkur er nýhafin og er ráð- gert að stöðin taki til starfa í nóv- ember næstkomandi. Vík leysir af hólmi endurhæfíngarstöðina Sogn í Ölfusi. BLÖNDUVIRKJUN Stöðvarhús/ Stjórnstöð -Lyfta, hraði 1,7m/sek. Haligrímskirkja Hæsta lyfta á íslandi Hæð lyftuganga: 270 m Fjöldi hæða: 27 Hraði lyftu: 1,7m/sek. Vélarhús Landsins hæstu lyftu- göng tekin í notkun HÆSTA lyfta á landinu, sem er í Blönduvirkjun hefur verið tekin í notkun. Lyftugöngin eru þau lengstu hérlendis, 270 m eða sem svarar 27 hæða íbúðarhúsi. Þau eru u.þ.b. sex sinnum hærri en lyftu- stokkur Hallgrímskirkju. Lyftan er jafnframt sú hraðskreiðasta á landinu. Hraðinn er tæpir tveir metrar á sekúndu. Hún er notuð til flutninga á starfsmönnum milli vélarhúss og stöðvarhúss virkjunar- innar. Auk þess kemur hún að notun við eftirlit og viðhald á köplum og öðrum lögnum milli vélarhúss og stöðvarhúss. Landsvirkjun bauð verkið út árið og smíði, en Þórir Jens Ástvaldsson 1986 og náðust samningar um smíði lyftunnar 1987. Úttekt verks- ins fór fram 24. apríl sl. Hönnun, smíði og uppsetning kom í hlut Héðins hf. og var kostnaðurinn samtals um 27,2 milljónir króna. Þar af hönnun tæpar 6,2 milljónir, smíði um 11,5 milljónir og uppsetn- ing tæpar 9,5 milljónir. Éyjólfur Ingimarsson, deildarstjóri lyftu- deildar fyrirtækisins, sá um hönnun starfsmaður Raftogs, undirverk- taka Iléðins, sá um uppsetningu. Forsvarsmenn Landsvirkjunar og ábyrgðaraðilar voru Guðmundur Pétursson staðarverkfræðingur og Bjarni Guðjónsson sem sá um eftir- lit. Samningur hefur nú verið gerð- ur við Héðin Schindler-lyftur hf., sem er sjálfstætt fyrirtæki innan Héðins hf., um þjónustu og viðhald lyftunnar. Miðfjörður: Bygging skóla og íþrótta- húss á Laugarbakka Hvammstanga. A ÞESSU ári verða framkvæmdir við byggingu skóla og íþróttahúss á Laugarbakka, en þar er sameig- inlegur skóli fyrir fimm sveitarfé- lög í Vestur-Húnavatnssýslu. Morgunblaðið leitaði frétta hjá skólastjóranum, Jóhanni Alberts- syni. Laugarbakkaskóli var byggður upp á árunum 1970-1976, sem sam- eiginlegur grunnskóli fyrir íjögur sveitarfélög í V-Hún., Fremri- og Ytri-Torfustaðahreppa, Kirkju- hvammshrepp og Þorkelshólshrepp. Síðan hefur komið til samstarf við fimmta sveitarfélagið, Þverárhrepp, en þar er rekinn lítill skóli fyrir yngri deildir. Kennslurými Laugarbakka- skóla er of lítið miðað við kröfur tímans og engin aðstaða fyrir íþrót- takennslu. Á síðasta ári náðist víðtæk sam- staða milli rekstraraðila og einnig Staðarhrepps, að ráðast í stækkun kennsluhúsnæðis og byggingu íþróttahúss. Mun nýbyggingin tengja saman heimavistarhús og skólahús. Á liðnu hausti var steyptur upp kjallari undir kennsluhúsið, 165 fer- metrar. Annar áfangi verður upp- steypa hússins og frágangur að utan. Grunnflötur hússins er 931 fermetri og er byggingin á þremur hæðum, að hluta til. Þannig verður heildar gólfflötur 1.360 fermetrar. Verkið var boðið út síðla vetrar og tóku fimmtán verktakar úboðs- gögn. Kostnaðaráætlun var tvískipt. A. Burðarvirki úr límtré var upp á 36,5 milljónir kr. B. Burðarvirki úr steyptum einingum upp á 36,6 millj- ónir. Gert er ráð fyrir að utan kostn- aðaráætlunar sé kostnaður við bygg- inguna 3,5 milljónir. Sex verktakar skiluðu tilboðum og voru þau opnuð 26. apríl. Það lægsta var frá Völundarverki hf. í Reykjavík. Tilboð fyrirtækisins í A. hluta verksins var 34,7 milljónir og í B. hluta 34 milljónir. Hæsta tilboð kom frá Sigurjóni Ólafssyni og fleir- um á Blönduósi, A. tilboð 44 milljón- ir og B. 43,9 milljónir. Byggingar- nefnd hefur nú tilboðin til athugunar og útreiknings. Formaður nefndar- innar er Jón I. Jónsson Skarfshóli. Viðræður eru við Hvammstanga- hrepp um tímabundna fjárhagsað- stoð við íþróttahúsbygginguna ef það mætti flýta framkvæmdum. Aðeins er eitt gamalt íþróttahús í héraðinu, við Reykjaskóla. Hafa ungmenni sem stunda innanhússíþróttir oft farið á Húnavelli í Austur-Húnavatnssýslu til að stunda æfingar en þangað er um 55 kílómetra leið úr Miðfírði. Hvammstangahreppur er utan við samstarf sveitarfélaga í V-Hún um Laugarbakkaskóla og hefur sveitar- félagið uppi áform um að byggja íþróttahús við sundlaug staðarins. Karl. Gróðursett við Digranesskóla Kópavogsviku lauk um síðustu helgi með sýningunni Kópur ’91, en á henni kynntu rúmlega 60 fyrirtæki og þjónustuaðilar í Kópavogi starfsemi sína. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti sýninguna á laugardaginn, og gróðursetti þá trjáplöntur með foreldra- félagi Digranesskóla, og var myndin tekin við það tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.