Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 Einleikaraprófstónleikar: Dreymir um að spila mikið af kammermúsík •• - segir Jón Ragnar Ornólfsson sellóleikari JÓN Ragnar Örnólfsson selló- leikari lýkur seinni hluta ein- leikaraprófs frá Tónlistarskól- anuni í Reykjavík með tónleik- um í íslensku Óperunni í kvöld, þriðjudag. Jón Ragnar mun á tónleikunum leika ásamt Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur pían- óleikara, 7 tilbrigði í Es-dúr um stef úr Töfraflautu Mozarts eftir Beethoven, Svítu nr. 2 í d-moll eftir J.S. Bach, Rondó op. 94 eftir Dvorak og Sónötu fyrir selló og pianó í d-moll op. 40 eftir Sjostakovitsj. Jón Ragnar byijaði átta ára í Tónmenntaskólanum og stundaði þar nám fram til fimmtán ára aldurs en þá fór hann í Tónlistar- skólann í Reykjavík, þar sem Gunnar Kvaran hefur verið aðal- kennari hans síðan. „Það hefur verið mjög gaman að læra í Tónlistarskólanum en jafnframt krefjandi og oft erfitt að samræma það náminu í Mennt- askólanum í Reykjavík, en ég út- skrifaðist þaðan sem stúdent í fyrravor. Kennarar mínir þar voru þó allir af vilja gerðir að létta undir með mér, svo þetta tókst allt saman ágætlega. í vetur hef ég svo stundað sellónámið og kennt í Tónmenntaskólanum," sagði Jón Ragnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að tónleikarnir í kvöld legðust ágætlega í sig. „Eg er þó farinn að fá fiðring í mag- ann, því þetta eru fyrstu einleiks- tónleikarnir sem ég held. Þetta tækifæri til að ijúka skólanum með opinberum tónleikum er hins vegar afskaplega vel þegið og í raun ómetanlegt," sagði Jón Ragnar. Jón Ragnar hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit æskunnar í nokkur en auk þess hefur hann þrisvar spilað á tónleikum með Jón Ragnar Örnólfsson selló- leikari Sinfóníuhljómsveit íslands. Næsta haust hyggst hann fara út í nám en er ekki búinn að ákveða hvort hann fer til Bandaríkjanna eða Bretlands. Erlendis hefur hann hug á að ljúka mastersprófi i selló- leik._ „Ég gæti ekki hugsað mér að starfa sem sellóleikari án þess að hafa farið út í framhaldsnám og hef hug á að læra úti næstu fjög- ur til fimm árin. Framtíðina er ég ekki búinn að skipuleggja að öðru leyti en á mér draum um að leika mikið af kammermúsík þeg- ar fram í sækir,“ sagði Jon Ragn- ar. Aðalfundur VSÍ: Formaður Adam Smith Institute flytur er- indi um einkavæðingu AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands hefst í dag á Hótel sögu. Að lokinni ræðu formanns, Einars Odds Kristjánsson- ar, mun Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytja ávarp á fundin- um. Eftir hádegisverðarhlé verða sérstakar umræður um einka- væðingu og afnám reglugerða og flytur Dr. Madsen Pirie, formað- ur Adam Smith Institute í London, erindi um það efni en hann hefur mikla reynslu af einkavæðingu í Bretlandi og hefur verið sérstakur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á því sviði. Auk Dr. Pirie munu Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs og Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar, ijalla um einkavæðingu, úr viðjum reglugerða og nýjar lausnir við útboð framkvæmda og þjónustu hins opinbera. Síðdegis verða panelumræður með forystumönnum stjórnmála- flokkanna. Þátttakendur verða Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, Kristín Einarsdóttir, Kvennalista og Halldór Ásgrímsson, varafoiTn- aður Framsóknarflokksins. Stjórn- andi umræðnanna verður Víglund- ur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri B.M.Vallár. Dagsbrún gefur SÁA milljón MÁNUDAGINN 13. maí afhenti Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar SÁÁ eina milljón króna frá Dagsbrún í byggingar- sjóð hinnar nýju endurhæfingar- stöðvar SÁÁ, Víkur á Kjalarnesi. Bygging endurhæfingarstöðvar- innar Víkur er nýhafin og er ráð- gert að stöðin taki til starfa í nóv- ember næstkomandi. Vík leysir af hólmi endurhæfíngarstöðina Sogn í Ölfusi. BLÖNDUVIRKJUN Stöðvarhús/ Stjórnstöð -Lyfta, hraði 1,7m/sek. Haligrímskirkja Hæsta lyfta á íslandi Hæð lyftuganga: 270 m Fjöldi hæða: 27 Hraði lyftu: 1,7m/sek. Vélarhús Landsins hæstu lyftu- göng tekin í notkun HÆSTA lyfta á landinu, sem er í Blönduvirkjun hefur verið tekin í notkun. Lyftugöngin eru þau lengstu hérlendis, 270 m eða sem svarar 27 hæða íbúðarhúsi. Þau eru u.þ.b. sex sinnum hærri en lyftu- stokkur Hallgrímskirkju. Lyftan er jafnframt sú hraðskreiðasta á landinu. Hraðinn er tæpir tveir metrar á sekúndu. Hún er notuð til flutninga á starfsmönnum milli vélarhúss og stöðvarhúss virkjunar- innar. Auk þess kemur hún að notun við eftirlit og viðhald á köplum og öðrum lögnum milli vélarhúss og stöðvarhúss. Landsvirkjun bauð verkið út árið og smíði, en Þórir Jens Ástvaldsson 1986 og náðust samningar um smíði lyftunnar 1987. Úttekt verks- ins fór fram 24. apríl sl. Hönnun, smíði og uppsetning kom í hlut Héðins hf. og var kostnaðurinn samtals um 27,2 milljónir króna. Þar af hönnun tæpar 6,2 milljónir, smíði um 11,5 milljónir og uppsetn- ing tæpar 9,5 milljónir. Éyjólfur Ingimarsson, deildarstjóri lyftu- deildar fyrirtækisins, sá um hönnun starfsmaður Raftogs, undirverk- taka Iléðins, sá um uppsetningu. Forsvarsmenn Landsvirkjunar og ábyrgðaraðilar voru Guðmundur Pétursson staðarverkfræðingur og Bjarni Guðjónsson sem sá um eftir- lit. Samningur hefur nú verið gerð- ur við Héðin Schindler-lyftur hf., sem er sjálfstætt fyrirtæki innan Héðins hf., um þjónustu og viðhald lyftunnar. Miðfjörður: Bygging skóla og íþrótta- húss á Laugarbakka Hvammstanga. A ÞESSU ári verða framkvæmdir við byggingu skóla og íþróttahúss á Laugarbakka, en þar er sameig- inlegur skóli fyrir fimm sveitarfé- lög í Vestur-Húnavatnssýslu. Morgunblaðið leitaði frétta hjá skólastjóranum, Jóhanni Alberts- syni. Laugarbakkaskóli var byggður upp á árunum 1970-1976, sem sam- eiginlegur grunnskóli fyrir íjögur sveitarfélög í V-Hún., Fremri- og Ytri-Torfustaðahreppa, Kirkju- hvammshrepp og Þorkelshólshrepp. Síðan hefur komið til samstarf við fimmta sveitarfélagið, Þverárhrepp, en þar er rekinn lítill skóli fyrir yngri deildir. Kennslurými Laugarbakka- skóla er of lítið miðað við kröfur tímans og engin aðstaða fyrir íþrót- takennslu. Á síðasta ári náðist víðtæk sam- staða milli rekstraraðila og einnig Staðarhrepps, að ráðast í stækkun kennsluhúsnæðis og byggingu íþróttahúss. Mun nýbyggingin tengja saman heimavistarhús og skólahús. Á liðnu hausti var steyptur upp kjallari undir kennsluhúsið, 165 fer- metrar. Annar áfangi verður upp- steypa hússins og frágangur að utan. Grunnflötur hússins er 931 fermetri og er byggingin á þremur hæðum, að hluta til. Þannig verður heildar gólfflötur 1.360 fermetrar. Verkið var boðið út síðla vetrar og tóku fimmtán verktakar úboðs- gögn. Kostnaðaráætlun var tvískipt. A. Burðarvirki úr límtré var upp á 36,5 milljónir kr. B. Burðarvirki úr steyptum einingum upp á 36,6 millj- ónir. Gert er ráð fyrir að utan kostn- aðaráætlunar sé kostnaður við bygg- inguna 3,5 milljónir. Sex verktakar skiluðu tilboðum og voru þau opnuð 26. apríl. Það lægsta var frá Völundarverki hf. í Reykjavík. Tilboð fyrirtækisins í A. hluta verksins var 34,7 milljónir og í B. hluta 34 milljónir. Hæsta tilboð kom frá Sigurjóni Ólafssyni og fleir- um á Blönduósi, A. tilboð 44 milljón- ir og B. 43,9 milljónir. Byggingar- nefnd hefur nú tilboðin til athugunar og útreiknings. Formaður nefndar- innar er Jón I. Jónsson Skarfshóli. Viðræður eru við Hvammstanga- hrepp um tímabundna fjárhagsað- stoð við íþróttahúsbygginguna ef það mætti flýta framkvæmdum. Aðeins er eitt gamalt íþróttahús í héraðinu, við Reykjaskóla. Hafa ungmenni sem stunda innanhússíþróttir oft farið á Húnavelli í Austur-Húnavatnssýslu til að stunda æfingar en þangað er um 55 kílómetra leið úr Miðfírði. Hvammstangahreppur er utan við samstarf sveitarfélaga í V-Hún um Laugarbakkaskóla og hefur sveitar- félagið uppi áform um að byggja íþróttahús við sundlaug staðarins. Karl. Gróðursett við Digranesskóla Kópavogsviku lauk um síðustu helgi með sýningunni Kópur ’91, en á henni kynntu rúmlega 60 fyrirtæki og þjónustuaðilar í Kópavogi starfsemi sína. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti sýninguna á laugardaginn, og gróðursetti þá trjáplöntur með foreldra- félagi Digranesskóla, og var myndin tekin við það tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.