Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 52
52
MQRGUNBLAÐIÍ) ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
. 7
Ast er.. .
J
.. . að muna ætíð eftir
afmælisdegi hennar.
TM Reg. U.S. Pat Off. —afl rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgimkaffinu
Hvar er pabbi? Ég rotaði inn-
brotsþjóf.
HÖGNI HREKKVÍSI
Þessir hringdu ..
Ósmekklegar myndir
Sigurður Demetz hringdi:
„Morgunblaðið í Borgarfirði
birti mynd af manni sem var að
hella niður mjólk. Á sama tíma
fáum við fréttir af börnum sem
eru að deyja úr næringarskorti í
Afríku og víðar. Það verður
kannski að hella þessari mjólk
niður en það á ekki að birta ljós-
myndir af þessu. Þegar ég sá
myndina fór ég að hugsa til allra
þeirra sem eru að deyja úr hungri
og leið ekki vel.“
Gleraugu
Gullspangar karlmanngleraugu
fundust skammt frá bílastæði
Kringlunnar á Uppstigningardag.
Upplýsingar í síma 33031.
Hvers vegna er ekki
gufubað?
Auður hringdi:
„Hvers vegna hefur ekki verið
komið upp gufubaði í Sundlaug-
unum í Laugadal? Það væri tilva-
lið að geta brugðið sér í gufubað
þar eftir að hafa farið í sundlaug-
ina. Ég vil að borgaryfirvöld taki
þetta til athugunar.“
Taska
íþróttataska fannst við Hæðar-
byggð. Upplýsingar í síma
656939.
Týnd læða
Grábröndótt læða er í óskilum
í Laugarási, et; gæf og falleg.
Upplýsingar í síma 31089.
Hjól
Grátt kvenmannsreiðhjól af
eldri gerðinni, með gulum barna-
stól aftaná, var tekið við Ingólf-
stræti 7 um páskana. Vinsamleg-
ast hringið í síma 16802 ef það
hefur fundist.
Gullhringur
Nettur gullhringur með hvítum
steini tapaðist laugardaginn 4.
apríl á Glaumbar. Hringurinn hef-
ur mikið persónlegt gildi fyrir eig-
andann og er hringsins sárt sakn-
að. Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í síma 26814.
Okum ekki á miðjum vegi
Valgerður hringdi:
„Núna þegar fer að vora og
Vegageðin fer að hefla malarvegi
vil ég beina því til ökhmanna að
þeir aki þannig eftir vegunum að
það myndist ekki mikil malarröst
í miðjunni. Þetta gerist ekki ef
ökumenn taka sig saman um að
aka þannig að það myndist tvær
akreinar en ekki ein. Sérstaklega
vil ég beina þessu til vöruflutn-
ingabílstjóra. Með þessu móti
fengjum við betri vegi.“
Kettlingar
Tveir kettlingar, annar svartur
en hinn svartur og hvítur, fást
gefins. Upplýsingar í síma 73336.
á kvöldin.
Þakkir
Kona hringdi:
„Ég vil þakka físksalanum í
fiskbúðinni Vör í Vesturbænum
fyrir góða og lipra þjónustu."
Gleraugu
Gleraugu í svörtu hulstri týnd-
ust 6. þ.m. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
11155.
Lyklakippa
Svört lyklakippa úr leðri tapað-
ist 12. apríl. Á kippunni eru 10
lyklar, húslyklar og lyklar að hólf-
um. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að skiia henni til lögregl-
unnar.
Hjól
Rivel fjallahjól var tekið við
Ölduselssundlaug fyrir skömmu.
Það var keypt erlendis og eru
varla mörg önnu hjól af þessari
tegund hér á landi. Það er 15
gíra, himinblátt með hvíturm
skellum, svörtum brettum og
böglabera, og með lugt. Vinsam-
legast hringið í síma 72212 ef það
hefur fundist.
Myndavél
Á sunnudagskvöld fannst vön-
duð myndavél við Eiríksgötu.
Upplýsingar í síma 19425.
Hvítur hjólkoppur
Mánudaginn 6. maí kl. 7.30 ók
lítill hvítur'bíll (Fiat Uno eða álíka
stór) upp Eiríksgötu frá Snorra-
braut. Á móts við Fæðingarheim-
ili Reykjavíkur skoppaði hvítur
hjólkoppur af bílnum. Eigandi
getur haft samband við Margréti
í síma 28321.
Jakki
Brúnn rúskinnmittisjakki tap-
aðist í grennd við veitingastaðinn
Ömmu Lú á laugardagsnótt, 4.
maí. I honum voru lyklar og visa-
kort. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 653326
í hádeginu eða á kvöldin.
Góðir þættir
Mig langar til þess að vekja at-
hygli á þáttum á Aðalstöðinni sem
fluttir eru á fimmtudagskvöldum
um nokkurt skeið. Sú sem sér um
þessa þætti er Jóna Rúna Kvaran.
Ilún hefur kallað þessa þætti „Á
nótum vináttunnar". Jóna Rúna
hefur flutt inngang og hugleiðingu
um margvísleg efni sem snerta til-
finningar fólks og lífsreynslu og
leiðbeint þeim á svo sérstakan hátt
að ieitun er á. Hún hefur til að
bera sérstakt innsæi, léttleika og
greind til þess að vinna úr þessu
viðkvæma efni á þann hátt að ég
tel að fáir leiki það eftir.
Einnig hefur Jóna Rúna fengið
til viðtals fjölmarga einstaklinga
þekkta og óþekkta sem búa yfir
fjölbreyttri og merkri lífsreynslu
sem við höfum öll gott af að hlusta
á. Jóna Rúna hefur gott lag á við-
mælendum sínum og nær þar sér-
stökum árangri svo unun er á að ’
hlýða.
Sá fjölmiðill sem hefur slíkan
starfskraft hjá sér á skilið miklar
þakkir og ég óska Aðalstöðinni til
hamingju með þessa frábæru þætti
Jónu Rúnu.
Dóra Ingvarsdóttir
Jóna Rúna Kvaran
Víkveiji skrifar
Fyrir nokkrum dögum sat
Víkveiji við sjónvarpstækið og
horfði á fréttir Stöðvar 2. Þegar
lestri frétta var lokið kynnti þulur
annað efni, sem væri á næsta leiti
en sagði eitthvað á þá leið, að fyrst
væru „skilaboð". Það, sem um var
að ræða voru auglýsingar. Hvers
vegna í ósköpunum tekur frétta-
stofa Stöðvar 2 upp á þeim ósið að
kalla auglýsingar ^skilaboð". Telur
fréttastofan, að Islendingar skilji
ekki lengur orðið auglýsingar? Er
fréttastofan þeirrar skoðunar, að
það sé fínna að nota orðið skilaboð,
sem hefur allt aðra merkingu í
íslenzku máli? Telur fréttastofan
nauðsynlegt að nota orðið skilaboð
yfir auglýsingar vegna þess, að það
er gert í bandarískum sjónvarps-
stöðvum? Dálkur Víkveija er opinn
fyrir forráðamenn fréttastofu
Stöðvar 2 til þess að útskýra hvað
fyrir þeim vakir með þessari orða-
notkun, hafi þeir áhuga á að koma
slíkum útskýringum á framfæri.
Vel má vera, að Víkveiji hafi ekki
komið auga á einhveija skynsam-
lega skýringu á þessu uppátæki og
þá væri gott, að hún kæmi fram.
xxx
Annars er farið að nota þetta
orð, skilaboð, í tíma og ótíma.
Fréttamenn ljósvakamiðlanna tala
aftur og aftur um það í viðtölum
við stjórnmálamenn, hvort þetta eða
hitt feli í sér skilaboð til einhverra
aðila, hvort sem það eru kjósendur
eða stjórnmálamennirnir sjálfír.
Stjórnmálamennirnii' eru líka byij-
aðir að nota þetta orð að óþörfu.
Allt er þetta til marks um hin miklu
áhrif ensku og amerísku á daglegt
mál okkar. Víkveiji vill hér með
reyna að koma þeim „skilaboðum"
til fréttamanna og stjórnmála-
manna að þeir hætti að nota þetta
orð með þeim hætti, sem nú er
gert. Þetta er að verða leiðinleg
tugga, sem hver étur upp eftir öðr-
um.
xxx
að birtast alltaf við og við aug-
lýsingar, m.a. hér í Morgun-
blaðinu, þar sem sagt er frá því,
að erlendir menn flytji erindi um
ákveðin efni á fundi hjá félagasam-
tökum og þá er heiti þeirra erinda
gjarnan gefið upp á ensku en ekki
íslenzku í auglýsingum. Nú eiga að
vísu að gilda þær reglur á Morgun-
blaðinu, að slíkur texti birtist líka
á íslenzku í auglýsingum, en mis-
brestur hefur orðið á því og ekki
við aðra að sakast í þeim efnum
en blaðið sjálft. En hvað veldur
því, að auglýsendur birta þennan
texta á ensku. Telja þeir, að upplýs-
ingar um efni slíkra erinda komist
betur til skila til íslenzkra lesenda
auglýsinganna með þessum hætti?
Eru þeir þeirrar skoðunar, að ís-
lendingar séu orðnir þjóð tveggja
tungumála?