Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 14. MAI 1991 11 ^' '. I J r"'' 1 31. Yfirlit um íslenska málhreinsun Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Kjartan G. Ottósson: íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit íslenskrar málnefndar 6. (168 bls.) R. 1990. Ritið, sem hér um ræðir, á rætur að rekja til útvarpsþátta sem höf- undur hélt 1986 undir heitinu „Þættir úr sögu íslenskrar mál- hreinsunar". Samkvæmt því sem Kjartan segir í formála hefur hann breytt efninu svo mikið - bæði umraðað því og aukið við - að út- koman er raunar nýtt verk. Markmið höfundar er að taka saman yfirlit um sögu íslenskrar málhreinsunar en ekki að endur- meta sömu sögu. Til að ná þessu marki byggir höfundur fremur á niðurstöðum ýmissa fræðimanna heldur en að tefla eingöngu fram eigin frumrannsóknum. Hér er á ferðinni hlutlæg lýsing á sögu mál- hreinsunar (og málverndar og mál- ræktar) en ekki forskrift að nýrri afstöðu í þessum efnum. Þessi af- staða höfundar til viðfangsefnisins skilar býsna forvitnilegum árangri. Bókin skiptist í 6 kafla sem hver um sig fær aukið vægi eftir því sem nær dregur nútímanum. Það má þykja eftirtektarvert að áhugi landsmanna á málrækt er jafngamall prentlistinni í landinu. Um leið og erlend rit tóku að ber- ast prentuð i íslenskri þýðingu, mörgum hverjum býsna lélegum, efldist vitund manna um eigin tungu. Á mælikvarða nútíma- íslendings má þó margt þykja skondið í þýðingum þessara tíma. í Nýjatestamentisþýðingu sinni var Oddur Gottskálksson eðlilega undir sterkum þýskum áhrifum, stundum stælir hann Lúter beinlínis. Hjá honum kemur fyrir „em verinn" (sbr. þýsku: „bin gewesen") en ekki „hef verið" eins og ætíð hefur verið eðlileg íslenska. Tveir menntamenn á 17. öld og fyrri hluta þeirrar 18. bera höfuð og herðar yfír samtíma- menn í málrækt (sem og reyndar mörgum öðrum efnum). Það eru þeir Arngrímur lærði og Arni Magnússon. Sá munur á tungutaki sem þekktur er milli sveita og þéttbýlis virðist hafa komið snemma í ljós. Kjartan rekur nokkrar heimildir þar um. Eggert Ólafsson veltir vöngum yfir slæmu ástandi íslenskunnar sunnanlands og telur m.a. að versl- un Þjóðverja um og eftir siðaskipti hafi spillt fyrir, sem og nærvera annarra útlendinga. Kjartan bendir á að fram um_ 1600 hafi þýska al- mennt verið íslendingum kunnari en danska og á 17. öld hafi al- mennt fáir kunnað dönsku. Málfarsmunurinn fór ekki þá, frekar en nú, eingöngu eftir búsetu manna heldur líka eftir stétt og stöðu. Forvitnilegt er að gefa því sérstakan gaum sem Kjartan segir um laga- og stjórnsýslumál 18. ald- ar. íslenskir lögfræðingar námu við Hafnarháskóla þar sem áhersla var lögð á latnesk lög jafnhliða þeim dönsku. Engrar þekkingar var hins Kjartan G. Ottósson vegar krafist í íslenskum lögum. Á þessum tíma var því svo komið að málfar lögfræðinga var allra manna verst. Ekki einungis var málfar þeirra margra illa dönskuskotið heldur skrifuðu sumir þeirra flest eða allt á dönsku. Ekki voru samt allir óánægðir með dönsk máláhrif á þessum tíma. Bjarni Jónsson, sem var lengi skólameistari í Skálholti á 18. öld, taldi það t.d. til hinna mestu þjóðþrifa að íslendingar legðu niður eigin tungu í einu og öllu og tækju upp dönsku. Þetta viðhorf varð þó undir. Þótt slfkt kunni að hljóma þversagnarkennt Píanósnillin^urinn Rud olf Firkusny á íslandi eftír Jónas Ingimundarson Sjálfsagt muna margir tónleik- ana hjá Sinfóníuhljómsveitinni um árið þegar Rudolf Firkusny kom og lék 1. píanókonsert Brahms. Það er nokkuð liðið síðan og fagn- aðarefni að eiga von á honum í næstu viku. Að þessu sinni leikur hann píanókonsert eftir A. Dvorák, fal- legt verk en sjaldheyrt, verk sem fáir hafa leikið meir en einmitt Firkusny. Það er þó gaman að geta þess hér að píanókonsert Dvoráks hefur verið fluttur einu sinni áður á íslandi (það ég man) og þá var einleikshlutverkið í höndum Rögnvaldar Sigurjóns- sonar. Að þessu sinni gefst íslenskum tónlistarunnendum tækifæri til að heyra Rudolf Firkusny á einleiks- tónleikum, því laugardaginn 18. maí leikur hann fyrir Tónlistarfé- lagið í Reykjavík í íslensku óper- unni kl. 14.30. Á efnisskránni eru Bagatellurnar sex op. 126 eftir L. van Beethoven, a-moll sónata Schuberts op. 143, sónatan eftir Leos Janacek (október 1905), Bergamasque-svítan eftir De- bussy og Fantasía og tokkata eft- ir Tékkann B. Martinu. Rudolf Firkusny er dáður um víða veröld sem einn hinna út- völdu, fæddur í Tékkóslóvakíu og hóf tónlistarnám fimm ára undir handleiðslu sjálfs Leos Janacek, en hjá honum dvaldi Firkusny í nokkur ár. Aðrir kennarar hans í æsku voru Wilem Kurz og Joseph Suk í Tónlistarháskólanum í Prag. Firkusny vakti athygli frá upp- hafi sakir mjög óvenjulegra hæfi- leika og hóf ungur tónleikahald. Hann þreytti frumraun sína utan Tékkóslóvakíu á árunum fyrir 1930 í Vín, Berlín, París og víðar. 1938 var hans fyrsta ferð til Bandaríkjanna og 1941 debut í Néw York. Síðan hefur Firkusny verið í fremstu röð eftirsóknar- Rudolf Firkusny verðustu slaghörpusnillinga ver- aldar. Hann hefur tekið þátt í flestum stærstu listahátíðum austan hafs og vestan, leikið margoft með þekktustu hljóm- sveitum og hljómsveitarstjórum. Rudolf Firkusny leikur jöfnum höndum verk klassísku meistar- anna og hinna rómantísku en einnig tónlist 20. aldar höfunda. Á vorhátíðinni í Prag 1990 kom Firkusny fram eftir 44 ára útlegð og hefur verið gerður að heiðurs- direktor við tónlistarháskólann í Prag og að listrænum ráðgjafa við hina árlegu vorhátíð. Á Edin- borgarhátíðinni síðastliðið vor var Rudolf Firkusny heiðursgestur, þar sem hann hélt einleikstón- leika, tók þátt í kammermúsíktón- leikum og lék með Fílharmóníu- hljómsveitinni í Prag svo og Ber- línar sinfóníuhljómsveitinni. Það er sérstakt fagnaðarefni að þessi slaghörpusnillingur skuli sækja okkur heim og gefa okkur hlutdeild í list sinni. Það er einkar ánægjulegt að eiga þess kost að heyra hann í verkum Beethovens, Schuberts. og Debussy og þó sér- staklega í verkum samlanda hans Janacek, Martinu og Dvoráks. Höfundur er píanóleikari. voru það einmitt erlend menningar- áhrif í anda upplýsingarstefnunnar sem urðu vatn á myllu málhreinsun- armanna. Upplýsingin ýtti undir viðgang og virðingu mismunandi þjóðtungna og þjóðmenningar. Þetta er vert að hafa í huga á okk- ar tímum þegar flatneskjuleg aftur- haldsviðhorf stinga upp kolli í skjóli „óhjákvæmilegrar þrðunar " eða „alþjóðlegrar nauðsynjar". Drýgstur hluti bókarinnar fjallar um málhreinsun á 19. öld og fram á okkar daga. Kjartan rekur ýtarlega hvernig hálfdönsk tunga vék jafnt og þétt fyrir alþýðlegri íslensku, þeirri sömu sem endurspeglast svo vel í þjóðsögunum. Þetta gerðist á mörg- um vígstöðvum í einu. Prestar og lögfræðingar lögðu t.d. smátt og smátt af að rita embættisbréf á dönsku. Þó eimir nú á tímum enn eftir af ýmsu í lagamáli sem er að uppruna til danskt stofnanamál. Kjartan nefnir nokkur dæmi: „Það tilkynnist hér með", „Svar óskast", „Því dæmist rétt vera". Til þess að viðhalda og endur- næra tungumál er einn þáttur afar mikilvægur, sem er sá að finna nýjum hugtökum og hlutum orð við hæfi. Kjartan rekur sögu nýyrða- smíðarinnar. Hún hófst með störf- um Lærdómslistafélagsins á 18. öld en lagðist að miklu leyti niður á þeirri 19. Jónas Hallgrímsson smíð- aði nýyrði í tengslum við þýðingu sína á Stjörnufræði Ursins eins og kunnugt er. Síðan bar ekki á nýyrð- asmíð þar til seint á 19. öld. Fyrsta vísinn að skipulegri ný- yrðasmíð rekur Kjartan til Einars Benediktssonar. Árið 1891 lagði hann til að nefnd manna væri falið að gefa út safn þýðinga á algengum útleridum orðum. Ekkert raunhæft varð úr framkvæmdum fyrr en 1919 að stofnuð var Orðanefnd Verkfræðingafélagsins. Þar með hófst skipuleg söfnun og myndun nýyrða á ýmsum sviðum tækninýj- unga. Nefndin setti sáman orðaskrá úr stýrimannafræði, vélfræði og sjómannafræði. Á óðrum sviðum hefur nýyrðasmíð einnig verið öflug, t.d. í læknisfræði og tón- menntum. Það er ótvírætt mikkil akkur að hafa nú í höndunum yfirlitsrit um íslenska málhreinsun. Þótt margt sé gamalkunnugt í ritinu gefur framsetningin færi á að skoða við- fangsefnið frá nýju og breiðara sjónarhorni en áður. Ýtarleg heimildaskrá auðveldar að leita frekari fróðleiks á einstök- um sviðum. Nafna- og atriðisorða- skrá er hins vegar sárt saknað því hún hefði aukið notkunarmöguleika bókarinnar. Kjartan tiltekur nefni- lega mikinn fjölda af íslenskum nýyrðum, vel heppnuðum og mis- heppnuðum - og getur höfunda þeirra. Það hefði t.a.m. verið álitleg- ur kostur að láta stafrófsraðaða nýyrðaskrá fylgja aftast. Iðunn gefur út bókum flogaveiki IÐUNN hefur gefið út bókina Flogaveiki — félagsfræðileg, læknisfræðileg og sálfræðileg kynning, eftir Þóreyju Vigdísi Ólafsdóttur, en hún er sálfræð- ingur og félagsráðgjafi og hef- ur starfað sem ráðgjafi Lands- samtaka áhugafólks um floga- veiki. í frétt frá Iðunni segir m.a.: Flogaveikin hefur fylgt manninum frá örófi alda og enn ríkja fordóm- ar og hræðsla gagnvart henni. í þessu riti kynnir íslenskur höfund- ur í fyrsta sinn þennan sjúkdóm frá ýmsum sjónarhornum og varp- ar ljósi á ýmsar mikilvægar stað- reyndir varðandi eðli hans. En í formála höfundar segir svo: „Flogaveiki getur haft í för með sér margþætt vandamál, og eigi flokaveikir að fá bestu hugsanlegu umönnun er skilningur á læknis- fræðilegum hliðum nauðsynlegur, ekki aðeins til að átta sig á sjúk- dómnum sjálfum heldur einnig til að skilja sálrænar og félagslegar afleiðingar hans. Hins vegar er nauðsynlegt að læknar taki mið af sálrænum og félagslegum þátt- Bók um flogaveiki. um við greiningu og meðferð. Þetta er haft til hliðsjónar við gerð þessa rits sem skiptist í ell- efu meginkafla." Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.