Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 53
MORGÚNBLAÐIÐ BRIOJUDAGUR 14. MÁÍ 19^1' Bakkabræðragrín „Huaps“, æi þama lyfti vélfák- urinn sér og dótið í bakhluta bif- reiðar brá sér á leik. Hentar ekki flugvöllurinn betur til flugtaks, en sem umferðargata? Altént láta Reykvíkingar í Högum vestur sér annara um líf hunda, katta og manna, en Gaflarar á Reykjavík- ui-vegi, hveijir strekkja í brekkuna á ökutækjum sínum. Umferðaröngþveiti í stijálbýl- asta landi Evrópu verður til á teikniborðum arkitekta sem súrre- alísk listtjáning, frekar en hag- kvæmt verk. Háhýsi í landi sem síst vantar landrými, er kostnaðar- samt Bakkabræðragrín. Húsnæði er helmingi of dýrt, keypt, eða leigt. Arkitektar, uppmælinga- raðall, verktakar að ógleymdum opinberum aðilum sem taka til sín þúsundir fyrir það eitt að stimpla pappíra, er sjálfdæmi viðkomandi aðila í peningatöku. Eftir stendur borgarinn einn og yfirgefinn, með „gluggabréf“ í höndunum frá bönkum, lögmönnum og fógeta, manninn sem dreymdi að eignast „þak yfír höfuðið" ásamt kerlu sinni. Vel meint tilraun Krata til að búa til peninga hefur ekki öðl- ast fullnaðarreynslu ennþá. Gömlu hverfin í Reykjavík og Hafnarfirði, ásamt strjálings- byggð í Blesugróf, við Rauðavatn allt austur til Lækjarbotna, verkar sem vingjarnlegt umhverfi. Dr. Konrad Laurens sagði röntgen- mynd læknis af krabbameini og loftmynd af arkitektaskipulögðu blokkahverfí svo mjög líkar, að varla gæti tilviljun talist. Þessa minntust menn þá er þeir reistu Grafarvogshverfi nær Gullinbrú og útkoman varð enn verri. Til hliðsjónar: kort í símaskrá. Fræðsla og menntun eru töfra- orð dagsins í dag. Japanir hefja skólagöngu fimm ára og skila sínu á vinnustað, sjá fylgiúrklippu af foreíðu Morgunblaðs, dagsett 30. apríl 1991. Tekist hefur að láta fóstur sýna viðbrögð nokkrum vik- um fyrir fæðingu, að minnsta kosti hræða þessi litlu skinn. Ljóst er því að enn er unnt að lengja fræðsluskyldu verulega, og hækka kaup þeirra sem við hana vinna. Afrakstur fræðslu sjáum við í umferðinni. Ökureglur og umferð- arlög læra menn eins og Kverið forðum, með hliðstæðum árangri. Auk þessa eru skilti við vegi sem minna á ökuhraða, biðskyldu eða stöðvun, að ógleymdum götuvitum og gangbrautum. Þrátt fyrir aldarfjórðungs nám, virðist eldri kynslóð, sem aðeins lærði á stuttum námskeiðum í formi farskólabúa búa vfir meiri almennri þekkingu. „Tíminn er peningar.“ Þegar fólk er á leið til vinnu, í skóla, eða með böm sín í pössun, hefur það lítinn skilning á óþarfa umferðartöfum á megin umferðaræðum. Umferðarljósum hefur verið plantað niður ógrun- samlega af lítilli fyrirhyggju, sums staðar era örfáir metrar milli þeirra og þau eigi samstillt. Jafn- vel fáfamar þorpsgötur era tengd- ar fjölförnum ökuleiðum t.d. í Hafnarfírði og Garðabæ. Eitt sinn ók einn vegfarandi á stjómkassa umferðarljósa í Engidal, og um- ferð varð greiðari með biðskyldu í nokkrar vikur. Óþarfa götuvitar í Reykjavík skipta tugum og mun rúmur gatnasjóður valda þar nokkru um. Það, að menn einir saman, þurfa að stöðva ökutæki sitt, einum of oft, og bíða eftir huldufólki, mun aðalástæða þess að margir era famir að bijóta lög og „aka yfír á rauðu“. Hvers vegna þarf svo mikið af áli og stáli utan um einn mann í formi einkabifreiðar sem veldur slysum, mengar allt umhverfi að nokkra varanlega, er hávaðasöm og kostar ófáa peninga í stofni, sköttum og rekstri: „Ja, það er eiginlega allt önnur saga“. Bjarni Valdimarsson Fallegur skápur óskar efltir vegg ER 272 CM A BREIDD 54, CM A DÝPT 205 CM A HÆð Þú þarftekkiað fara BlLDSHÖFÐA Z0 -112 REYKJAVÍK - SÍMl 91-681199 FAX 91-673511 rzrrr:..... ..........—....... SIEMENS Frystikisfur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aðrar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóð og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ! p—SéC/L:—p KRAFT VERKFÆRI ^ - ÞESSI STERKU EMH Á ENGAN SINN LÍKA EMH er einkalyfisverndaður höggbúnaður frá Skii, sem gerir borun í steinsteypu svo létta, að því trúir enginn nema reyna það sjálfur. ALHLIÐA BOR- 0G SKRUFUVEL MEÐ EMH 6845H - 500 vatta mótor -13 mm patróna - allt að þreföld ending á steinborum - stiglaus hraðarofi frá 0-1500 sn/mín - báðar snúningsáttir SiT ■ I HEFILL 94H - 400 vatta mótor - 82 mm blað - 20000 sn/mín HJÓLSÖG 1850H - 830 vatta mÖtpK. -öryggisrofi " -152 mm karbítblað HLEÐSLUVEL 2503H - 7,2 volta mótor - skrúfar og borar - báðar snúningsáttir - 2ja hraða kjfimmstiga kúpling VINKILSLIPIVEL f 1459H - 500 vatta mótor -115mm skifa - 9500 sn/mín SKIL - KRAFTVERKFÆRI ER HANDHÆG HEIMILISHJÁLP. Eigum ávallt fjölbreytt úrval SKIL rafmagnshandverktæra og fylgihluta jafnttil iðnaðar- sem heimilisnota. SÖLUAÐILAR VÍÐA UM LAND. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKIN N* SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 K- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.