Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 28
i i I i I i I I I I í I 28______________________________________ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. r Einkavæðing ríkisfyrirtækja Hin nýja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vinnur nú hörð- um höndum að því að ná tökum á ríkisfjármálum og koma bönd- um á þau, sem er alger forsenda þess að jarðvegur verði fyrir því meðal launþega að endurnýja þjóðarsattarsamninga næsta haust. í samtali við Morgunblaðið í fyrradag lagði Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra, sérstaka áherzlu á einkavæðingu ríkisfyr- irtækja. Töluverðar umræður urðu um slíka einkavæðingu opinberra fyrirtækja snemma á ferli þeirrar ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem sat á ár- unum 1983 til 1987. Albert Guð- mundsson, þáverandi fjármála- ráðherra, hreyfði slíkum hug- myndum opinberlega og hafði frumkvæði um sölu á eignarhluta ríkisins í ákveðnum fyrirtækjum en það var ekki síður Sverrir Hermannsson, þáverandi iðnað- arráðherra, sem beitti sér fyrir sölu fyrirtækja í ríkiseigu. Ummæli Friðriks Sophusson- ar, ijármálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sýna, að ráðherrann hefur fullan hug á að taka til hendi þar sem frá var horfið á sínum tíma. í samtal- inu sagði fjármálaráðherra m.a.: „Það er vissulega hægt að selja mörg ríkisfyrirtæki, einkum ríkisrekin atvinnufyrirtæki, sem keppa við önnur einkafyrirtæki. Það hefur verið nefnt að selja banka, prentsmiðju, sements- verksmiðju, síldarverksmiðju, áburðarverksmiðju og jafnvel mætti hugsa sér að einkavæða þætti úr Áfengis- og tóbaksverzl- uninni. Ríkið mundi eftir sem áður taka inn tekjur af tollum og sjá til þess, að þær væru þær sömu og verið hefur. En nýmæli væri, að menn gætu á grundvelli strangra reglna bæði flutt inn og verzlað með áfengi. Ég held, að þetta gæti jafnvel bætt um- gengni við áfengi. Það á að um- gangast vín með tilhlýðilegri virð- ingu, en íslenzka ríkið hefur hing- að til lagt upp úr því að selja sem mest, rétt eins og þegar bændur gefa á garðann.“ Þá ræddi fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið um nauðsyn þess að koma ýmsum rekstrarverkefnum frá ríkinu til einkaaðila og sagði m.a.: „Frá rekstrarlegu sjónarmiði er talið heppilegra, að einkaaðilar fremur en opinberir aðilar annist ýmis verkefni, jafnvel þótt opinberir aðilar greiði kostnaðinn að fullu. Það er hugsanlegt, að ríkið bjóði út ákveðna starfsemi en standi undir kostnaðinum og hafi eftir- lit með verkinu. Það er til dæmis vel hugsanlegt, að áhugasamur hópur taki að sér rekstur skóla, svo framarlega, sem kröfum um árangur og gæði er fylgt eftir.“ Það er full ástæða til þess að taka undir þau sjónarmið, sem Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, setur hér fram. Ekkert þeirra fyrirtækja, sem hann nefn- ir á að vera útilokað frá sölu. Hugmyndir hans um einkavæð- ingu ákveðinna þátta í rekstri Áfengis- og tóbaksverzlunarinn- ar eru forvitnilegar. Fjármálaráð- herra tekur undir þær skoðanir, sem Morgunblaðið hefur sett fram varðandi sölu á ríkisbönkum að setja þurfi ákveðnar reglur til þess að takmarka eignaraðild ein- staklinga, fyrirtækja, samtaka eða sjóða við ákveðinn hlut í bönkum er hann segir: „Það er hægt að setja reglur um það, hveijum eigi að selja og hve mik- ið kemur í hvers hlut.“ Það skiptir ákaflega miklu máli, hvernig staðið er að sölu ríkisfyrirtækja. Deilurnar um sölu Olafs Ragnars Grímssonar á hlut í sjávarútvegsfyrirtæki í Siglufirði sýna það ekki sízt. Um þetta efni sagði Friðrik Sophus- son í samtalinu við Morgunblaðið: „Salan fer væntanlega fram hjá þeim fyrirtækjum, sem þegar hafa hazlað sér völl á þessum vettvangi og eru með sérfræð- inga í sölu hlutabréfa.“ Hér lýsir fjármálaráðherra svipuðum sjón- armiðum og Morgunblaðið setti fram í umræðum um sölu fyrir- tækisins í Siglufirði. Það var skaði, að ekki skyldi verða framhald á þeirri einka- væðingu opinberra fyrirtækja, sem hófst í tíð ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks á árunum 1983 til 1987. Nú er bersýnilega að komast ný hreyfing á umræður um einka- væðingu, sem m.a. er til umfjöll- unar á aðalfundi Vinnuveitenda- sambands íslands í dag. Fyrr á þessu ári hreyfði Víglundur Þor- steinsson, þáverandi formaður Félags ísl. iðnrekenda, hugmynd- um um einkavæðingu orkufyrir- tækja og aðrir hafa bent á marg- víslega möguleika á einkavæð- ingu fyrirtækja í eigu sveitarfé- laga, bæði Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Einkavæðingin hefur nú stuðn- ing þeirra, sem halda um stjórn- völinn og verður þess vegna væntanlega að veruleika í marg- víslegum myndum á næstu miss- erum. Það er sérstakt fagnaðar- efni, auk þess, sem það mun greiða fyrir úrlausn á Ijárhags- vanda hins opinbera. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og biskup fslands, herra Ólafur Skúlason, ganga fyrir þingheim hafnarinnar í Alþingishúsinu. Tuttugu og fímm nýi menn taka sæti á þir NÝKJÖRIÐ Alþingi var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Sr. Geir Waage prestur í Reykholti predikaði og lagði m.a. út af orðum Péturs postula: „Sá sem þjónustu hefur skal þjóna eftir þeim mætti sem Guð gefur.“ Þingið sem sett var í gær er 114. löggjafarþing síðan Alþingi var end- urreist. Tuttugu og fímm þingmenn sem nú taka sæti á nýkjörnu þingi áttu ekki sæti á síðasta kjörtímabili en þrír þessara hafa setið áður á þingi. Setning Alþingis var með hefð- bundnum hætti. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og herra Ólafur Skúlason biskup gengu fyrir þingheimi til kirkju þar sem þing- menn hlýddu á guðsþjónustu ásamt helstu embættismönnum, starfsfólki Alþingis og sendimönnum erlendra ríkja. Sr. Geir Waage prestur í Reyk- holti predikaði. Kennimaður brýndi m.a. fyrir þingmönnum og lands- mönnum öllum að hafa vara gegn því að dæma of hart orð og athafn- ir. Þessi hætta kæmi ekki hvað síst fram í því að hafa opinbera flokka- drætti um stjórnmálin og rækta inn í þann flokkadrátt hagsmunagæslu og erfðafjandskap. Sr. Geir minnti áheyrendur á gildi íslenskrar þjóð- menningar og varðveislu hennar. Hlutverk þingmanna væri að móta úr arfi fortíðar og nútíðar áþreifan- lega framtíð. — Þó ekki þannig að þeir ættu að hafa vit fyrir þjóðinni, — heldur sem góðra ráðsmanna væri háttur í ráði með þjóðinni. Að guðsþjónustu lokinni var gengið til þingsalar. Þar setti for- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Alþingi samkvæmt forsetabréfi dag- settu 3. maí. Forseti sagði þetta þing marka þau tímamót að þinghald hæfist að nýafstöðnum kosningum ogtil starfa tækju nú fleiri nýir þing- menn en áður hafa verið á nýkjörnu þingi. Á þeirri vegferð nytu þeir trausts liðsinnis þeirra mörgu sem um árabil hefðu sinnt fyrir þjóðar- hag verkefnum þessarar virðule- gustu stofnunar hins íslenska lýð- veldis. Forseti lýðveldis minnti á að Iand, þjóð og sameiginlegar minningar á einni tungu; fortíð og nútíð samofin í eitt, væru hornsteinar framtíðar. Á þingmenn væri lögð sú ábyrgð að Forsætií stefnun DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra þriðjudaginn að viku liðinni. Hann um hana á föstudaginn kemur, ei kröfu að forsætisráðherra flytti þ yrðu umræður. Forsætisráðherra orða tilkynningu, í Ijósi þess að i með afmarkaða dagskrá. “Það segir reyndar í lögum að leggja beri fram stefnuskrárræðu innan hálfs mánaðar frá því að þing kemur saman, en það er viðurkennt að þar er átt við hefðbundið þing sem kemur saman að hausti, en ekki takmarkað aukaþing sem stendur í stuttan tíma og er um Séra Geir Waage í Reykholti prédikar við messu í Dóm- kirkjunni áður en Al- þingi var sett í gær. Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.