Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
ATVINNUA UGL YSINGAR
REYKJALUNDUR
Fóstru vantar
til afleysinga á barnaheimili Reykjalundar
sem fyrst.
Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma
666200.
Málarar óskast
Einungis faglærðir eða þaulvanir menn koma
til greina.
Þurfa að geta hafið störf fljótlega.
Upplýsingar í síma 985-25.829.
Almálun
Svanþór Þorbjörnsson
málarameistari
Vélamenn
- bílstjórar
Viljum ráða vana vélamenn og bílstjóra til
starfa.
Upplýsingar í síma 622700 á skrifstofutíma.
ÍSTAK
Auglýsingastjóri
Viljum ráða auglýsingastjóra að tírparitinu
Lopa og bandi, sem getur hafið störf sem
fyrst.
Lifandi starf, góð laun.
Upplýsingar gefur ritstjóri blaðsins.
_ , ‘Bókaforíagið
Lífogsaga
sími 689938.
abendi
FÞÐCJÖF OC R4ÐNINCAR
Vantar þig
50% starf?
Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf:
1. Bókhald og almenn skrifstofustörf hjá
framleiðslufyrirtæki. Um er að ræða 50%
starf. Vinnutími frá kl. 8-12. Nauðsynlegt
er að viðkomandi hafi reynslu af sambæri-
legu starfi og góða tölvukunnáttu auk
góðrar þekkingar á bókhaldi og almenn-
um skrifstofustörfum.
2. Bókhald og almenn skrifstofustörf. Hjá
litlu ríkisfyrirtæki. Um er að ræða 50%
starf við bókhald, launaútreikninga og öll
almenn skrifstofustörf. Vinnutími frá kl.
13-17.
Ábendi, Laugavegi 178, sími 689099.
(á mótum Bolholts og Laugavegar)
Opið frá kt. 9-12 og 13-16.
ESPRIl
LAUGAVEGI 101
Afgreiðslustörf
Óskum að ráða afgreiðslustúlku. Æskilegt
er að umsækjendur geti hafið störf sem
fyrst, hafi reynslu af afgreiðslustörfum og
séu á aldrinum 18-25 ára.
Umsækjendur komi til viðtals í verslunina
miðvikudaginn 15. maí.
Esprit hús,
Laugavegi 101.
BORGARSPÍTALINN
Staða sérfræðings í geðlækningum
er laust við móttökudeild geðdeildar Borg-
arspítala. Starfinu fylgir kennsluskylda.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar
um náms- og starfsferil ásamt upplýsingum
um fræðilegar rannsóknir og ritstörf.
Umsóknir berist Stjórn sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar fyrir 1. júní 1991.
Aðstoðarmaður f
sundlaug
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar
að ráða aðstoðarmann í sundlaug Sjálfs-
bjargar í afleysingar.
Upplýsingar gefur Kristín Erna Guðmunds-
dóttir, yfirsjúkraþjálfari í síma 29133 miðviku-
daginn 15. maí eftir kl. 13.00.
Skjólgarður
Höfn Hornafirði
Hjúkrunarfræðingar
Á Höfn í Hornafirði er elli- og hjúkrunarheim-
ili með fæðingardeild sem heitir Skjólgarður.
íbúar eru 14 á vistdeild og 31 á hjúkrunar-
deild, á fæðingardeild eru 12-24 fæðingar á
ári. Stöðugildi eru samtals 35, þar af eru 4
hjúkrunarfræðingar starfandi en þeir eru
Amalía Þorgrímsdóttir, Ester Þorvaldsdóttir,
Sigrún Hermannsdóttir og Þóra Ingimars-
dóttir.
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til starfa.
Mikil atvinna er á Hornafirði enda talsverð
uppbygging og íbúum fjölgar jafnt og þétt.
Náttúrufegurð í Austur-Skaftafellssýslu er
margrómuð, veðurfar milt og samgöngur
góðar.
Allar nánari upplýsingar veita Ásmundur
Gíslason, framkvæmdastjóri, og Þóra Ingi-
marsdóttir, hjúkrunarforstjóri, símar
97-81118 og 97-81221.
Skjólgarður.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkr-
unarfræðingi til sumarafleysinga í júlí og
ágúst á kvöld- og morgunv. Einnig vantar
hjúkrunarfræðing í fasta stöðu frá 1. sept-
ember.
Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í
símum 95-12329 og 12920.
IANDSPÍTALINN
Reyklaus vinnustaður
Handlæknisdeild -
sérfræðingur
Laus er til umsóknar staða sérfræðings
(100%) staða í handlæknisfræðum við hand-
læknisdeild Landspítalans. Staða þessi er
laus frá 15. júní 1991.
Umsækjandi skal hafa viðurkenningu í al-
mennum skurðlækningum. Þess er sérstak-
lega óskað að umsækjandi hafi reynslu af
skurðaðgerðum í gegnum kviðsjá (laparo-
scopic surgery).
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna,
ásamt prófskírteinum, upplýsingum um
starfsferil, ritstörf og fleiri upplýsingum,
sendist Stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir 15.
júní 1991.
Upplýsingar gefur Jónas Magnússon, próf-
essor í handlæknisfræðum.
Rafeindavirki
Laus er afleysingastaða rafeindavirkja á
Eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans.
Starfið felst m.a. í viðhaldi og viðgerðum á
tækjabúnaði Ríkisspítala. Ráðning til 1. okt-
óber 1991. Góður umsækjandi á möguleika
á áframhaldandi starfi.
Umsækjandi þarf að hafa lokið iðnskólaprófi
í rafeindavirkjun. Reynsla í viðgerðum á flókn-
um rafeindabúnaði æskileg. Viðkomandi þarf
að vera tilbúinn að sækja þjálfunarnámskeið
erlendis.
Umsóknarfrestur er til 14. júní.
Upplýsingar gefur Þórður Helgason, for-
stöðumaður, í síma 601595.
Læknaritari
Starf læknaritara (50%) á Eðlisfræði- og
tæknideild er laust til umsóknar. Umsækj-
andi þarf að vera félagi í Læknaritarafélagi
íslands. Góð málakunnátta æskileg auk
tölvukunnáttu.
Umsækjandi þarf að vera tilþúinn að sækja
endurmenntunarnámskeið.
Umsóknarfrestur er til 14. júní. Upplýsingar
gefur Þórður Helgason, forstöðumaður í
síma 601595.
Barnaspítali
Hringsins
Aðstoðarlæknar
Lausar eru þrjár stöður 2. aðstoðarlæknis.
Um er að ræða almenn störf aðstoðarlækna.
Þátttaka í vöktum samkvæmt fyrirframgerðri
áætlun. Bundnar vaktir. Tvær stöður veitast
frá 1. ágúst 1991 til 31. janúar 1992. Eim
staða veitist frá 15. júlí til 31. janúar 1992.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 1991.
Nánari upplýsingar gefur prófessor Víkingur
H. Arnórsson í síma 601050. Umsóknir á
eyðublöðum lækna, Ijósrit af prófskírteini,
upplýsingar um starfsferil ásamt staðfest-
ingu yfirmanna sendist forstöðulækni.
Reykjavík, 14. mai 1991.
Vélamenn
Viljum ráða sem fyrst vélskóflustjóra og véla-
mann með kranaréttindi.
Upplýsingar gefur Sigurður Kristjánsson í
síma 681833.
Björgun hf., Sævarhöfða 33, Reykjavík.