Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991 27 Irak: Skotbardagi milli Iiaka og breskra hermanna Lundúnum, Bagdad, Sumail í Irak. Reuter. TIL skotbardaga kom í gær milli breskra landgönguliða og íraka í norðurhluta Iraks, skammt frá sumarhöll Saddams Husseins, forseta landsins. Fréttaritari breska útvarpsins BBC á svæðinu sagði að tveir írakar hið minnsta hefðu særst í bardaganum. Talsmenn varnarmálaráðuneyt- isins í Lundúnum sögðu að skotið hefði verið á landgönguliðana, sem hefðu „misst sjónar á“ tveimur árásarmannanna þegar skothríð- inni var svarað. Enginn Bretanna hefði orðið fyrir skoti. Bardaginn átti sér stað í grennd við borgina Dahuk, sem er skammt frá griðasvæðinu þar sem bresku hermennirnir hafa aðstoðað kúr- díska flóttamenn. Landgönguliðar settu upp vegatálma á svæðinu og þyrlur leituðu árásarmannanna en án árangurs. BBC sagði að mikil spenna ríkti á svæðinu og viðbúnaður vestrænu hersveitanna væri mikill. Bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna flutti matvæli til Dahuk í gær og voru þetta fyrstu sveitir Sameinuðu þjóðanna sem komu til borgarinnar. íbúar hennar voru um 380.000 fyrir uppreisn Kúrda gegn Saddam en-'flestir þeirra flúðu hana af ótta við hefndar- aðgerðir íraska hersins. Margir þein’a neita að snúa aftur til Dahuk fyrr en íraskir hermenn fari úr borginni. Bandaríkjamenn segjast helst ekki vilja senda her- menn til borgarinnar. Skæruliðaleiðtoginn Massoud Barzani, sem fer fyrir kúrdísku sendinefndinni er ræðir við íraska ráðamenn í Bagdad, sagði í gær að viðræðum um sjálfstjórn Kúrda miðaði vel áfram. Samninganefnd- irnar hefðu komið saman á sunnu- dag til að ræða niðurstöður sam- eiginlegrar nefndar, sem fjallaði um leiðir til að koma á friði og lýðræði í landinu. Serbneski minnihlutinn í Króatíu: i:rf J 11 i ■ '^rrmrnrtm ,íÆ 5* 4 9 • Reuter Stærsti sandkastali Evrópu Tuttugu bandarískir verkfræðinemar og kennari þeirra luku við þenn- an sandkastala í hollenska bænum Seheveningen í gær. Þeir reistu mannvirkið á fjórum dögum. Samþykkja að héraðið verði sameinað lýðveldinu Serbíu Zagreb. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. SERBAR á svæðinu Krajina í Kró- atíu héldu kosningar á sunnudag og samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að svæðið skuli tilheyra Serbíu i framtíð- inni. Stjórnvöld í Króatíu taka ekki mark á kosningunum. Stipe Mesic, fulltrúi Króatiu í forsætis- ráði Júgóslavíu og varaforseti sambandsrikisins, hefur sagt að íbúar Krajina gætu eins samþykkt að sameinast Kamerún og Serbíu Sfyórnvöld í S-Afríku hóta að setja neyðarlöar Jóhannesarborir. Reuter. ^ Jóhannesarborg. Reuter. STJÓRN Suður-Afríku sagði I gær arlög í landinu að nýju og leiðtogar ræðum eftir hörð átök um helgina, og hvítra hins vegar. Adrian Vlok, ráðherra lögreglu- mála, sagði að neyðarlög kynnu að verða sett og stjórnmálaflokkar bannaðir að nýju ef ekki tækist að binda enda á átök blökkumanna í landinu með viðræðum. Forystu- ipenn Afríska þjóðarráðsins (ANC), samtaka Nelsons Mandela, frestuðu hins vegar viðræðum við Inkatha- frelsisflokkinn til föstudags. A að til greina kæmi að selja neyð- blökkumanna frestuðu friðarvið- milli blökkumanna annars vegar fimmtudag rennur út frestur, sem ANC gaf stjórnvöldum til að banna Zulu-mönnum, er fylgja Inkatha- flokknum að málum, að bera hefð- bundin vopn sín. Zulu-menn drápu 27 manns í Swaniesville, vestur af Jóhannesar- borg, um helgina og að minnsta kosti tíu blökkumenn biðu bana í átökum annars staðar í landinu. Fyrstu alvarlegu átökin milli hvítra manna frá því stjórnin ákvað að afnema-lög um kynþáttaaðskiln- að brutust einnig út um helgina. Hvítir lögi’eglumenn særðu þá tvo af um 2.000 hægrisinnuðum bænd- um sem reyndu að flæma í burtu blökkumenn er freistuðu þess að endurheimta land sem tekið var af þeim fyrir þrettán árum. Robert van Tonder, leiðtogi öfgamanna úr röð- um Búa, spáði nýju Búastríði ef lögreglan beitti aftur skotvopnum gegn hvítum mönnum. og Mario Nabilo, talsmaður for- seta Króatíu, sagði: „Kosningarn- ar eru ólöglegar samkvæmt lögum Króatíu og lögum Júgóslavíu,“ í samtali við Morgunblaðið í gær- morgun. „Það er álíka mikið mark takandi á þeim og úrslitum kosn- inga á svæðinu í fyrra þegar 120% kjóscnda samþykktu að Krajina ætti að verða sjálfstjórnarsvæði í Króatíu." 73% íbúa Krajina tóku þátt í kosn- ingunum nú samkvæmt Tanjug, júgóslavnesku fréttastofunni í Serb- íu, og 99% greiddu atkvæði með því að sameinast Serbíu. Þessar tölur eru þó varla mjög áreiðanlegar. Frétta- ritari Morgunblaðsins ók um svæðið á sunnudag og sá að ekkert eftirlit var með atkvæðagreiðslunni. Kjör- kassinn í litlu þorpi, þar sem serb- neski fáninn blakti við hún og karlar sátu að sumbli á kjörstað, var til dæmis ekki annað en pappakassi í hvítum innpökkunarpappír. Bunka af þunnum, fjólubláum atkvæðaseðl- um var veifað framan í gesti um leið og þeim var boðið upp á snafs. Eng- in skrá virtist vera haldin yfir þá sem greiddu atkvæði og karlarnir voru ekki í neinum vafa um úrslit kosning- anna. Króatískir íbúar þorpsins Kijevo, sem vopnaðir Serbar lokuðu af frá umhverfinu í rúma viku og er nú undir vemd júgóslavneska hersins og króatísku lögreglunnar, höfðu engin afskipti af kosningunum. „Við myndum líklega ekki mega kjósa þótt við vildum,“ sagði ung kona. „Allar skrár yfir íbúa bæjarins hafa verið teknar og það verður örugglega ekki komið með nein kosningagögn hingað.“ Kijevo er í 20 km fjarlægð frá Knin, höfuðstöðvum leiðtoga Serba í Krajina-héraði. Það er langt og mjótt, strjálbýlt svæði sem liggur meðfram landamærum Króatíu og Bosníu-Hersegóvínu, skammt frá Adríahafi. Krajina liggur hvergi að Serbíu en fjöldi Serba fluttist þangað á 16. öld. Nú er talið að um fjórðung- ur Serba í Króatíu búi á svæðinu. Um 600.000 Serbar búa í sambands- lýðveldinu öllu, en það samsvarar um 11% íbúa þess. Króatía mun halda kosningar úm framtíð sambandslýðveldisins í Júgó- slavíu á sunnudag. Talið er að þá verði samþykkt að lýðveldið segi sig úr sambandsríkinu. Serbar í Krajina vilja ekki verða íbúar Króatíu ef hún segir sig úr Júgóslavíu. SIEMENS 1 Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • -Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.