Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991 17 það ekki ólöglegar aðgerðir. Þann- ig eru viðhorfin á þeim bæ. Sjómenn hafa ekki á síðustu misserum látið sinn hlut eftir liggja varðandi ólögmætar vinnustöðvan- ir á gildistíma kjarasamninganna. Hafa þær aðgerðir allar að þessu sinni birst í oftast fyrirvaralausum verkföllum einstakra skipsáhafna á togurunum til þess að ná fram hækkuðu fiskverði. Hefur þá gjarnan verið gerð krafa um leið- réttingu fiskverðs síðustu veiði- ferða og síðan krafist hækkunar fyrir nokkrar næstu veiðiferðir. Um ólögmæti þessara aðgerða hefur enginn efast og þarf ekki að eyða orðum í þær frekar. Nú nýlega lauk deilu af sama toga, þ.e. krafa um hækkun fisk- verðs, en með fínlegra yfirbragði, en jafn ólöglega að því staðið eins og venjulega. Hér er átt yið kröfu undirmanna á togurum Útgerðarfélags Akur- eyrar um hækkað fiskverð. Til þess að ná því fram, var að þessu sinni gripið til fjöldauppsagna. Að sjálfsögðu er launþegum ein- um eða fleiri heimilt að segja upp störfum á vinnustað með lögmæt- um fyrirvara, enda sé tilgangurinn með uppsögninni að hætta störfum hjá viðkomandi atvinnurekanda. Sé aftur á móti um fjöldaupp- sagnir, samstæðar (kollektivar) uppsagnir að ræða, eins og var hjá sjómönnum á togurum Útgerðarfé- lags Akureyringa, þar sem tilgang- ur uppsagnanna var ekki sá að hætta störfum hjá fyrirtækinu, heldur að nota fjöldauppsagnirnar sem sameiginlega baráttuaðferð í ¦ þeim tilgangi að knýja viðkomandi atvinnurekanda til að hækka laun- akjörin gegn endurráðningu, þá er tvímælalaust um brot á frið- arskyldunni að ræða, þ.e. að friður skuli ríkja milli atvinnurekenda og launþega á gildistíma kjarasamn- ings. Hvort heldur viðkomandi laun- þegar standa einir að slíkum að- gerðum eða stéttarfélag þeirra er beinn eða óbeinn aðili að slíkum aðgerðum breytir engu. Þá skiptir ekki máli varðandi ólögmæti slíkra aðgerða, þótt krafan sé um hækkun á lágmarks- töxtum eða hækkun á fiskverði, sem er lágmarksverð. Þessi niðurstaða byggist á áliti norrænna fræðimanna í vinnurétti hér á Norðurlöndum. Má í því sam- bandi nefna, að þegar árið 1916 voru slíkara aðgerðir launþega dæmdar ólögmætar í Noregi. Það er áhyggjuefni að launþegar og samtök þeirra skuli ekki kynna sér lögmæti fyrirhugaðra aðgerða, sem þau hyggjast grípa til í kjara- baráttunni, áður en rokið er af stað, sbr. t.d. atvinnuflugmennina nú nýlega. Þó grunar mann oftast að þessir aðilar viti betur, en hvers vegna að vera að hafa áhyggjur af slíku, þegar árangurinn er skoð- aður í ljósi þess að slíkar ólögmæt- ar aðgerðir eru nánast orðnar hefð- bundnar. Skapast það ekki sízt af slappleika vinnuveitenda á að standa á rétti sínum. Hafa laun- þegasamtökin og launþegahópar eðlilega gengið á lagið, eins og dæmin sanna, þegar viðnám. at- vinnurekenda er Iítið sem ekkert. Ég er þeirrar skoðunar að það sé annað hvort að stíga skrefið til fulls, afnema vinnulöggjöfina og gefa allt frjálst í þessum efnum, þannig að menn geti gripið til þeirra aðgerða sem þeir telja ár- angursríkastar í kjarabaráttunni á hverjum tíma. Gertæki og ofbeldi yrði þó væntanlega að rúmast inn- an almenns ramma laga og reglna. Hinn kosturinn er sá, að endur- skoða alla vinnulöggjöfina, sem löngu er orðin úrelt, enda rúmlega hálfrar aldar gömul. Setja þarf þá aðilum vinnumarkaðarins skýrar reglur, hvað má og hvað ekki í vinnudeilum, þar sem aðilar taki afleiðingunum sé útaf brugðið og þar sem mönnum sé gert fullljóst, að þeir eiga rétt en bera líka skyld- ur. FBM og MFA: Kvikmyndagerðarmaður hlýtur Stefánsstyrkinn ÞORBJORN Á. Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur hlotið Stef- ánsstyrkinn sem Menningar- og fræðslusamband a 1)>Ý <)u og Félag bóka- gerðarmanna standa að til minningar um Stefán Ogmundsson prent- ara og fyrsta formann MFA. Afhending styrksins fór fram í húsi FBM 1. maí og fær Þorbjörn styrkinn til að gera myndband sem heitir Réttur þinn og er fræðslumynd fyrir ungt fólk um verkalýðshreyfing- una og réttindi launafólks. Upphæð styrksins er 250 þúsund krónur. Stefánsstyrkur var nú veittur í styrksins sagði Þórir Guðjónsson, annað sinn en tilgangur hans er að styðja einstakling, einstaklinga, fé- lag eða samtök vegna viðfangsefna sem lúta að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verka- lýðshreyfingarinnar. í ávarpi sínu við afhendingu formaður FBM, að með styrkveitn- ingunni að þessu sinni væri verið að efla og auka nauðsynlega fræðslu um verkalýðshreyfinguna, starf hennar, starfshætti og* markmið. „Við viljum með þessari styrkveit- ingu leggja lóð á vogarskálar þess • Morgunblaðið/Kristján Þórir Guðjónsson (th), formaður Félags bókagerðarmanna, afhendir Þorbirni A. Erlingssyni, kvikmyndagerðarmanni, Stefánsstyrkinn. að koma fræðslu og verkefnum inn verður að upplýsa og fræða um þá í kennsluefni grunnskóla landsins. sögu og það teljum við okkur gera Það er ekki nóg að eiga stranga og með styrkveitingunni nú," sagði Þór- stríða fortíð, mörgum ókunna, heldur ir. gæðavélar á góðu verði vFlymo raf- og bensín- knúnar loftpúðavélar minitraktorar KOMDU BEINT TIL WlVKAK««« ...og sparaðu þér sporin. í Sláttuvélamarkaðnum er ótrúlegt úrval vandaðra sláttuvéla. Verðið kemur á óvart. Öflug, amerísk MTD sláttuvél með 3.5 hestafla vél frá Briggs & Stratton, með rafeindakveikju og 20 tommu hníf kostar til dæmis aðeins kr. 17.791.- ÍkfCI rafknúin garðverkfæri llt MKLABRAUT UáfUÍS) ódýrar, amerískar sláttuvélar ALLT Á SAMA STAÐ í Státtuvélamarkaðnum í Nútíðinni, FAXAFENI 14, SKEIFUNNI, SÍMI 685580 VERSLUN, VARAHLUTIR OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA ^iiij ...^WitaM \ "^ GA? Pétursson hf O-.tTIt fírrrs sími 68 55 80 -% £™w^8sSSS -^*. I7"_ii n=a 3 a V m» *• »»**»!< »»# J^ bssm Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.