Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 Er lagasetnmg gegn eínokun og hringamyndun nauðsynleg? eftir Hannes Hólmstein Gissurarson I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 4. maí síðastliðinn er tekið und- ir þá hugmynd Þorsteins Pálssonar, sem líka getur að líta í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar, að setja beri sérstök lög gegn einokun og hringamyndun hér á landi. Er meðal annars vitnað til Friðriks Ágústs von Hayeks, nób- elsverðlaunahafa í hagfræði, sem kom hingað til lands vorið 1980 og hélt þá tvo fyrirlestra. Ég er því miður hræddur um, að sumir þeir, sem hæst hafa um lagasetningu gegn einokun og auðfélögum, hafi það aðallega í huga að koma höggi á tvö stór íslejisk einkafyrirtæki, Eimskipafélag íslands hf. og Flug- leiðir hf., sem rekin hafa verið af miklum myndarskap. Hvers vegna ætti nú að vera nauðsynlegra en oft áður að setja sérstök lög gegn einokun og hringamyndun? Hitt er annað mál, að rétt kann að vera að endurskoða gildandi lög um hlut- afélög, og setti ég raunar fram hugmyndir um það í grein í DV 5. júní 1990, þar sem ég vitnaði ein- mitt í sömu ritgerð Hayeks og höf- undur Reykjavíkurbréfs Morgvn- blaðsins gerir. Hér skal reynt að skýra þetta mikla mál í örfáum orðum. Opinberir aðilar hafa stuðlað að einokun Sumaríð 1945 háðu þeir Jónas H. Haralz, sem þá var ungur og róttækur hagfræðingur, nýkominn frá Svíþjóð, og Ólafur Bjömsson, síðar prófessor, fróðlega ritdeilu um einokun í Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum. Jónas hélt því þá fram, að frjálshyggja Hayeks væri aðeins tálsýn, því að í frjálsri samkeppni væri falin tilhneiging til eigin tor- tímingar. Einokun hlyti smám sam- an að leysa samkeppni af hólmi. Gallinn við ftjálsa samkeppni væri að einhver ynni hana, eins og annar félagshyggjumaður, George Orwell, orðaði það eftirminnilega. Ólafur Bjömsson benti á tvennt á móti þessu, Annað var, að tækniþróunin auðveldaði samkeppni frekar en torveldaði. Einkabílar hefðu til dæmis komið til sögu, skömmu eft- ir að menn tóku að hafa áhyggjur af einokun í jámbrautaflutningum. Hitt atriðið var, að einokun hefði oftast vaxið og dafnað vegna rík- isafskipta, en ekki þrátt fyrir þau. Menn ættu þess vegna að hætta lögverndaðri einokun og samkeppn- ishömlum á vegum opinberra aðila. Þetta er lóðið, hygg ég. Opinber- ir aðilar hafa oftar en ekki stuðlað að einokun. Áður en menn heimta lagasetingu gegn einokun, ættu þeir því að krefjast þess, að lög til verndar einstökum einokunaraðil- um verði felld úr gildi, og er af nægu að taka hér á landi. Meinið þarf alls ekki að vera, þegar eitt- hvert eitt fyrirtæki vex upp yfir öll önnur fyrirtæki á tilteknum mark- aði. Ástæðan til þess getur blátt áfram verið sú, að fyrirtækið sé betur rekið og bjóði fram betri og ódýrari vöru en keppinautarnir. Hvað í ósköpunum er athugavert við það? (Ég geri til dæmis ráð fyr- ir því, að ritstjórar Morgunblaðsins telja þetta helstu skýringuna á vel- gengni blaðsins í íslenska fjölmiðla- Hannes Hólmsteinn Gissurarson * „Aður en menn heimta lagasetingu gegn ein- okun, ættu þeir því að krefjast þess, að lög til verndar einstökum ein- okunaraðilum verði felld úr giidi, og er af nægu að taka hér á landi.“ heiminum.) Meinið er, þegar opin- berir aðilar beita valdi sínu til þess að koma í veg fyrir, að aðrir geti veitt hinu stóra fyrirtæki eðlilega samkeppni, þegar þeir binda út- flutning og flugrekstur til dæmis við sérstök leyfi, skammta hafnar- aðstöðu naumlega, sníða námi í tannlækningum og endurskoðun þröngan stakk og svo framvegis. Hagsmunir stjórnenda geta rekist á hagsmuni hluthafa Draga má þá ályktun af fram- ansögðu, að brýnna sé að fella úr gildi ýmis höft, boð og bönn en að setja sérstök lög gegn einokun og hringamyndun. Ef opinberir aðilar ætla að bæta heiminn, ættu þeir með öðrum orðum að byija á sjálf- um sér. En merkir þetta, að opin- berir aðilar ættu að láta sér nægja að hafast ekkert það að, sem torvel- dað gæti samkeppni? Síður’en svo. Við þurfum að einangra hin raun- verulegu úrlausnarefni. Þau eru ekki, að eitt fyrirtæki sé stærra en annað. Vandinn er tvennur. Þegar fyrirtæki nýtur óeðlilegra fríðinda eða sérieyfa og þegar stjómendur þess vinna ekki að hagsmunum eig- enda þess, heldur að eigin hags- munum. Fyrri vandann má leysa með því að fella öll fríðindi og sér- leyfi úr gildi. Síðari vandann verður ef til vill að leysa með sérstakri lagasetningu. Dæmi um lagasetningu til trygg- ingar því, að stjórnendur fyrirtækis gæti hagsmuna allra hluthafa þess, en ekki aðeins eigin hagsmuna, er einmitt það, sem Hayek nefnir og höfundur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins vísar til með velþóknun: Bann við því, að eitt fyrirtæki eigi atkvæðisbæran hlut í öðru fyrir- tæki. Setjum svo, að útgerðarfélag eigi hlut í olíufélagi. Þá gæti stjórn útgerðarfélagsins freistast til þess að beina öllum viðskiptum sínum til olíufélagsins í stað þess að bjóða ' út olíukaup sín, þótt útboðið virtist óneitanlega hagkvæmara. Með því væri stjórn útgerðarfélagsins hins vegar að taka hagsmuni hluthaf- anna í olíufélaginu fram yfir hags- muni hluthafanna í útgerðarfélag- inu. Við þurfum að hafa áhyggjur af slíkum dæmum, en ekki hinu, að eitt fyrirtæki vaxi hraðar en annað. Hayek nefnir raunar aðra reglu, sem setja mætti til trygging- ar því, að stjórnendur fyrirtækis gæti hagsmuna allra hluthafa þess. Hún er, að hluthafar í fyrirtæki geti krafist þess að fá allan sinn arð greiddan út á hveiju ári í stað þess að þurfa að lúta ákvörðun meirihluta á aðalfundi um það, hvort arðurinn er notaður í frekari útþenslu fyrirtækisins eða renni beint til hluthafa. Einokun á vinnumarkaði Ráðherrunum í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og höfundi Reykjavíkur- bréfs Morgunblaðsins gengur vafa- laust gott eitt til með tali sínu um lagasetningu gegn einokun og hringamyndun. Ég vona hins veg- ar, að mér hafi tekist að leiða hér nokkur rök að því, að eðlilegast sé að stefna að tvennu öðru: að fella í fyrsta lagi úr gildi allar samkeppn- ishömlur á vegum opinberra aðila og að setja í öðru lagi lög til trygg- ingar því, að stjórnendur stóra hlut- afélaga misfari ekki með það traust, sem eigendur hlutafjár í slíkum fé- lögum sýna þeim. En ég hlýt að lokum að benda á það, að einu al- varlegu einokunarfyrirtækin hér á landi eru aðilar vinnumarkaðarins, éinkum þó verkalýðsfélögin, sem neyða alla menn innan einnar og sömu atvinnugreinarinnar til að greiða sér félagsgjöld og skirrast ekki heldur við að beita líkamlegu ofbeldi eða hótunum um slíkt of- beldi í vinnudeilum. Vissulega er löngu kominn tími til að hætta lög- vemdun slíkra einokunarfélaga. Höfundur er lektor í stjórnmálafneði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Hússjóður Öryrkja- bandalagsins 25 ára eftir Tómas Helgason Á undanförnum 50 árum hafa verið stofnuð fjölmörg félög, sjúkl- inga, öryrkja, fatlaðra og áhuga- manna um einstaka sjúkdóma eða sjúkdómaflokka. Hvert þessara félaga hefur beitt sér fyrir hags- munum og velferð tiltekinna hópa og eðlilega talið að sín mál ættu að hafa forgang. Tilvist og starf félaganna hefur m.a. stuðlað að því að við búum nú við mjög góða heilbrigðisþjónustu á flestum svið- um. Félögin hafa miklu hlutverki að gegna til þess að tryggja áfram- hald á enn betri þjónustu og til þess að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu, sem getur leitt til að unnt verði að koma í veg fyrir sjúkdóma og fötlun. Þó að einstök félög hafi unnið stórvirki hvert á sínu sviði er ljóst að sum mál eru sameiginleg og að heildarsamtök geta áorkað mun Flísar Vandaðar vörur á betra verði. Nýborg Skútuvogi 4, shtti 82470 meiru að því er þau varðar. Sam- eiginleg mál eru húsnæðismál, atvinnumál, tryggingamál ogjafn- rétti. Þetta var frumkvöðlum að stofnun Öryrkjabandalagsins ljóst fyrir 30 árum, þegar bandalagið var stofnað. Þá eins og nú voru húsnæðis- mál í brennidepli. Misréttið sem öryrkjar bjuggu við á þeim tíma kom gleggst fram í þeim húsa- kosti, sem þeir þurftu að sætta sig við. Húsnæði var dýrt og illfá- anlegt. Til þess að bæta úr þessum vanda var hússjóði Öryrkjabanda- lagsins komið á fót sem sjálfseign- arstofnun. Stofnskráin var undir- rituð 22. febrúar 1966. Tilgangur sjóðsins var og er að eiga og reka húsnæði fyrir öryrkja. Þó að eigið fé væri ekki mikið, hvert stofnfélag lagði fram 10.000 krónur, var þegar hafist handa um undirbúning að byggingum, sem nú standa að Hátúni 10 í Reykja- vík. Það sem gerði framkvæmdir mögulegar var aðgangur að styrkjum og lánum úr erfðafjár- sjóði, lán úr húsnæðislánakerfi rík- isins og óbilandi þor og þrek aðal- hvatamanns að stofnun sjóðsins og formanns stjómar hans þar ti! í byijun síðasta árs, Odds Ólafs- sonar yfirlæknis. Ekki er á neinn hallað þó að getið sé sérstaklega atfylgis annars manns, sem einnig var í fyrstu stjóm hússjóðs, Hjálm- ars Vilhjálmssonar ráðuneytis- stjóra. Hugkvæmni Odds og holl ráð Hjálmars voru í raun höfuð- stóll sjóðsins. Þessi höfuðstóll hefur gefið rík- uiega ávöxtun sem sjá má af því, að nú á hússjóður hátt í 400 íbúð- ir víðs vegar á landinu. Þá er í byggingu 30 íbúða hús sem kennt verður við Odd Ólafsson, auk þess sem stöðugt er unnið að kaupum heppilegra íbúða á víð og dreif um bæinn og landið. Ávöxtun sjóðsins er að sjálfsögðu til orðin fyrir gott samstárf við félagsmálaráðherra og ráðuneyti, Húsnæðisstofnun, Reykjavíkurborg, Tryggingastofn- un, heiibrigðismálaráðuneyti og fjölmarga aðra opinbera aðila, og nú seinustu árin fyrir tilkomu lott- ósins. Einnig ber að geta með þakklæti hlutar framkvæmda- stjóra hússjóðs og Öryrkjabanda- lagsins, þeirra Önnu Ingvarsdóttur og Ásgerðar Ingimarsdóttur og annars starfsfólks, sem unnið hef- ur ómetanlegt starf í þágu okkar allra af fómfýsi og óeigingimi. Þegar litið er til baka er aldar- fjórðungur ekki langur tími. Á þessum síðasta aldarfjórðungi hef- ur þó mikið áunnist í velferðarmál- .um almennt og í málefnum ör- yrkja sérstaklega. En betur má, ef duga skal. Enn er mikið óunn- ið, enn búa sjúkir og fatlaðir við verri kjör en aðrir og enn örlar á skilningsleysi í garð þeirra. Úr þessu þarf að bæta með sameigin- legu átaki, tillitssemi og umburð- arlyndi á báða bóga. Með aukinni þekkingu almennings og aukinni þátttöku fatlaðra í þjóðlífmu hefur skilningur á málefnum þeirra og sérþörfum vaxið. Þannig þykir nú sjálfsagt, að þeir eigi að búa í sams konar húsnæði og aðrir, og að tekið sé tillit til sérþarfa þeirra við hönnun. Húsnæðið á að sjálf- Tómas Helgason „Er ætlunin að halda áfram að vinna að bráð- nauðsynlegri öflun á íbúðarhúsnæði fyrir ör- yrkja.“ sögðu að vera staðsett innan um aðra íbúðarbyggð, jafnvel þótt hin- ir fötluðu þurfi á veralegri hjálp eða meðferð að halda. Stundum getur verið nauðsynlegt að funda með nágrönnum til þess að veita þeim upplýsingar og fræðslu. Það getur verið erfitt að breyta um skoðun og sérstaklega að láta af fordómum gagnvart því sem mað- ur ekki þekkir og vekur ugg. En reynslan hefur sýnt að þetta er hægt þegar fordómarnir beinast að fötluðum, ef tekst að fá fólk til að skilja hvernig það getur aðstoðað hina fötluðu og hvað af þeim megi læra til að öðlast meiri lífsfyllingu. Eins og þegar er fram komið er stefna hússjóðsins í íbúðakaup- um og byggingum sveigjanleg. Hún miðar annars vegar að því að dreifa íbúðum fyrir öryrkja sem víðast þannig að samgangur verði eðlilegur milli allra þegna þjóðfé- lagsins. Hins vegar miðar hún að því að veita öryrkjum og fjölskyld- um þeirra valfrelsi, þannig að þeir sem finiia til öryggis af að búa nálægt öðrum sem eiga við svipað- an vanda að etja geti átt kost á því og þá átt greiðari aðgang að skyndihjálp húsvarðar eða umsjón- armanns. Mest af íbúðum sjóðsins nú era einstaklingsíbúðir eða litlar hjóna- íbúðir. Þörf er fyrir stærri íbúðir til þess að fjölskyldur með einn eða fleiri fatlaða meðlimi geti hald- ið saman eins lengi og þær óska. Nokkru af þessari þörf er ætlað að mæta í því húsi, sem nú er verið að byggja. í samræmi við það sem áður er sagt um stefnu hússjóðsins er ætlunin að halda áfram að vinna að bráðnauðsynlegri öflun á íbúð- arhúsnæði fyrir öryrkja þar til þörf þeirra fyrir húsnæði verður fullnægt. Ekki verður hjá komist að nefna í lokin þann mikla skort, sem enn er á sambýlum og vern- duðum íbúðum fyrir öryrkja, sem ekki geta búið einir. Þessi vandi verður ekki leystur nema til komi fjárveitingar frá opinberum aðilum til að greiða laun starfsfólks á slík- um heimilum. Jafnóðum og slíkar fjárveitingar fást verður að afla húsnæðis. Þó að það sé e.t.v. fyrst og fremst verkefni framkvæmda- sjóðs fatlaðra getur þörfin verið svo brýn að hússjóður verði að hlaupa undir bagga eins og gert hefur verið í nokkram tilvikum og leigja svæðisstjórnum húsnæði. A þessu afmælisári hússjóðs og Öryrkjabandalagsins á ég þá ósk helsta að sá skilningur og velvilji, sem sjóðurinn og samtökin hafa mætt hjá öllum almenningi og opinberam aðilum eigi eftir að aukast enn öryrkjum og öllum öðrum landsmönnum til hagsbóta. Höfundurer formaður stjórnar hússjóðs Oryrkjabandalagsins og prófcssor í geðlækningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.