Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 19

Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 19 Bravó Frakkland! Áfram ísland! Frakkar hafa lagt línuna í Evrovision-söngvakeppninni eftir Jakob Frímann Áfram ísland Magnusson Um leið og Evrópulöndin hrökkva Frakkar voru hinir raunverulegu sigurvegarar í nýafstaðinni söngva- keppni Evrovision. Þeir teiídu fram frumlegasta lagi sem hefur lengi heyrst á þessum vettvangi og hlutu, merkiiegt nokk, flest stig í úrslitum, jafnmörg þó og Svíar sem opinber- lega kallast nú sigurvegarar. Með breyttu fyrirkomulagi og faglegri dómnefndum mun þessi keppni á næstu árum þróast í að verða samkeppni þeirra Evrópu- þjóða sem halda vilja séreinkennum sínum og efla sinn þjóðlega menn- ingarprófíl. Frakkar hafa riðið á vaðið. Þeir hafa fyrstir áttað sig á að hin nýja samsetning dómnefnda, þar sem nú sitja atvinnumenn í tón- list að stórum hluta, krefst metnað- arfyllri lagasmíða, frumlegri fram- setningar og faglegri vinnubragða. Frakkar hafa einnig fyrstir áttað sig á mikilvægi þess að styðja myndarlega við bakið á sinni popp- tónlist, þvf hún er nú einu sinni sá þáttur menningar í nútímaþjóðfé- lagi sem er í nánastri snertingu við vinnustaði, skóla, heimili og opin- bera staði. Álit þjóðar út á við, sem og sjálfsímynd hennar, hlýtur því að tengjast mjög á hversu háu stigi alþýðutónlist viðkomandi þjóðar er. Franska þjóðin sat stolt við skjáinn 4. maí, því hið glæsilega framlag Frakka til söngvakeppninnar er í beinu framhaldi af því hvemig Jaques Lang menningarmálaráð- herra hefur búið í haginn fyrir franska popptónlist: Stórkostlegur ríkisstuðningur frá árinu 1984, ijár- stuðningur sem á síðasta ári nam sem svarar 1.400 milljónum ís- lenskra króna. Þeim peningum er varið í að byggja upp kröftugan tónlistariðnað, senda listamenn á tónleikaferðir um gjörvalla heims- byggðina, að ekki sé minnst á opn- un frönsku tónlistarmiðstöðvarinn- ar í New York þar sem sjö manns í fullu starfi sinna því einu að kynna og útbreiða franska tónlist í Banda- ríkjunum. Langflestar Evrópuþjóðir hafa fylgt fordæmi Frakkanna og styrkt tónlistariðnað sinn og þar með ímynd sína út á við. Það er með góða popptónlist eins og annað sem er í boði: það kostar peninga að græða. Það þarf fjármuni til að laða að einu tónlistarverkefni bestu fáanlegu höfunda, bestu hugsan- legu flytjendur, upptökustjóra, út- setjara, hljóðver, markaðsmenn o.s.frv. Það tókst Frökkum nú. Það vakti hins vegar athygli í síðustu forkeppni okkar íslendinga, hversu mikið var um unga, óreynda og óþekkta flytjendur og höfunda. Hvers vegna? Jú, menn telja sig hreinlega ekki hafa efni á að vinna frítt vikum saman og borga síðan stórlega með sér við að koma sér og sínum liðsmönnum á staðinn. Of margir hafa brennt sig á þeim raunveruleika til þessa og því vant- ar alvöruþungann af okkar hálfu, Menh sitja frekar heima. Auk þess hefur keppnin til þessa verið hálf gamaldags og hallærisleg. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? I Aðrir sætta sig ekki við þaö! 1 Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigið hár, sem vex eölilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda- rískra og þýskra staðla Framkvæmd undlr eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111 202 Kópavogi - Sími 01 -641923 á kvöldin - Sfmi 91-642319. O Þ.ÞORGRlMSSON &C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 upp við þann vonda draum, hvert af öðru, að allt er að fletjast út í eina allsheijar Júróflatköku, þar sem þjóðareinkennin hverfa smám saman, þá taka menn sig saman í andlitinu, gerast þjóðlegri og eilítið öðruvísi en sönghópurinn hinum megin við brúna. Þá breyta menn jafnframt samsetningu dómnefnda og nálgast upp á nýtt upphaflegt markmið keppninnar, það að hver þjóð skarti sinni sérstæðustu og vönduðustu popptónlist, tónlist sem gæfi hugmynd um hvar viðkomandi þjóð væri stödd, í tíma og rúmi, í menningarlegu samhengi, í tónlist- arlegu uppeldi og smekkvísi. Að sjálfsögðu eiga íslendingar að taka þátt í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, ekki síst nú þegar ljóst má vera að þjóðirnar sem hafa dirfsku til að flytja fram- sækna og metnaðarfulla tónlist munu uppskera í samræmi við það, sbr. Frakkland í ár. Yfirmenn íslenska sjónvarpsins þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt og leita leiða til að fjármagna þátt- töku íslands í söngvakeppninni þannig að tryggt verði að þátttakan verði okkur til sóma og framdrátt- ar. Tónlistarmennirnir verða einnig að endurmeta þennan vettvang í ljósi breyttra reglna og þess sem í raun gerðist úrslitakvöldið 4. maí. „Yfirmenn íslenska sjónvarpsins þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt og leita leiða til að fjár- magna þátttöku íslands í söngvakeppninni þannig að tryggt verði að þátttakan verði okk- ur til sóma og fram- dráttar.“ Tími gömlu formúlunnar er liðinn. Tími hugmyndaflugsins og dirfsk- unnar er framundan. Áfram ísland! Höfundur er tónlistarmaður. Jakob Frímann Magnússon BREYTINGAR A FYRIRKOMULAGI AFGREIÐSLU BÚNAÐARBANKANS 1 KÓPAVOGI A ðkoma frá Skeljabrekku Aðkoma frá Hamraborg Vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Búnaðarbankann að Hamraborg 9 í Kópavogi verður nú eilítil breyting á afgreiðslufyrirkomulagi þar. Afgreiðsla lánadeildar, þ.e. víxla, skuldabréfa og innheimtuskjala, auk gjaldkera verður áfram staðsett í Hamraborg 9, gengið inn sunnanmegin frá Hamraborg. Svo er einnig um skrifstofu útibússtjóra og geymsluhólf. Önnur starfsemi, þ.e. almenn afgreiðsla, innlán, greiðslukort, erlendur gjaldeyrir o.fl., er hinsvegar flutt í næsta hús og verður nú staðsett á neðstu hæð norðanmegin með aðkomu frá Skeljabrekku. Þar eru jafnan næg bflastæði og er gengt á milli afgreiðslnanna. Starfsfólk Búnaðarbankans vonast til að þessar tímabundnu ráðstafanir valdi ekki miklum óþægindum fyrir viðskiptavini. ® BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki l ,——1 1 1 1 / 1, ■ ■J..,-. 1 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.