Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 33

Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 33
MORGUWBLAÐIÐ ■MÍIÐJÖDAGLhR 14. MAI 1991 38 Tveir af aðalleikurunum, Clint Eastwood og Charlie Sheen. Bíóhöllin sýnir myndina „Nýliðinn“ BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýningar myndina „Nýliðinn". Með aðal- hiutverk fara Clint Eastwood og Charlie Sheen. Leikstjóri er Clint Eastwood. Myndin segir frá David Acker- man (Sheen) sem er nýliði í sér- stakri deild innan Los Angeles-lög- reglunnar. Deiid þessi sinnir þjófn- aði á dýrum bílum, þar er David kynntur fyrir Nick Pulovsky (East- wood), lögreglumanni sem honum ber að starfa með. Nick hefur ein- mitt orðið fyrir þeirri reynslu að bílaþjófar skutu síðasta starfsfé- laga hans til bana og honum er efst í huga að hefna fyrir það. Hann telur sig vita við hvern er að sak- ast. Nick er gamall í hettunni, óþol- inmóður, kuldalegur, ruddafenginn og mikill vindlareykingamaður. Honum er líka laus höndin og hætt- ir til að beita menn ofbeldi af litlu tilefni. Nýliðar eins og David Acker- man geta varla hugsað sér verra hlutskipti í upphafi starfs en að lenda með meinhorni eins og Nick. Háskólabíó sýnir myndina „I ljótum leik“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- ingar myndina „I ljótum leik“. Með aðalhlutverk fara Sean Penn og Ed Harris. Leikstjóri er Phil Joanoli. Myndin hefst á því að Terry Noon- an á í skiptum við dópsala í ömur- legu hverfi í New York. Lögreglu- menn koma þeim í opna skjöldu en Terry skýtur þá af stuttu færi. Hann lætur fíkniefnasalann aka sér á næstu brautarstöð en tíðindin berast á svipstundu um undirheima New York, einkum þó í Rottugrenið en þar var Terry fæddur og uppalinn. Hann leitar því á fornar slóðir og biður æskuvin sinn, Jackie, ásjár. Það verða miklir fagnaðarfundir og Jackie hefur samband við Frankie, eldri bróður sinn, sem er höfuðbófinn á svæðinu og biður hann að útvega Terry vinnu. Á það er fallist og vinn- an er í samræmi við hverfið og þá sem þar búa. Frankie leggur stund á fjárkúgun, hvers kyns arðrán og ógnarverk en hyggst nú færa út kvíarnar og hefja eiturlyfjasölu í stórum stíl. Af þeim sökum er hann að semja við ítalskan bófa en' málið vandast þegar í ljós kemur að Stevie, æskuvinur þeirra Terrys og Jackies, skuldar einum þeirra átta þúsund dali og það sem verra er, getur ekki greitt skuldina. Kór Átthagafélags Strandamanna. Strandamenn syngja í Þorlákshöfn KÓR Átthagafélags Stranda- manna í Reykjavík heldur tón- leika í Þorlákskirkju í Þor- lákshöfn miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 20.30. Á söngskránni eru bæði inn- lend og erlend lög, m.a. lög úr söngleikjum. Stjórnandi kórsins er Erla Þórólfsdóttir og undir- leikari Laufey Kristinsdóttir. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Atriði úr myndinni. FÁNASTENGIIR Starrahólum 8-111 Reykjavík - sími 72502 - Fax 72850 Upplýsingar alla daga frá kl. 9-22. Verð á SNARA FÁNASTÖNGUM með jarðfestingum, línu og hún. 6 metra fánastöng kr. 25.870,- m/vsk. 8 metra fánastöng kr. 31.270,- m/vsk. 10 metra fánastöng kr. 43.600,- m/vsk. GREIÐSLUSKILMÁLAR. 10. -13. maí 1991. Síðla aðfaranótt laugardags sá lögreglumaður á sjónpósti í mið- borginni hvar þrír 17 ára gamlir drengir brutust þar inn í söluturn. Nálægir lögreglumenn handtóku drengina skömmu síðar. Drengirn- ir, tveir Kópavogsbúar og einn Garðbæingur, áttu þá í mestum erfiðleikum með að skipta þýfinu, fjórum tyggjópökkum. Skemmd- irnar, sem þeir ollu, koma þeir til með að þurfa að bæta, en þær eru öllu meiri en andvirði tyggjósins góða. Kona á sextugsaldri var staðin að því að reyna að hnupla þremur áfengisflöskum í verslun ATVR í Kringlunni á föstudag. Hún hafði stungið flöskunum inn á sig, en þar sem árvökulum starfsmanni fannst augljós „óléttan“ ósennileg hjá konu á þessum aldri komst upp um verknaðinn. Annars er ekki óalgengt að starfsmenn ÁTVR standi fólk að hnupli í verslunum þess. Þeir kalla þá jafnan á lögregl- una, sem meðhöndlar þá viðkom- andi mál sem hvern annan þjófnað. Á laugardagsmorgun voru mál fjögurra manna og einnar konu, sem gistu fangageymslur lögregl- unnar um nóttina, tekin fyrir hjá dómara. Þetta voru aðilar að jafn mörguni málum. Einn hafði ölvaður streist á móti lögreglumönnum við handtöku utan við skemmtistað. Annar hafði ölvaður tekið þátt í slagsmálum í miðbænum og lét ófriðlega eftir handtökuna. Þriðji, einnig ölvaður, hafði uppi ósæmi- legt orðbragð við lögreglumenn auk þess sem hann hafði ekki ráð- ið við að hafa hemil á framleiðslu munnvatnskirtlanna. Sá íjórði hafi látið ófriðlega á skemmtistað, sóp- að glösum af borðum og rutt um húsgögnum. Eitthvað virtist hann einnig hafa drukkið. Konan hafði reynt að bíta og sparka í lögreglu- mann eftir að þeir höfðu þurft að hafa afskipti af henni þar sem hún var ölvuð að valda ónæði. Allt þetta fólk varð nokkrum þúsundum krón- um fátækara eftir atburði nætur- innar. Um helgina urðu 5 umferðarslys í borginni, þar af 4 á föstudag. i þessu slysum slösuðust tveir hjól- reiðarmenn. Full ástæða er til að minna ökumenn á að nú er sá árs- tími hafinn þegar vænta má barna á reiðhjólum við hvert hjólmál. Á laugardag fór fram árlegt uppboð á óskilamunum hjá lögregl- unni. Margir höfðu hug á að kom- ast yfir ýmislegt sem þar var á boðstólum og víst er að sumir gerðu þargóð kaup. í boði voru t.d. gjarð- arlaus flatlendisreiðhjól, gróf- mynstrað háfjallareiðhjól, fatnaður ýmiss konar, skartgripir og einn var svo heppinn að höndla forláta gítar, strengjalausan. Einhvetjir höfðu hug á að ná sér í enn ódýr- ari tanngarða en þekkjast t.d. í Búlgaríu, en þeir urðu fyrir von- brigðum. Svo „persónulegir“ munir eru sjaldnast hafðir á uppboðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.