Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B tvgmiHafrUÞ STOFNAÐ 1913 108. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 16. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Noregur: CNN baiiii- að vegna áfengis- auglýsinga Ósló. Reuter. OPINBER nefnd í Noregi, sem fjallar um leyfi til útvarps- sendinga, hefur bannað út- sendingar bandaríska frétta- sjónvarpsins CNN í landinu vegna sýninga þess á áfengisauglýsingum. Bannið nær til kapalkerfís sjónvarpsins, sem hefur um 50.000 áskrifendur, en ekki út- sendinga um gervihnött. Hægt er að áfrýja þessari ákvörðun til menningarmálaráðuneytisins. Carl Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins, fordæmdi bannið og líkti því við tilraunir stjóm- valda í kommúnistaríkinu Norð- ur-Kóreu til að stemma stigu við erlendum áhrifum. Áfengis- og tóbaksauglýsing- ar eru barmaðar í Noregi en þótt erlend tímarit birti slíkar auglýs- ingar eru ekki líkur á að innflutn- ingur þeirra verði bannaður. Reuter Hundruð Serba komu saman við þinghúsið í Belgrad forseti Júgóslavíu. gær til að mótmæla því að Króati yrði kjörinn Kona í fyrsta sinn skipuð for- sætisráðherra Frakklands París. Reuter. EDITH Cresson, fyrrverandi ráðherra í stjórn Sósíalistaflokksins í Frakklandi, varð í gær fyrsta konan til að gegna embætti forsætis- ráðherra landsins eftir að Michel Rocard sagði af sér. Rocard hafði gegnt embættiriu í þrjú ár. Afsögnin kom ekki á óvart því hann hefur að undanfömu sætt gagnrýni Francois Mitterrands Frakklandsforseta, sem hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi í landinu. Mitterrand sagði í sjón- varps- og útvarpsávarpi í gærkvöldi að Cresson væri best til þess fallin að Ieiða Frakka inn í innri markað Evrópubandalagsins. Samstarfsmenn Rocards sögðu Hugmyndir í framkvæmdastjórn EB: Rammasamning- ur við Islendinga HUGMYNDIR eru um það innan framkvæmdasljórnar Evrópu- bandalagsins (EB) að leysa megi ágreining um sjávarútvegsmál í viðræðunum um evrópskt efnahagssvæði með því að íslending- ar og bandalagið geri samning um samstarf við veiðar og vinnslu. Samkvæmt heimildum í Bruss- el eru menn þar svartsýnir á lausn sjávarútvegsdeilunnar en eins og kunnugt er krefst Frí- verslunarbandalag Evrópu (EFTA) tollaívilnana fyrir sjávar- afurðir. Framkvæmdastjórn EB hefur hins vegar einungis heimild frá ráðherraráðinu til að semja um að í staðinn komi veiðiheim- ildir innan lögsögu EFTA-ríkja. Norðmenn og Islendingar hafa hafnað því algjörlega. Þrátt fyrir svartsýnina eru hugmyndir innan framkvæmda- stjómarinnar um málamiðlun sem fælist í því að EB gerði rammasamning við íslendinga. Þar yrði gert ráð fyrir að fyrir- tæki innan EB gerðu samninga við íslenska aðila um samstarf við veiðar og vinnslu. Verkefnin yrðu bundin hámarkskvótum, t.d. þorskígildum. Talað hefur verið um 15-30 þús. tonn. Ekki þyrfti að einskorða verkefnin við hefð- bundna fiskistofna heldur væru og möguleikar á tilraunaveiðum og nýtingu vannýttra stofna. Sjá „Af erlendum vettvangi" á bls. 28. að hann hefði sagt af sér að beiðni Mitterrands. Talið er að forsætis- ráðherrann fyrrverandi stefni að framboði í forsetakosningunum árið 1995 og samkvæmt nýlegum skoð- anakönnunum er hann nú líklegast- ur til að taka við af Mitterrand. Franskir íhaldsmenn hafa að undanfömu krafist þess að boðað verði tafarlaust til kosninga þar sem stjórnin nýtur ekki meirihluta á þinginu. Rocard þurfti að draga þrjú stjómarfrumvörp til baka í síð- asta mánuði. Kommúnistar hafa einnig haldið uppi harðri gagnrýni á Rocard, sagt hann of hægrisinnaðann, og boðist til þess að styðja stjórn sósíalista taki hún upp róttækari vinstri- stefnu. „Stefna Rocards kom fyrír- tækjunum og atvinnurekendunum til góða, en hún kom illa niður á launþegum og atvinnulausum," sagði Georges Marchais, leiðtogi kommúnista. Hann bætti þó við að sósíalistum nægði ekki að skipta aðeins um forsætisráðherra til að tryggja sér þingmeirihluta. Komm- únistar áttu ráðherra í fyrstu stjórn Mitterrands árið 1981 en slitu sam- starfinu þremur árum síðar er stjómin hvarf frá róttækri vinstri- stefnu. Cresson varð landbúnaðarráð- herra árið 1981 og var síðan skipuð utanríkisviðskiptaráðherra en sagði af sér vegna ágreinings við Rocard um efnahagsstefnu stjómarinnar. Þykir hún lengra til vinstri en for- sætisráðherrann fyrrverandi. Leið- togi sósíalista í efri deild franska þingsins sagði að búast mætti við uppstokkun á stjórninni. Verðbréf lækkuðu í verði í kaup- höllinni í París vegna afsagnar Rocards. Fréttaskýrendur sögðu að fjárfestar myndu halda að sér hönd- um þar til ljóst yrði hvort Pierre Berovoy fjármálaráðherra héldi embætti sínu. Berovoy hefur gripið til harðra'efnahagsaðgerða til að stemma stigu við verðbólgu. Sjá kona. „Harðsnúin ." á bls. 29. baráttu- Forsetakjör í Júgóslavíu: Fulltrúa Króatíu hafnað Belgrad. Reuter. SPENNAN í Júgóslavíu fór enn vaxandi í gær er forsætisráð landsins hafnaði Króatanum Stipe Mesic í embætti forseta. Mesic sagði að Króatía myndi segja sig úr júgóslavneska sam- bandsríkinu fengi hann ekki embættið. Forsætisráðið-er skipað fulltrú- um lýðveldanna sex og tveggja sjálfstjórnarhéraða og skiptast þeir á um að gegna forsetaembættinu. Stipe Mesic átti að taka við embætt- inu af Serbanum Borisav Jovic, en kjörtímabil hans rann út í gær. Mesic þurfti fimm atkvæði til að ná kjöri en fékk aðeins fjögur. Full- trúar lýðveldisins Serbíu og sjálf- stjórnarhéraðanna Vojvodinu og Kosovo greiddu atkvæði gegn hon- um. Fulltrúi lýðveldisins Svart- fjallalands sat hjá. Serbar óttast að Mesic geri Júgóslavíu að laus- tengdu sambandi sjálfstæðra ríkja en þeir vilja að landið lúti áfram miðstýringu frá Belgrad. „Atkvæðagreiðslan verður endurtekin. Verði úrslitin þau sömu tel ég óhjákvæmilegt að Júgóslavía sundrist," sagði Mesic. Nái hann kjöri verður hann fyrsti forseti landsins sem ekki er kommúnisti. Verði hann hins vegar ekki kjörinn kemur upp algerlega ný staða og forsætisráðið, sem er æðsta stjórn- arstofnun ríkisins, verður óstarfhæft. Forsætisráðið og forsetinn hafa meðal annars yfirstjórn hersins með höndum. Herinn hefur hótað að grípa í taumana upp á eigin spýtur takist stjórnvöldum ekki að draga úr þjóðaólgunni í landinu. Reuter Bakér ræðir^ friðartillögur við ísraela James Baker (fyrir miðju), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir hér við þá Moshe Arens (t.v.), varnarmálaráðherra ísra- els, og Yitzhak Shamir forsætisráðherra á skrifstofu hins síðast- nefnda í Jerúsalem í gær. Baker gerir nú úrslitatilraun til að fá ísraela og araba til að setjast að samningaborðinu en líkur á samkomulagi eru taldar hafa dvínað undanfarna daga, eink- um vegna ósættanlegs ágreinings ísraela og Sýrlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.