Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 28
ts. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 .91 iF’DAC TTFÖén ■■ i?... I'i' i' TOV VIÐRÆÐURNAR UM EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Markmiðið er að knýja fram meiri fjárstuðning - segir sænska blaðið Dagens Nyhet- er um kröfur Spánverja SÆNSKA stórblaöið Dagens Nyheter segir í forystugrein um samningaviðræður Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) í gær að nú sé loks vogandi að fullyrða að samningar takist um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Arangur af ráðherrafundi bandalaganna í Brussel hafi fyrst og fremst verið sá að samkomulag náðist um dómstól í ágreiningsmálum um túlkun ákvæða. Blaðið telur að Spánveijar vilji með kröfum um fiskveiðiheimildir við ísland og Noreg reyna að knýja fram aukinn fjárstuðning auðugra ríkja Evrópu við þróunarsvæði í suðurhluta álfunnar. ákvörðun, geti jafnvel ekki ákveð- ið að hrökkva frá,“ segir Svenska Dagbladet. Það telur að þrátt fyr- ir góðan árangur að ýmsu leyti séu mörg deilumál vegna EES enn óleyst og þeim hafí verið vísað á ný til sömu embættismanna og vörpuðu boltanum til ráðherranna fyrir Brussel-fundinn. Spænskir fiskimenn hafa hér lokað höfninni í Algeciras til að leggja áherslu á kröfur á hendur Marokkómönnum um fiskveiðiheimildir. Noregur: Dagens Nyheter álítur að með slíkum aðgerðum verði hægt að höggva á hnútinn í sjávarútvegs- málunum er séu aðeins hluti af miklu stærra deilumáli. „Óskir Spánveija, sem valda skelfingu á íslandi, um að allt of stór fiskiskip- afloti hinna fyrmefndu fái að veiða í norðurhöfum, óskir bænda í Suð- ur-Evrópu um að fá að selja afurð- ir sínar hömlulaust á mörkuðum EFTA-landanna, áhyggjur sumra EFTA-þjóða vegna mögulegrar innrásar vinnuafls frá S-Evrópu með tilkomu algers búsetufrelsis, kröfumar um að lífskjaramunur- inn milli norðurhluta álfunnar og suðurhlutans verði jafnaður, öll eru þessi vandamál torleyst og öll eru þau hluti af ágreiningnum milli norðlægra og suðlægra landa,“ segir Dagens Nyheter. Blaðið telur að spennan milli svæð- anna tveggja hafi ávallt verið til staðar í EB en hafí nú blossað upp í sambandi við viðræðumar um EES. Þrátt fyrir ýmiss konar stuðning EB í mörg ár við fátæk svæði í aðildarríkjunum hafi bilið milli ríkra þjóða og fátækra innan þess breikkað. Aftonbladet segir íslendinga ekki geta gengið að kröfum Spán- veija en telur að hægt verði að leysa þann ágreining með auknum fjárstuðningi við þróunarsvæði og Svenska Dagbladet tekur í sama streng. Hið síðamefnda minnir á að EB hafí frá upphafí lagt mikla áherslu á að öll EFTA-ríkin yrðu að samþykkja EES-samninginn og því sé talið að færa verði fómir til að íslendingar yfírgefí ekki við- ræðurnar. Á hinn bóginn sé ekki hægt að útiloka að Svisslendingar hætti við þátttöku. Pólitískt líf þar í landi sé meira eða minna lamað vegna málsins. „Sagt er að það eina sem svissneska stjómin hafi lq'ark til að gera sé að taka enga ítreka afstöðu í sjávarútvegi NORSKA sljórnin er mjög ánægð með þann árangur, sem náðist á ráðherrafundinum í Brussel, en hún hefur í engu breytt fyrri afstöðu sinni í sjávarútvegsmálum. Kom þetta fram í gær hjá talsmanni norska viðskiptaráðherrans. Eldrid Norbö viðskiptaráðherra hefur verið aðalsamningamaður Norðmanna í viðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið og lýsti hún mikilli ánægju með „þáttaskilin“, sem orðið hefðu á ráðherrafundinum á mánudag. Talsmaður norska við- skiptaráðuneytisins ítrekaði þau ummæli í viðtali við Morgunblaðið í gær en lagði jafnframt áherslu á, að afstaða Norðmanna í sjávarút- vegsmálum væri sú sama og áður. Það stæði ekki til að veita EB-ríkjun- um aðgang að norskum fiskimiðum. Sagði hann, að óformlegar þreifíng- ar EB, hugmyndin um 30.000 tonna „táknrænan" þorskkvóta, hefðu ver- ið bornar undir norsku samninga- nefndina, sem hefði þá svarað þeim á sömu lund og íslendingar. Danskir fjölmiðlar um viðræður EB og EFTA: Lokaorrustan um sjávarútveg Talið líklegt að lausnin felist í framlaginu til þróunarsjóðs suðurríkja EB Kaupmannahöfn. Frá NJ.Bruun, fréttaritara Morgunbiaðsins. DANSKIR fjölmiðlar gerðu samningaviðræðum Fríverslunarband- alags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um Evrópska efnahagssvæðið mikil skil í gær og voru á einu máli um, að svo vel hefði miðað á ráðherrafundinum í Brussel á mánudag, að nú væri lokahrinan ein eftir. Segja þeir meðal annars, að ljóst sé, að EFTA-ríkin muni opna markaðinn fyrir innflutningi landbún- aðarafurða frá EB og því muni slagurinn að síðustu standa um fiskinn. er ekki laust við, að Danir hafí fundið til dálítils einstæðingskapar gagnvart stóru bandalagsþjóðun- um sunnar í álfunni. „Stór, vestur-evrópskur mark- aður 380 milljóna manna og 19 ríkja er í augsýn,“ sagði i Jyllands- Posten en blaðið telur, að þó verði Það leynir sér ekki í skrifum dönsku blaðanna, að Danir eru ánægðir með þann árangur, sem náðist í Brussel á mánudag, og þeir sjá fyrir sér Norðurlöndin öll í Evrópubandalaginu innan tíðar. Telja þeir, að þá muni þungamiðja bandalagsins færast norðar en það nauðsynlegt að efna til eins „topp- fundar“ enn áður en samningurinn milli bandalaganna verður tilbúinn til undirskriftar. Segir blaðið, að þar sem EB hafi sætt sig við þá yfirlýsingu EFTA-ríkjanna, að þau muni smám saman opna markað- inn iyrir landbúnaðarvörum frá EB-ríkjunum, sé ljóst, að síðasta orrustan muni standa um fiskinn. Fréttaritari Jyllands-Postens í Brussel hefur það eftir Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, að vegna þess hve íslend- ingar séu háðir sjávarútvegi verði að taka sérstaklega á þeirra mál- um en samtímis leggur hann áherslu á, að EFTA-ríkin verði að greiða sinn hluta af reikningnum og hugsanlega að opna einhveija glufu á fískveiðilandhelginni. Það er hins vegar mat fréttaritarans, sem rekur afstöðu íslendinga og Norðmanna, að það, sem þessar þjóðir vilja ekki greiða í físki, verði þær að greiða í peningum til þró- unarsjóðs suðurríkjanna í EB. Vitnar hann í ónefnda stjórnarer- indreka, sem segja, að lausnin á sjávarútvegsvandanum muni að lokum velta á framlaginu í þennan sjóð. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER M. KRISTINSSON Evrópubandalagið: Framkvæmdasljómin efins nm að hægt verði að semja um fisk Framkvæmdástjórn Evrópubandalagsins (EB) hefur miklar efasemd- ir um að hægt verði að leysa deilurnar um aðgang fyrir sjávarafurðir á markaði (EB) i viðræðunum um evrópska efnahagssvæði (EES). Svo virðist sem misjafn skilningur sé lagður í áherslur lokayfirlýsingar sameiginlegs ráðherrafundar EB og aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um heildarjafnvægi ábata, réttinda og skyldna. Ekki verður betur séð en að einstaka stjórnmálamenn og embættismenn innan EB líti svo á að með þessu séu íslendingar og Norðmenn að fallast á að einhvers konar jafnvægi eigi að vera á milli aðgangs að mörkuðum og aðgangs að fiskimiðum. Ablaðamannafundi eftir ráðherr- afundinn virðist Jacques Poos, utanríkirsráðherra Lúxemborgar, m.a. hafa þetta atriði í huga þegar hann ræddi um merkiiegan árangur í viðræðunum um sjávarútveg á fundinum. Skoðun ráðherrans hefur verið hafnað af Norðmönnum og Is- lendingum. Innan framkvæmda- stjómar EB er á það bent að samn- ingsumboð þeirra gefi ekkert svigr- úm til frekari ívilnana gagnvart Norðmönnum og Islendingum. Aðild- arríki EB hafí ítrekað lýst því yfír að tillaga um heimildir til að veiða 30 þúsund tonn innan lögsögu EFTA-ríkja sé allsendis óviðunandi. Það sé þess vegna óhugsandi að EB geti lækkað þessar kröfur hvað þá fallið frá þeim. Það geti hins vegar verið á færi ráðherrafundar að koma til móts við Islendinga en af því geti ekki orðið fyrr en framkvæmda- stjómin sé búin að leggja fram form- legar tillögur. Undirtektir ráðherra á fundinum á mánudagskvöld bendi til þess að a.m.k. hluti þeirra væri tilbúinn til að höggva á hnútinn og leggja til hliðar kröfurnar um veiði- heimildir, það sé hins vegar vafamál að þeir séu tilbúnir til að láta eitt og hið sama yfír Norðmenn og ís- lendinga ganga. í Bmssel þykja það undarleg vinnubrögð að ganga út af samningafundum eftir að.hafa sjálf- ur óskað eftir þeim. í rauninni séu einungis til ein viðbrögð við því ef íslendingar kjósi að ganga út. Það er að segja bless! Óformlegar þreifingar um málamiðlun Samkvæmt heimildum í Brussel hefur framkvæmdasdtjórn EB áhuga á að fá viðbrögð íslendinga við hug- myndum um að leysa deiluna um aðgang að fiskimiðum með samning- um um samstarfsverkefni. EB hefur þegar lýst sig reiðubúið til að gang- ast undir íslenska löggjöf hvað varð- ar fjárfestingamöguleika í íslenskum sjávarútvegi. Málamiðlunin gerir ráð fyrir að fyrirtæki innan EB geti sam- ið við íslensk fyrirtæki um samstarf í veiðum eða vinnslu. Bandalagið væri tilbúið til að gera rammasam- komulag um samningana sem m.£ gerði ráð fyrir að samstarfsverkefni yrðu bundin ákveðnum hámarksh vótum, t.d. þorskígildum. Talað hefu verið um 15-30 þúsund tonn sam kvæmt heimildum Morgunblaðsins Samstarfsverkefnin myndu ekki eir skorðast við veiðar hefðbundinn stofna heldur væru og möguleikar tilraunaveiðum og nýtingu vannýttr stofna, allt eftir áhuga þeirra fyrii tækja sem kæmu til með að sækjas eftir verkefnum. Heimildir í Brussi herma að með samningum af þess tagi mætti leysa þann hnút ser umræðumar um sjávarútveg eru þannig að báðir aðilar gætu vel vi unað. íslendingar hafa oft vísað til þes að samningaregla EB um að tengj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.