Morgunblaðið - 16.05.1991, Page 31
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Ræða Einars Odds
Einar Oddur Kristjánsson,
formaður Vinnuveitenda-
sambands ísiands, ijallaði um
viðhorf í kjaramálum í ræðu
sinni á aðalfundi samtakanna í
fyrradag. Ræða þessi hefur vak-
ið verulega athygli,' ekki sízt,
þar sem ræðumaður var einn
helzti höfundur þjóðarsáttarinn-
ar svonefndu og nýir kjara-
samningar standa fyrir dyrum
í haust. Hver er boðskapur Ein-
ars Odds að þessu sinni?
í grundvallaratriðum kemur
hann fram í eftirfarandi um-
mælum hans á aðalfundi VSÍ:
„Þeir möguleikar, sem við eig-
um, eru að auka hér kaupmátt
um þetta eitt og hálft til tvö
prósent á ári. Þetta kann sum-
um að finnast lítið, en er þó
fyllilega sambærilegt við það,
sem bezt gerist í heiminum. Um
tuttugu til þijátíu prósent vöxt-
ur þjóðartekna og sambærileg
aukning kaupmáttar fram til
aldamóta, ef við ættum völ á
því, þá væri sannarlega eitt
mesta blómaskeið íslandssög-
unnar að renna upp.“
Jafnframt gagnrýndi formað-
ur Vinnuveitendasambandsins
sjómenn í ræðu sinni og varaði
þá við, að frekari kröfugerð af
þeirra hálfu umfram aðra mundi
leiða til þess, að aðrir þjóðfé-
lagsþegnar mundu ekki sætta
sig við hin sérstöku skattfríðindi
sjómanna til lengdar. Loks lýsti
Einar Oddur þeirri skoðun sinni,
að óraunhæft væri að ræða um
launahækkanir til láglaunafólks
umfram aðra. Þótt menn tækju
undir kröfur um slíkt í orði
væri enginn hópur í þjóðfélag-
inu tilbúinn til þess að standa
við það á borði.
Þessi sjónarmið formanns
VSÍ eru vafalaust raunsætt mat
á stöðunni. Reynsla manna
síðasta aldarfjórðung er sú, að
ítrekaðar tilraunir til þess að
bæta kjör láglaunafólks um-
fram aðrar stéttir hafa reynzt
haldlitlar, ekki vegna þess, að
vinnuveitendur væru ekki til-
búnir til slíkra samninga, heldur
af þeirri ástæðu, að um þá
stefnu hefur ekki verið sam-
staða innan verkalýðshreyfíng-
arinnar, þegar á hefur reynt.
Þá er það áreiðanlega rétt,
að sjómenn mega gæta að sér
í kröfugerð um kjarabætur
umfram aðra þjóðfélagshópa.
Þeir hafa lengi notið sérstöðu
og launakerfi þeirra er þannig
upp byggt, að þeir geta hlotjð
happdrættisvinning, þegar vel
gengur en líka lækkað í tekjum
þegar illa árar. Þetta verða
menn auðvitað að hafa í huga
í umfjöllun um launamál sjó-
manna. Engu að síður kom það
í ljós í vetur, að starfsfólk í fisk-
verkunarhúsum sættir sig illa
við kauphækkanir til sjómanna,
sem ekki koma í þeirra hlut
einnig.
Skömmu eftir undirritun
febrúarsamninganna fyrir rúmu
ári sagði m.a. í Reykjavíkur-
bréfí Morgunblaðsins: „Nú fá
atvinnuvegirnir vinnufrið og
ríkisstjórnin fær vinnufrið. Nú
verða menn að snúa sér að því
að leysa þá skipulagskreppu í
atvinnulífinu, sem er undirrót
þeirrar lífskjaraskerðingar, sem
við höfum orðið að sæta undan-
farin misseri. Þessi skipulags-
kreppa er í sjávarútvegi, þar
sem of mörg skip eru að veiða
of lítið magn af þorski. Hún er
í fískvinnslunni, þar sem of
mörg fískverkunarhús eru að
vinna of lítið magn af fiski. Hún
er í landbúnaði, þar sem enn
er framleitt of mikið af kjöti.
Hún er í ríkiskerfinu sjálfu, sem
hefur ekki kunnað að sníða sér
stakk eftir vexti. Þetta eru þau
verkefni, sem vinna verður að
fram á haustið 1991. Þá verður
að sýna launþegum fram á það
með rökum, að þeir hafi haft
erindi, sem erfiði. Þá skiptir
máli, að þeir sjái, að lífskjör
þeirra hafi batnað vegna samn-
inganna, sem gerðir voru núna
í vikunni. Sá lífskjarabati verður
ekki að veruleika, nema menn
taki nú þegar til höndum í at-
vinnulífinu."
í ræðu sinni sagði Einar Odd-
ur Kristjánsson: „En hvað þá
með launþegana, spyrja menn,
hvers getum við vænzt af þeim,
hver verða viðbrögð verkalýðs-
félaganna í haust? Eru þau til-
búin til að halda áfram með
okkur á þessari sömu braut?
Eg veit að margir eru efíns, ég
veit, að margir óttast að kröfu-'
gerðin í haust verði í engu sam-
ræmi við hinn efnahagslega
veruleika. En af hveiju ættum
við að vantreysta verkalýðs-
hreyfingunni? Við höfum alls
enga ástæðu til þess, hún hefur
staðið með okkur eins og klettur
í gegnum þykkt og þunnt.“
Þetta er líka rétt hjá for-
manni Vinnuveitendasam-
bandsins. En með sama hætti
geta forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar líka spurt:
Hvers vegna eigum við að van-
treysta vinnuveitendasamband-
inu? Niðurstaða kjarasamning-
anna næsta haust byggist ekk-
ert síður á því, að afstaða vinnu-
veitenda verði í samræmi við
afkomu fyrirtækjanna á síðasta'
ári í kjölfar febrúarsamning-
anna en að verkalýðshreyfíngin
sýni hófsemd í kjarakröfum.
VERÐLAGSAKVÆÐIISJOFLUTNINGUM
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur
farið fram á það við Verðlagsráð að verð-
lagsákvarðanir í fraktflutningum til og frá
landinu verði gefnar frjálsar. Hefur Birgir
R. Jónsson, formaður Félags íslenskra stór-
kaupmanna, haldið því fram í Morgunblað-
inu að enginn þrýstingur verði á gjaldskrár
skipafélaganna fyrr en þau taki sínar verð
ákvarðanir sjálf án opinberra afskipta.
Hefur hann m.a. gagnrýnt Verslunarráð
og Vinnuveitendasambandið fyrir að aðhaf-
ast ekkert í þessu máli á vettvangi Verð-
lagsráðs. Morgunblaðið leitaði viðbragða
nokkurra aðila vegna ummæla formanns
stórkaupmannafélagsins og er svör þeirra
að finna hér á síðunni.
Þórður Sverrisson deildarstjóri hjá Eimskip:
Fylgjandi frjálsri
verðmyndun
ÞORÐUR Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskipafé-
lagsins, segir að Félagi íslenskra stórkaupmanna sé fullkunnugt um,
að Eimskipafélagið sé fylgjandi því, að verðákvarðanir í sjóflutningum
til og frá landinu verði gefnar frjálsar. Segir hann ennfremur að
flutningsgjöld Eimskipafélagsins hafi lækkað nálægt 30% á síðustu
sjö árum.
Þórður sagði að Eimskipafélagið
hefði lýst því yfir á fundi með stjórn
Félags stórkaupmanna í haust að það
teldi ekki ástæðu til að Verðlagsráð
íj'allaði um flutningsgjöldin heldur
ættu þau að vera fijáls. „Þessu lýst-
um við yfir áður en Félag stórkaup-
manna sendi Verðlagsráði bréf þar
sem þeir fóru fram á að flutnings-
gjöld í sjóflutningum yrðu ekki háð
verðlagsákvæðum. Við höfum einnig
greint Verðlagstofnun frá því að við
séum sammála þessari skoðun stór-
kaupmanna og látið fulltrúa stór-
kaupmanna vita að þessu hafi verið
komið á framfæri við verðlags-
stjóra," sagði hann.
Þórður sagði að uppbygging flutn-
ingsgjalda Eimskipafélagsins væri
svipuð því sem viðgengist víða um
heim. „Þó að vara sé flutt í gámum
í sjóflutningum gildir víða sú regla
að flutningsgjald er mismunandi eft-
ir vörutegundum," sagði hann.
„Flutningsgjaldskrá okkar tekur
tillit til þess hvaða vöru er verið að
flytja því þjónusta við flutning á ein-
stökum vörum er misjöfn og verðin
taka mið af því hvaða vöru er verið
að flytja. Okkar flutningsgjaldskrá
er alltaf í þróun og hafa flutnings-
gjöld lækkað á undanförnum árum.
Einnig hefur mismunur á hæstu og
Þórður Sverrisson
lægstu gjöldum minkað mjög mikið,“
sagði hann.
Þórður sagði flutningsgjöld Eim-
skipafélagsins hafa breyst í samræmi
við óskir og samkeppni markaðarins.
„Við teljum að flutningsgjöld hafí
lækkað nálægt 30% á síðustu sjö
árum og það er spurning hvort nokk-
ur önnur atvinnugrein í landinu hefur
skilað eins mikilli lækkun á sinni
þjónustu á þessu tímabili," sagði
Þórður.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs:
Verslunarráð hefur unnið ötul-
lega að afnámi verðlagsákvæða
VILHJÁLMUR Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands
segir ekki rétt að Verslunarráð hafi ekkert aðhafst í að koma á frjálsri
verðlagningu innan Verðlagsráðs, eins og formaður Félags íslenskra
stórkaupmanna hefur gagnrýnt ráðið fyrir í Morgunblaðinu í sam-
bandi við farmgjöld skipafélaga. „Það hefur verið stefna okkar að
afnema verðlagsákvæði og við höfum haldið þeirri stefnu mjög ákveð-
ið og lengi fram og tekið það mál oft upp í ráðinu sem og á mörgum
fleiri sviðum," sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið.
Vilhjálmur sagði Verslunarráð
hafa barist ötullega fyrir fijálsræði
í verðlagningu og aldrei hafi komið
til þess innan Verðlagsráðs að
Verslunarráð hafi staðið á móti
fijálsri álagningu.
„Verslunarráðið hefur í gegn um
tíðina verið einn helsti bakhjarl og
málsvari fijálsræðis í viðskiptum
og innan Verðlagsráðs hefur Versl-
unarráðið haldið þeirri stefnu mjög
ákveðið fram. Hins vegar hefur
Halldór Blöndal samgöngnráðherra:
Urelt að Verðlagsráð
ákveði farmgjöld
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra segist vera þeiiTar
skoðunar að úrelt sé að ákveða
farmgjöld skipafélaga í Verð-
lagsráði. Hann var spurður álits
á þessu í tilefni af ummælum
Birgis Þ. Jónssonar formanns
Félags íslenskra stórkaupmanna
hér í blaðinu, þar sem hann
gagnrýndi að ekki skyldi ríkja
fijáls verðmyndun á farmgjöld-
um.
„Mér finnst sjálfsagt að taka upp
viðræður um það að koma á öðru
fyrirkomulagi," sagði Halldór í
samtali við Morgunblaðið.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
sé úrelt að Verðlagsráð taki
ákvarðanir um verð á fraktflutn-
ingum til og frá landinu og tel að
nauðsynlegt sé að kostir samkeppni
njóti sín á þessu sviði sem öðrum.“
Halldór Blöndal
Vilhjálmur Egilsson
verið reynt að ná sem breiðastri
samstöðu um þau skref sem hafa
verið stigin í átt til fijálsræðis og
til þess að ná slíkri samstöðu þarf
oft að draga úr einhveijum flugelda-
sýningum eða tillöguflutningi sem
vitað er að yrðu felldar," sagði Vil-
hjálmur.
Hann sagði Verslunarráð vinna
að þessu markmiði þannig fyrst og
fremst að reynt sé að vinna aðra
aðila í Verðlagsráði á band Verslun-
arráðs, það er fulltrúa stjórnvalda,
hæstaréttar og launþegasamtak-
anna. „Það hefur verið meginverk-
efnið hjá okkur að vinna þá yfír á
okkar band þannig að samstaða
væri um þetta fijálsræði. Þegar
meður er að vinna einhvern á sitt
band, þá gerir maður það ekki með
látum, heldur með því að vinna ötul-
lega og ákveðið og með því að reyna
að sannfæra menn, en ekki með því
að láta skerast í odda,“ sagði Vil-
hjálmur Egilsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAI 1991
31
Omar Jóhannsson framkvæmdastjóri Samskipa hf.:
Tilbúnir í viðræður um
farmgjöld hvenær sem er
Samskip hafa boðið gámaverð í fjölda ára
ÓMAR Jóhannsson framkvæmdasljóri Samskipa hf., áður Skipa-
deildar Sambandsins, segir viðræður hafa staðið milli félagsins og
Félags íslenskra stórkaupmanna í fyrra um farmgjöld og flutnings-
máta, en FIS hafi slitið þeim viðræðum. Ómar var spurður um þá
gagnrýni Birgis R. Jónssonar formanns FIS í Morgunblaðinu í fyrra-
dag, að farmgjöld væru há og skipafélög vildu ekki bjóða safnflutn-
inga og gámagjöld. „Við erum að sjálfsögðu reiðubúnir að ræða
við aðila um þessi mál, hvenær sem er, það er sjálfsagt, og ég
vænti þess að viðræður geti verið tekið upp að nýju við þessa aðila
þar sem frá var horfið í fyrra,“ sagði Ómar í samtali við Morgun-
blaðið.
Ómar sagði eina helstu skýring-
una á háum farmgjöldum miðað
við erlenda samkeppnisaðila vera
að rekstrarumhverfi íslenskra
kaupskipaútgerða væri óhagstætt
í samanburði við rekstrarkostnað
samkeppnisútgerða í nágranna-
löndunum. „Það á við bæði beina,
opinbera gjaldtöku svo og háan
launakostnað, sem íslenskar út-
gerðir bera, sem ásamt mörgum
fleiri þáttum gera það að verkum
að rekstrarkostnaður íslenskra
kaupskipa er mun hærri hvað þessa
liði snertir heldur en er í nærliggj-
andi löndum,“ sagði Ómar.
Hann sagði Norðurlöndin hafa
búið við þessar sömu aðstæður fýr-
ir nokkrum árum, en þar hafi verið
gripið til aðgerða sem orðið hafi
til þess að þeirra kaupskip urðu
samkeppnisfær á ný. „Þeir hafa
með því móti náð stórum hluta af
sínum kaupskipum undir sinn fána
á ný,“ sagði hann.
Omar var spurður hvort eðlilegt
væri að Verðlagsráð ákvarðaði
flutningataxta skipafélaganna.
Hann sagði að í flestum ef ekki
öllum tilfellum sé í dag ekki fýlgj;
hámarkstöxtum Verðlagsráðs.
„Þarna hefur samkeppni skipafé-
laganna, sem hefur verið hörð
mörg undanfarin ár, valdið því að
í mjög mörgum tilfellum eru
raunfraktir mun lægri heldur en
hinar svokölluðu Verðlagsráðsfr-
aktir, sem eru jú ekkert annað en
þak á verðlagið,“ sagði hann.
Ómar sagði tvíeggjað að Verð-
lagsráð hætti að ákvarða verðtaxt-
ana, sér í lagi ef eitt skipafélag
kæmist í einokunaraðstöðu á
ákveðnum flutningum eða flutning-
aleið. „Þá hlýtur það að vera slæmt
fyrir viðkomandi markað, hvort
sem það er innflutnings-, útflutn-
ings- eða innanlandsmarkaður, að
ekki sé um neins konar hámark að
ræða. Á meðan samkeppnin er fyr-
ir hendi, eins og er í lang stærstum
hluta, ef ekki nær öllum þáttum
flutninga til og frá landinu, þá ótt-
ast ég ekki hættuna á þessum
þætti sem getur fylgt einokunarað-
stöðu.“
Ómar segir að farið hafi fram
viðræður í fyrra milli Félags ís-
lenskra stórkaupmanna og Skipa-
deildar Sambandsins, sem nú er
Samskip hf., um safnflutninga og
gámaverð. „Ég vissi ekki betur en
að þau mál væru á ákveðnum rek-
spöl sem þróaðist í rétta átt, en
þá var okkur tilkynnt af viðkom-
andi framkvæmdastjóra að frekari
viðræðum væri ekki haldið áfram.
Ástæður veit ég ekki nákvæmlega
hveijar voru.“
Hann sagði að um fjölda ára
hafi Skipadeild Sambandsins og nú
Samskip boðið gámaverð. Hann
sagði flutningsgjald byggjast á
mörgum þáttum, ýmist miðað við
Ómar Jóhannsson
tonn, rúmmetra, gám eða annað.
Einn þáttur væri tryggingar flytj-
anda. „Ef skip verður fyrir áfalli
og þarf að leita björgunar þá kem-
ur til dæmis til sameiginlegt tjón
sem tryggingarfélög skipsins og
farmsins skipta á milli sín. Þá skipt-
ir miklu hvort viðkomandi gámur
er til dæmis fullur af gimsteinum
eða gijóti. Allir þessir þættir spila
inn í verðmyndunina."
Hann sagði gámaverð sem boðið
er byggt á ákveðnum vöruflokkum
í hvern gám til þess að vitað væri
um verðmæti vörunnar með tilliti
til trygginga. „Af hvaða ástæðu
viðkomandi vilja ekki greina flytj-
andanum frá því hvaða vöruteg-
undir, í grófustu merkingu raunar,
eru fluttar um borð í skipinu, það
finnst mér mjög einkennilegt að
viðkomandi vilji ekki,“ sagði Ómar
Jóhannsson.
Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ:
Tekið til umræðu að hætta
þátttöku í verðákvörðunum
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, segir það rangt hjá formanni Félags íslenskra stór-
kaupmanna, að Vinnuveitendasambandið hafi ekki beitt sér fyrir
því að gefa verðákvarðanir í fraktflutningum fijálsar. „Við höfum
haft þau sjónarmið uppi innan Verðlagsráðs, að afnema ætti af-
skipti yfirvalda af þessum flutningatöxtum,“ segir Þórarinn. Hann
segir einnig að framkvæmdastjórnt VSI muni á næstunni ræða hvort
samtökin ættu að hætta þátttöku
áðs af afkomu fyrirtækja.
„Við teljum að það sé miklu
heilladrýgra að opinberir aðilar séu
ekki að ástimpla gjaldskrár fyrir-
tækja. Þegar mest öll verðmyndun
í landinu fer núorðið eftir fijálsri
samkeppni og er án afskipta ein-
hverrra yfirvalda teljum við að
ganga beri skrefið til fulls og hætta
þessum leikaraskap, sem eru af-
skipti Verðlagsráðs af töxtum skip-
afélaga, verðákvörðun á olíuvörum
og flutningastarfsemi. Þessi af-
staða liggur fýrir,“ sagði Þórarinn.
Hann sagði að á vettvangi VSI
yrði tekið til umræðu hvort það fái
samrýmst þeim sjónarmiðum sem
opinberum afskiptum Verðlagsr-
uppi væru á síðustu tímum að
Vinnuveitendasambandið væri með
beinum eða óbeinum hætti að taka
þátt í miðstýrðum ákvörðunum um
afkomu einstakra fyrirtækja líkt
og gert væri í þessum tilvikum í
Verðlagsráði. „Það verður rætt í
framkvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambandsins á næstunni,“ sagði
hann.
Þórarinn kvaðst aðspurður ekki
kannast við að einstakir félagsaðil-
ar VSÍ hefðu beitt þrýstingi gegn
því að sambandið beitti sér fyrir
þessum sjónarmiðum innan Verð-
lagsráðs. „Ég tel að skipafélögin
Þórarinn V. Þórarinsson
myndu til dæmis fagna því að verða
laus undan opinberum afskiptum
af gjaldskrám sínurn," sagði hann.
Húsnæðislán:
Engin ákvörðun um
breytingar á vöxtum
- segir félagsmálaráðherra
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að 12-15 millj-
arða króna þurfi til að fjármagna húsnæöislán til þeirra sem enn
eiga gildar umsóknir í lánakerfinu frá 1986, um 4.700 manns. Á
vegum ríkistjórnarinnar er nú til athugunar hvernig eigi að leysa
mál þessa fólks, ennfremur er skoðað hvernig eigi að leysa fjárhags-
vanda Byggingarsjóðs ríkisins. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
kveðst eiga von á að rætt verði við aðila vinnumarkaðaríns um þessi
mál áður en ákvarðanir verði teknar.
í bráðabirgðaákvæði laga sem
Alþingi samþykkti í vor er gert ráð
fyrir að hægt sé að gefa þessum
4.700 manns kost á að staðfesta
umsóknir sínar og þeirra mál yrðu
leyst á næstu þremur árum að því
tilskyldu að um semdist við lífeyris-
sjóðina að þeir fjármagni lánin.
Gert er ráð fyrir að Húsnæðisstofn-
un sendi umsækjendum bréf þar
sem réttur þeirra yrði skýrður.
Jóhanna sagði í samtali við
Morgunblaðið, að 12-15 milljarða
króna þurfi á næstu þremur árum
ef veita á þessi lán. „Menn vilja
sjá fyrir sér hvernig hægt er að
fjármagna það áður en þessi bréf
verða send út.“
Rætt hefur verið að leysa fjár-
hagsvanda Byggingarsjóðs ríkisins
með vaxtahækkun á húsnæðislán-
um. Jóhanna sagði engar
ákvarðanir hefðu verið teknar um
það og kvaðst ekki geta sagt hve-
nær þeirra væri að vænta. Hún
var spurð hvort slíkar vaxtahækk-
anir yrðu afturvirkar. „Mér finnst
mjög mikill misskilningur vera
lagður í það þegar verið er að tala
um afturvirkni. Ef til kæmu ein-
hveijar vaxtabreytingar á lánum
sem hafa verið tekin hér á árum
á undan þá kæmu hækkanirnar
ekki nema frá þeim degi sem vext-
ir yrðu ákveðnir og þá yrðu menn
að skoða bað líka í því ljósi ef til
þess kæmi að fólk með lágar og
miðlungstekjur fengi þetta bætt í
gegnutn skattakerfið.“
Jóhanna sagði ekki hafa komið
til tals að breyta vöxtum á húsbréf-
alánum og sagðist telja að lífeyris-
sjóðirnir gætu átt verulegan þátt
í því á næstunni að ná niður ávöxt-
unarkröfunni á húsbréfum með því
að kaupa þau í ríkari mæli en áður.
Friðrik Sophusson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
ekki væri að vænta ákvörðunar
næstu daga uni aðgerðir varðandi
vexti af húsnæðislánum eða varð-
andi húsbréfamarkaðinn, þessi mál
væru til skoðunar, í samhengi við
önnur ríkisfjármál, af hálfu félags-
málaráðuneytis og fjármálaráðu-
neytis. „Auk þess á ég von á því
að viðræður fari fram við aðila
vinnumarkaðarins um þessi mál,“
sagði Friðrik.
Sambandssljórn VMSI:
Hækkun vaxta ólíð-
andi brot á þjóðarsátt
STJÓRN Verkamannasambands íslands lýsir andstöðu við þá hækk-
un vaxta sem þegar er orðin og boðuð hefur verið, eða allt að 30%
hækkun. „Þetta er óliðandi brot á þeim kjarasamningum sem geng-
ið hafa undir nafninu „þjóðarsátt“,“ segir í ályktun fundar stjórnar
sambandsins sem haldinn var á mánudag og þriðjudag.
í ályktuninni segir, að við gerð
kjarasamninga í febrúar á síðasta
ári hafi langstærsti hluti launþega
tekið þátt í ásamt fleiri aðilum að
knýja verðbólgu niður og koma því
lagi á efnahagsmálin sem hafi verið
frumskilyrði þess að atvinnulíf þró-
aðist með eðlilegum hætti. Við þess-
ar aðgerðir hafi aðstæður gjör-
breytst eins og merkja megi af af-
komu fyrirtækja í landinu. „Þess
vegna hlýtur sambandsstjórn Verk-
amannasambands íslands að lýsa
andstöðu sinni við þá hækkun vaxta
sem nú þegar er orðin og hefur
verið boðuð, allt að 30% hækkun,
þetta er ólíðandi brot á þeim kjara-
samningum sem gengið hafa undir
nafninu „þjóðarsátt". Þetta er allt
að 30% skattfijáls launahækkun til
fjármagnseigenda. Með hækkun
kostnaðarþátta eins og vaxta er
Ríkisbankarnir:
Varamenn
taka sæti í
bankaráðum
JÓN Þorgilsson, sveitarstjóri á
Hellu, hefur tekið sæti Friðriks
Sophussonar fjármálaráðherra í
bankaráði Landsbankans, en Jón
var varamaður Friðriks í banka-
ráðinu.
Þá hefur Friðjón Þórðarson,
sýslumaður og fyrsti varamaður í
bankaráði Búnaðarbankans tekið
sæti Halldórs Blöndal, landbúnað-
ar- og samgönguráðherra, í banka-
ráðinu.
verið að eyða árangri þessarar
samningsgerðar og færa hagnað
af henni til þeirra sem ekkert hafa
til hennar lagt í stað þess að launa-
fólk fái að njóta eins og um var
sarnið," segir í ályktuninni.
---------------
Reyklaus dagur
31. maí:
Aherslan á
hreint loft
HINN árlegi reyklausi dagur
verður föstudaginn 31. maí, á
alþjóða tóbaksvarnardaginn, og
er þetta í sjöunda sinn sem reyk-
laus dagur er ákveðinn hér.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin
ákveður hvaða mál eru sett á odd-
inn hverju sinni og nú verður áhersl-
an lögð á hreint loft í húsakynnum
og farartækjum fyrir almenning.
Þeir sem hug hafa á að losa sig
við tóbakið gefst gullið tækifæri til
að láta það verða að veruleika á
reyklausa daginn. Krabbameinsfé-
lag Reykjavíkur hefur gefið út tvo
fræðslubæklinga sem hafa má til
stuðnings þegar menn hætta. „Út
úr kófinu" heitir annar þeirra og
hinn heitir „Ekki fórn-heldur frels-
un“. í þeim eru ganglegar ábendin-
ar um það hvernig hægt er að búa
sig undir að hætta að reykja og ná
tilætluðum árangri. Bæklingar
þessir fást á heilsugæslustöðvum
um allt land, í sumum apótekum
og hjá Krabbameinsfélaginu.