Morgunblaðið - 16.05.1991, Side 55

Morgunblaðið - 16.05.1991, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 55 VELVAKAWDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS VITLAUS ORÐANOTKUN Það er svolítið skrítið hvemig sumir tala án þess að hugsa. Er þá ekki átt við hvað orðin koma rugl- ingsleg úr munni þeirra og merking- in er óljós heldur að sum orð eða orðatiltæki eru notuð rangt, dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Hér er ekki um að ræða að fólk þurfi að hafa einhveija æðri mennt- un til að lagfæra vitleysuna, enda heyrast vitleysurnar jafnt af munni hámenntaðra háskólamanna, sí- hugsandi stjórnmálamanna og þeirra sem minni menntun hafa. Nei, það sem þarf er bara að hugsa andartak. Ég ætla að þessu sinni aðeins að nefna tvö orð sem oft heyrast rang- lega notuð í daglegu tali fólks. Það fyrra er orðið náttúruvermd. Hvað táknar það orð, ef betur er að gáð? Hvað á að vermá? Er ekki málið það að við ætlum að vernda eitthvað? Ef til vill gamla húsið á götuhorninu eða náttúruna á hálendinu. Ef við hugsum aðeins um orðið sjáum við strax að réttara er að tala um nátt- úruvernd, en ekki náttúruvermd. Síðara dæmið er um aldrað fólk. Við skulum hugsa okkur eitthvert hús í Reykjavík eða á Sauðárkróki þar sem aldraðir búa. Þá segjum við: Hér eru aldraðir. Og þegar við tölum um íbúana tölum við um aldr- aða. Þeir sem koma úr heimsókn frá íbúunum koma frá öldruðum og þeir sem fara þangað fara til aldraðra. Hér erum við aðeins að tala um orð- ið „aldraðir" í íjórum mismunandi föllum. Þess vegna tölum við um þjón- ustuíbúðir aldraðra (eignarfall), sbr, þjónustuíbúðir gamals fólks (eign- arfall). Við segjum hins vegar þjón- ustuíbúðir fyrir gamalt fólk (þolfall) og samsvarandi í hinu dæminu: þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða (þolfall). Þarna flaska sumir, bæði stjórn- máiamenn, forsvarsmenn bæjarfé- laga og ýmsir einstaklingar. Ef þeir aðeins hugsa andartak sjá þeir strax hvílíka vitleysu þeir eru að segja. Þeir nota forsetningu sem stýrir Íþróttasíður Moggans eru lesefni sem ég missi sjaldan af enda reyni ég sem gamall keppnismaður að fylgjast með heimi íþróttanna í gegnum þær. Sem fyrrum KR-ingur get ég ekki annað en verið ánægður með framgöngu Ólafs Lárussonar íþróttakennara sem handknattleiksþjálfara. Hann hefur lyft liði Fram af botni 1. deild- ar og líklega bjargað því frá, að því er lengi virtist, óhjákvæmilegu falli í 2. deild. Ekki nóg með það; um daginn las þolfalli (fyrir), en á eftir kemur svo orðið sjálft í eignarfalli (aldraðra). Þess vegna eru í húsinu íbúðir fyrir aldraða, en ekki „fyrir aldraðra“, eins og svo oft heyrist í fjölmiðlum. Þetta er vinsamieg ábending til þeirra sem oft tala um ofangreind málefni: Náttúruvernd og málefni aldraðra. Hugsið ykkur aðeins um og spyrjið sjálf ykkur: Getur verið að ég noti þessi orð vitlaust? Spyijið þá sem þið umgangist daglega. Það er hvimleitt að heyra framáfólk, sem oft kemur fram í fjölmiðlum eða flyt- ur ávörp vegna atvinnu sinnar, nota orðin vitlaust hvað eftir annað. Amma gamla ég að hann hefði gert 3. flokks lið KR að íslandsmeisturum og voru það góðar fréttir fyrir vondaufa KR-inga sem horft hafa upp á meistaraflokks- liðið hrynja. í gær sá ég svo mynd af íslandsmeisturum Fram í 2. flokki. Þjálfari? Jú.'Ólafur Lárusson. Ég segi; til hamingju Ólafur og við forystu HSÍ segi ég: Leitið ekki langt yfir skammt._ Nýtið krafta þjálfara á borð við Ólaf. Handknattleiksunnandi Frábær frammistaða HORTiSOFI SEM QEFUR KEPPIHAUTUM OKKAR L 252. B 205 Tegund: Lundby 6 sæta leöurhornsófinn slær allt út í verði og þægindum. Úrvals leður á slitflötum og 10 LEÐURLITIR EKKI MISSA AF ÞESSU QÓÐ QREIÐSLUEJÖR BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511 PHILIPS Whirlpool KÆLISKÁPUR • 198 lítra kælirými • 58 lítra frystirými (****) • Sjálfvirk afþýðing • Stór grænmetisskúffa • 4 stillanlegar hillúr • Hægt er að velja á milli hægri eða vinstri handar opnun á hurð • HxBxD: 159x55x60 sm .750; 51 KR.STGR. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 •,ísawtú<gim ÓDÝRAR GÆÐASKRÚFUR Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af galvaniseruð- um skrúfum, ryðfríum skrúfum og álskrúfum í öllum stærðum. Einnig sjálfborandi skrúfur og plasthettur í mörgum litum. Þetta eru viðurkenndar vestur-þýskar þakskrúfur. Afgreiðum sérpantanir með stuttum fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.