Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 4

Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 ERLENT INNLENT Skuldbind- ingar LSR 56 millj. um- fram eignir Skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu í árs- lok 1989 56 milljörðum umfram eignir sjóðsins. Ríkissjóður er í ábyrgð fyrir um þremur fjórðu þessarar upphæðar. Samkvæmt úttekt Jóns Erlings Þorlákssonar, tryggingarstærðfræðings þyrftu iðgjöld að hækka í 26,4% til að sjóðurinn stæði undir skuldbind- ingum sínum. Fjármálaráðherra segir í byijun næsta mánaðar verði hafist handa við að taka á þessu máli. Hann segir ljóst að áunnin lífeyrisréttindi verði ekki af mönnum tekin. Verkalýðsfélög á Suðurnesjum semja við Atlantsál Verkalýðsfélög á Suðurnesjum hafa gert áfangasamning við Atl- antsál sem felur í sér að væntan- iegt álbræðslufyrirtæki fari sjálft með samningmál gagnvart starfs- mönnum sínum en gangi ekki í VSÍ, kjarasamningar í upphafi verði gerðir til fimm ára og starfs- mönnum veittar tryggingar gegn verðbólguhækkunum. Vinnuveit- endasambandið hefur mótmælt þessu harðlega og telur að með þessum samningum hafi verið brotið blað t samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, segir Verkamannasambandið geta búist við hörðum viðbrögðum Vinnuveitendasambandsins. ERLENT Norðmenn sækja hugs- anlega um EB-aðild 1993 Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins í Noregi, útilokar ekki að Norðmenn muni sækja um aðild að Evrópubanda- laginu 1993. Verkamannaflokk- urinn hyggst gera upp hug sinn til málsins á flokksþingi næsta ár, að sögn hennar. Kaci Kull- mann Five, leiðtogi Hægriflokks- ins, gagnrýndi stjómina fyrir sei- nagang í afstöðunni til EB og benti á að þróunin gengi mun hraðar fyrir sig í Svíþjóð og Sviss. Friðarráðstefna án samþykkis ísraela? George Bush Bandaríkjafor- seti sendi Yitz- hak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, bréf í vikunni þar sem hann sagði að Bandaríkja- menn og Sov- étmenn myndu ef til vill kalla saman friðarráðstefnu í Mið- Austurlöndum án þess að sam- þykki ísraels og arabaríkja um tilhögun ráðstefnunnar lægi fyrir. Bush varaði Shamir við því að ísraelar myndu ekki njóta mikillar samúðar ef þeir neituðu að sækja ráðstefnuna. David Levy, ut- anríkisráðherra ísraels, ræddi í vikulokin við bandarískan starfs- bróður sinn, James Baker, í Washington og útskýrði stefnu lands síns. Bush hefur gefið í skyn að Bandaríkin kunni að mótmæla auknu landnámi gyð- inga á hernumdu svæðunum með . .«•-_______ ___________. > George Bush Rækjuvinnsla í erfiðleikum Flestar rækjuvinnslur á landinu hafa sótt um skuldbreytingu og fjárhagslega endurskipulagningu hjá Byggðastofnun. Um 23% verðfail varð á rækjumörkuðum á sl. ári sem jafngildir um 1.000 milljóna tekjutapi á ári. Talsverð hætta er á að fyrirtækin neyðist til að hætta starfsemi á næst- unni. Ríkisstjórnin ákvað á fimmtudaginn að veita 200 millj- ónum króna til rækjuiðnaðarins gegnum Byggðastofnun. Bandaríkjamenn tilkynna lokun á fjarskiptastöðvum Bandaríkjamenn hafa tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um lokun íjarskiptastöðva hersins á Stokks- nesi, í Grindavík og í Færeyjum 1. september nk. Haukur Hauks- son varaflugmálastjóri telur að ef þessu fari fram skapist neyða- rástand á íslenska flugstjórnar- svæðinu. íslensk stjórnvöld hafa beðið Bandaríkjaher um að fresta lokun fjarskiptastöðvanna a.m.k. til haustsins 1992 Uppboði frestað Landsbankinn fór á fimmtu- daginn fram á að bæjarfógetinn í Olafsvík frestaði öðru og síðari uppboði á togaranum Má uns rétt- arhléi lýkur í sumar. því að hætta að veita ísrael lána- fyrirgreiðslu. íraksstjórn sökuð um grimmd gegn shítum íransstjórn bað Sameinuðu þjóð- imar að sjá til þess að stöðvuð yrði meint stórsókn íraska hersins gegn flótamönnum úr röðum íra- skra shíta-múslima sem gerðu misheppnaða uppreisn gegn Saddam Hussein í lok Persafló- astn'ðsins og hafa síðan falist á fenjasvæðum við suðurlandamæri ríkjanna. Hundruð þúsunda hafa flúið yfir til trúbræðra sinna í íran og segjast íranar vart geta tekið við fleiri flóttamönnum. Banda- rískir hermenn eru að búa sig undir brottför frá kúrdísku borg- inni Dahuk í Norður-írak en hún er utan hins eiginlega griðasvæð- is. Kúrdar hafa grátbeðið her- mennina að vera um kyrt og ótt- ast að íraksher ráðist til atlögu um leið og Bandaríkjamennirnir hverfa á brott. Jeltsín sigraði í forsetakosningunum Borís N. Jeltsín hlaut um 60% at- kvæða í fyrstu frjálsu og lýð- ræðislegu for- setakosningum sem haldnar hafa verið í Rússlandi. Umbótasinnar utan kommúnistaflokksins ger- sigruðu einnig frambjóðendur flokksins er kosið var um borgar- stjóra í stærstu borgum Sovétríkj- anna, Moskvu og Leníngrad. íbú- ar síðarnefndu borgarinar sam- þykktu að hið gamla heiti hennar, St. Pétursborg, yrði tekið upp á ný og hún því ekki lengur kennd við Vladímír Lenín, stofnanda Sovétríkjanna, heldur Pétur postula. Borís Jeltsfn Georgía í Sovétríkjunum: Fimm farast í iarðskiálfta Moskvu. Kpiitor. Moskvu. Keuter. SNARPUR jarðskjálfti varð í gærmorgun í norðurhluta Georgíu í Sovétríkjunum. Skjálftinn mældist 6,3 á Richter-kvarða og átti upptök sín í Suður-Ossetíu þar sem meira en 150 manns létu lífið í svipuðum skjálfta 29. apríl sl. í gærmorgun hafði lát fimm barna verið stað- fest. Fréttamaður á staðnum sagði að fjarskipti lægju niðri en að björg- unarþyrlur væru á leið á staðinn. í fjallaþorpinu Tsakheneti dóu fjögur börn þegar hús hrundi og fimmta barnið dó í þorpi skammt , frá: 25 manns voru fluttir slasaðir í sjúkrahús. Flestir íbúar skjálfta- svæðisins voru enn sofandi þegar skjálftinn varð. Skjálftinn í Suður-Ossetíu varð rétt fýrir klukkan eitt aðfaranótt laugardags að íslenskum tíma. Nokkrum klukkustundum áður, eða klukkan rúmlega 9 á föstudagskvöld varð skjálfti sem mældist 6,6 á Richter-kvarða í Suðvestur-Atlants- hafi, um 3.600 km suðaustur af Buenos Aires í Argentíu, að sögn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Aðeins rúmum hálftíma eftir Oss- etíu-skjálftann varð þriðji skjálftinn. Hann mældist 5,2 á Richter-kvarða og átti upptök sín í Norður-Japan, um 360 km fyrir norðan Tokyo. Ekki er vitað til þess að mann- eða eignatjón hafi orðið í skjálftunum. Olli tölvubilun eða mannleg mistök flug- slysinu yfir Tælandi? NÚ er Ijóst að flugriti Boeing- 767 þotu austurríska flugfélags- ins Lauda Air, sem fórst í Tæ- landi 26. maí eyðilagðist. Upp- lýsingar sem flugritinn, sem einnig er nefndur svarti kassinn, hafði að geyma um flug þotunn- ar fóru forgörðum. Þar með standa þeir aðilar sem reyna að grafast fyrir um orsakir slyssins nær ráðþrota. Beinist athyglin þó einkum að bilun í tölvubúnaði þotunnar annars vegar og hugs- anlegum flugmannamistökum hins vegar. Svarti kassinn gegnir jafnan lyk- ilhlutverki við flugslysrann- sóknir og hefði að öllum líkindum getað skýrt orsakir þess að annar hreyfill þotunnar tók skyndilega að vinna gegn hinum með þeim afleiðingum að flugmennirnir misstu stjóm á þotunni. En flugrit- inn kramdist og brann er brak úr þotunni skall í jörðina og segul- bandið sem varðveitir hinar mikil- vægu upplýsingar var askan ein. Niki Lauda, eigandi flugfélags- ins Lauda Air, sem átti þotuna, hefur látið líkja eftir 16 mínútna flugi hennar í flughermi í London. Sat hann sjálfur við stjórnvölinn og náði fljótt valdi á vélinni eftir að annar hreyflanna hafði verið settur í „bakgír". Sama hvort held- ur flogið var með sjálfstýringu eða án hennar. „Eg var undirbúinn, vissi hvers var að vænta,“ sagði Lauda eftir flugið. Hann sagði að flugmenn þotunnar í fluginu örlagaríka hefðu hins vegar enga viðvörun fengið og hefðu því ekki getað bjargað fleyi sínu. Á upptökum af sam- tölum þeirra kæmi fram að þeir hefðu árangurslaust leitað að lausn á vandanum. Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hefur staðfest að annar hreyfdl þotunnar hefði verið í „bak- gír“ þegar flugvélin skall til jarðar og hreyflarnir hefðu því unnið hvor gegn öðrum. Hefði það komið í ljós við rannsókn á braki þotunnar. Ástæða var þó ekki talin til að setja Boeing-767 þotur búnar sömu hreyflum í flugbann þar sem ekk- ert hefði bent til þess að orsökina mætti rekja til smíðisgalla í hreyflinum. Sam- gönguráðherra Austurríkis sagði nýlega í yfirlýsingu, að stjómtölvur þotunnar hefðu bilað og gefið öðr- um hreyflinum röng fyrirmæli með þeim afleiðingum að loftbremsurn- ar fóru í gang og þotan varð stjórn- laus. Athygli rannsóknarmanna bein- ist nú fyrst og fremst að tækni- legri bilun í þotunni annars vegar og flugmannamistökum hins vegar. Verði niðurstaðan sú að tölvubilun hafi orsakað slysið eiga Boeing- verksmiðjurnar yfir höfði sér skaðabótamál af hálfu ættingja hinna 223 sem fórust. Þyki öll rök Eldsneytisgjöf opin Til þess oð ræso loft- hemlono þorf fyrst oð loko aðaleldsneytisgjöfinni. Eldsneytisgjöf lokuð Þoð er ekki fyrr en henni hefur verið lokoð, sem hægt er oð lyfto stönginni, sem ræsir lofthemlono. Lofthemlor ræstir Lofthemlornir eru svo ræstir með því oð togo stöngino i óttino til sin. BAKSVIÐ efiir Ágúst Ásgeirsson mennirnir hefðu átt að geta haldið stjórn á þotunni þrátt fyrir tövlubil- un verða örlög þotunnar og þeirra sem um borð voru skrifuð á reikn- ing þeirra. . Samkvæmt upplýsingum enska flugtímaritsins Flight International má rekja 75% flugslysa til mistaka flugmanna og reyndar verður hlutfallið hærra ef eingöngu eru talin flugslys sem manntjón verður í. Aðrar helstu orsakir flugslysa eru byggingargallar og veður. Þrjú prósent flugslysa eru rakin til óyf- irstíganlegra byggingargalla, svo sem þegar vængur brotnar af flug- vél, en á sjöunda áratugnum var nær helmingur flugslysa rakin til orsaka af því tagi. 1 fyrra voru átta flugslys rakin til óveðurs eða þoku. Flest þeirra áttu sér stað í ríkjum þriðja heimsins, þar sem möguleikar á að sjá fyrir um veður eru ekki jafn miklir og á vestur- löndum og veðurspár ófullkomnari. í nýjustu þotum er yfirleitt að finna um höggvindi (,,wind-shear“) og tæknilega er þeim því óhætt að fljúga í hvaða veðri sem er. Búast má við að manntjón í flug- slysum tvöfaldist á næstu 25 árum þar sem gert er ráð fyrir að fjöldi flugfarþega þrefaldist á sama tíma. Þegar slysatíðni er borin saman við vegalengdir og flugtíma kemur í ljós að hver flugfarþegi verði fræði- lega að fljúga 570.000 mílur (eða sem svara um 260 ferðum fram og til baka milli Keflavíkur og London) til þess að lenda í flug- óhappi. Og jafnvel þá eru líkur farþega að sleppa lifandi 65% eða meiri en flugmanna sem bíða bana í 40% brotlendinga. Því er jafnan haldið fram að öryggismálum sé betur komið í flugi en nokkrum samgöngumáta öðrum. Afstaða Boeing-verksmiðjanna er sú að miklu hættulegra sé að ganga yfir götu en að fara í flugfereð. Eða eins og fulltrúi fyrirtækisins segir: „Miðað við að fljúga í einni af flug- vélum okkar má segja að sá sem gengur yfir götu sé haldinn and- látsþrá." hins vegar hníga aðjwí^ að flug- tækjabúnað tij að veijast svonefnd;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.