Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBlfADIÐ. .SUNNLiDAGUJi 16. JÚNI .1991
H5
til þess að tryggja að nýr sáttmáli
um ríkjasambandið verði fullgerður.
Jeltsín segir að sambandsstjómin
muni sem fyrr fara með varnar-
mál, orkumál og samgöngumál.
Vafi leikur þó á því hvernig stjórn-
in í Kreml og lýðveldin munu skipta
með sér verkum í utanríkismálum,
hvernig skattlagning verður í fram-
kvæmd og hvernig mikilvægum ol-
íulindum verður skipt. Togstreitu
rússnesku stjórnarinnar og sam-
bandsgtjórnarinnar er ekki lokið og
óvíst er hver völd stjórnarinnar í
Kreml muni verða.
Vikublaðið The Economist bendir
á að þar sem forsetakosningar hafi
ekki áður farið fram í Rússlandi sé
nokkrum vafa undirorpið hvort þeir
sem ekki kusu Jeltsín muni sætta
sig við úrslitin og líta á hann sem
lögmætan leiðtoga. Umboð hans frá
kjósendum kunni því að reynast
takmarkað.
Ovíst er hvernig íhaldsöfl í
kommúnistaflokknum, hernum og
KGB munu bregðast við takmörk-
unum á völdum þeirra. Fulltrúar á
sovézka þinginu hafa óttazt að lög-
gjafarvald þeirra verði stórlega
skert. Þeir óttast einnig að þeir
kunni að missa þingsæti sín, ef efnt
verði til sovézkra þingkosninga eins
og heitið er í samkomulagi því sem
náðist í apríl.
Financial Times segir að á það
muni reyna nú eftir kosningarnar
hvort Jeltsín geti og vilji nota óum-
deilanleg völd sín til þess tryggja
stuðning við raunverulegar mark-
aðsumbætur, sem muni óhjákvæmi-
lega hafa þrengingar í för með sér
þrátt fyrir kosningaloforð hans.
Mæna í vestur
Fyrrverandi aðstoðarforsætis-
ráðherra Jeltsíns, Grígoríj Javl-
inskíj, hefur dvalizt í Bandaríkjun-
um og unnið að gerð áætlunar um
efnahagsumbætur með vestrænni
aðstoð. Hann hefur enn trú á Jelts-
ín og telur hann „fulltrúa þróunar
í átt til breytinga". Jeltsín er á för
um til Washington í boði leiðtoga
öldungadeildarinnar og hittir Bush
forseta, aðra embættismenn, þing-
leiðtoga og fulltrúa verkalýðshreyf-
ingarinnar AFL-CIO að máli.
Jeltsín hefur áhuga á samstarfi
við Vesturlönd. Hann hefur lagt æ
meira kapp á að tryggja aukin efna-
hagstengsl við vestræn ríki, vill
bæta aðstöðu vestrænna fyrirtækja
og segir að rússneskri einangrun
frá „hinum siðmenntaða heimi“
verði að ljúka.
Financial Times segir að meira
mark verði tekið á Jeltsín á Vestur-
löndum eftir kosningarnar en hing-
að til og að honum verði meiri sómi
sýndur. Harðsnúinn og umdeildur
verkamannssonur frá Sverdlovsk
austan Úralijalla í Síberíu muni lík-
lega hafa forgöngu um að Rússland
beini sjónum sínum að Evrópu og
að áhrifum rússneska mennta-
mannsins Leníns verði umbylt.
The Economist leggur áherzlu á
mikilvægi þess að þau völd sem
forseti Rússlands geri kröfu til séu
meiri en þau völd sem Jeltsín hafi
haft sem forseti rússneska þings-
ins. Hann muni til dæmis fá völd
til að stjórna með tilskipunum líkt
og Gorbatsjov. Mörg baráttumál
hans muni krefjast aukinnar bar-
áttu við stjórnarherrana í Kreml.
Ekki sé síður mikilvægt að nú
verði það skrifstofukerfið en ekki
Gorbatsjov, sem muni aðallega
standa í vegi fyrir því að Jeltsín
geti beitt völdum sínum. Til dæmis
kunni verksmiðjustjórar að streitast
gegn hugmyndum um einkavæð-
ingu, en verkamenn geti notað
kosningaúrslitin til þess að sigrast
á mótþróa forstjóranna.
Eftir rússnesku kosningarnar
mun athyglin beinast meir að því
en áður að það var sovézka þingið
en ekki sovézka þjóðin sem kaus
Gorbatsjov forseta. Ekki er víst að
beinar forsetakosningar fari fram í
Sovétríkjunum fyrr en eftir að
formlegri endurskipulagningu
þeirra lýkur og sú þróun mun taka
að minnsta kosti tvö ár. Ef af þeim
verður kunna þær að verða enn
mikilvægari en rússnesku kosning-
arnar.
I
á tónleikum 17. júní á veitingahúsinu
„Tveirvinirog annar í fríi“ frá kl. 22-01.
Á undan ARTCH leikur ný íslensk þungarokkssveit
„BLEEDING VOLCANO11.
Ath. að þetta eru einu aukatónleikar ARTCH.
Nefndin.
FJÖLSKYtDUR
Hvernig væri ...
. . . að prófa
eitthvað nýtt?
. . . að eignast
nána vini í fjar-
lægum löndum?
. . . að kynnast
eigin þjóð frá
nýrri hlið?
Allt þetta getur gerst heima hjá þér ef þú
opnar heimili þitt fyrir skiptinema á veg-
um AFS, sem eru elstu og reyndustu sam-
tökin á sínu sviði sem starfa hér á landi.
m 24. júní koma ungmenni til sex vikna
dvalar hérlendis og 20. ágúst koma ung-
menni til ársdvalar.
m Allar nánari upplýsingar um skiptinem-
ana fá væntanlegar fósturfjölskyldur hjá:
Helgar-
tilboð
Rjómalöguð
húsbóndasúpa
Lambafillet
m/rauðvínssósu
Heimalagaðuris
m/konfektsósufró
kl. 11.30-15.00,
\Kr. 1.390,i
Hring*
loftið
Hverasteik
15 tegundir
af meðlæti á
hlaðborði
ásamt eftirrétti
frá kl. 19.00
r. 2.500,
Barnaborgari m/frönskum kr. 300,
Hring-
loftið
Kaffihlaðborð
frá
kl. 15.00-18.00
Kr. 750#->
Pizza og pönnuréttir
allan daginn.
Sími 98-34789.
Beltagröfur - hjólagröfur
GÓÐ KAUP
Við höfum nú til sölu nokkrar
gröfur í toppstandi, yfirfarnar
af verkstæðismönnum okkar
og nýskoðaðar af Vinnueftirliti
ríkisins.
Beltagröfur
Atlas 1902 DHD 1981
Atlas 1902 DHD 1982
Komatsu PC200-3 1987
Hjólagröfur
Komatsu PWI50 1985
Liebherr 922 1984
Upplýsingar í síma (91) 44144
komaOu
AFS Á ÍSL4NDI
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
LAUGAVEGUR 59. P.O. BOX 753 IS-121 REYKJAVlK. ICELAND
Verslunin BYGGIR HF. auglýsir:
Erum fluttir að Bíldshöfða 16, nýtt símanúmer er: 91-677190
HARÐVIflUR
Fullþurkaðar ýmsar tegundir
t.d. Brazilian Mahogany,
Utile Mahogany, Bubinga
Mahogany, eik, askur o.fl.
FLA6GSTANGIR
Gerðar úr fiber með festing-
um, stærðir frá 6-12 metr-
um.
AUSTURLENSK TEPPI
Handofin gólfteppi í hæsta
gæðaflokki, og eru ávallt
fyrirliggj. ýmsar stærðir og
gerðir.
ARINOFNAR m/grilli
Tilvaldir í sumarbústaðinn
eða íbúðina. Einnig hlifðar-
grindur, koparílót o.fl.
PARKET DG BÓN
Sænska parketið frá Tarket
14 m/m merbau, eik, ask-
ur, beiki og fl. teg. Einnig
úrvals Wood Preen porket-
bánið og á innréttingar.
V efnaðarvöruverslunin
Frístund
Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði,
Hættir!
Hörku útsala
Allt á að seljast
Þ.á.m.
apaskinn,
fóðruð gallaefni,
barnaefni,
dragtarefni,
ullarefni,
o.m.fl.