Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 25

Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 25 Messa í Garðskirkju Hraunbrún, Kelduhverfi. MESSAÐ var í Garðskirkju í Kelduhverfi sunnudaginn 9. júní. Þar voru samankomin átta af þeim tíu sem fermdust í kirkj- unni 8. júni 1941. Þennan dag voru því liðin 50 ár og einn dagur síðan þau voru fermd. Þarna voru mætt þau Jóhanna Ólafsdóttir, Þórhildur Björg Kristjánsdóttir, Þorfinnur Jónsson, Bjarni Gunnarsson, Stefán Bogason, Áslaug Axels- dóttir, Áslaug Jónsdóttir og Guð- rún Stefánsdóttir. Ein þeirra, Hólmfríður Jónsdóttir er búsett á Djúpavogi og gat ekki verið með og önnur, Jónína Gunnars- dóttir, er látin. Í messunni 1941 voru skírð sjö börn. Eitt þeirra, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, hélt nú á dóttur- syni sínum undir skírn. Ferming- arbörnin eru hin hressustu að sjá, en það má þó geta þess að mæður tveggja þeirra voru við- staddar athöfnina þar voru þær Friðný Siguijónsdóttir, 92 ára, en hún er móðir Jóhönnu og Kristín _ Sigvaldadóttir, 84 ára, móðir Áslaugar Jónsdóttur, þær eru báðar mjög vel ernar. Það var sóknarpresturinn, séra Eiríkur Jóhannsson á Skinna- stað, sem messaði. - Inga. Skólamálaráð: Nýtt námsefni í samskiptum og sj álfsstyrkingu ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp nýjan námsþátt í grunnskól- um Reykjavíkur næsta vetur. Hefur námþátturinn hlotið nafnið „Tilveran“ en hann er einnig þekktur undir heitinu „Lions- Quest“. Markmiðin með náminu er annars vegar að hjálpa ungu fólki til þess að þroska með sér félagslega eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, dómgreind og hæfni til sam- skipta og hins vegar að hjálpa því til að efla tengsl við fjöl- skyldu, skóla, jafnaldra og samfélagið auk þess að tileinka sér heilbrigðan og vímuefnalausan lífsmáta. Námsefnið verður kennt í 7. bekk grunnskóla þar sem 12 börn leggja stund á nám. For- eldrum barna á þessum aldri hefur verið sent kynningarbréf um námsefnið. I því er meðal annars óskað eftir þátttöku for- eldra í tengslum við vinnu nemanda almennt, við lestur foreldra- bókarinnar „Árin koma á óvart“ og með þátttöku í sérstökum foreldrafundum þar sem fjallað er um þroska unglinga, sam- skipti innan fjölskyldunnar, aga, vímuefnaneyslu og fleira. Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi, sem situr í Skólamálaráði sagði á kynningarfundi um námsefnið að ákvörðun um að stefna að því að námsefnið yrði kennt næsta vetur hefði verið tekin í Skólamálaráði í lok janúarmánuðar á þessu ári. Haft hefði verið samband við Vímulausa æsku, Lions-hreyfing- una og Menntamálaráðuneytið sem hver um sig hefði skipað fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir kennslu námsefnisins. Fyrir hönd Skóla- málaráðs sat Árni í nefndinni. Nefndin vann að framkvæmda- og kennsluáætlun sem lögð var fyrir Skólamálaráð og samþykkt 27. maí í vor. í áætluninni segir að stefnt skuli að því að kenná efnið í öllum deild- um 7. bekkjar (12 ára börn) næsta skólaár og framvegis. Kennslan nemi 2 vikustundum í hverri bekkj- ardeild allan veturinn og sjái Skólamálaráð um greiðslu annarr- ar stundarinnar og ennfremur greiðslur til kennara fyrir sérstaka fundi með foreldrum. Þá segir að skólaárið 1992 til 1993 fari þessi kennsla fram í öllum deildum 7. og 8. bekkjar og verði það framtíð- artilhögun. Gert er ráð fyrir að umsjónarkennarár sjái um kennsl- una en haldin verði tvö þriggja daga námskeið fyrir þá kennara er umsjón munu hafa í 12 ára bekkjum næsta vetur og hafi ekki sótt námskeið af þessu tagi áður. Slík námskeið standa nú yfír í Álftamýraskóla. Erla Kristjánsdóttir, lektor við KHÍ, sagði að á kennaranámskeið- inum fengju kennararnir góða inn- sýn í námskeiðið og þjálfun í kennslu þess. Hún sagði að tekið væri á ákveðnum þáttum sem tengdust unglingsárunum í náms- efninu og mætti þar nefna vímu- efni. Fyrst og fremst væri þó fjall- að um góð samskipti en fólk væri sífellt meðvitaðra um mikilvægi þeirra. Fanný Gunnarsdóttir, kennarij sem kennt hefur námsefn- ið í Álftamýraskóla sagði að reynslan af námsefninu væri góð. Hún sagði að nemendur, sem lærðu námsefnið, segðu að þeir litu ungl- ingsárin öðrum augum en áður en sjálf sagðist hún hafa haft reynslu af því að samskipti í bekknum bötnuðu og klíkumyndun minnk- aði. Námsefninu tilheyra kennara- leiðbeiningar, foreldrabók og verk- efnabók fyrir nemendur. Það hefur verið notað í kennslu víða um heim. Af löndum má nefna Bandaríkin, Nýja Sjáland, Danmörku, Svíss, Holland og Indland. Tilbod óskast í Jeep Cherokee Laredo 4x4 6 cyl., (svartur), sjálfskiptur m/rafmagni, árgerð '90 (ekinn 3 þús. mílur), Toyota 4-Runner, árgerð '85 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 18. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna. Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir Fermingabörnin er fermdust 8. júní 1944 ásamt þeim Friðnýju Sigurjónsdóttur og Kristínu Sigvaldadóttur. Brautskráðir nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1991. Aftari röð frá vinstri: Stefán E. Petersen, Stefán Orn Arnarson, Siguijón Halldórsson og Arinbjörn Árnason. Miðröð frá vinstri: Guð- björg Ragnarsdóttir, Svanhvít Friðriksdóttir, Margrét Óðinsdóttir, Ásrún Inga Kondrup, Bryndís Braga- dóttir, Guðrún Margrét Baldursdóttir, Aðalheiður Eggertsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson, Jón Ragnar Ornólfsson og Guðlaugur Viktorsson. Fremsta röð frá vinstri: Helga A. Jónsdóttir, Unnur Vilhelmsdótt- ir, Anna Sigurbjörnsdóttir, Magnea Guðlaug Ólafsdóttir, Sif Tuliníus og Gyða Stephensen. Á myndina vantar Elínu Onnu Isaksdóttir. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Tíu luku einleikaraprófi Tónlistarskólanum í Reykjavík var slitið í sextugasta og fyrsta sinn fimtudaginn 30. maí sl. At- höfnin fór fram í Háteigskirkju að viðstöddum kennurum, nem- endum og öðrum góðum gestum. Við athöfnina lék Gunnar Kvar- an, sellóleikari, kafla úr svítu eftir J.S. Bach. Skólastjóri, Jón Nordal, flutti ræðu og afhenti burtfarar- prófsnemendum skírteini sín. Að þessu sinni var 21 nemandi braut- skráður, þar af luku 10 einleikara- prófi, 2 píanókennaraprófi, 1 lauk fiðlukennaraprófí, 1 blokkflautu- kennara,prófí, 1 blásarakennara- prófí, 1 söngkennaraprófí og 5 tón- menntaprófi. Skólastjóri minntist í ræðu sinni 60 ára afmælis skólans sem var 5. okt. sl. og þeirra tónleika sem fyrr- um nemendur og kennarar skólans héldu skólanum til heiðurs af því tilefni og sagði frá því að væntan- legt væri rit um 60 ára starfsemi skólans. Skólastarf var mjög blómlegt í vetur. Um 50 tónleikar voru haldn- ir innan skólans og utan og margir erlendir og innlendir gestir heim- sóttu skólann og héldu tónleika og námskeið nemendum og kennurum til gagns og ánægju. (Fréttatilkynning) N O V E L Lx/ TÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S 681665

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.