Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 2
J 2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JUNI 1991 EFNI Félagsmálaráðherra: Karlar verði líka til- nefndir í Jafnréttísráð JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra sendi í gær tilmæli til þeirra samtaka, sem tilnefna fulltrúa í Jafnréttisráð, um að þau endurskoði tilnefningar sínar í ráðið en ráðherra undirbýr nú Flugleiðir: Ferðir hafn- ar til Ztirich FLUGLEIÐIR byijuðu í gær, laugardag, að fljúga til nýs áfangastaðar, Ziirich í Sviss. Flogið verður til Zúrich tvisvar í viku í sumar, á laugardögum og mánudögum, fram til 9. september í haust til Kloten-flugvallar. Þaðan eru samgöngur góðar bæði til ann- arra landa og annarra borga í Sviss, að því er fram kemur í frétt frá Flugleiðum. Járnbrautarstöð er í kjallara flugstöðvarinnar og tekur lestarferð inn í hjarta Zúrich-borgar 10 mínútur. Vel er bókað í flugið til Zúrich í sumar. Er þar einkum um að ræða Svisslendinga sem hyggjast koma til íslands. skipun í nýtt Jafnréttisráð. Að sögn Jóhönnu er ástæða bréfsins sú að í ljós kom að samtökin hafa eingöngu tilnefnt konur sem aðal- menn og varamenn í Jafnréttis- ráð. Samkvæmt lögum væri hins vegar gert ráð fyrir sem jafnastri skiptingu á milli kynjanna og það væri einnig markmið fram- kvæmdaáætlunar ríkissljórnar- innar. „Þarna er verið að gera tilraun til að koma körlum inn í Jafnréttis- ráð og er þessum tilnefningaraðilum gefinn kostur á að endurskoða til- nefningar sínar. Er þeim gefinn frestur til 24. júní,“ segir Jóhanna í samtali við Morgunblaðið. Þeir aðilar sem tilnefna fulltrúa í Jafnréttisráð eru VSÍ, ASÍ,BSRB Kvenréttindafélagið og Kvenfélaga- sambandið. „Ráðuneytið mun fylgja þeirri reglu í framtíðinni, þegar það ieitar tilnefninga, að komi í Ijós að einung- is berist tilnefningar um annað kyn- ið munum við gefa tilnefningaraðil- um kost á að breyta tilnefningum sínum. Ég hef einnig skrifað öllum ráðherrum rikisstjórnarinnar og hvatt þá til að taka upp þessa stefnu," sagði Jóhanna. Seðlabankinn: Tilbúin tillaga um sláttu á 100 kr. mynt SEÐLABANKINN hefur nú til- búna tillögu til viðskiptaráð- herra um að slegin verði 100 krónu mynt og segir Stefán Þórarinsson, forstöðumaður rekstrardeildar bankans, að út- lit myntarinnar liggi einnig fyr- ir en engin ákvörðun hafi þo verið tekin um hvort rétt sé að ráðast í útgáfu á 100 kr. mynt en það verði rætt innan bankans á næstu vikum. „Það eru skiptar skoðanir um hvort það sé tímabært að gefa út 100 krónu mynt enda fylgir því talsverður kostnaður," segir hann. Verslunarráð íslands hefur ítrekað þá skoðun sína við Seðlabankann að slegin verði 100 kr. mynt og að hugað verði að sláttu 200 kr. myntar. „Það er auðvitað keppi- kefli bankans að fullnægja eðlileg- um kröfum viðskiptalífsins að þessu leyti. Ef niðurstaðan verður séu að eðlilegt sé að gefa út 100 krónu mynt verður gerð tillaga um það til viðskiptaráðherra og þá má búast við að útgáfa á 10.000 króna seðlum fylgi fljótlega í kjöl- farið, “ segir Stefán. Morgunblaðið/Sverrir Milljónatjón varð hjá Strætisvögnum Reykjavíkur á föstudags- kvöíd þegar vagn, sem skilinn hafði verið eftir í gangi, rann á tvo aðra. Hér skoðar Hannes H. Garðarsson, umsjónarmaður þvottastöðvar SVR, skemmdirnar á einum vagninum. Milljónatjón hjá SVR: Mannlaus strætis- vagn ók á tvo aðra MANNLAUS strætisvagn rann af stað við þvottastöð SVR við Kirkjusand á föstudagskvöld og stórskemmdi tvo aðra. Starfsmað- ur hafði yfirgefið bílinn og skilið hann eftir í gangi og í gír, en hafði hins vegar ekki sett hann í handbremsu. Hannes H. Garðarsson, um- verið orðinn nægilegur hafi vagn- sjónarmaður þvottastöðvarinnar, segir að starfsmaðurinn, sem er afleysingamaður, hafi sett stræt- isvagninn í gang og verið að bíða eftir því að þrýstingur næðist upp í loftkerfi hans. Hann hafi yfirgef- ið vagninn og skilið hann eftir í gír, en ekki í handbremsu. Þegar þrýstingurinn í loftkerfinu hafí inn svo runnið af stað. Hann hafi náð talsverðum hraða og skollið af miklu afli á öðrum vagni, sem varð á leið hans og sá hafi kast- ast á þann þriðja. Hannes segir að skemmdirnar á vögnunum séu afar miklar og Ijóst sé að þarna sé um miUjóna- tjón að ræða. Mikil hækkun SPA-far- gjalda til Suður-Evrópu Leitum leiðréttingar á þessu, segir blaðafulltrúi Flugleiða FLUG til ákvörðunarstaða í Suður-Evrópu um Amsterdam með Flugleiðum og hollenska flugfélaginu KLM hækkuðu um tugi prósenta í lok síðustu viku. Um er að ræða svokölluð SPA- fargjöld, en það eru sérstök af- sláttarfargjöld sem flugfélög semja um sín á milli þegar flogið er með báðum félögunum til áfangastaða um allan heim. Far- gjöld með Flugleiðum og SAS Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hundrað hátalarar í Kaplakrika Nú er talið að frá 8.000 til 10.000 manns komi á tónleikana ísinn brotinn í Kaplakrika í dag. Hljóðkerfið byggist á 100 hátölurum, sem skila um 70.000 w hljóðstyrk, en í ljósabúnaði eru um 500 stök ljós. Talsmenn Rokks hf., sem skipuleggur tónleikana, sögðu enga leið að áætla hve marga miða væri búið að selja. Að sögn Alans Balls hjá Rokki hf. tók salan mikinn kipp á fimmtudag og enn á föstudag og því erfitt að áætla söluna, en líklega hefðu selst vel á áttunda þúsund miðar. Alan sagði að hin aukna miðasala hefði orðið til þess að ákveð- ið var að auka öryggisgæslu og hefðu 50 manns verið ráðnir til viðbót- ar. Það verða 250 manns við öryggisgæslu og jafnvel fleiri ef miða- sala gefur tilefni til. Fyrstu hljómsveitirnar komu til landsins í gær- kvöldi, en hinar á níunda tímanum í dag. um Kaupmannahöfn hækkuðu með fáeinum undantekningum um 5-6% en þau voru hærri fyrir og eru fargjöldin nokkuð sain- bærileg nú hvort sem flogið er um Kaupmannahöfn eða Amster- dam. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að sérstök kynning- arfargjöld hafi gilt í vetur til um 100 áfangastaða um allan heim þegar flogið var um Amsterdam. Þessi fargjöld hafi verið ákveðin í vetur til að kynna Schiphol sem tengiflugvöll. Það sé meginskýring- in á fargjaldabreytingunni, en auk þess hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi hækkun þessara fargjalda til átta áfangastaða í Suður-Evrópu og félagið muni leita leiðréttingar varðandi það í samvinnu við KLM og SAS. Nú sé það þannig í sumum tilfellum að ódýrara sé að kaupa farmiða til Amsterdam og áfram til Suður-Evrópu í tvennu lagi, heid- ur en að kaupa SPA-fargjald. Sem dæmi má nefna að flug til Istanbul um Amsterdam hækkar mest úr 40.950 krónur í 70.300 eða um 71%. Fargjöld til Spánar hækka á bilinu 42-52%, voru flest 46.200 krónur og urðu 70.300 krónur. Þarna er um að ræða áfangastaði eins og Alicante, Malaga, Palma, Valencia og Barcelona. Sama giidir um flugfargjöld til Portúgals. Far- gjaldið til Rómar hækkar um 51% úr 44.660 í 67.700 kr. og til Mílanó úr 44.660 í 63.120 krónur. Far- gjaldið til Aþenu hækkar um 57% úr 44.630 í 70.300 og til Nice í Frakklandi um 44.100 í 63.120. SAS var einnig með sérstök SPA-fargjöId í gildi í vetur, þegar flogið var með SAS til Kaupmanna- hafnar og áfram til annars áfanga- staðar. Um svipað verð var að ræða og ef flogið var með Flugleiðum og KLM. Fargjöldin giltu fyrst til 31. mars en gildistíminn var fram- lengdur til 31. maí og féllu þau þá úr gildi. Samningur Flugleiða og SAS um Spa-fargjöld er áfram í gildi. Húsavík: Höfði hf. rekinn með hagnaði Húsavík. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Höfði hf. á Húsavík, sem gerir út togarann Júlíus Havsteen, var rekið með 19 milljóna króna hagnaði á síðastliðnu ári. Þetta kom fram á aðalfundi fé- lagsins sem nýlega var haldinn. Hluthafar félagsins eru 84 en mest- ur hluti er í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur 62% og Húsavíkurbæjar 34%. Hjá félaginu störfuðu 30 manns og voru launagreiðslur alls 65 milij. kr. Togarinn stundaði eingöngu rækjuveiðar og aflaði sér veiðiheim- ilda fyrir 767 tonnum, með kvóta- skiptum á botnfiski við aðrar útgerð- ir, ásamt því að kaupa rækjukvóta. Meiri hluti rækjunnar var unninn um borð í skipinu. Einnig rekur félagið umfangs- mikla netagerð og voru tekjur henn- ar 45,5 milljónir og fara þær vax- andi ár frá ári, því framleiðsla þeirra á rækjutrollum, er orðin landsfræg. - Fréttaritari ►i-56 jfterfpmblabt&i Bruðl eða bnrn nauð- syn? ►Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur verið í brennidepli að undanförnu vegna breyttra út- hlutunarreglna. Birgir Armanns- son blaðamaður fjallar hér um fjár- hagsstöðu sjóðsins og hinar breyttu reglur. /10 Ný bylting í Rúss- landi? ►Auknar líkur á breytingum í Sovétríkjunum í kjölfar sigurs Jeltsíns/14 Þjóðarskömm ef mið- bærinn drabbast niður ►Rætt við Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóra nýstofnaðs Þróunarfélags Reykjavíkur /18 Stefnan í fullu gildi ►Verslunin Ellingsen 75 ára /20 Mér þykir vænt um Egilssögu ►Rætt við Halldór Blöndal land- búnaðar- og samgönguráðherra /22 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-28 Mosahlíð í Hafnarfirði ► Viðtal við Jóhannes Kjarval, skipu- lagsstjóra um nýja 1000 manna byggð í Hafnarfirði. /14 C t Hún vitjaði hans í draumi ►Listaverk eru ær og kýr Guð- mundar Axelssonar í Klausturhól- um. Fyrir tveimur árum vitjaði listagyðjan hans í draumi og í framhaldi af því hélt hann til Pól- lands ásamt Jörgen Holm, for- stjóra í Kaupmannahöfn, en saman fundu þeir styttu Einars Jónsson- ar, sem listamaðurinn gerði á gröf Eisert fjölskydlunnar í Lodz árið 1935. Eftir talsvert umstangtókst þeim að smygla styttunni úr landi og nú er hún komin heim til Is- lands. /1 Stolt siglir fleyið mítt ►Endurminningar bráða- birgðavíkings. Valgeir Guðjónsson lýsirsiglingu með víkingaskipi frá Noregsströndum til Orkneyja./4 Heilsuhælið og hug- sjónin ► Stefna Heilsuhælisins í Hvera- gerði er orðin viðurkenndur lífsstíll manna, en undanfarið hefur nætt um hælið og reynt er að fínna grundvöll fyrir starfsemi þess í framtíðinni. /10 Söngvari Saxafónsins ►Vernharður Linnet minnist bandaríska tenórsaxafónleikarans Stan Getz, sem m.a. heimsótti ís- land á Listahátíð fyrir nokkrum árum. /15 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar 48 Dagbók 8 Útvarp/sjónvarp 57 Hugvekja 9 Gárur 55 Leiðari 28 Mannlífsstr. 8c Helgispjall 28 Fjölmiðlar 18c Reykjavikurbréf 28 Dægurtónlist 20c Myndasögur 34 Kvikmyndir 21c Brids 34 Bíó/dans 24c Stjörnuspá 34 A Fómum vegi 28c Skák 34 Velvakandi 28c Minningar 32 Samsafnið 30c Fólk í fréttum 48 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.