Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 24
2M£
MÖÍlGWÍÖLÁÍJIÖ BUNKliÍyÁGUR' 10. ,7Í!NI 1991'
ÞORSTEINN GYLFASON:
ÆTTJARÐAR
KVÆÐI
Þú siglir alltaf til sama lands
um svalt og úfið haf.
Þó ef til vill sértu beggja blands
og bilið tæpt milli lífs og grands,
þú kynnir að komast af.
Ef landið eina er landið þitt
er leiðin firna ströng.
Það marar í hafi með hrímfjall sitt
og hengingarklett og útburðarpytt.
Og saga þess sár og löng.
Samt skeytirðu ekki um önnur lönd
í einangrun tryggðabands.
Þó bryddi á ísum við innstu rönd
þú siglir kargur með seglin þönd
til sama kalda lands.
OP. K NORRÆN UMHVERFISMENNTUNARRÁÐSTEFNA
Þriðji hver vantreystir
merkingum á umbúðum
RÖSKLEGA þriðji hver maður, sem gerir sér far um að kaupa
umhverfisvænar vörur, treystir ekki merking-um þess efnis á vöruum-
búðum. Þetta kom fram í fyrirlestri Jóhannesar Gunnarssonar form-
anns neytendasamtakanna á Miljö-ráðstefnunni.
„Við gerðum skyndikönnun
stórmarkaði um síðustu helgi, þar
sem ég spurði 218 einstaklinga um
ýmislegt varðandi umhverfisvænar
vörur,“ sagði Sólrún Halldórsdóttir
starfsmaður neytendasamtakanna í
samtali við Morgunblaðið. Helming-
ur aðspurðra sagðist gera sér far
um að kaupa vörur sem merktar
væru umhverfisvænar og 35%
þeirra sagðist þó ekki treysta merk-
ingum þess efnis. „Hér á landi eru
engar reglur um skilyrði sem vörur
þurfa að uppfylla til að hægt sé að
merkja þær sérstaklega sem um-
hverfísvænar og því er kannski
ekki að undra að fólk sé á varð-
bergi,“ sagði Sólrún.
í fyrirlestri sínum sagði Jóhannes
að sér þætti líklegt að tala þeirra,
sem raunverulega gerðu sér far um
að kaupa umhverfisvænar vörur,
væri mun lægri en skoðanakönnun-
in benti til. „Umræðan um þessi
efni hefur verið töluverð og fólk
skammast sín fyrir að viðurkenna
að það hugsi ekki um umhveifis-
vemd,“ sagði hann. I skoðanakönn-
uninni sem gerð var um síðustu
helgi kom í ljós að fleiri konur en
karlar gera sér far um að kaupa
umhverfisvænar vörur, þær voru
60%, en aðeins 35% karla svöruðu
þessari spurningu játandi.
Þrátt fyrir að helmingur að-
spurðra segðist gera sér far um að
kaupa umhverfisvænar vörur, var
aðeins 27% aðspurðra sem sagðist
hafa keypt að minnsta kosti eina
O&K hiólaskóf la
16,5tonn
Vél 6 stokka 18 I hestöfl
Skóflustærð 2,8-4,5 m3
ZF sjálfskipting
Servostýrt stjórnkerfi
L.P.S.
Sjálfvirktregðusplittun á
báðum drifum
Diskahemlar
Neyðarstýri
Veltistýri
Tölvustýrt viðvörunarkerfi
Til afgreiðslu strax.
Nánari upplýsingar gefa sölu-
menn okkar. Sýningarvél á
staðnum.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Lágmúla 8, sími 38820.
vörutegund sem merkt væri um-
hverfísvæn í þessari búðarferð.
„Margir svöruðu þessari spurningu
neitandi í fyrstu,“ segir Sólrún
Halldórsdóttir sem gerði könnun-
„Þegar þeim var bent á að
salernispappírinn sem það hafði
keypt á tilboðsverði væri endurunn-
inn og óbleiktur, og þar af leiðandi
umhverfisvænn, hækkaði hlutfallið.
Þetta tel ég vera merki þess að
fólk geri sér ekki fullkomlega grein
fyrir því hvað er umhverfisvænt og
hvað ekki.“
Morgunblaðið/Sverrir
Friðþjófur Eyjólfsson og Guðný Gunnarsdóttir, forsvarsmenn
Iskaups.
Endurunnimi pappír
er hlutlaus en ekki súr
ENDURUNNINN pappír er basískur eða því sem næst hlutlaus
en ekki súr, eins og víða hefur verið haldið fram. Þetta eru
niðurstöður rannsóknar sem Kristberg Kristbergsson dósent í
Háskóla íslands vann fyrir Friðþjóf K. Eyjólfsson forsvarsmann
ískaups h.f. sem sér um sölu á endurunnum pappírsvörum.
„Það gengu tröllasögur í þjóð-
félaginu um það að endurunninn
pappír væri súr og entist því ekki
eins lengi og einnota pappír, svo
ég fékk fræðimenn í Háskólanum
til að gera rannsókn á þessu og
finna út hvað rétt væri í þessum
staðhæfingum. í ljós kom að þær
voru tilhæfulausar,“ sagði Frið-
þjófur K. Eyjólfsson í samtali við
Morgunblaðið.
Athugaðar voru tólf tegundir
af pappír og reyndust öll sýnin
sem könnuð voru basísk en ekki
súr, sum voru þó því sem næst
hlutlaus. Mæling á pH (styrk
vetnisjóna) er almennt talin full-
nægjandi mæling á sýrustigi.
Ákveðinn kvarði er notaður yfír
pH mælingar 1-14 og skiptist
hann við pH 7 sem er hlutlaust,
þ.e. hvorki súrt né basískt. Ef
lausn hefur pH lægra en 7 er hún
súr og því rammari sem pH nálg-
ast meira pH 1. Ef pH er hærra
en 7 er lausn basísk og því basísk-
ari sem pH nálgast meira pH 14.
Sá endurunni pappír sem rann-
sakaður var, reyndist með pH
gildi frá 8,3 upp í 8,5.
Samstarf fámennra
skóla í Noregi með
aðstoð tölvunets
SVEIN Egil Vestre, fræðslustjóri, og Bjarne Bjorkevoll, skólastjóri,
héldu fyrirlestur um samstarf fámennra skóla í Noregi með aðstoð
tölvunets á ráðstefnunni Miljö 91. I Noregi teljast u.þ.b. helmingur
skóla sem fámennir þ.e.a.s. með færi en 90 nemendur.
Svein Egil Vestre og Bjarne
Bjorkevoll kynntu tölvunet er
kennslumálayfírvöld í Sogn og
Fjordane hafa tekið í notkun. Tölvu-
netið gerir kennurum og nemendum
fámennra skóla á þessum stöðum
kleift að vinna saman. Með aðstoð
tölvunetsins geta þeir deilt hug-
myndum og reynslu, og unnið sam-
eiginleg verkefni er væru einum litl-
um skóla ofviða. Þessi samvinna
nýtir jafnframt betur takmörkuð
ijárráð skólanna.
Svein Egil Vestre og Bjarrie
Bjorkevoll töldu báðir mikilvægt að
benda á að þetta kerfi er byggt upp
á samstarfi þar sem allir eru virkir
og mikil víxlverkun eigi sér stað á
milli skólanna. Fámennu skólarnir
vilja ekki vera óvirkir móttakendur
efnis frá einni miðstöð heldur hlekk-
ur í keðju þar sem allir eru bæði
sendendur og móttakendur. Hin
nána samvinna skólanna kemur í
veg fyrir einangrun og er þess
vegna bæði nauðsynleg fyrir kenn-
ara og nemendur. Það er sérstak-
lega mikilvægt fyrir kennara í fá-
mennum skólum að geta fjallað um
nýjungar í kennslumálum sín á
milli þar sem þeir eiga við svipuð
vandamál að stríða;
Sem dæmi um sameiginlegt verk-
efni er fámennir skólar í Noregi
hafa unnið er umhverfisverkefni er
nefnist Aqua. Þetta verkefni fólst
í rannsóknum á vatni og er svipað
því sem nemendur Melaskóla tóku
þátt í gegnum Kid’s Network en
það er tölvunet þróað í Bandaríkjun-
um. Kid’s Network byggir á um-
hverfisrannsóknum í raunvísinda-
greinum og gerir nemendum kleift
með víðtæku tölvuneti að bera nið-
urstöður rannsókna við niðurstöður
nemenda í öðrum heimshlutum.