Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 29 1 prr ÞAÐ ER JL fj • margt sem minnir á tengsl ís- lands og Noregs þeg- ar ferðazt er um frændríki okkar. í Skien var Þórður kak- ali sýslumaður. í sama kafla íslend- inga sögu og sagt er frá þeirri spumingu Hákonar konungs, hvort Þórður kakali vildi ekki vera í himnaríki ef Gizur Þorvaldsson væri þar fyrir, er þess getið konung- ur hafi fengið kakala sýslu í Skíðunni einsog Sturla Þórðarson kemst að orði. „Þórðr var vinsæll í sýslu sinni, ok þykkir þeim sem fáir íslenzkir menn hafí slíkir verit af sjálfum sér sem Þórðr,“ segir Sturla Þórðarson í riti sínu. Það var 1256 en Þórður lézt úr hjartaslagi nokkrum misserum síðar, eftirað konungur gaf honum orlof til ís- lands. Þá veitti konungur Gizuri jarlsnafn. Það var 1258. Arnþór Blöndal er ferðamála- stjóri í Skíðunni, alíslenzkur, ættað- ur úr Vatnsdal einsog aðrir Blön- dælir. Þannig liggja leyndir þræðir milli Sturlungu og nútímans einsog við höfum alltaf vitað. í þessu yndis- lega héraði á Þelamörk er fram- leiddur pappírinn í Morgunblaðið. Hansakaupmenn breyttu þessu norræna örnefni í Scheen sem varð svo að Skien, en borið fram Seen til að þóknast þýzkum. En nú er um þennan framburð deilt sem bet- ur fer. í helgarblað Morgunblaðsins eru notuð yfír 20 tonn af pappír en hann fæst sögðu þeir okkur úr 300 norskum tijám. Árlega þarf að fella 75 þúsund tré í Noregi svoað blað allra landsmanna komist daglega til lesenda sinna — og það blöskrar þeim ekki, frændum okk- ar, enda þlanta þeir þremur tijám fyrir hvert sem þeir fella. En það er fleira en Morgun- blaðið sem á söguleg- ar rætur í Skien. Þar fæddist sjálfur Ibsen og þar eru minjasöfn um hann; einnig sunn- ar í Grímsstað þarsem hann lærði frumatriði í lyfjafræði og skrifaði sitt fyrsta leikrit, Catalína. í minjasafni bæjarins í Skien er fullur skápur af ólesnum bókum. Afhveiju eru þessar bækur hér? spurðum við. Af því ung skáld voru alltaf að senda Ibsen nýút- komnar bækur sínar, en hann skar ekki einu sinni uppúr þeim. Allt minnir þetta á grein sem ég las nýlega í ensku tímafiti. Hún er eftir nafntögaðan bókmenntafræð- ing þar eystra sem kvaðst hafa verið fenginn til að lesa handrit í verðlaunasamkeppni um skáldsög- ur. Þau voru milli eitt og tvö hundr- uð. Þau voru víst hvorki betri né verri en obbinn af þeim bókum sem út er gefín. Og einhveijir fengu víst verðlaun. Allan tímann sem ég var að lesa handritin var ég með hugann við trén sem höfðu verið felld til að unnt væri að skrifa þess- ar skræður, segir bókmenntafræð- ingurinn. Og mikil lifandis ósköp saknaði ég tijánna(!) 1 /T/? í NOREGI HVARFLAR A v*hugurinn til Snorra. Við vorum í Stavangri og kynntumst þessum vinalega bæ Kjellands. Þá varð mér hugsað til harmsögulegra persónanna í Gift og örlaga þeirra. Fyrirmyndir þeirra hafa gengið hér um götur áðuren þær urðu fullmót- aðar í huga skáldsins. Hér tókst hann á við umhverfí sitt. Nú er stytta af honum við Torgið. Það er ekki alltaf sem sýslumönnum eru reistar styttur. En það var Snorri. Betra að fara leggja mikla áherzlu á eftirlit með fískiskipaflota landsins. Þar eru starfandi 12 eftirlitsmenn til þess að fylgjast með höfnum á sama tíma og þeir eru 200 í Danmörku! Einn af forystumönnum sjómanna á Irlandi telur, að spænsk stjórn- völd annaðhvort vilji ekki eða geti ekki haft stjórn á útgerðarfyrir- tækjunum. Annar forystumaður írskra sjómannasamtaka sagði í viðtali við brezka blaðið Financiai Times fyrir nokkrum dögum: „Það er ljóst, að Spánveijar veiða miklu meira en kvótar þeirra segja til um og stefna þeir fiskistofnunum í hættu. Auk stóru skipanna eru um_200 óleyfileg skip að veiðum.“ Á undanförnum árum hefur skorizt mjög í odda milli Kanada- manna og Evrópubandalagsins vegna framferðis fiskiskipa frá EB, sem hafa veitt fisk rétt utan við 200 mflna fiskveiðilögsögu Kanadamanna á slóðum, þar sem fiskistofnar ganga innan og utan lögsögunnar. Fiskiskip EB hafa haft að engu þær veiðitakmarkan- ir, sem Kanadamenn hafa sett og stundað yfirgengilega rányrkju. Innan framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins hafa menn gert sér ljóst, að eftirlit með fiskveiðum á vegum bandalagsins er í molum og m.a. hafa verið uppi tillögur um að koma upp fullkomnu eftir- litskerfi, sem byggist á gervi- hnöttum til þess að ná tökum á þessu vandamáli. Reynsla bæði íra og Kanada- manna bendir til þess, að fiskiskip frá Evrópubandalaginu fari sínu fram, hvað sem öllum samningum líður, ef þau á annað borð komast að fiskimiðum, ómögulegt sé að hafa eftirlit með þeim, hvað þá að koma Iögum yfir þau. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni nú þegar hugmyndir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar frá 1989 um gagnkvæmar veiðiheim- ildir milli Islands og EB eru á ný til umræðu og í ljósi yfirlýsingar fastanefndar Spánveija hjá EB fyrir nokkrum dögum, þar sem krafizt er veiðiheimilda á fiskimið- um í Norður-Atlantshafi og leyfís til fjárfestingar í sjávarútvegsfyr- irtækjum innan hugsanlegs evr- ópsks efnahagssvæðis. varlega þegar hann er annars veg- ar. Margir atburðir konungasagna gerast á þessum slóðum. Og eftir ströndinni endilangri. Ég var með hugann við Ólafs sögu Tryggvason- ar, en Haraldur Sveinsson hugsaði um Ólafs sögu helga sem varð Erl- ingi Skjálgssyni að bana við Bókn þarna úti á sundunum. Erlingur Skjálgsson sagði í orrustu þessari einsog Sighvatur skáld Þórðarson getur um í flokki sínum um fall Erlings, Öndurðir skulu emir kló- ask, þ.e. hann vildi ekki ganga Ól- afí konungi á hönd heldur beijast við hann augliti til auglitis. Harald- ur rifjaði það upp að Ólafur konung- ur hafí áminnt Áslák Fitjaskalla þegar hann veitti Erlingi banahögg- ið með því að segja, Nú hjóstu Nóreg úr hendi mér. Við- athugun kemur í ljós Snorri lýsir þessum þætti orrustunnar nánast einsog Svoldarorrustu 30 árum áður en þá eiga þeir í hlut Einar þambar- skelfír og Olafur Tryggvason. Einar skaut að Eiríki jarli en finnskur maður skaut ör á miðjan boga Ein- ars þegar hann dró hann upp „it þriðja sinn“. En svo heldur Snorri áfram og segir: „Brast þá boginn í tvá hluti. Þá mælti Oláfr kon- ungr: „Hvat brast þar svá hátt?“ Einarr svarar: „Nóregr úr hendi þér, konungr." Þau urðu örlög Erlings jarls að hann var fluttur dauður heim á Sóla og grafínn þar en nú er þar einn bezti flugvöllur í Noregi. En Ólafur Tryggvason hljóp fyrir borð af Orminum langa og hvarf inní þjóðsöguna. Þangað sækir Snorri efnivið sinn. Uppistaðan var ein, lífið sjálft, en blæbrigðin mörg. Þannig var Noregur ýmist höggvinn eða skotinn úr hendi kappa sinna og konunga. M. (meirti næsta sunnudag.) JMbrgtmfrlftMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík FiaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakið. Fiskveiðistefna Evr- ópubandalagsins og framferði Spánveija Fiskveiðistefna Evrópubanda- lagsins er tvímælalaust einn misheppnaðasti þátturinn í starfi þess. Grundvallaratriði hennar er samnýting auðlindanna en í fram- kvæmd hefur hún fremur ein- kennzt af rányrkju. Nýjasta dæm- ið um það, hvernig fiskveiðistefn- an virkar í framkvæmd eru átök milli spænskra og írskra fiskiskipa undan ströndum írlands og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Samkvæmt reglum Evrópu- bandalagsins mega fískiskip frá öllum "hðildarríkjum þess veiða á írskum fískimiðum fyrir utan 12 mflna mörk en að vísu skv. til- teknum kvótum. Það er hins veg- ar ekki hlutverk Evrópubanda- lagsins að sjá til þess, að farið sé að settum reglum, heldur hvers aðildarríkis fyrir sig. írski flotinn er hins vegar svo lítill, að hann ræður ekki við það verkefni að halda uppi virku eftirliti á físki- miðunum. Spánveijar eiga stærsta fiski- skipaflotann innan Evrópubanda- lagsins. Þeir eiga helming allra fiskiskipa bandalagsins. Að und- anförnu hefur það gerzt, að spænsk fiskiskip hafa beinlínis siglt á írsk fískiskip bersýnilega í þeim tilgangi að flæma þau í burtu af miðunum. Fyrir skömmu sigldi stór spænskur togari á lítinn írskan fiskibát með þeim afleið- ingum, að leki kom að bátnum, sem sendi út neyðarkail og sjó- mennirnir töldu sig heppna að sleppa lifandi. írskir sjómenn líkja framferði Spánveijanna við ógnir hryðjuverkamanna. Afleiðingin af þessu er sú, að írsku sjómennimir eru hræddir við að sigla nálægt spænsku skipunum, sem þýðir, að Spánveijunum er að takast að reka þá í burtu af eigin fiskimið- um! Ef spænskt fiskiskip siglir á írskt fískiskip verður hið írska að reka það sem einkamál fyrir spænskum dómstól — ekki írskum eða dómstól Evrópubandalagsins. Spænsk stjórnvöld virðast ekki HELGI spjall Fyrir nokkrum vik- um birtist hér í Morgun- blaðinu grein eftir Bjöm Ólafs, arkitekt, um miðbæinn í Reykjavík og uppbyggingu hans, en greinarhöfundur hefur um langt árabil búið og starfað í París. í grein þessari sagði m.a.: „Er Reykjavík amerísk borg? Svar: Já.“ Óg skömmu síðar segir:“ ... Vegna þess, að Reykjavík er ekki gömul og evrópsk heldur ný og amerísk.“ Hér verður ekki á það fallizt með Bimi Ólafs, að Reykjavík sé amerísk borg. Engu að síður er það umhugsunarefni, að íslend- ingur, sem lengi hefur verið búsettur er- lendis, sér höfuðborg íslands í þessu ljósi. Og því miður er það svo, að of margir íslendingar, sem búa erlendis og koma hingað í heimsókn við og við, em sama sinnis og eiga þá ekki eingöngu eða fyrst og fremst við Reykjavíkurborg heldur íslenzkt nútímaþjóðfélag. Fyrir nokkrum dögum skýrði Morgun- blaðið frá því, að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að loka ijarskiptastöðvum hér á landi. Fram kom, að yfirmenn flugmála töldu, að neyðarástand mundi skapast á okkar umsjónarsvæði, ef af þessu yrði með skömmum fyrirvara og höfðu óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að þrýsta á Bandaríkjamenn að fresta þessum lokun- um. Við höldum þjóðhátíðardag okkar, 17. júní, hátíðlegan á mánudag og því ekki úr vegi að fjalla um stöðu okkar í samfé- lagi þjóðanna og hvar við erum á vegi stödd í eilífri baráttu smáþjóðar fyrir að halda tungu sinni og menningu. Kannski fínnst einhveijum þau tilvik, sem að fram- an voru nefnd, a.m.k. lokun fjarskipta- stöðvanna, óskyld því umfjöllunarefni en svo er ekki, heldur snertir hvort tveggja sjálfstæði okkar og menningu. Þeir, sem á undanförnum áratugum, hafa verið andvígir þátttöku íslands í vam- arsamstarfi vestrænna þjóða innan Atl- antshafsbandalagsins og með varnarsamn- ingnum við Bandaríkin, hafa jafnan haldið því mjög á loft, að langvarandi dvöl nokk- ur þúsund bandarískra hermanna mundi hafa mengandi áhrif á menningu okkar og tungu. Nú hefur bandarískt varnarlið dvalið hér í um fjóra áratugi. Þótt stundum hafi skorizt í odda hefur þessi sambúð gengið vel í öllum meginatriðum. Höfuðskýringin á því er sú áherzla, sem lögð hefur verið á að halda starfsemi varnarliðsins og dag- legu lífi vamarliðsmanna að langmestu leyti innan vamarsvæðisins. Þegar horft er yfír farinn veg, verður því ekki haldið fram með rökum, að dvöl þessa vamarliðs hafí haft neikvæð áhrif á menningu þjóðar- innar, þótt þess kunni að vísu að sjást merki í næsta nágrenni vamarstöðvarinn- ar. Deilur um sjónvarpsstarfsemi vamarl- iðsins á viðreisnaráranum vora leystar með því að takmarka starfsemi þess við vamar- svæðið og útvarpsstarfsemi vamarliðsins hefur ekki haft traflandi áhrif á þjóðlífið um langt árabil, þótt svo kunni að hafa verið í upphafi. Hins vegar er ástæða til að hafa vissar áhyggjur af öðram þáttum í samskiptum vamarliðsins og landsmanna en það er sá fjárhagslegi ávinningur, sem við höfum haft og höfum af dvöl þess hér og afstaða fólks til þess ávinnings. Vamarliðið kom hingað samkvæmt samningi, sem við gerð- um við Bandaríkjastjórn og var okkar framlag til sameiginlegra varna fijálsra þjóða á Vesturlöndum gegn yfírgangi og kúgun Sovétríkjanna á dimmustu dögum kalda stríðsins. Það kom ekki hingað til þess, að við gætum hagnast á því. Því miður hefur niðurstaðan orðið sú, að miklir fjármunir hafa streymt inn í þjóðlífið vegna þátttöku okkar í varnar- samstarfí vestrænna ríkja, sem á sér ræt- ur í hugsjónum okkur en ekki fjárhagsleg- um sjónarmiðum. Þetta fjárstreymi hefur svo valdið því, að nú þegar varnarliðið stefnir fremur að því að draga saman segl- in en auka umsvif sín vegna breyttra að- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 15. júní stæðna í okkar heimshluta og ákvarðana Bandaríkjaþings um niðurskurð útgjalda, rísa þeir aðilar upp, sem með beinum eða óbeinum hætti hafa fjárhagslegan ávinn- ing af því að þessi starfsemi verði með óbreyttum hætti. Það er t.d. augljóst, að pólitískur þrýstingur hefur verið lagður á Bandaríkjamenn að fresta fækkun íslenzkra starfsmanna á vegum vamarliðs- ins, sem var og er fyrirhuguð. Þetta eru fráleit viðbrögð af hálfu íslenzkra stjóm- valda. Varnarliðið kom ekki hingað til þess að veita fólki atvinnu. Tilgangurinn með vera þess er ekki að veita landsmönn- um atvinnu og sjá okkur fyrir telq'um. Hlutverk þess er allt annað. Með sama hætti er augljóst, að mönnum hefur bragðið í brún, þegar Bandaríkja- menn tóku ákvörðun um að loka hér fjar- skiptastöðvum, sem hafa þjónað ákveðnu hlutverki í íslenzkri flugumferðarstjórn. Auðvitað eigum við ekki á nokkum hátt að vera háðir varnarliðinu í þessum efnum. Við eigum þvert á móti að leggja áherzlu á að vera eigin herrar á þessu sviði sem öðrum í okkar eigin landi. Dæmið um fjar- skiptastöðvarnar ætti að verða stjórnvöld- um hvatning til þess að athuga, hver aðild varnarliðsins er að slíkri þjónustustarfsemi á öðrum vettvangi og gera þá ráðstafanir til þess að skapa okkur sjálfstæða stöðu. Við eigum m.ö.o. ekki að líta svo á, að það sé neikvætt. að dregið sé úr starfsemi varnarliðsins eða umsvif þess takmörkuð, heldur eigum við að líta á það sem jákvæð- an árangur af starfí þess í fjöratíu ár og fagna því, að svo er komið að hægt er að draga eitthvað úr umsvifum þess. Dvöl vamarliðsins hér hefur ekki haft þau mengandi áhrif á tungu okkar og menningu, sem andstæðingar spáðu og héldu fram áram saman. Hins vegar kann fjárstreymið að hafa haft þau sálrænu áhrif á þjóðina eða einhvern hluta hennar, að menn telji nauðsynlegt að ríghalda í allar þær tekjur, sem hugsanlegt er af starfsemi þess. Stjómmálamenn eiga ekki að láta undan þrýstingi þeirra, sem þann- ig tala heldur eiga þeir þvert á móti að beijast hart gegn slíkri afstöðu. Raunar er fullt tilefni til þess að vinna skipulega að því að draga úr fjárhagsleg- um ávinningi okkar af starfsemi varnarl- iðsins og að svo miklu leyti, sem hann verður til engu að síður að nota hann þá til þess að efla sjálfstæði okkar á ýmsum þeim sviðum, þar sem Bandaríkjamenn hafa átt hlut að máli svo sem í björgunar- starfí. Þar hefur Landhelgisgæzlan byggt upp merkilega starfsemi, sem þarf að stór- efla. ÞAÐ ER EKKI dvöl bandaríska vamarliðsins hér, sem veldur því, að íslendingur búsett- ur erlendis hefur orð á því, að Reykjavík sé amerísk borg. Ástæðan er allt önnur. Hér eigum við í glímu við sama draug og flest- ar, ef ekki allar vestrænar þjóðir, en það era mengandi áhrif alþjóðlegrar fjölmiðl- unar á menningu og tungu þjóða heims. Þegar rætt er um alþjóðleg fjölmiðlafyr- irtæki er átt við fyrirtæki, sem framleiða kvikmyndir, reka sjónvarpsstöðvar, selja myndbönd, gefa út hljómplötur og diska, útgáfufyrirtæki, sem gefa út dagblöð og tímarit og jafnvel bækur. Stærstu og öfl- ugustu fyrirtæki á þessu sviði hafa lengst af verið í eigu Bandaríkjamanna og Breta, þótt aðrar þjóðir komi nú við sögu, svo sem Japanir, sem hafa keypt upp ýmis stærstu kvikmyndaver Bandaríkjanna og einnig Þjóðveijar, Frakkar og ítalir. Það segir töluverða sögu um afstöðu stórþjóða til slíkra fyrirtækja, að eftir því sem Japan- ir hafa keypt fleiri kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa áhyggjur manna vestan hafs orðið meiri. Ástæðan er,m.a. sú, að sumir telja, að Japanir muni beita eignaraðild sinni til þess að breyta þeirri söguskoðun, sem fram kemur í banda- Mengunar- áhrif alþjóð- legrar fjölmiðlunar rískum kvikmyndum, sem framleiddar voru eftir seinni heimsstyijöldina, til þess að bæta hlut Japana og draga úr þeirri glæsilegu mynd, sem brugðið hefur verið upp af Bandaríkjamönnum og framgöngu þeirra. Þá er líka talin hætta á, að Japan- ir noti þessa aðstöðu sína til þess að reka áróður fyrir japönskum lífsviðhorfum á Vesturlöndum. I Japan hafa menn hins vegar vaxandi áhyggjur af áhrifum gervi- hnattastöðva á borð við CNN á japanska menningu og svo mjög, að þegar mest var horft á CNN þar sl. vetur, meðan Persa- flóastríðið geisaði, komu fram hugmyndir í Japan um að setja upp slíka sjónvarps- stöð til mótvægis við CNN. Framleiðsla þessara fyrirtækja flæðir yfír heiminn. Henni fylgja ekki einungis bein áhrif á tungu annarra þjóða heldur og ekki síður á menningu og lífsstíl þjóð- anna. Þetta er ekki aðeins spurning um áhrif á tungumál heldur líka t.d. matar- æði, klæðnað og lífshætti almennt. Smátt og smátt verða áhrifin þau, að sérkennin hverfa. Stórborgimar verða eins. Sömu hótel er að fínna í öllum helztu borgum Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu, sömu matsölustaði, sömu verzlanir, sömu vöra- merki, sömu fatategundir og svo mætti lengi telja. Innan Bandaríkjanna sjálfra hafa þessir fjölmiðlar áhrif á tungutak fólks. Suðurríkjaenskan hefur lengi verið fallegt og sérstætt tungumál. Á síðasta aldarfjórðungi hefur dregið mjög úr sér- stöðu hennar. Ef Suðurríkjamenn era spurðir um ástæðuna er svarið, að banda- rísku sjónvarpsstöðvamar séu flestar rekn- ar í Norðurríkjunum og þar tali fyrst og fremst Norðurríkjafólk með þeim afleið- ingum, að smátt og smátt tapi Suðurríkja- enskan sérkennum sínum. Áuk þess hafí flutningur fólks frá öðram hlutum Banda- ríkjanna til Suðurríkjanna þessi áhrif, sem er í sjálfu sér sama fyrirbærið og þegar flutningur nokkurra íjölskyldna úr Reykjavík á stríðsáranum í Skaftafellssýsl- ur hafði þau áhrif að draga úr sérkennum skaftfellskunnar. Viðbrögðin við þessari þróun hafa verið mismunandi. Sumir sjá ekkert athugavert við hana. Aðrir telja hana hættulega, jafn- vel stórhættulega. í Þýzkalandi, Frakk- landi og á Italíu og hugsanlpga fleiri Evr- ópulöndum er lögð gífurleg áherzla á að veijast þessum áhrifum, t.d. með því að talsetja langmest af því efni, sem sýnt er í sjónvarpi og kvikmyndahúsum og kemur frá Bandarílqunum og Bretlandi. Þessi talsetning kostar mikla fjármuni en hún hefur gífurleg varnaráhrif fyrir þessar þjóðir Þjóðunum á meginlandi Evrópu hefur tekizt, enn sem komið er, að halda sérkenn- um sínum að veralegu leyti, a.m.k. utan stórborganna. Fjallaþorpin í Þýzkalandi, Frakklandi, Austurríki, Sviss, á Ítalíu, svo að dæmi séu nefnd, hafa ekki orðið fórn- arlömb hinnar alþjóðlegu fjölmiðlunar. Þau halda sérkennum sínum, ekki einungis S byggingarstíl heldur í daglegu lífi fólks, starfsháttum, mataræði o.s.frv. Norðurlöndin hafa ekki gengið eins hart fram í þessum varnaraðgerðum og aðrar Evrópuþjóðir, hver svo sem skýringin er á því enda era engilsaxnesk menningaráhrif mikil þar, ekki sízt í Danmörku. Það á líka við um okkur íslendinga, að við höfum ekki verið vakandi frammi fyrir þessum hættum. Sáralítill hluti sjónvarpsefnis er talsettur. Kvikmyndir hafa aldrei verið talsettar hér. Efni annarrar sjónvarps- stöðvarinnar er að langmestum hluta á ensku og amerísku. Þetta er ekki allt af hinu vonda. Fyrir eyþjóð eins og okkur skiptir máli að verða fyrir erlendum menningaráhrifum. Þau hafa um aldir orðið okkur íslendingum til góðs á margan veg. En nú er margt, sem bendir til þess, að við séum á hættulegri braut. Þetta sést ekki síður í smáu en í stóru. Þegar sjónvarpsþulir byija að kynna auglýsingar með því að segja áhorfendum, að nú séu „skilaboð“ á næsta leiti er það merki um þessi neikvæðu erlendu menn- ingaráhrif. Þegar útvarpsstöð tilkynnir, að hún ætli að senda út dagskrárefni á erlendu tungumáli er það önnur vísbending um hið sama. Þegar sjónvarpsstöðvarnar telja það sjálfsagt mál að senda viðstöðu- laust út erlent gervihnattasjónvarp er það enn eitt merki þess, sem hér er að ge- rast. Og alvarlegast af öllu er þó, að þjóð- in er að byija að tala nýtt tungumál, íslenzka ensku, orðin era íslenzk en orða- röð og setningaskipan ensk. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal fjallaði um þetta fyrir nokkram misseram og kallaði þetta nýja tungumál okkar „Icelish“. mmmm^^m samanlögð Andunr:i mengandi menn- Aíiuvara ingaráhrif alþjóð- leysí legra fjölmiðlafyrir- tækja skapa þó ekki mestu hættuna, sem steðjar að tungu okk- ar og menningu. Sú hætta stafar fyrst og fremst af andvaraleysi og kæruleysi þjóð- arinnar sjálfrar. Fólki virðist vera ná- kvæmlega sama. Þess sjást engin merki, að almenningur hafi áhyggjur af þessari þróun. Og þaðan af síður að stjórnmála- mennirnir, forystumenn þjóðarinnar, hafi uppi nokkra tilburði til þess að vara við henni. Síðustu árin hefur enginn stjórn- málamaður, og skiptir engu um hvaða flokka er að ræða, séð ástæðu til að gera þessi mál að umræðuefni. Þeir skipa sér fremur í raðir þeirra, sem gera lítið úr þessum áhyggjum. Þetta á hins vegar ekki við um forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem hefur með einörðum hætti varað þjóðina við þessari hættu og mættu stjórnmálamennirnir fylgja for- dæmi forsetans. Hvað veldur þessu andvaraleysi? Er þjóðinni sama? Vilja íslendingar græða eins mikla peninga á dvöl bandaríska varn- arliðsins hér og þeir framast geta? Er þeim alveg sama um þær hugsjónir, sem lágu að baki varnarsamningnum í upp- hafi? Skiptir það þessa þjóð engu máli, þótt hún tapi tungu sinni á nokkrum ára- tugum og fari að tala „Icelish“ í stað íslenzku? Viljum við glata sérkennum okk- ar og hverfa í þjóðahafið? Þessar spurningar hljóta að leita á hug- ann, ekki sízt á tímamótum eins og þjóð- hátíðardegi. Það er gjarnan talað um þjóð- rembing, ef varað er við erlendum áhrifum á íslenzka tungu og menningu. Er það þjóðrembingur eða þjóðemisofstæki að vilja halda þeirri tungu, sem varðveitt hefur verið á íslandi í 1100 ár, að vilja halda þeirri menningararfleifð, sem okkur hefur verið trúað fyrir? Á næstu mánuðum og misseram þurfum við að taka örlagaríkar ákvarðanir um stöðu okkar í samfélagi þjóðanna í okkar heimshluta. Það skaðar ekki að hugsa um þessar hliðar málsins, þegar að þeim ákvörðunum kemur. „Samanlögð mengandi menn- ingaráhrif aiþjóð- legra fjölmiðla- fyrirtækja skapa þó ekki mestu hættuna, sem steðjar að tungu okkar og menn- ingu. Sú hætta stafar fyrst og fremst af and- varaleysi og kæruleysi þjóðar- innar sjálfrar. Fólki virðist vera nákvæmlega sama. Þess sjást engin merki, að almenningur hafi áhyggjur af þess- ari þróun. Og það- an af síður að stj órnmálamenn- irnir, forystu- menn þjóðarinn- ar, hafi uppi nokkra tilburði til þess að vara við henni... Skiptir það þessa þjóð engu máli, þótt hún tapi tungu sinni á nokkrum áratugum og fari að tala „Icelish“ í stað íslenzku? “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.