Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR ,16. JUNI, 1991 ?o ELLINGSEN 75 ara: Steínansem mörkuð var í upphafi Vinningar 3 bílar að verðmæti 3.407.000 kr.- Dregið verður 15. sept. 1991 - Miðaverð 500 kr. LAINIDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Kynslóðirnar tvær sem nú stjórna Ellingsen. Steingrímur, Othar og Óttar B. Ellingsen fyrir utan verslunina í Ánanaust- enn í fullu gildi lurðardóttur - V, ^ eftir Margréti Kr. Sigurðardóttur ISLENSK verslunarsaga er ekki löng og er samtvinnuð sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ein af fyrstu verslununum sem stofnaðar voru og er enn starfandi er Ellingsen, elsta veiðarfæraverslun Iandsins. I dag eru merk tímamót í sögu fyrirtækisins. Það hefur náð 75 ára aldri og eru ekki mörg fyrirtæki hér á landi sem geta státað af svo löngum og farsælum rekstri. Verslunin hefur allan tímann verið í eigu sömu fjölskyldunnar og þeir sem sitja nú við stjórnvölinn eru önnur og þriðja kynslóð. Verslunin hefur lagt áherslu á að þjóna sjávarútveginum og öðrum atvinnugreinum í landinu og stefnan sem mörkuð var fyrir 75 árum er enn í gildi. En hver er sagan á bak við EHingsen og hver er sá trausti grunnur sem enn er byggtá? s agan hefst í raun á því að norðmaðurinn Óthar Ell- ingsen kom ásamt konu sinni Marie hingað til lands árið 1903. Ellingsen var lærður skipasmiður og kom hing- að til að veita forstöðu Slippfélagi Reykjavíkur sem stofnað var 1902. Féíaginu stýrði hann af röggsemi og festu um 12 ára skeið. Á þessum árum urðu fiskveiðar sífellt umfangsmeiri, skipastóllinn stækkaði og nýjar veiðiaðferðir komu til sögunnar. Ellingsen þótti fram- ÓMSJÁ - LEIÐ TIL LÆKNINGA Agóði rennur til kaupa á hjartaómsjá fyrir Hjartadeild Landspítalans Hjartaómun er rannsóknartækni, sem byggist á notkun hátíðnihljóðbylgja, til að kanna útlit og starfsemi hjartans. Hjartaómun kemur í mörgum tilfellum í stað hjartaþræðingar. Með óm- sjánni, sem nú stendur til að kaupa, er einnig hægt að gera ómskoðun af hjartanu úr vélinda. Slík tækni er gjörbylting og í dag talin ómissandi við öll sjúkrahús er sinna hjartasjúklingum. Kaupum öll happdrættismiða á 500 kr. og opnum nýja leið til hjartarannsókna öllum í hag. Miðar verða seldir úr happdrættisbflum um helgina í miðbs Reykjavíkur, Garðabæjarog Keflavíkur sýnn maður og fannst tími kominn til að setja á stofn sérverslun með veiðarfæri og út- gerðarvörur til að þjóna hinni ört vaxandi atvinnu- grein. Hann kom auga á mikilvægi þess að útgerðin hefði yfir að ráða besta tækjabúnaði sem völ væri á. Það var svo 16. júní 1916 að hann opn- aði verslun í Kola- sundi í Reykjavík. Þar var hann með verslunina í rúmt ár þar til í desem- ber 1917 að hún var flutt í nýtt hús- næði í Hafnar- stræti 15, beint upp af steinbryggj- unni sem þá var miðdepill athafna- svæðisins við höfn- ina. Staðsetning verslunarinnar var heppileg þarna í Hafnarstrætinu. Ekki einasta var hún nálægt höfn- inni heldur líka nánast í miðbænum þar sem jafnan var mikið um að vera. Ellingsen lagði mikla áherslu á öryggi sjómanna, hann vandaði til innkaupa, leitaði víða tilboða og hugsaði meira um framtíðarviðskipti en augnablikshagnað. Hann var mik- ill áhugamaður um slysavarnir og fylgdist vel með öllum nýjungum og endurbótum á þeim vörum sem versl- unin hafði á boðstólum. Það var hon- um mikið kappsmál að vörurnar sem hann seldi útgerðarmönnum væru vandaðar og öruggar í alla staði. Auk þess að þjóna landsmönnum hafði Ellingsen um árabil mikil við- skipti við Færeyinga. Einnig versluðu hjá honum Frakkar og Norðmenn sem voru hér við veiðar. Það mæddi Verslunin var vel staðsett, nálægt höfninni og miðbænum þar sem jafnan var mikið um að vera eins og sést á þessari mynd. Ef vel er að gáð má sjá lögregluþjón á miðjum gatnamótunum sem hafði þann starfa að stjórna umferðinni á þessu svæði. því mikið á Ellingsen á fyrstu árum verslunarinnar. Þá var ekki að því spurt hvort væri virkur dagur eða helgidagur. Hann þótti dugmikill maður, traustur, reglusamur, ná- kvæmur og hjálpfús. Hann gerði hvað hann gat til að greiða götu við- skiptavina sinna. Ellingsen-fjölskyldan bjó á Stýrimannastíg 10 og bjó þá á neðri hæðinni Hilmar Foss löggiltur skjala- þýðandi og dómtúlkur. Að sögn Hilmars var hægt að stilla klukkuna eftir Ellingsen þegar hann kom heim í mat, slík var nákvæmnin. í fyrstu auglýsingum fyrirtækisins sem birtar voru segir m.a.: „Alt fyrsta flokks vörur hentugar til notk- unar hjer. Verðið sanngjarnt. Pant- anir utan af landi verða strax af- greiddar." Það sem stóð þá í auglýs- ingunum gæti jafnvel staðið í þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.