Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 r Mér þykir vænt eftir Friðrik Indriðoson/mynd Kristjón Arngrímsson í LITLU risherbergi á Sundlaugavegi 26 árið 1951 eru samankomnir nokkrir drengir á ferm- ingaraldri. Þeir eru meðlimir málfundafélagsins Sókratesar og liggur flestum mikið á hjarta. Svo mikið að ákveðið er að takmarka ræðutíma hvers og eins. Þarna eru fluttar ræður um allt milli himins og jarðar og sýnist sitt hverjum en síðar á lífsleiðinni gefst þessum drengjum oft tæki- færi til að rökræða ýmis mál og þó einkum póli- tík. Meðal viðstaddra má nefna húsráðandann Ragnar Arnalds, Jón Baldvin Hannibalsson, Magnús Jónsson, Styrmi Gunnarsson og Halldór Blöndal, allt þekktir menn í þjóðmálaumræðunni fyrr og nú. Sá síðastnefndi er nýorðinn landbún- aðar- og samgönguráðherra og hefur komið víða við á lífsleiðinni þau 53 ár sem Iiðin eru frá því hann fæddist. Halldór hefur starfað sem blaða- maður og kennari auk þess að vinna sem hval- skurðarmaður i Hvalfirði á einum fimmtán ver- tíðum. Þekktastur er Haildór samt sem þingmað- ur Norðurlandskjördæmis eystra frá því hann var fyrst kjörinn á þing fyrir kjördæmið 1979. Það var 2. desember það ár en sá dagur er afmæl- isdagur afa hans, Benedikts Sveinssonar, sem var þingmaður Þingeyinga í ein 23 ár. Hann er einnig þekktur fyrir að geta barið saman stökur og mun einlægur aðdáandi Islendingasagna sem hann les reglulega. Af þeim segir hann að sér þyki vænst um Egilssögu. Við vorum allir mjög pólitískir strax á þessum árum og lá mikið á hjarta,“ segir Halldór Blöndal er hann rifjar upp málfundafélagið í samtali við Morgunblaðið. „í öðrum bekk stofnuð- um við málfundafélag í Laugarnesskólanum og þessi pólitíska umræða hélt áfram í gegnum menntaskóla og upp í háskóla.“ Halldór Blöndal er fæddur og uppalinn á Lauga- vegi 66, sonur hjónanna Lárusar H. Blöndals síðast bókavarðar Alþingis og konu hans, Kristjönu Bene- diktsdóttur. Það er stutt að rekja áhuga hans á þjóð- málum. Faðir hans lét póiitík mjög til sín taka á unga aldri, var einn af hvatamönnum og stofnendum Heimdallar og síðar Kommúnistaflokks íslands. í móðurætt er hann af Engeyjarættinni sem svo mjög hefur sett svip sinn á stjórnmál þessarar aldar á Islandi. Móðir hans, Kristjana, var systir Bjarna Benediktssonar, eins af eftirminnilegustu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. Afi hans, Benedikt, var sem fyrr segir þingmaður Þingeyinga í næstum aldar- fjórðung, þekktastur fyrir einarða afstöðu sína í sjálf- stæðisbaráttunni. Að loknu landsprófí innritaðist Halldór í Mennta- skólann í Reykjavík en náði ekki prófum um vorið. Hann missti móður sína á þessum tíma. Vísnaleikur í MA „Fjölskylda mín taldi að hægt væri að koma mér til nokkurs þroska ef Þórarinn Bjömsson, þá skóla- meistari á Akureyri, tæki mig að sér og það varð úr að ég var sendur norður,“ segir Halldór sem minnist Þórarins með miklum hlýhug. „Hann var gull af manni og næmur fyrir öllu fallegu í lífinu, mér ógleymanlegur." í MA kynntist Halldór fyrri konu sinni, Renötu Kristjánsdóttur, en þau urðu samstúdentar frá skól- anum. Þau giftu sig 1960 og eignuðust tvær dæt- ur, Ragnhildi og Kristjönu. í MA fór Halldór að slípa vísnagerð sína og ferskeytlufimi en hann varð síðar þekktur fyrir að geta kastað fram stökum og hefur raunar farið með bundið mál úr ræðustól á Alþingi sem og í þingveislum. „I menntaskólanum voru margir félagar mínir ágæt skáld eins og séra Heimir Steinsson og Ari heitinn Jósefsson," segir Halldór. „Við Ari höfðum það að leik að yrkja viðstöðulaust og lögðum kannski Rætt vié Halldór Blöndal landbúnaiar- og samgönguráðherra um pólitík, kveöskap, íslendingasögur og ný verkef ni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.