Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 14
eftir Guðm. Halldórsson BORÍS JELTSÍN, sigurvegarinn í rússnesku forsetakosningunum, er fyrsti þjóðkjörni forsetinn í sögu Rússlands. Sigur hans er mikið áfall fyrir kommúnista- flokkinn, sem reyndi að gera hann áhrifalausan fyrir nokkrum árum og rak hann úr stjórnmála- ráðinu. yrir ári sagði Jeltsín sig úr flokknum og að fram- boði hans stóðu ýmsir stjórnmálaflokkar, sem eru andsnúnir kommún- istum — þar á meðal sósíaldemó- kratar, Lýðræðisflokkurinn og sam- tökin Lýðræðislegt Rússland, sem nokkrir flokkar og bandalög mynd- uðu með sér. Kosningaúslitin sýna víðtækan stuðning við baráttu Jelts- íns fyrir róttækum umbótum og ýmsir spá því að hann muni koma af stað „nýrri rússneskri byltingu." Jeltsín tryggði sér stuðning rúm- lega helmings kjósenda og því þarf ekki að kjósa aftur um tvo efstu frambjóðendurna í annarri umferð eins og ýmsir spáðu fyrir kosning- arnar. Völd þau sem Jeltsín hefur tiyggt sér í kosningunum vill hann nota til þess að hrinda í framkvæmd mörgum róttækum baráttumálum, sem hann hefur beitt sér fyrir síðan hann var kjörinn forseti rússneska þingsins í fyrrasumar þrátt fyrir harða andstöðu kommúnista. Um leið vill hann beita völdum sínum til þess að hnekkja ofurvaldi stjóm- arinnar í Kreml og kommúnista- flokksins á mörgum sviðum. Síðan Jeltsín varð þingforseti í Rússlandi hefur hann reynt að draga tii sín sem mest af völdum frá stjórnarherrunum í Kreml. Hann hefur barizt fyrir því að fá yfirráð yfír skattheimtunni, starf- semi leynilögreglunnar KGB og kolanámum í rússneska lýðveldinu. Jafnframt hefur hann heitið lýð- ræði, markaðshagkerfi, róttækri einkavæðingu og rússnesku full- veldi — það er umráðum yfir nátt- úruauðlindum og auknu sjálfstæði. í Rússlandi er meiri olía og gull en í nokkru öðru iandi í heiminum. Um 75% af olíu, gasi, kolum og guili Sovétríkjanna eru í rússneska lýðveldinu, en úrelt tækni stendur því fyrir þrifum, samgöngur eru í iamasessi og efnahagsmálin í kalda- koli. Rússland nær frá Eystrasalti til Kyrrahafs og er langstærsta sovétlýðveldið. Engin þjóð býr í eins víðáttumiklu land og Rússar, sem eru 147 milljónir, og aðeins Kína, Indland og Bandaríkin eru byggð fleira fólki. Gegn hálfkáki Jeltsín viil að öll ríkisfyrirtæki á rússneskri grund heyri undir rúss- nesk yfirráð, þar á meðal hergagna- iðnaðurinn. Hann hefur heitið því að efna til fyrstu, beinu bæjar- og sveitarstjórnakosninganna í Rúss- landi til þess að losa landið við íhaldssama kommúnista. F Hann vill einnig hætta kjarn- orkutilraunum og aðstoð við erlend ríki, skila kirkjum og stytta vinnu- vikuna um eina klukkustund. Auk þess hét hann því í kosningabarátt- unni að treysta hag hinna lægst launuðu, hækka eftirlaun og náms- styrki, bæta skilyrði í hérnum, flytja inn matvæli og veija auknu fé til menntamála. Erfitt getur reynzt að standa við öll loforðin og tryggja markaðsumbætur um leið. Þar til fyrir tveimur árum reyndi Míkhaíl Gorbatsjov forseti að sigr- ast á mótstöðu Jeltsíns, sem verka- menn hafa dáð fyrir að beijast gegn forréttindum, perestrojku og öðru „hálfkáki," sem þeir hafa séð sér lítinn hag í. Tilraun kommúnistaflokksins til þess að víkja Jeltsín úr stöðu þing- forseta í rússneska lýðveldinu fór algerlega út um þúfur. Honum tókst þvert á móti að treysta sig í sessi og auka völd sín. Verkfall náma- manna sýndi hve mjög staða Jelts- íns hafði eflzt og Gorbatsjov ákvað að gera nýja tilraun til þess að frið- mælast við fyrrverandi óvin sinn. Arangurinn varð óvænt samkom- ulag, sem Górbatsjov, Jeltsín og leiðtogar átta annarra lýðvelda gerðu með sér 23. apríl. Samkvæmt því á að móta áætlun um hvernig vinna skuli bug á því kreppu- ástandi, sem ríkir í Sovétríkjunum, og gera sáttmála um nýtt sam- bandsríki, þar sem valdinu verði skipt milli stjórnarinnar í Kreml og lýðveldanna. Samkomulagið batt enda á lam- andi valdabaráttu, sem gat reynzt bæði Gorbatsjov og Jeltsín dýr- keypt. Það þótti einnig sýna að Auknar vonir um breyting- ar eftir sigur Jeltsíns Jeltsín hefði lært list stjórnvizku og málamiðlunar eftir nær ijögurra ára þrotlausar deilur við Gorbatsjov um hraða umbótanna. Enn er óvíst hvort tilraunirnar til þess að fá Gorbatsjov og Jeltsín til að sættast beri árangur. Gorb- atsjov ver völd forseta Sovétríkj- anna af alefli og Jeltsin getur verið óútreiknanlegur. Kosningaúrslitin treysta stöðu Jeltsíns í vaidabarátt- unni og áhrif hans í viðræðum við Gorbatsjov um framtíð Sovétríkj- anna munu aukast. Nýjar deilur geta blossað upp. Aðalkeppinautur Jeltsíns í kosn- ingunum var Níkolaj Ryzhkov, sem var forsætisráðherra Gorbatsjovs þar til hann sagði af sér vegna hjartaáfalls í desember. Hann sak- aði bæði Jeltsín og Gorbatsjov um að sýna ábyrgðarleysi með því að styðjá fijálst markaðshagkerfi. Sjálfur kvaðst hann fylgjandi hægf- ara aðlögun að slíku kerfi og undir eftirliti. Raunar er hann því mótfali- inn og hann vill einnig verðlagseft- irlit og er andvígur erlendri aðstoð og fjárfestingu. Gagnrýni Harðlínumenn studdu Ryzhkov í kosningunum. í fyrstu virtist hann nær eingöngu njóta stuðnings íhaldssamra kommúnista, her- gagnaiðnaðarins og forstjóra ríkis- og samyrkjubúa, en fylgi hans virt- ist aukast þegar á leið kosningabar- áttuna. Ryzhkov virtist hagnast á því að margir óttast að róttækar umbætur muni hafa atvinnuleysi í för og hafði í sinni þjónustu reynda starfsmenn, sem juku fylgi hans til sveita, sumir segja með mútum. Annar helzti keppinautur Jeltsíns var Vadím Bakatín, sem var vikið úr stöðu innanríkisráðherra Sov- étríkjanna í árslok 1990 vegna stuðnings við hugmyndir um að lýðveldin komi sér upp takmörkuð- um herafla. Hann boðaði svipaða miðjustefnu og Gorbatsjov og vildi skjótari aðlögun að markaðskerfí en Ryzhkov, en undir strangara eftirliti en Jeitsín Varaforseti Jeitsíns verður Alex- ander Rutskoj ofursti, leiðtogi nýs hóps, sem kallar sig „Kommúnista sem styðja lýðræði". Annar liðsfor- ingi, sem hafði barizt í Afghanistan eins og Rutskoj, var varaforsetaefni Ryzhkovs. Val varaforsetaefnanna þótti sýna að bæði Ryzhkov og Jeltsín hafi viljað tryggja sér stuðning „þjóðhollra" kjósenda. Áhrif hersins sáust einnig á því að eitt forsetaefn- anna var Albert Makasjev hershöfð- ingi,' yfírmaður Volgu-Úral-her- stjórnarumdæmisins, sem fékk lítið fyigi- Jeltsín forðaðist gífuryrði i kosn- ingabaráttunni, en hefur verið Sigurvegar- inn: Jeltsín á kjörstað. gagnrýndur fyrir lýðskrum. í því sambandi bendir brezka blaðið Fin- ancial Times á að þeir sem hafi gagnrýnt Jeltsín hafi þagað þunnu hljóði þegar Gorbatsjov hugði á kúgunaráðstafanir til þess að ráð- ast gegn efnahagslegu og pólitísku öngþveiti Sovétríkjanna í vetur. Brátt varð Jeltsín tákn mátt- lítillar, kúgaðrar og „lýðræðislegi’- ar“ stjórnarandstöðu Sovétríkj- anna. Hann flýtti sér að fordæma yfirganginn í Eystrasaltslöndunum í janúar og skrapp til Eistlands til þess að sýna samstöðu með aðskiln- aðarsinnum. Hann hvatti jafnvel hermenn til að óhlýðnast skipunum um að skjóta á borgara. Samstarf Brezka blaðið segir að áhrif Jelts- íns í landsmálum hafi verið meiri en ætla mætti sé hliðsjón höfð af því að hann hafi ekki komið til leið- ar mörgum raunverulegum breyt- ingum sem forseti rússneska þings- ins. Nokkuð sé hæft í því að skort- ur á ótvíræðu samkomulagi um skiptingu valdsins hafi verið honum fótakefli. Reynsluleysi rússneskra yfirvalda og ótti við að taka óvin- sæiar ákvarðanir hafa ekki bætt úr skák. Engu að síður hefur Jeltsín feng- ið rússneska þingið til þess að sam- þykkja ráðstafanir til að koma á jarðaskiptingu. Þar með hefur verið stigið fyrsta skrefið til að leyfa nýrri stétt sjálfseignarbænda að dafna. Þótt Jeltsín hafi reynt að auka völd sín hefur hann tekið upp sam- starf við Gorbatsjov og leiðtoga annarra sovétlýðvelda í landsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.