Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991
í Ríkisskjalasafni Bandaríkjanna
Hin glæsilega bygging Ilíkisskjalasafns Bandaríkjanna í Washington DC.
Islenskur sérfræðingur, Leo Ing-
ason sagnfræðingur með sér-
menntun í skjalafræði, og bóka-
safns- og upplýsingafræðum,
hefur í vetur starfað við Þjóð-
skjalasafn Bandaríkjanna „Nati-
onal Archives and Records Adm-
inistration of the United States“,
í Washington D.C. (áður nefnt
Archives of the United States of
America).
Aðalbygging safnsins er til húsa
í einni fegurstu stjórnar-
byggingunni við „the Mall“,
þ.e. í hjarta Washington.
Hvíta húsið er ekki langt undan á
aðra hönd en þinghúsið á hina.
Annars er dómsmálráðuneytið
næsti nágranni. Fjöldi manns legg-
ur leið sína þangað til sagnfræði-
og ættfræðirannsókna. Fleiri láta
sér þó nægja að skoða frumritin
af stjórnarskrá Bandaríkjanna, „the
Constitution“, mannréttindaskránni
„Bill of Rights" og sjálfstæðisyfir-
lýsingunni „Declaration of Inde-
pendence" sem höfð eru til sýnis í
sérstökum sal ásamt „Magna
Carta“ og nokkrum öðrum dýrgrip-
um af sama tagi, grunni hugmynda
okkar um aldir hvað lýðræði og
frelsi snertir.
Hefur Leo unnið að skipulagi,
endurskoðun og frumathugunum á
tilteknum hlutum þessa stóra
skjala- og gagnasafns, sem hefur
að geyma gríðarlegt magn upplýs-
inga af ýmsu tagi. Starfa þarna um
3.000 manns. Hann hefur jafnframt
verið ráðgefandi aðili varðandi til-
tekna skjalaflokka, eða sérskjala-
söfn innan meginsafnsins. Hafa þar
komið við sögu gögn allt frá því
um 1660 og fram til vorra daga.
Auk hefðbundinna skjala og bóka
hefur Leo fengist við gögn af ýmsu
tagi öðru, t.d. ýmiss konar mynd-
efni, hljóðupptökur, tölvugögn og
fleira. Unnið er að því að koma
gögnunum á tölvutækt form. Nú á
að fara að reisa nýja skjalasafns-
byggingu fyrir Bandaríkjastjóm, í
Marylandfylki, rétt utan höfuðborg-
arinnar. Og hefur það nokkur áhrif
á starfíð. Þetta er í daglegu tali
kallað „Archives 2“, og á það að
taka við miklu magni gagna sem
erfítt hefur verið að koma fyrir.
Mun University of Maryland hafa
gefið land undir þessa fyrirhuguðu
byggingu.
Þjóðskjalasafnið, „NARA“ hýsir
u.þ.b. fjórar billjónir skjala, á sjöttu
milljón ljósmynda, á annað hundrað
þúsund kvikmyndaspólur, 175 þús-
und hljóð- og myndbönd, nær 2
milljónir landakorta og uppdrátta
auk óhemjumikils magns af tölvu-
segulböndum og skyldum gögnum.
Helsti samráðsaðili Leos varð-
andi þessi viðfangsefni er dr. Frank
G. Burke, sagnfræðingur og nú
prófessor í skjalfræði við Maryland-
háskólann. Til skamms tíma gegndi
hann starfi þjóðskjalavarðar
Bandaríkjanna. Býr hann því yfir
geysimikilli hagnýtri þekkingu í
skjalfræði og rekstri og viðfangs-
efnum skjalasafna. Auk hans vann
Leo náið með ýmsum sérfræðingum
og deildarstjórum stofnunarinnar
koma auðvitað við sögu hinir marg-
víslegu sérfræðingar og deild-
arstjórar í bandaríska ríkisskjala-
safninu.
Mikið af því efni, sem Leo vann
mest við hafði lítt sem ekki verið
skoðað fyrr, og var í raun að „upp-
götvast“ nú. Sumt var álitið vera
allt annað en raun ber vitni. Virð-
ast þeir sem lögðu mat á, og merktu
efnið hafa átt í erfiðleikum með að
lesa úr gotnesku letri, fyrri alda
handskrift og illa förnum skjölum.
A þetta einkum við um skjöl á
Norðurlandamálum. Það kom m.a.
í verkahring Leos að leiðrétta og
ákvarða um frekari meðferð efnis-
ins. Þarna kom því ýmislegt áður
óþekkt fram í dagsljósið. Upplýs-
ingar um þessi gögn hafa nú verið
leiðréttar og tölvuteknar og þau
hafa jafnframt verið verið merkt
svo að þau eru til muna aðgengi-
legri nú í safninu. Margt er óunnið
í safninu. Safnið líður fyrir mann-
fæð, þótt starfsmannafjöldinn sé
um 3.000 manns og fjöldi brýnna
verkefna bíður því úrlausnar í ná-
inni og fjarlægri framtíð. Þetta er
vandamál sem við þekkjum vel
heima á íslandi. Þeir sem þarna
hafa farið höndum um hafa sýnilega
ekki haft þar næga þekkingu á.
Ýmis mistök af þessu tagi hafa
verið leiðrétt, lagðar línur um með-
ferð efnisins, áður óþekkt efni kom-
ið fram og upplýsingar og rangar
merkingar og lýsingar gagna leið-
réttar. Orteitanlega eiga menn erfitt
um vik, jafnt yfirvöld, starfsmenn
og notendur safnsins, þegar þeir
standa frammi fyrir kassamergð
Islendingurinn
Leo Ingason sem
fæst við skipu-
lags-, sérfræði-
störf og ráðgjöf
við Ríkissskjala-
safn Banda-
ríkjanna, hefur
m.a. dustað rykið
af lítt rannsökuð-
um gögnum um
frægasta heim-
skautafara
íslendinga
sem er á við dijúgan hluta borgar-
skjalasafnsins í Reykjavík og einu
upplýsingarnar sem til eru segja
manni að í þeim sé „ýmislegt"!
Fyrirferðamest þeirra verkefna
sem Leo hefur hingað til fengist
við eru tvö: Svokallað „Polar Rec-
ords safn“. Það hefur að geyma
einkaskjöl sem gefin hafa verið
bandarísku þjóðinni, og varða heim-
skautafara, jafnt suður sem norður-
heimskautafara. Þarna rekast
menn á skjöl sem varða landkönn-
uði eins og Peary, Friis, Byrd og
aðra helstu kappa á þessu sviði, að
ógleymdum Vilhjálmi Stefánssyni.
Vekur nokkra athygli, að gögn sem
snerta hann skuli vera þarna í ríkis-
skjalasafninu í allmiklum mæli, þar
sem til er sérstakt safn Vilhjálms
Stefánssonar annars staðar í
Bandaríkjunum, þ.e. við Dartmouth
College í New Hampshire. En skýr-
ingin er sú, að hér er um að ræða
gögn sem ekkja Vilhjálms gaf
Bandaríkjastjórn úr búi sínu. Að
sögn kunnugra mun lítið sem ekk-
ert hafa verið kannað af þessum
gögnum af fræðimönnum, ef frá
er talinn einn sem gaf út þar vestra
ævisögu Vilhjálms fyrir eigi allöngu
(William R. Hund: Stef — A
biography of Vilhjalmur Stefans-
son, Canadian-Arctic explorer Van-
couver, University of British Col-
umbia Press (1986).
í þessu safni má þarna sjá bréf
Vilhjálms og bækur ýmsar eftir
hann eða úr eigu hans. Málverk eru
þarna af honum. Og feiknamikið
myndefni. Þar á meðal eru afar
áhugaverðar myndir frá íslandsferð
þeirra hjóna fyrir miðja öldina.
Bregður þar m.a. fyrir ýmsum
frammámönnum í íslensku þjóðlífi
á fyrri hluta aldarinnar auk mynda
af Vilhjálmi og konu hans. Eru þær
bráðskemmtilegar sumar. Auk
hefðbundinna mynda úr ljölskyldu-
albúminu og skuggamynda, eru
þarna skínandi myndir af Vilhjálmi
við viðfangsefni sín, og vinum hans
og vandamönnum, teknar af atvinn-
uljósmyndurum. Loks má geta
gripa úr eigu hans, sem voru honum
sérlega kærir og munu hafa fylgt
honum á ferðum hans um norður-
slóðir. Ekki er að efa, að íslenskir
áhuga- og fræðimenn hefðu bæði
gagn og gaman af að skoða þessa
deild.
Annað meginviðfangsefni Leos
hingað til, er úttekt á hinu mikla
„Virgin-Islands“-safni, þ.e. skjala-
safni Dönsku Vestur-Indíaeða Jóm-
frúreýja, sem Danir réðu frá því
uppúr 1660 og allt til þess er þeir
seldu Bandaríkjastjórn eyjarnar
árið 1917. Víða er pottur brotinn í
_____________i_______________27
meðferð, ástandi og skipulagi þess-
ara merku skjala. Ormar og önnur
kvikindi hafa unnið þarna mikið
tjón, auk þess heitt og rakt lofts-
slag eyjanna hefur haft sitt að
segja, vegna skorts á verndarráð-
stöfunum varðandi efnið. Og ekki
hefur verið farið mjúkum höndum
um þessi gögn, er þeim var hrúgað
saman og þau flutt til Bandaríkj-
anna árið 1954. Sumt er orðið alveg
ónýtt og annað stórskemmt. Og
röðun og skipulag gagnanna ber
merki þess að viðkomandi hafa ekki
getað lesið dönskuna og önnur
tungumál sem fyrir koma, né held-
ur handskrift fyrri alda eða got-
neskt letur. Jómfrúreyjamenn sjálf-
ir eru óhressir með ástand þ'essara
mála, og heyja þeir nú baráttu sem
hliðstæð er handritamálinu íslensk-
danska.
Þessi gögn eru dæmi um vannýtt-
ar og vanmetnar heimildir um fyrri
aldir. Þau ná aftur til tíma frels-
isstríðs Bandaríkjanna, og átaka
ýmissa milli evrópskra stórvelda á
þessum slóðum og víðar. Koma þar
Hollendingar, Frakkar, Bretar og
Spánveijar við sögu auk Dana og
Bandaríkjamanna. Þau eru auk
annars, talin vera eitthvert merk-
asta heimildaefni um þrælahald fyrr
á öldum sem um getur. Þarna eru
laus skjöl af ýmsu tagi, skjalabæk-
ur og prentuð rit, sum hver verð-
mæt, mikið er af lagabókmenntum
auk gamalla útgáfna fagurbók-
mennta og fornrita, þar á meðal
„Oldnoraiske Sagaer" útgefnar í
Kaupmannahöfn 1826-1836, dönsk
þýðing Carls Christians Ravns á
íslenskum fomritum, útgefið í nafni
Friðriks 6. Danakonungs og Maríu
Soffíu Frederiku drottningar. Til-
efni útgáfu þessarar var þúsund ára
kristni í Danmörku.
Og af einhverjum ástæðum
reyndust einnig leynast þarna, inn-
an um annað, konunglegar tilskip-
anir frá síðustu öld varðandi íshand
og Færeyjar, hvemig sem nú á því
stendur. Þá má nefna merk hollensk
kort og verkfræðilegar teikningar
frá 1730-1794, sem sýna ýmsar
mælingar á vatnsstöðu fljóta, flóða-
varnir við Norðursjó, siglingaleiðir
o.fl.
Annað sem Leo vann að var skip-
ulagning ýmissa heimilda og vinnu-
gagna um landkönnun Bandaríkj-
anna, þ.e. kortlagningu lands og
leiða frá upphafi byggðar þar og
allt fram á þessa öld. Ekki hafði
safnið haft mannskap eða tíma til
að skoða þessi gögn af nokkurri
alvöm. Hið sama má segja um mik-
ið safn af skjölum, myndum, kvik-
myndum og hljóðupptökum sem
snerta könnun heimskautanna.
Hann vann einnig nokkuð við heim-
ildaefni um þrælahald í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna og dreifíngu
þrælahalds og var þar einkar fróð-
legt efni á ferð.
Hér hafa einungis verið rakin
lauslega nokkur dæmi um þau fjöl-
mörgu viðfangsefni sem fengist er
við í bandaríska þjóðskjalasafninu.
Verkefnin eru óþijótandi og þegar
einu er lokið er hafist handa við
annað. En menn hafa einsett sér
að vera komnir vel á veg a.m.k.
um mitt ár 1993. Langt er þó í
land. Nýbyggingin „Archives 2“ á
sjálfsagt eftir að verða safninu lyfti-
stöng og breyta miklu. Safnið er
eitt hið mesta sinnar tegundar, ef
ekki hið mesta í heimi, og tvímæla-
laust með þeim allra merkustu. Það
þjónar bandarískum stjómvöldum
jafnt sem almenningi og fræði-
mönnum. Deildaskipting er fjölþætt
mjög. Auk hefðbundinna safndeilda
má nefna viðamikla fræðslu- og
kynningardeild, viðgerðardeild og
lögfræðingadeild. Vinnuandi og
samstarf allt er til fyrirmyndar, en
Akkilesarhæll stofnunarinnar eru
ónógar fjárveitingar og stöðugildi,
sem valda því að víða er pottur
brotinn varðandi gögnin og skipu-
lag þeirra.
Safnið heyrir undir forseta
Bandaríkjanna, öfugt við t.d. þjóð-
bókasafnið „Library of Congress",
sem heyrir undir þingið. Það munu
víst gömul og ný sannindi í Banda-
ríkjunum að stofnanir sem heyra
undir síðarnefnda aðilann eiga mun
hægar með að fá fjárveitingar.