Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 56
BögglopóJtur Grunnur um ollt lond wJTiHPWPWIJPtlíP PÓSTUR OG SlMI M Landsbanki Mk Islands Banki allra landsmanna — 1 MORGUNBLAÐJD, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, POSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Morgunblaðið/Júlíus Mikill reykjarmökkur var yfir borginni í fyrrinótt og fram á gærdaginn vegna elds í brotajárnshaugi við Sundahöfn. Eldur í brotajámshaug í Sundahöfn SLOKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út í fyrrinótt vegna elds í brotajárnshaug á svæði Hring- rásar við Sundahöfn. Nokkurn tíma tók að slökkva eldinn og fram eftir degi í gær Iá mikill reykjarmökkur yfir nágrenni hafnarinnar. Gert var viðvart um eldinn um klukkan 3 í fyrrinótt. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að um tals- verðan eld var að ræða og var þá allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað út. Um tíma var talin hætta á, að eldurinn næði til byggingar ET- dráttarbíla, sem er rétt hjá, en hægt var að koma í veg fyrir það. Talið er að eldurinn hafi komið upp á þremur stöðum í haugnum og telur slökkviliðið það benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Stjórnendur ríkisspítalanna um rektrarhalla og sumarlokanir: Telja sig hafa vilyrði fyrir 110 millj. aukafjárveitingu SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, segir að minna verði um lokanir á deildum ríkisspítalanna í sumar en áður þar sem þeir fái 50 milljónir vegna yfirstandandi árs umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Alls sé gert ráð fyrir að ríkisspítalarnir fái 176 millj. auka- fjárveitingu og þar af stafi 126 milljónir af rekstrarhalla síðasta árs. Forstöðumenn ríkisspítalanna telja sig hins vegar hafa vilyrði fjárveit- ingavaldsins fyrir 110 milljóna kr. aukafjárveitingu fyrir þetta ár og miða rekstur spítalanna við það. Heilbrigðisráðherra segist óttast að yfirvinnuálag sé að hleypa launa- kostnaði ríkisspítalanna upp úr öllu valdi. Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs ríkisspítalanna, segir að fjáveitinganefnd og fyrrver- andi formaður hennar, Sighvatur Björgvinsson, hafi tekið jákvætt í beiðni ríkisspítalanna um 110 millj- óna króna aukafjárveitingu í vetur vegna vanáætlaðs rekstrarkostnaðar í ár og til að draga úr sumarlokun- um. „Lokanir verða því minni ár en á síðasta ári og eiga að dragast sam- an um 40%,“ sagði hann. „Við reikn- um með að við fáum þetta allt og þó það hafi ekki verið afgreitt form- lega á Alþingi í vor verður það vænt- ánlega gert í haust,“ segir Pétur. Heilbrigðisráðherra segir að þær lokanir sem verði á deildum spítal- anna í sumar stafi af erfiðleikum við mannaráðningar sem séu erfiðari nú en áður. „Það er erfitt að fá fólk til starfa og mikill yfirvinnuþungi leggst á fólkið sem fyrir er sem hleypir laun- akostnaðinum mjög hátt upp.“ Ráðherra segir að þar sem búið sé að ^lfveða fjjárframlag til ríkis- spítalanna verði þeir sjálfir að bregð- ast við þessum vanda. Lokanir deilda skili þó ekki miklum sparnaði og þurfi að grípa til annarra ráðstafana. „Fastalaun eru mjög lág sem gerir það að verkum að erfítt er að fá fagfólk til starfa. Tiltölulega lág fastalaun leiða til miklu hærri launa- kostnaðar en ef fastalaunin væru svolítið hærri og stofnanirnar betur mannaðar," segir hann. Ráðherra var spurður hvort hann væri mæla með launahækkunum til starfsfólks. „Það þarf að skoða það. Mér finnst ástæða til að staldra við og íhuga að hér á sér ekki stað nein raunveruleg samkepppni á milli eink- arekstrar og ríkisrekstrar. I dag er einkapraxís í flestum tilvikum stund- aður af starfsmönnum sem sitja í fastlaunastörfum hjá ríkinu. Ég vil því sjá tvennskonar kerfi, annars vegar rtkisrekin sjúkrahús þar sem starfsmennirnir eru þokkalegá laun- aðir og sinna því starfí eingöngu og hins vegar einkarekna heilsugæslu sem getur boðið upp á valkost og veitt ríkisreknu heilbrigðisstofnunum aðhald og samkeppni," segir heil- brigðisráðherra. Listaverk Einars Jóns- sonar finnst í Póllandi STYTTA eftir Einar Jónsson, sem listamaðurinn gerði á gröf Eis- ert-fjölskyldunnar i Lodz i Póllandi árið 1935, hefur verið flutt til íslands. Það voru Guðmundur Axelsson í Klausturhólum og Jörgen Holm forstjóri í Kaupmannahöfn sem höfðu upp á styttunni og fluttu til landsins, en hún hafði þá legið í hirðuleysi i geymsluherbergi Lúthersku kirkjunnar í Lodz síðan árið 1945. Forsaga málsins er í stuttu máli an, en maður hennar ákvað engu sú, að snemma á fjórða áratug þessarar aldar fékk Einar Jónsson pöntun frá auðugri konu í Póllandi um höggmynd, en hún hafði séð myndir af verkum Einars og hrifist af. Skömmu síðar drukknaði kon- að síður að myndina skyldi hún fá á gröfina. Einar gerði táknræna mynd um þessa drukknuðu konu dig var hún um 2,10 metrar á hæð og vó um 465 kíló. Árið 1945, við fall Þriðja ríkisins, var styttan tek- in af gröfínni þar sem óttast var að hún gæti orðið eyðileggingu að bráð, og hefur hún síðan verið gleymd og grafín í geymsluher- bergi kirkjunnar. Guðmundur Axelsson í Klaustur- hólum ákvað fyrir um það bil tveim- ur áiaim að grafast fyrir um stytt- una og fékk í lið méð sér Jörgen Holm í Kaupmannahöfn. Saman höfðu þeir svo upp á styttunni og er hún nú komin til landsins. Stytt- an þarfnast talsverðra viðgerða við Mývatnssveit: Haustblær á beijalyngi Björk, Mývatnssveit. EFTIR hagstætt veðurfar hér í Mývatnssveit í maímánuði gekk til norðanáttar í byrjun júní og kólnaði. Hiti fór niður fyrir frostmark sumar nætur. Ekki sér enn fyrir cndann á þessum kuldum. Skemmdir eru sýnilegar á trjá- gróðri og víða gulleitt yfir að líta. Þá hefur berjalyng einnig farið illa - fengið á sig haustblæ. Hætt er við að beijaspretta verði lítil í sum- ar. 26. júni á síðastliðnu ári gerði frostnótt hér í Mývatnssveit, þá varð engin spretta á berjum hér það sumar. Kristján ------♦......- Stúlkagekk í gegnum glervegg STÚLKA gekk í gegnum gler- vegg í Borgarkringlunni í gær- morgun. Svo virðist sem stúlkan hafí ekki séð glervegginn sem er um það bil tveggja og hálfs metra hár og geng- ið í gegnum hann. Ekki hafði fengist upplýst hve alvarleg meiðsl hennar voru þegar Morgunblaðið fór í prentun. ------*-*-*---- * Obreytt veð- ur á Í7.júní BÚIST er við góðu veðri á 17. júní. Veðurstofan gerir ráð fyrir að hann haldist þurr um allt land og hiti fari upp í 16 stig sunnan- lands en svalara verður á Norð- urlandi. Veðurspáin gerir ráð fyrir hægri norðvestan eða breytilegri átt á þjóðhátíðardaginn. Veður verður þunt, skýjað norðaustanlands en annars léttskýjað. Svalt verður norðan lands en allt að 16 stiga hiti sunnan til. Ekki er útlit fyrir úrkomu á þjóðhátíðardaginn þó ekki sé útilokað að rigni með kvöld- inu. Mikil hátíðahöld verða um allt land á þjóðhátíðardaginn að venju. Sjá nánar um hátiðahöld dags- ins á bls. 17. Morgunblaðið/Bjami Minnisvarði Eisert-fjölskyld- unnar í geymsluskála Eimskips í Sundahöfn. og vantar bæði á hana fótstall og hendur, en að sögn Guðmundar Axelsson er enn allt óráðið um framtíð hennar. Sjá grein, „Hún vitjaði hans í draumi“, C-blað bls. 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.