Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 12
MORGyNBLAÐIÐ ■SUNNDpAfiUg, 16. JÚNI 199,1 12, ákvörðunar fyrri stjórnar sjóðsins um að veita ákveðnum hópi náms- manna sumarlán. Jafnframt hafi þá legið fyrir að framlag ríkisins á fjár- lögum hefði verið lækkað um 200 milljónir króna á árinu og að út- gjöld sjóðsins vegna vanskila hefðu aukist um nálægt 100 milljónir. Við þessum vanda hafi verið ákveðið að bregðast með niðurskurði um 300 milljónir og framlagi á fjáraukalög- um í haust um 400 milljónir. Ríkisframlag lækkað þrátt fyrir hækkun lána Að sögn Þórðar Gunnars lítur út fyrir að heildarnámsaðstoð á árinu verði um 3.920 milljónir króna, hafi breytingarnar þau áhrif, sem vænst sé. Önnur gjöld sjóðsins verði 1.750 milljónir í afborganir af lánum og 71 milljón í rekstrarkostnað. Tekju- megin verði hins vegar 1.730 millj- óna króna ríkisframlag, endur- greiðslur námslána upp á 600 millj- ónir og lántaka upp á 3.400 milljón- ir. Hann segir að ríkisframlagið í ár sé lægra en í fyrra, þrátt fyrir að útgjöld vegna námsaðstoðar hafi aukist verulega. Ríkisendurskoðun hafi sagt í skýrslu um LÍN í vor, að ríkisframlag þurfi að vera 66% af lánveitingum sjóðsins á hveiju ári til að eigið fé sjóðsins standi undir skuldbindingum, en framlagið í ár sé mun lægra. „Útgjöldin háfa vaxið mjög mikið vegna þess að námsmönnum, sem sækja um lán, hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu — mun meira en gert var ráð fyrir," segir Þórður Gunnar. „Við gerum ráð fyrir að í ár muni um 8.000 manns fá lán frá sjóðnum, á síðasta ári voru þeir 7.500 en 6.400 fyrir tveimur árum. Það má ætla, að orsakir þessarar fjölgunar séu meðal annars þær, að á sama tíma og samdráttur var í þjóðfélaginu hækkuðu lánin um 20%. Þannig hefur það sjálfsagt verið mjög fýsilegur kostur í margra augum að hætta að vinna og hefja nám.“ Lögin endurskoðuð í sumar Fyrir liggur, að menntamálaráð- herra telur nauðsynlegt að breyta námslánakerfinu enn frekar en orð- ið er og hefur hann skipað 5 manna nefnd til að endurskoða lögin um LÍN í sumar. í þeirri nefnd sitja fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og er formaður Guðmundur K. Magn- ússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Nefndin á að skila niðurstöðu fyrir 1. septem- ber í haust. Þórður Gunnar Valdimarsson segir að þessi nefnd eigi í raun kost á tveimur möguleikum við endur- skoðunina. Annars vegar sé hægt að viðhalda núverandi kerfi í grófum dráttum og hins vegar að búa til nýtt kerfi, sem byggist á því að veita námsstyrki í stað lána. Náms- menn yrðu þá styrktir beint til náms upp að ákveðnu marki, en ættu þess kost að taka lán á markaðs-' vöxtum, ef þeir teldu styrkina ekki duga sér. Samkvæmt núgildandi reglum eru námslánin verðtryggð en bera ekki vexti. Hugmyndin um að setja vexti á lánin hefur löngum mætt mikilli andstöðu meðal námsmanna, en ætla má að hún verði skoðuð gaumgæfílega í nefndinni, meðal annars vegna þess, að formaður hennar reifaði slíkar tillögur í skýrslu sem hann gerði um LÍN fyrir þremur árum. Það er ljóst, að niðurstaða endur- skoðunarnefndarinnar mun vekja athygli í haust og útlit er fyrir, að fulltrúar ríkisstjórnar og náms- manna muni ekki verða á einu máli um breytingar á námslánakerfínu þá frekar en endranær. Þessir aðilar virðast þó sammála um það nú, að draga þurfí úr útgjöldunum, annað- hvort með lagfæringum innan ramma núverandi kerfís eða með því að breyta því í grundvallaratrið- um. Þegar tekin verður afstaða til þess verða menn að meta hversu mikið fé sé til ráðstöfunar, hve miklu menn séu tilbúnir til að verja til námsaðstoðar í einhverri mynd og með hvaða hætti því fjármagni verði best varið, þannig að það skili sér í bættri menntun þjóðfélagsþegn- anna. Bregðast þurfti við f fárvöntun sjóðsins - segir Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra ^%Iafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, segir að orðið hafi að breyta úthlutunarreglum Lánasjóðsins nú í vortil að bregð- ast við vandamáli, sem hafi verið búið til með hækkun lánanna frá árinu 1989. Aukinni fjárþörf á þessum tíma hafi aðeins verið mætt með meiri lántöku sjóðsins, hann hafí þurft að taka lán á allt að 9% vöxtum en lánað aftur til 40 ára vaxtalaust. Af þessum sök- um hafi stærri og stærri hluti af framlagi Alþingis til sjóðsins farið í að greiða afborganir og vexti og sjóðurinn hefði stefnt í þrot, ef ekkert hefði verið að gert. „Við afgreiðslu fjárlaga fyrir þetta ár var þannig skilið við Lána- sjóðinn, að 300 milljónir króna vantaði til að endar næðu saman á árinu,“ segir Ólafur G. Einars- son. „í vor var hins vegar fyrirsjá- anlegt, að þessi fjárvöntun yrði 700 milljónir. Það sem við erum að gera núna, með því að breyta út- hlutunarreglunum, er að ná út- gjöidum sjóðsins niður um þessar 300 milljónir sem vitað hefur verið að vantaði allt frá afgreiðslu fjár- laga. Hinum 400 milljónunum verð- ur bætt við á fjáraukalögum í haust.“ Varðandi næsta ár segir Ólafur, að breytingamar á úthlutunarregl- unum ásamt um 2,2 milljarða ríkis- framlagi eigi að tryggja að nokk- urn veginn náist jafnvægi í rekstri sjóðsins. „Framlagið á fjárlögum var 1.730 milljónir króna í árog ég treysti mér ekki til að gera til- lögu um meiri hækkun á því en upp í 2,2 milijarða." Ólafur segir að nefnd, sem hann hefur skipað, muni endurskoða lög- in um Lánasjóðinn í sumar. „Ég hef ekki sett nefndinni neitt fyrir varðandi þessa endurskoðun. Hún mun vinna sitt starf í samráði við stjóm LÍN og áður en nokkrar til- lögur verða lagðar fram á Alþingi mun ég eiga viðræður um þær við námsmenn," segir Ólafur G. Ein- arsson, menntamálaráðherra. Hækkanir umfram verðlag afnumdar - segirformaður stjórnar LÍN Láms Jónsson, formaður stjórn- ar LÍN, segir að með breyttum úthlutunarreglum hafi stjórnin ver- ið að taka til baka þá hækkun lána umfram verðlagshækkanir, sem orðið hafí á ámnum 1988 til 1990. Á undanförnum árum hafi námsað- stoð LÍN verið stóraukin, en á sama tíma hafí fjárveitingarvaldið dregið úr framlögum sínum til sjóðsins. „Það er því ljóst, að meirihluti Al- þingis hefur ekki verið sáttur við þá stefnu, sem ríkt hefur í málefn- um sjóðsins. Mestur hluti aukning- arinnar stafar af því, að fyrrver- andi menntamálaráðherra ákvað að hækka grunnframfærslu námsl- ánanna umfram verðlagshækkanir þrisvar sinnum á árunum 1988 til 1990. Þessar hækkanirem að lenda á sjóðnum af fullum þunga nú í ár, en um leið hefur fjárveiting ríkisins til sjóðsins verið lækkuð til mikiila muna. Það sýnir auðvitað, að Alþingi gerði við afgreiðslu íjár- laga ráð fyrir að dregið yrði saman hjá sjóðnum.“ Láms segir, að breytingarnar, sem nú hafi verið samþykktai-, feli í raun í sér, að verið sé að taka til baka hækkanir fyrrverandi ráð- herra. „Jafnframt er verið að draga úr líkum á því, að einstaklingar, sem I raun búa í foreldrahúsum, skrái sig sem leigjendur. Á sama tíma drögum við úr skerðingu á lánum vegna sumartekna, þannig að fólk eigi þess frekar kost að drýgja tekjur sínar með vinnu,“ segir Lárus. Breytingarnar fela líka I sér, að tími námsaðstoðar fram að fyrstu prófgráðu er styttur úr 7 ámm í 5 og að þak er sett á þá heildarupp- hæð, sem menn geta fengið að láni til að greiða skólagjöld erlendis. „Ég er þeirrar skoðunar, að við þurfum að taka þætti af þessu tagi til rækilegrarendurskoðunarþví ef hægt er að draga úr útgjöldum vegna svona þátta skapast frekar forsendur fyrir því að að hækka grunnframfærsluna, sem kemur öllum jafnt til góða,“ segir hann. Hann segir að lokum að nefnd, sem muni endurskoða lög um LÍN í sumar, eigi um tvær leiðir að velja, annaðhvort að sníða agnúana af núverandi námslánakerfi, eða að taka upp beina styrki til náms- manna upp að vissu marki og setja vexti á lán sem námsmenn taki umfram það. Hart að hafa ekki samningsrétt - segir Pétur Óskarsson, lánasjóðsfulltrúi SHÍ lámsmönnum fínnst afar hart að hafa ekki samn- ingsrétt um lífsafkomu sína,“ seg- ir Pétur Óskarsson, nýkjörinn full- trúi Stúdentaráðs Háskóla íslands í stjóm LÍN. Hann gagnrýnir harðlega hinar breyttu úthlutun- arreglur og segir meðal annars, að það sé ekki nóg með að breyt- ingarnar hafí I för með sér gríðar- lega skerðingu námslána, heldur séu þær að mörgu leyti heimsku- legar. „Skerðingin kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, en á sama tíma batnar I raun staða tekjuhárra einstaklinga. Það má nefna sem dæmi, að námsmaður með 800 þúsund krónur í árstekj- ur fær nú lán, en hefði ekki átt þess kost miðað við eldri reglur.“ Pétur segir að námsmenn við- urkenni, að við mikinn vanda sé að glíma í málefnum sjóðsins. „Þessi vandi stafar af ákvörðun- um ráðamanna á undanförnum árum og okkur finnst ekki rétt að við þurfum að gjalda þeirra. Við lýstum okkur tilbúna til að semja um breytingar, sem hefðu haft í för með sér allt að 550 milljóna króna lækkun útgjalda, en fulltrúar ríkisins I stjóminni völtuðu yfir okkur. Það er því ljóst, að við höfum ekki samnings- rétt um þessa lífsafkomu okkar,“ segir hann. Pétur lýsir sig andvígan hug- myndum um að setja vexti á námslán. „Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að það komi ekki til greina, enda tel ég það alls ekki í samræmi við þau mark- mið um jafnrétti til náms, sem sjóðnum hafa verið sett með lög- um. í dag er kerfið þannig að lánin eru verðtryggð og langflest- ir borga þau að fullu til baka. Það eru auðvitað ýmsir gallar á þessu kerfí, en ég er þeirrar skoðunar, að það eigi að lagfæra það, en ekki að kollvarpa því.“ Verið að eyðileggja grundvöll sjóðsins - segir Elsa B. Valsdóttir, varafulltrúi SHÍ í stjórn LÍN Elsa B. Valsdóttir, varafulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN og formaður Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta,«egir að með breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins sé verið að eyðileggja þann grunn, sem hann sé byggður á. „Það er aðallega tvennt varðandi þessar breytingar sem við geram athugasemdir við,“ segir Elsa. „Annajrs vegar gera þessar breyt- ingar það að verkum, að Lánasjóð- urinn starfar nú í raun gegn því grundvallarmarkmiði sínu, að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag og hins vegar voru breyt- ingarnar knúnar fram í stjórn sjóðsins, án þess að eðlilegt samráð hafi verið haft við námsmenn. Þess- ar breytingar koma líka verst niður á þeim námsmönnum, sem höllum fæti standa fjárhagslega.“ Elsa segir að námsmenn geri sér grein fyrir að þörf sé á niðurskurði hjá Lánasjóðnum, en ekki sé sama hvernig að því sé staðið. „Við erum tilbúin að taka þátt í breytingum á úthlutunarreglunum, sem hefðu niðurskurð í för með sér. Við höfð- um ákveðnarhugmyndir, sem gengu út á nokkra skerðingu grunnsins og tilfærslur innan kerí'- isíns, sem hefðu getað skilað 550 miHjóna króna sparnaði, en þegar á reyndi var ekki haft samráð við okkur.“ Hún segist telja námslánakerfið í dag eitt það besta, sem völ sé á. Það sé auðvitað ekki fullkomið, en gera megi á því lagfæringar. „Ég er andvíg hugmyndum um að koma á kerfi, sem byggist á styrkjum og lánum með vöxtum. Þar sem slíkt hefur verið reynt hefur reynsl- an orðið sú, að styrkirnir hafa far- ið lækkandi og vextirnir hækk- andi, þannig að námsmenn hafa tapað á þvi.“ Lán og framlög 4000 milljónir króna ---- Veitt aðstoð Framlag ríkisins '81 '82 '83 '84 '85 '88 '87 '88 '89 '90 '91 i lánþega 3000 2000 1000 '87 '70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.