Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 50

Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUN^D&GUR 16. JÚNI 1991 Á KODAK EXPRESS stöðunum starfar einungis fagfólk. Framleiðsla þeirra er undir ströngu og margþættu gæðaeftirliti KODAK umboðsins. Gerðu kröfur um gæði og settu filmuna í hendurnar á fagfólkinu hjá KODAK EXPRESS. GÆÐAFRAMKOLLUN KODAK EXPRESS FRAMKÖLLUNARSTAÐIRNIR: Hans Petersen hf. Bankastræti Hans Petersen hf. Glæsibæ Hans Petersen hf. Austurveri Hans Petersen hf. Kringlunni Hans Petersen hf. Laugavegi 178 Hans Petersen hf. Hólagarði Hans Petersen hf. Lynghálsi I Kaupstaöur í Mjódd. LJóshraðl f Hamraborg, Kópavogi Fllmur og Framköllun Strandgötu, Hafnarfirði Hljómval Keflavík LJósmyndahúslð Dalshrauni 13. Hafnarfirði Bókaverslun Andrésar Nfelssonar, Akranesi Bókaverslun Jónasar Tómassonar, fsafirði Pedrómyndlr Hafnarstræti og Hofsbót Akureyri Nýja-Fllmuhúslð Hafnarstræti, Akureyri Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki Vöruhús KA, Selfossi 9 2 x 3 < FILMUNA MNA í HENDURNAR Á FAGFÓLKI Getur þú ekki endurtekið augnablikið? ERU MYNDÍRIMAR AF LA&ARFLjÓT^ORMi fJUM palítío oíkÝkak? VAMTAR Ha EKKÍ BARA OLER~ AUGU LjÚFURlIMN? Stöð 2= Fyrstu tónlistar myndböndin BH Snemma á fimmta 00 áratugnum komu tón- listarmyndböndin til sögunnar í Bandaríkjunum. Þessi tónlistarmyndbönd gengu undir nafninu „soundies" og voru leikin í þar til gerðum glymskröttum með skjá. Alls voru gerð liðlega 2000 svona myndbönd á árunum 1941- 1947, sum hver allt að þriggja mínútna löng, þar sem mörg skærustu söngstirni þessa tíma létu ljós sitt skína. Fyrir sum hver þessara stórstirna voru þetta fyrstu sporin á hvíta tjald- inu. I þessum klukkustundar- langa þætti á Stöð 2 mun Cab Calloway rekja sögu soundies-myndbandanna og þeirra sem þar komu fram, þar á meðal Nat King Cole, Louis Armstrong, Fats Waller, Count Basie, Spike Jones, Duke Ellington, Doris Day og Liberace svo nokkrir séu nefndir. Á férð Þættirnir „Á ferð“ hefjast nú annað sumarið í röð. Þeir 3° voru margir sem fylgdust með ferðum Steinunnar Harðar- •■-ö dóttur um ijöll og fyrnindi í fyrra sumar. Nú verður þráður- inn tekinn upp þar sem frá var horfið og slegist í för með ferðahópum á ferðum þeirra um landið, fylgst með vísindamönnum að störfum og spjallað við bændur um lífið og tilveruna á landsbyggðinni. Þá verður einnig gluggað í gamlar bækur og nútíminn skoðaður í ljósi hins liðna. Nú í júní verður Öræfasveitin heimsótt, gengið á Hvannadalshnjúk í fylgd með vösku fólki í Ferðafélagi íslands, fræðst um ferðaþjónustu og fleira í Öræfasveitinni og spjallað við þjóðgarðsvörð og fleiri ábúendur í Skaftafelli. Tímon Aþeningur MHBH í dag birtist á skjánum enn eitt verkið úr fórum hins kunna -t fr 40 breska leikskáldds Williams Shakespeares, sem sjónvarps- TH — stöðin BBC hefur fært til uppfærslu í sjónvarpi. Tímon Aþeningur er í hópi hinna lítt kunnari harmleikja skáldsins og hefur það verið kennt því að persónan Tímon sé ekki máluð jafnskýrum litum sem aðrar víðfrægari harmleikjapersónur Shakepeares, auk þess sem hann hafi hér ekki náð viðlíka flugi í texta sínum sem í öðrum verkum. Tímon biitist í fyrstu útgáfu árið 1623 og hefur getum verið að því leitt að verkið hafi verið ritað í samvinnu við annan höfund, líkt og algengast var á tímum Shakespeares. Fyrirmyndin er sótt aftur til gullaldar Aþenu og byggir á ævi samnefnds auðmanns þar í borg. Tímon á sér vini og viðhlæjendur marga, er maður lífsglaður og góðviljaður og ósínkur á fé og gjafir. Svo sem nætti má geta, verða margir til vináttu við hann og auður hans tekur að þverra. Tímon heldur þó sínu striki - þrátt fyrir umvandanir heimspekingsiins Ape- mantusar og viðvaranir síns trúa þjóns, Flavíusar. Svo fer að auðæ- vin hverfa á braut og með þeim allir vinirnir. Tíman yfirgefur borg- ina, brotinn maður á líkama og sál og tekur sér bólfestu í helli niður við strönd. Hann hefur glatað trú sinni á kosti mannlegs eðlis og gerist mannhatari hinn mesti. Leikstjóri er Jonathan Miller en skjátexta úr þýðingu Helga Hálf- dánarsonar annast Óskar Ingimarsson. Ras 1:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.